Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er mjög jákvætt ef aðilar geta stigið fram og hafið farþegaflug. Ég held að það geti verið mjög góð við- bót við núverandi markað,“ segir Jó- hannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Nefnir hann flugfélögin Bláfugl (e. Blue- bird Nordic) og Play í því sam- hengi. Líkt og Við- skiptaMogginn greindi frá á mið- vikudag hafa for- svarsmenn Blá- fugls sagst reiðubúnir til að fylla skarð Ice- landair tímabundið, fari svo að síð- arnefnda félagið verði gjaldþrota. Þá hefur sömuleiðis verið haft eftir stjórnarmönnum Play að félagið geti verið komið með eina til tvær vélar í loftið með skömmum fyrirvara beri svo undir. Að sögn Jóhannesar koma félögin tvö ekki í stað Icelandair þó að þau geti haldið uppi flugsamgöngum til og frá landinu tímabundið. Það taki jafnframt langan tíma að byggja upp jafn öflugt fyrirtæki og Icelandair. „Það er auðvitað mjög jákvætt ef að- ilar geta stigið fram og hafið far- þegaflug. Play hefur ákveðnar for- sendur núna en Bláfugl hefur kannski aðeins minni reynslu af því. Við þurfum þó að varast það að hvor- ugt þessara félaga getur stigið alfar- ið inn fyrir Icelandair,“ segir Jó- hannes og bætir við að Icelandair hafi byggt upp öflugt leiðar- og sölu- kerfi. Þá sé fyrirtækið mikilvægasta fyrirtæki ferðaþjónustunnar og slíkt skarð verði ekki fyllt á augabragði. „Í fyrra flutti Icelandair 60-70% þeirra sem hingað komu sem ferða- menn. Við sáum hvað fyrirtækið er öflugt þegar WOW hvarf af mark- aðnum. Þeir nýttu sveigjanleika sinn þannig að þeir gátu tekið meira af ferðamönnum til Íslands,“ segir Jó- hannes, sem ítrekar að mörg ár taki að byggja upp sams konar kerfi og Icelandair býr nú yfir. Verðmæti farþega skiptir máli Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Icelandair þurfi að breyta staðsetningu sinni á markaði til að mæta samkeppni lággjaldaflug- félaga. Jóhannes segir svo ekki vera enda verði íslensk ferðaþjónusta að horfa til annarra þátta. „Þegar við horfum á stefnu okkar til framtíðar erum við alltaf að reyna að auka verðmæti hvers ferðamanns. Við megum ekki einblína um of á fjölda þeirra. Þannig er mikilvægt að auka vægi flugfélaganna sem bera með sér mikil verðmæti hingað,“ segir Jóhannes sem kveðst viss um að fjöldi flugfélaga vilji koma hingað til lands þegar faraldurinn er yfir- staðinn. „Lággjaldaflugfélög munu alltaf vilja fljúga hingað. Það er hins vegar mikilvægt að vera með blöndu af þeim og svo félögum sem flytja ann- ars konar farþega,“ segir Jóhannes. Ný flugfélög væru góð viðbót við markaðinn  Erfitt að fylla skarð Icelandair fari svo að félagið verði gjaldþrota Morgunblaðið/Eggert Icelandair Staða Icelandair skiptir ferðaþjónustuna miklu máli. Jóhannes Þór Skúlason BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnvöld í Færeyjum og Grænlandi hafa ekki slakað á reglum um sóttkví fólks sem kemur frá Íslandi. Á meðan tilslökun sjórnvalda hér gagnvart fólki frá þessum löndum er ekki gagnkvæm er ekki grundvöllur til að hefja flug að nýju því þótt fólkið gæti sloppið við sóttkví hér þyrfti það að fara í sóttkví þegar það kæmi aftur heim til Fær- eyja eða Grænlands. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að taka Grænland og Færeyjar af lista þeirra landa sem skilgreind eru sem há-áhættusvæði vegna smits af kór- ónuveiru tekur gildi í dag, 15. maí. Eru því ekki lengur neinar takmarkanir vegna sóttvarna, svo sem kröfur um sóttkví, í gildi vegna ferða fólks á milli landanna. Ákvörðunin er einhliða ráðstöfun af hálfu Íslands, eins og Rún Ingvars- dóttir, sérfræðingur í utanríkisráðu- neytinu, bendir á í skriflegu svari. „Slíkar ákvarðanir þurfa að vera byggðar á áhættumati hvers og eins ríkis og þótt við vonumst eftir gagn- kvæmni hefur ekkert verið staðfest í þeim efnum,“ segir Rún. Hún tekur fram að engar formlegar viðræður hafi farið fram. Utanríkis- ráðherra hafi falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni sé vilji til tvíhliða samskipta. Slíkar þreif- ingar standi enn yfir. Ráðherra hafi einnig talað fyrir því á fundum með norrænum kollegum sínum að Norð- urlöndin skoði það hvernig opna megi för fólks innan Norðurlandanna og sömuleiðis lagt áherslu á slíka sam- vinnu í samtölum við kollega í Eystra- saltsríkjunum. Eyjarnar lokaðar út júní Færeyingar hafa lokað landinu fyrir ferðafólki til loka júnímánaðar og tak- markanir á komum til Grænlands gilda til 1. júní en með möguleika á framlengingu. Stjórnvöld í Færeyjum tilkynntu í gærmorgun um tilslakanir á sam- komubanni. Á blaðamannafundinum sagði lögmaður Færeyja, Bárður á Steig Nielsen, að rætt hefði verið um að létta á takmörkunum vegna ferða á milli Færeyja og landa þar sem lítil smithætta er en ákveðið að gera það ekki að sinni. Búist er við nýjum til- lögum fyrir mánaðamót. Lögmaðurinn sagði á fundinum, þegar hann var spurður hvort ekki yrðu afnumdar takmarkanir gagnvart Íslandi, að hann væri þakklátur Íslendingum fyr- ir þeirra aðgerðir og þetta yrði skoðað í kjölfarið. Færeyska flugfélagið Atlantic Air- ways hefur íhugað möguleikann á því að hefja aftur flug til Íslands, sam- kvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla, en bendir á vandamálið með að ferða- fólk sem snýr aftur til Færeyja þurfi að fara í sóttkví þar. Félagið er með flug á áætlun til Íslands, þrátt fyrir þessar takmarkanir, það næsta á föstudaginn í næstu viku, en ferðirnar eru síðan felldar niður þegar nær dregur. Air Iceland Connect er með áætlun í gildi um flug til Grænlands í júní, þrjá daga í viku. Samkvæmt upplýsingum félagsins þykir ekki ástæða til að end- urskoða flugáætlun að svo stöddu. Að- stæður séu þó metnar á hverjum tíma og áætlunin endurskoðuð. Morgunblaðið/Björn Jóhann Þórshöfn Stjórnvöld í Færeyjum íhuga að aflétta takmörkunum gagnvart löndum þar sem smithætta er lítil. Grannarnir hafa ekki slakað á reglum hjá sér  Færeyingar ánægðir með framtak stjórnvalda á Íslandi „Þegar þessar fréttir komu frá Íslandi fórum við, eins og aðrir í ferða- þjónustunni, strax að skipuleggja framhaldið. Við sjáum fram á að geta farið að flytja ferðamenn til Íslands,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril line á Íslandi. Norræna siglir milli Danmerkur, Fær- eyja og Íslands. Sett verður upp aðstaða til skimunar á Seyðisfirði sem farþegar frá öðrum löndum en Færeyjum þurfa að fara í, nema þeir geti framvísað vottorði um ónæmi. Linda segir stjórnendur Smyril line gera sér grein fyrir að ekki sé von á sama fjölda farþega og venjulega á þessum tíma árs. Það myndi þó muna um ef þeir yrðu 100 á viku í stað 20-30 eins og nú er. Þá segir hún að ekki sé við því að búast að Færeyingar flykkist til Íslands þrátt fyrir að búið sé að opna á þá leið – allavega ekki á meðan í gildi eru regl- ur þar um 14 daga sóttkví við komuna heim aftur. Geta nú flutt farþega til Íslands NORRÆNA Seyðisfjörður Ekki er von til þess að farþegar flykkist í Norrænu á ný fyrr en slakað hefur verið á reglum um sóttkví á hinum áfangastöðum skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.