Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Gamalreyndur vinnufélagi minn vatt sér upp að mér í gær (hélt samt tveggja metra fjar- lægð) og bað mig um að koma á framfæri skilaboðum frá vini sín- um, Ellliða, með þremur L-um, sem væri með böggum hildar þessa dagana vegna ástandsins í enska fótboltanum. Með þremur L-um, hváði ég. Hvaða vitleysa er nú það? Jú, sjáðu til. Í fyrsta lagi heldur hann með Leeds, sem er búið að vera besta liðið í B-deildinni í vet- ur, sér loksins fram á að komast aftur í úrvalsdeildina eftir sextán ára eyðimerkurgöngu, en á svo á hættu að tímabilið verði lýst ógilt og ekkert lið fari upp. Í öðru lagi er Liverpool hans lið í úrvalsdeildinni. Strákarnir hans Klopp hafa haft gríðarlega yfirburði í vetur, eru með 25 stiga forystu og félagið hefur ekki orðið Englandsmeistari í þrjátíu ár. En svo verður tímabilið kannski strik- að út. Í þriðja lagi hreifst hann svo mjög af Leicester City þegar liðið varð enskur meistari árið 2016 að hann hefur haft sterkar taugar til þess síðan. Leicester hefur geng- ið frábærlega í vetur og er í dauðafæri til að komast í Meist- aradeild Evrópu. En svo verður það kannski allt saman til einskis. Ég óttast mjög um andlega heilsu Ellliða ef ekki verður hægt að ljúka þessu tímabili í enska fótboltanum, sagði félagi minn, sprittaði sig vel og vandlega og rölti síðan út í sólina með kaffi- bollann. Ellliði kemst innan tíðar að því hvernig þetta endar hjá Leeds, Liverpool og Leicester, en breska ríkisstjórnin mun tilkynna næstu skref í baráttunni við kórónu- veirufaraldurinn á allra næstu dögum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jóns- dóttir sneri heim úr atvinnu- mennsku á dögunum þegar hún skrifaði undir tveggja ára samning við handknattleiks lið KA/Þór sem leikur í úrvalsdeild kvenna. Rut, sem er 29 ára gömul, kemur til félagsins frá Danmerkurmeist- urunum Esbjerg, en hún hefur ver- ið atvinnumaður í Danmörku frá árinu 2008 og sá leikmaður sem hefur leikið lengst samfleytt er- lendis af íslenskum handknatt- leikskonum á seinni árum. Rut er í sambúð með Ólafi Gústafssyni, landsliðsmanni í hand- knattleik, en hann skrifaði einnig undir samning við KA á dögunum. Saman eiga þau svo soninn Gústaf Bjarka Ólafsson, sem varð tveggja ára gamall í lok febrúar á þessu ári. „Það er frekar óþægilegt að vera í óvissu með framtíðina og þess vegna er frábært að hafa neglt þetta niður og skrifað undir samn- ing á Akureyri,“ sagði Rut í samtali við Morgunblaðið. „Eins og ég hef sagt áður erum við bæði í hand- bolta og með lítinn strák í þokkabót þannig að við höfum aðeins þurft að ákveða næstu skref með tilliti til heildarpakkans ef svo má segja. Ég á einhverja ættinga hér fyrir norð- an en annars erum við ekki með neina þannig tengingu. Ég get samt alveg viðurkennt það að eftir að hafa búið í útlöndum breytist hugsunarhátturinn umtalsvert. Vissulega erum við á Akureyri en við erum samt sem áður nær fjölskyldu og vinum sem eru á höfuðborgarsvæðinu en áður. Ég hef verið úti frá árinu 2008 og mér finnst þess vegna bara æðislegt að vera komin heim í smá ró og næði. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvað væri best fyrir okkur öll sem fjölskyldu og það er því frábær lausn fyrir okkur að fara til Akur- eyrar.“ Góð blanda í liðinu Rut er uppalin hjá HK í Kópa- vogi en var aðeins átján ára gömul þegar hún hélt út í atvinnu- mennsku til Danmerkur. Hún skrif- aði undir tveggja ára samning á Akureyri og er spennt að fara inn í tímabilið með ungu liði KA/Þór. „Ég hef reynt að fylgjast með deildunum hérna heima í gegnum tíðina og það hefur stundum gengið og stundum ekki. Maður hefur sjálfur verið á fullu og undanfarin ár hef ég kannski ekki náð að fylgj- ast jafn vel með og ég hefði viljað. Ég á hins vegar mjög góðar vin- konur úr landsliðinu sem eru að spila hérna heima og fæ þess vegna reglulega fréttir frá þeim. Ég vona að við í KA/ Þór getum gert betur á næsta tímabili en í ár þótt það hafi vissu- lega verið frábært hjá liðinu að fara alla leið í úr- slit bikar- keppninnar. Það væri líka gaman að geta strítt aðeins liðunum í efri hlut- unum en ég er fyrst og fremst spennt að vinna með þessum ungu og efnilegu stelpum sem og eldri og reyndari leikmönnum liðsins. Blandan í leikmanna- hópnum er mjög góð og við sem eldri erum getum vonandi hjálpað yngri leikmönnunum eins og best verður á kosið.“ Á von á jafnari deild Rut lék með Tvis Holstebro, Randers, Midtjylland og nú síð- ast Esbjerg á tólf ára atvinnumannaferli sínum í Dan- mörku en eftir að sonur þeirra Ólafs fæddist í febrúar 2018 við- urkennir hún að hugurinn hafi farið að leita heim. Rut er hins vegar ekki eina landsliðskonan sem er á heimleið og hún á von á því að úrvalsdeildin verði jafnari og meira spennandi í ár en oft áður. „Ég var orðin hálfpartinn vön því að vera erlendis enda búin að eyða nánast einum þriðja ævinnar er- lendis. Eftir á að hyggja er það fyrst og fremst ótrúlega gaman að hafa átt jafn góðan feril og raun ber vitni. Það var heiður að spila með þeim liðum sem ég fékk tæki- færi til að spila með en eftir að við urðum fjölskylda og Gústaf Bjarki kom í heiminn fórum við aðeins að leiða hugann að því að snúa aftur heim. Svo fær maður auka löngun líka í að snúa aftur þegar ástandið er eins og það er í heiminum í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og staðan er í dag á ég erf- itt með að meta styrkleika deildar- innar, með tilliti til þess þegar ég var hérna síðast. Nánast allir þeir leikmenn sem hafa spilað erlendis undanfarin ár eru á leiðinni heim og ég hef fulla trú á því að deildin verði sterkari á næstu leiktíð en á síðasta tímabili, miðað við þá leik- menn sem eru á leiðinni heim í það minnsta. Ég á von á hörkukeppni og að deildin verði jafnari en oft áður.“ Horfir stolt til baka Rut vann EHF-Evr- ópukeppnina með Holstebro ár- ið 2013 og þá varð hún danskur bikarmeistari með Randers árið 2016. Þá varð hún Danmerk- urmeistari með Esbjerg tíma- bilið 2018-19 og tímabilið 2019-20 eftir að því var af- lýst vegna kórónuveir- unnar. „Ég hef lítið pælt í þessu í gegnum tíðina en þegar ég er minnt á ferilinn og fólk fer að tala um hann er ég gríðarlega stolt af þessum fína og flotta ferli. Ég hef upplifað marga sigra á handboltavellinum og eins hef ég lært og þroskast mikið sem mann- eskja. Ég hef kynnst fullt af frá- bæru fólki sem ég verð ævinlega þakklát og ég horfi mjög sátt til baka yfir atvinnumannaferil minn. Ég mæli hiklaust með því fyrir unga og efnilega leikmenn að taka þetta skref og fara í atvinnu- mennsku. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa tekið slaginn og farið út árið 2008. Maður lærir ótrúlega mikið á því að búa í öðru landi og kynnast annarri menningu. Ekki það að lífið í Danmörku sé eitt- hvað gríðarlega frábrugðið lífinu á Íslandi en þú lærir bara svo mikið á því að standa á eigin fót- um. Það er alltaf hægt að koma aftur heim ef hlutirnir ganga ekki upp,“ bætti Rut við í samtali við Morgunblaðið. Frábær lausn fyrir okk- ur að fara til Akureyrar  Rut Jónsdóttir segir að það verði spennandi verkefni að spila með KA/Þór Akureyri Rut Jónsdóttir og Gústaf Bjarki Ólafsson sonur hennar og Ólafs Gústafssonar eftir að Rut varð dansk- ur meistari með Esbjerg vorið 2019. Nú er fjölskyldan á leið til Akureyrar. Körfuknattleiksdeild Þórs í Þor- lákshöfn hefur samið við banda- rískan leikstjórnanda, Jahii Carson, um að leika með liðinu í úrvals- deildinni. Þetta kom fram í Hafn- arfréttum í gær. Carson er 26 ára og lék með Arizona State háskóla til 2014. Hann hefur síðan komið víða við og leikið með Wollongong Hawks í Ástralíu, Metalac Valjevo í Serbíu, Adanaspor í Tyrklandi, Isl- and Storm í Kanada, Koroivos í Grikklandi, Moncton Magic í Kan- ada og síðustu tvö árin með BCM Piesti í Rúmeníu. Leikstjórnandi til Þorlákshafnar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þorlákshöfn Lárus Jónsson þjálfar lið Þórsara á næsta tímabili.  Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék með HK upp yngri flokkana og hafði þegar spilað þrjú tímabil með liðinu í úrvalsdeild áður en hún fór 18 ára til Danmerkur árið 2008.  Rut lék 59 úrvalsdeildarleiki með HK á þessum þremur árum og skoraði í þeim 178 mörk.  Hún fór til Tvis Holstebro 2008 og lék með liðinu til 2014. Þar varð hún EHF-Evrópumeistari árið 2013.  Rut lék með Randers tvö tímabil, 2014 til 2016, og var þar dansk- ur bikarmeistari árið 2016.  Hún lék með Midtjylland tíma- bilið 2016-17.  Rut lék með Esbjerg 2017-20 og varð danskur meistari með lið- inu 2019. Það verður væntanlega einnig meistari 2020 og er komið í fjögurra liða úrslit Meistaradeild- ar Evrópu.  Rut hefur leikið 89 landsleiki og skorað í þeim 184 mörk og hún var í íslenska landsliðinu sem lék á EM í Danmörku og Noregi 2010, á HM í Brasilíu 2011 og EM í Serbíu 2012. Tólf ár í atvinnumennsku Ensku úrvalsdeildarfélögin verða vöruð við því á fundi á mánudaginn að það gæti komið þeim verulega í koll að leggjast gegn því að síðustu níu umferðir deildarinnar verði leiknar á hlutlausum völlum í sumar. Sky Sports greinir frá þessu. Sex neðstu liðin, Brighton, West Ham, Watford, Bournemouth, Aston Villa og Norwich, hafa öll lýst yfir óánægju með að ekki skuli vera leik- ið á heimavöllum liðanna í þessum síðustu níu umferðum. Forráða- menn þeirra hafa sagt að það setji spurningarmerki við heilindi móts- ins í heild sinni og það gæti reynst þeim dýrt að missa af því að spila á heimavelli á þessum mikilvæga loka- spretti. Til þess að heimilað verði að leika á hlutlausum völlum þurfa fjórtán félög af tuttugu í deildinni að sam- þykkja tillögu þess efnis. Sky Sports segir að þær ráðstaf- anir sem settar verða upp til þess að leikirnir geti fram í sumar verði nær örugglega áfram til staðar þegar næsta tímabil hefst, og það gæti því haft alvarlegar afleiðingar fyrir öll lið ef þessi tillaga yrði felld. Fundur úrvalsdeildarliðanna verður haldinn í kjölfarið á vænt- anlegri tilkynningu bresku ríkis- stjórnarinnar um hvernig staðið verði að því að aflétta samkomu- banni í landinu. Botnliðin vöruð við fyrir fundinn Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði knatt- spyrnuliðs Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjölnir og Bergsveinn sendu frá sér í gær. Berg- sveinn er aðeins 27 ára gamall og hef- ur verið í lykilhlutverki í Fjölnisliðinu um árabil, m.a. á síðasta tímabili þar sem það endurheimti sæti í úrvals- deildinni eftir eins árs fjarveru. Hann segir að ástríða sín fyrir fótboltanum hafi minnkað töluvert á sama tíma og ástríðan fyrir sálfræði, fyrirlestra- haldi og námskeiðum hafi aukist verulega í staðinn. Fyrirliðinn hjá Fjölni hættur Ljósmynd/Fjölnir Hættur Bergsveinn Ólafsson leikur ekki meira með Fjölni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.