Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 29. maí 2020 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Snorri Másson Sigurður Bogi Sævarsson Augljóst má vera að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði, um að aksturs- stefnu á Laugavegi í Reykjavík verði breytt til fyrra horfs, fær ekki mikinn hljómgrunn. Þetta seg- ir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins. Eitt ár er nú liðið síðan aksturs- stefnum á Laugavegi var breytt á þann hátt að umferð um götuna fer ýmist upp eða niður hana, en áður gilti að öll umferð frá Snorrabraut fór niður Laugaveg til vesturs að Bankastræti og áfram í Lækjar- götu. Eyþór Arnalds, oddviti borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks, segir þessa tilraun ekki hafa geng- ið upp og fæli fólk frá verslunar- götunni. Breyta þurfi hlutunum aftur til fyrra horfs, enda geti slíkt orðið til bóta fyrir rekstur versl- ana. Skapar rugling „Með þessu viljum við auðvelda Íslendingum að koma og versla í miðbænum,“ sagði Eyþór í samtali við mbl.is í gær. Tillaga Sjálfstæð- isflokksins er að umferð á kafl- anum á milli Klappar- og Frakka- stígs verði snúið aftur í vesturátt, það er niður götuna eins og var fram í maí á sl. ári. Að umferð um Laugaveginn sé í tvær áttir segir Eyþór Arnalds skapa rugling og fæla frá. Sigurborg Ósk segir tilgang breytinganna á sínum tíma hafa verið að gera umferð um Lauga- veginn skilvirkari. Áður hafi bílum sem komu inn á Laugaveg verið ekið beint niður götuna og svo beygt inn á Vatnsstíginn, sem skapað hafi álag fyrir íbúa. Einnig hafi bílum verið ekið áfram og inn á göngugötur neðar við Laugaveg. Markmiðið hafi verið að leysa þennan vanda og ekkert tilefni sé til að ætla að það hafi ekki orðið. „Síðan höfum við líka kynnt áfangaskiptingu þess að gera allan Laugaveg að göngugötu, sem er endanlegt markmið,“ segir Sigur- borg. Gróðri sé bætt við Hafnartorg Sigurborg segir að ekki hafi gef- ist tími til að afgreiða tillögu sjálf- stæðismanna á fundi skipulags- ráðsins í vikunni en það verði væntanlega gert í næstu viku. Ein tillagan sé að kanna möguleika á rekstri kaffihúss í Hljómskálagarði. Einnig að koma upp betri aðstöðu fyrir sitjandi fólk í borginni með skyggnum og því að bæta við gróðri á Hafnartorgi. Þessar til- lögur segir Sigurborg að séu allar góðar og verði skoðaðar jákvætt. Laugavegi varla breytt  Sjálfstæðismenn vilja umferðina í eina átt  Auðveldi verslun  Fari aftur til fyrra horfs  Umferðin er skilvirkari nú en áður, segir formaður samgönguráðs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugavegur Deilt er um akstursstefnur á helstu verslunargötu Reykjavíkur og sitt sýnist hverjum í málinu. „Í könnunum sem við gerum erlend- is með reglubundnum hætti sjáum við að það er mikill áhugi á landinu. Auk þess sjáum við fjölga að nýju í þeim hópi sem getur hugsað sér að ferðast milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Þessum orðum fer Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, um horfurnar í flug- heiminum um þessar mundir. Bendir hún t.d. á að 86% svarenda í fyrrnefndum könnunum segj- ast treysta Ís- landi þegar kem- ur að málefnum tengdum útbreiðslu kórónuveirunn- ar, en aðeins 14% bera lítið eða ekk- ert traust til landsins í þeim efnum. Þegar fólk er spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni lýsa 76% svarenda því yfir að áhuginn sé fyrir hendi. Innan við fjórðungur hefur ekki áhuga. Þegar litið er til þess hvar áhuginn er mestur sést að það er í Toronto í Kanada (81% svarenda) og þá er einnig mikill áhugi í London (76%), París og á svæðum sem hafa flug- tengingar við Ísland í Bandaríkjun- um (77%). Breskir og bandarískir ferðamenn hafa um árabil verið með- al mikilvægustu hópa sem hingað koma m.t.t. tekna og fjölda. Litlu minni áhugi virðist meðal svarenda búsettra í Frankfurt (71%) og Kaupmannahöfn (74%). Í könnunum félagsins er einnig fylgst með hvort fólk sé líklegt til þess að leggja leið sína yfir hafið milli Norður-Ameríku og Evrópu en Icelandair hefur í gegnum tíðina sótt mikið inn á markað svokallaðra tengifarþega sem nýta Ísland sem stoppistöð á leið sinni milli heimsálf- anna. Í mars stækkaði mjög hópur- inn sem taldi ólíklegt að hann myndi leggja upp í slíkt ferðalag en um- skipti virðast hafa orðið strax í apr- ílmánuði. Í hópi þeirra sem hafa áhuga á að ferðast frá Evrópu til N- Ameríku fjölgaði úr 60 í 70 prósent milli mánaða og í hópi þeirra sem vilja ferðast til Evrópu frá N-Am- eríku fjölgaði úr 70 í 77 prósent. Birna Ósk segir að þetta gefi von- ir um að landið geti risið hratt að nýju og að Icelandair hyggist vera í stakk búið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. „Við hugsum þetta ekki síður út frá Íslendingum en farþegum að utan og við erum að búa okkur undir að leggja áherslu á hefðbundna staði fyrsta kastið, t.d. London, Kaupmannahöfn og Osló. Fólk virðist áhugasamt um þessa áfangastaði og fleiri og þar hef- ur eflaust áhrif að þarna búa margir Íslendingar og fólk er farið að bíða eftir því að geta heimsótt sitt fólk, hvort sem það er út fyrir landstein- ana eða hingað heim.“ Segir hún að félagið sé í starthol- unum og tilbúið að sækja fram af krafti um leið og markaðir opnast á nýjan leik. „Félagið er þó í erfiðri stöðu þessa dagana og mikilvægt að við náum að leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til að geta einbeitt okkur að endurreisninni, enda mikið í húfi.“ Vilja ferðast til Íslands  Markaðskönnun Icelandair sýnir að margir hafa hug á að ferðast hingað  Félagið undirbýr sókn við opnun landsins Morgunblaðið/Eggert Kyrrsettur Floti Icelandair er að mestu óhreyfður í Keflavík en vonir standa til að hægt verði að auka tíðni ferða áður en langt um líður. Birna Ósk Einarsdóttir „Hið nýja og spennandi hverfi í Gufunesi tekur mið af legu Sundabrautar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Í Morgunblaðinu í gær segir Ólafur Kr. Guðmunds- son varaborgarfulltrúi að uppbygg- ing Reykjavíkurborgar á smáhýsum fyrir heimilislausa í Gufunesi sé utan deiliskipulags og í vegstæði Sunda- brautar. Aðrar framkvæmdir borgarinnar á svæðinu hafi þá þegar valdið vand- ræðum, en á dögunum var tekin skóflustunga að byggingum á vegum Þorpsins vistfélags, þar sem verða meðal annars 137 íbúðir. Vegna þessa hafi fyrirhugaðri legu Sunda- brautar verið breytt, en nýja veg- stæðið liggi hærra en áformað var með tilheyrandi vandræðum og auknum kostnaði. „Reykjavíkurborg á gott samstarf við Vegagerðina um mál á Gufunes- svæðinu. Samráð var haft við Vega- gerðina við gerð skipulagsins næst Sundabraut,“ segir Dagur í samtali við Morgunblaðið. „Málefni Sundabrautar eru jafn- framt í góðum og traustum farvegi í sameiginlegum starfshópi Vega- gerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og Faxaflóahafna.“ Málin í traustum farvegi Dagur B. Eggertsson  Samráð um veg- stæði Sundabrautar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.