Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  114. tölublað  108. árgangur  MISJAFNAR TEKJUR HÖFUNDA AF UPPLESTRI HRÓP EFTIR NÝJU PLÁSSI GOTT AÐ GETA VERIÐ HÉRNA HEIMA Á ÍSLANDI LISTASAFNIÐ OPNAÐ AFTUR 28 EMIL ÆFIR MEÐ FH 26NÝ KÖNNUN 11 Mikill áhugi er á Íslandi meðal ferða- fólks og þeim fjölgar sem geta hugs- að sér að ferðast milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta sýna mark- aðskannanir Icelandair, en 86% svar- enda þeirra segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum tengdum útbreiðslu kórónuveirunnar. Þegar fólk er spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni lýsa 76% svarenda því yfir að áhuginn sé fyrir hendi. Sér- staklega er áhuginn mikill í Toronto, Lundúnum, París og á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem hafa flugteng- ingar við Ísland. Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, telur þetta gefa vonir um að landið geti risið hratt á ný. Félag- ið hyggist vera í stakk búið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir það jákvætt ef ný flugfélög geta hafið flug til Íslands og frá, en ViðskiptaMogginn greindi á miðvikudag frá því að flugfélagið Bláfugl væri reiðubúið til að fylla skarð Icelandair tímabundið, fari svo að félagið verði gjaldþrota. Varast beri þó að líta svo á að önnur félög geti alfarið stigið inn í stað Ice- landair. Fulltrúar Félags íslenskra atvinnuflugmanna voru enn á fundi með forsvarsfólki Icelandair vegna kjarasamninga flugmanna þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. »2 & 6 Fari á flug þegar færi gefst á ný  Áhugi á Íslandi  Ný flugfélög tilbúin Morgunblaðið/Eggert Flug Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á flugferðir um allan heim. Aron Þórður Albertsson Sigurður Bogi Sævarsson „Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað. Við stjórnum hins veg- ar ekki pólitíkinni þar sem sumt er umsemjanlegt og annað ekki,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, um afstöðu Vinstri-grænna til framkvæmda á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær komu Vinstri-græn í veg fyrir framkvæmdir upp á 12-18 milljarða á svæðinu. Hefði tilheyr- andi starfafjöldi jafnframt reynst mikil innspýting fyrir svæðið. Að sögn Sigríðar Á. Andersen, formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Sjálfstæðisflokks, kallar afstaða Vinstri-grænna á sérstakan rökstuðning. „Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla að hverfa frá þjóðar- öryggisstefnunni með þessum hætti og hunsa þannig mögulegar þarfir í varnarsamstarfi okkar,“ segir Sig- ríður, sem furðar sig á afstöðu flokksins. „Ég er undrandi á því hvernig hægt er að leggjast gegn uppbyggingu á borð við þessa. Þetta er uppbygging borgaralegra innviða, sem varnarsamstarf byggist í sí- auknum mæli á,“ segir Sigríður. Óviðeigandi að blanda inn í „Það hefur ekki verið einhver sér- stakur þrýstingur á þetta umfram annað. Afstaða okkar varðandi þessi mál er alveg skýr,“ segir Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, sem kveðst mótfallin hernaðaruppbygg- ingu. „Mér finnst óviðeigandi að blanda aukinni hernaðaruppbygg- ingu inn í efnahagsaðgerðir stjórn- valda.“ Segi upp samningum Thorsil Á fundi stjórnar Reykjaneshafnar í gær var hafnarstjóra falið að segja upp samningum sem gerðir voru árið 2014 við einkahlutafélagið Thorsil, sem hafði áform uppi um byggingu kísilverksmiðju við Helguvík. Kjartan segir að forsvarsmönnum Thorsil hafi oftsinnis verið veittur frestur á undanförnum misserum til að koma sínum málum á hreint. Ekk- ert hafi þó þokast áfram. Hafa megi í huga að alltaf sé áhugi á iðnaðarlóðum sem henti hafnsæk- inni starfsemi, þótt ekkert sé í hendi nú um slíka uppbyggingu. Þungt högg að verða af hundruðum starfa  12-18 milljarða uppbygging á Suðurnesjum ekki á dagskrá Reykjanesbær Bæjarstjórinn segir að frábært hefði verið að fá störfin. MAðstoðin hefði reynst … »4 Yngri flokkar knattspyrnufélaga víðsvegar um landið æfa nú án takmarkana. Eftir afléttingu samkomubanns hinn 4. maí síðastliðinn mega börn og unglingar æfa skilyrðalaust en reglur um nálægð og fjölda gilda enn í meistaraflokki. Ljós- myndari Morgunblaðsins kom við á æfingu hjá stelpum hjá Val sem æfa nú á fullu, en alls munu 4.950 knattspyrnuleikir fara fram í sumar á vegum KSÍ. Leikir í meistaraflokki verða 1.170 og leikir í yngri flokkum 3.780. Í meistaraflokki karla eru 79 félög skráð til leiks og í kvennaflokki 29. Þá eru 370 lið skráð í yngri flokkum karla og 190 lið í yngri flokkum kvenna. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst hinn 12. júní næst- komandi með leik KR og Vals í kvennaflokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfingar í fullum gangi fyrir fótboltasumarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.