Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Toyota Avensis Live. 8/2017
Ekinn aðeins 36 þús. Km.
Einn eigandi. Ekki bílaleigubíll.
Auka vetrardekk á felgum.
Þjónustubók.
Tilboðsverð: 2.490.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
VW GTI árg. 2005 til sölu
6 gíra beinsk. 199 hestöfl.
Ekinn 142 þús. km. Skoðaður.
Verð 680.000.-
Upplýsingar í síma 822 6554.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Tunguvegur 48, Reykjavík, fnr. 203-6266 , þingl. eig. Freyja Gylfa-
dóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykja-
víkurborg, TM hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn
19. maí nk. kl. 10:00.
Réttarholtsvegur 1, Reykjavík, fnr. 203-5753 , þingl. eig. Magnús
Garðarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 19. maí
nk. kl. 10:30.
Grensásvegur 16, Reykjavík, fnr. 201-5618 , þingl. eig. Hraunbraut
ehf., gerðarbeiðendur Fasteignafélagið Fell ehf., Arion banki hf. og
Eik fasteignafélag hf., þriðjudaginn 19. maí nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
14. maí 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl. 9-15, með
takmörkunum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í
alla viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og
biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning
og allar upplýsingar í síma 411 2701 og 411 2702. Hlökkum til að sjá
ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á
félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir
svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að
handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar farið er út. Í
suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411 2790. Nánari upplýsingar í
síma 411 2790. Hlökkum til að sjá ykkur.
Korpúlfar/Borgir Grafarvogi. Opið í Borgum með ákveðnum
takmörkunum en förum rólega af stað, skref fyrir skref, sjáumst
fagnandi. Hámark 20 manna hópar og virðum 2 metra regluna. Lögð
áhersla á handþvott og sprittun bæði við komu og brottför í Borgir,
þar sem gleðin býr. Gönguhópur Korpúlfa með göngur alla
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10 gengið frá Borgum.
Mánudögum einnig frá Grafarvogskirkju. Kaffi á könnunni.
Seltjarnarnes Kaffikrókurinn er opinn fyrir íbúa Skólabrautar. Leik-
fimi í salnum á Skólabraut kl. 11 fyrir íbúa Skólabrautar og svo kl. 13
fyrir aðra eldri bæjarbúa Seltjarnarness.
✝ Björn Em-ilsson fæddist
í Reykjavík 15.
apríl 1936. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
Grafarvogi 5 maí.
Foreldrar hans
voru Valentína
Finnrós Valgeirs-
dóttir húsmóðir, f.
1914, d. 1939 og
Carl Emil Ole
Möller Jónsson skrif-
stofumaður, f. 1912, d. 1958.
Þau eignuðust einnig soninn
Valgeir, f. 1934, d, 2013.
Seinni kona Carls Emils var
Hrefna Sigríður Ólafsdóttir, f.
1917, d. 2013. Börn þeirra eru:
Ólafur, f. 1941, Jón, f. 1945,
1957 giftist Björn Kristínu
Markan, f. 1938, d. 1986. Sam-
an eignuðust þau 5 börn: Eddu
sem er gift Kaj Lyberth, saman
eiga þau dæturnar Maríu og
Thelmu. Með fyrri eiginmanni
sínum á Edda 3 börn, Mörtu
Maríu, Jón Sigurð og Emil Jök-
ul. Sigríði sem á soninn Vil-
hjálm Björn. Emil, giftur Krist-
ínu Önnu Yeoman, saman eiga
þau Tinnu, Victor og Tanya.
Valentínu, gift Karli Eiríks-
syni, saman eiga þau 1 dóttur,
Kristínu Shu Rui. Einar sem á
3 börn, Alex, Tristan og Lilju.
Björn og Kristín bjuggu á
höfuðborgarsvæðinu og svo
seinna á Snæfellsnesi. Þau
skildu 1974. Sonur Björns úr
seinna sambandi er Carl Erik
Mikaelsen.
Útför Björns fer fram í kyrr-
þey frá Fossvogskirkju 15. maí
2020 kl. 13.
Dóróthea, f. 1950
og Dagný, f. 1952.
Björn lærði til
loftskeytamanns
og vann við það í
Loftskeytastöðinni
Gufunesi, Lóran-
stöðinni á Gufu-
skálum, á Suður-
Grænlandi og til
sjós. Seinna nam
hann flugumferð-
arstjórn og vann
sem flugumferðarstjóri á
Grænlandi í fjöldamörg ár,
bæði í Kulusuk og Nassarsuaq.
Samhliða þessum störfum
stundaði Björn verslun og við-
skipti. Seinna fluttist hann til
Bandaríkjanna þar sem starf-
aði sem fasteignasali.
Pabbi fæddist inn í vorið þegar
vetrarblómin blómstra og lífið í
náttúrunni vaknar. Hann var
mikill athafnamaður og þurfti
alltaf að hafa stór plön á prjón-
unum „operation hitt og þetta“.
Hann tók sér margt fyrir hendur
á lífsleiðinni, oft á tíðum var leiðin
grýtt og á brattann að sækja.
Hann var stemningsmaður og í
minningunni situr hann með
morgunkaffið sitt, í útvarpinu
hljómar glaðleg tónlist og dag-
bókarsíðan er þétt skrifuð með
smáu letri og fallegri rithönd. Um
það bil að fara að vinna vatn úr
Grænlandsjökli langt á undan
sinni samtíð. Hann var litríkur
persónuleiki og tilvera hans var
oft á tíðum ævintýraleg, flugum-
ferðarstjóri á Grænlandi til fjölda
ára, byggði sér hús í Kulusuk þar
sem hann rak litla verslun sem
seldi Wrangler-gallabuxur, gaml-
an peysulager úr Vinnufatabúð-
inni og íspinna frá Íslandi. Hann
rak líka verslanir hér heima, jafn-
framt því að vera í fullri vinnu
sem loftskeytamaður bæði til sjós
og lands. Lóranstöðin á Gufuskál-
um skipar sérstakan sess í minn-
ingabankanum, þar sem jökullinn
og fegurðin vakti yfir öllu. Hann
elskaði að fara í „túr“ eins og
hann orðaði það sjálfur og keyra
fyrir jökul með fjölskylduna, fara
í lautarferð að Búðum, busla í
sjónum í Skarðsvíkinni og tína
steina á Djúpalónssandi. Fjöl-
skyldan átti saman góðan tíma
þar og í huganum þakka ég hon-
um oft fyrir þessi ár frumbernsk-
unnar.
Pabbi hafði næmt fegurðar-
skyn og hreifst af því smáa, lítil
blóm og litlir hlutir, „en krúttara-
legt“ sagði hann stundum, þegar
við sátum saman á kaffihúsi nú í
seinni tíð og eitthvert lítið sætt
skraut var á borðinu. „Er ég ekk-
ert hallærislegur í þessum bol?“
sagði hann stundum þegar ég var
að sækja hann í Norðurbrún þar
sem hann bjó. Hann vildi alltaf
vera reffilegur til fara, í minning-
unni er hann í smóking, stífstrauj-
aðri skyrtu og vel pússuðum
skóm, eða „cowboy-skyrtu og
jeans“ því hann var alltaf svolítill
Kani í sér og fannst það flott.
Hann fékk sinn Ameríkudraum
uppfylltan og bjó þar á vestur-
ströndinni heillengi. Honum gekk
misvel að fóta sig í Ameríkunni.
Tók þar próf í fasteignasölu og
vann við það ásamt öðrum störf-
um. Í hjartanu var lýðveldisbarn
og hugur hans leitaði heim til Ís-
lands – fara í sund og taka góðan
túr út á land. Ísland var honum
afar kært. Hann var með tattú á
handleggnum og það var íslenski
fáninn sem hann elskaði, á skrif-
borðinu hans þar sem framtíðar-
áformin voru plönuð var fáninn
ávallt dreginn að húni beint upp
úr pennakrukkunni.
Eftir langa ferð um djúpa dali
og yfir fjöllin sjö kom hann heim,
orðinn svolítið gamall og lúinn
ferðalangur með töskur tvær.
Hér heima fékk hann húsaskjól
og kærleiksríka umönnun og var
hann starfsfólki á Norðurbrún
þar sem hann bjó afar þakklátur,
sem og starfsfólki á Eir þar sem
hann dvaldi síðasta æviárið.
Minningarnar eru margar sem
koma upp í hugann. Við áttum
saman margar góðar stundir, bíl-
túrar niður á höfn með viðkomu á
Kaffivagninum voru í miklu uppá-
haldi. Pabbi var lífsglaður maður
og sá alltaf eitthvað gott í öllum
aðstæðum. Hann elskaði grín og
fíflagang og oftar en ekki kvödd-
umst við með grettum og hlátra-
sköllum.
Nú er komið að lokatúrnum og
eins og í upphafi er vorið að vakna
og vetrarblómin svo fögur og smá
fylgja þér inn í eilífðina og ég mun
breiða fánann yfir kistuna þína og
gretta mig smá.
Takk fyrir lífið sem þú gafst
mér, elsku pabbi minn.
Þín
Valentína.
Í dag verður til moldar borinn
elskulegur bróðir okkar, Björn
Emilsson, sem var næstelstur
systkinanna sex. Minningar
streyma fram. Bíi, eins og hann
var kallaður af fjölskyldunni, var
mikill lífsnautna- og gleðimaður,
hugmyndaríkur athafnamaður
sem kom víða við á langri ævi og
átti sér stóra drauma.
Hann kvæntist 1957 Kristínu
Harðardóttur Markan og átti
með henni fimm börn, Eddu, Sig-
ríði, Emil, Valentínu og Einar,
sem öll búa erlendis nema yngsta
dóttirin Valentína, sem á heima í
Reykjavík. Á Grænlandi var hann
í sambúð með Kristiane Mikael-
sen, eignaðist son með henni, Carl
Erik. Kvæntist 1990 Mathilde Bo-
dil Edvardsen, þau skildu.
Bíi var loftskeytamaður og
starfaði sem slíkur m.a. á frakt-
skipum Eimskips og Sambands-
ins, á lóranstöðvunum í Gufunesi
og Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þá
flutti hann til Grænlands og vann
á veðurathugunarstöðinni Prins
Christian. Fór síðan til Danmerk-
ur til að nema flugumferðar-
stjórnun. Vann síðan við flugum-
ferðarstjórn í Kulusuk á Græn-
landi. Eftir viðbótarnám í skóla
Bandaríkjahers í Seattle tók hann
svo við stöðu flugvallarstjóra í
Narsarsuaq.
Eftir það lá leiðin til Bellevue,
nærri Seattle í Washingtonríki,
og svo þaðan til Everett sem er
þar ekki langt frá. Þar starfaði
hann aðallega við fasteignavið-
skipti.
Þannig bjó hann erlendis meg-
inhluta ævinnar. Naut þess að
koma heim af og til og hitta fjöl-
skylduna. Í fjölskylduboðunum
var hann jafnan hrókur alls fagn-
aðar og sveiflaði gjarnan mömmu
upp í léttan dans ef hann heyrði
góða tónlist. Hafði gaman af að
rifja upp skemmtilegar sögur frá
gamalli tíð, frá stundunum góðu
sem þeir Valgeir, elsti bróðirinn,
áttu með fjölskyldu föðursystur
okkar Charlottu á Borg á Mýrum
og árunum á Freyjugötu 10 sem
var eins konar miðstöð fyrir stór-
fjölskylduna. Það var alltaf mjög
gaman og fróðlegt að heyra hann
segja frá þessum árum, sérstak-
lega þegar hann talaði um ömmu
Dorótheu og systur hennar, Em-
ilíu og Christensu, sem fæddar
voru í Stykkishólmi, dætur Möll-
ers apótekara og Málfríðar konu
hans.
Bíi kom heim til Íslands 2012
og settist hér að með góðri hjálp
yngstu dóttur sinnar, Valentínu,
sem hugsaði vel um pabba sinn
heim kominn. Hann dvaldi á
Hrafnistu um skeið og síðustu ár-
in var hann á Sjúkraheimilinu
Eir, sæll og ánægður, og andaðist
þar saddur lífdaga 5. maí síðast-
liðinn.
Við systkinin vottum börnun-
um öllum og fjölskyldum þeirra
innilega samúð og biðjum minn-
ingu hans blessunar.
Ólafur, Jón, Doróthea og
Dagný Emilsbörn.
Í dag kveðjum við Björn Em-
ilsson föðurbróður okkar. Björn,
eða Bíi eins og við fjölskyldan
kölluðum hann jafnan, var eini al-
bróðir föður okkar og tveimur ár-
um yngri. Nokkurra ára gamlir
misstu þeir móður sína, Valentínu
Finnrós Valgeirsdóttur, sem þá
var aðeins tuttugu og fjögurra
ára og markaði þessi missir djúp
spor í líf þeirra beggja.
Faðir þeirra, Carl Emil Ole
Möller Jónsson, kvæntist síðar
yndislegri konu, Hrefnu Ólafs-
dóttur, sem gekk Bía í móðurstað
en saman eignuðust þau börnin
Ólaf, Jón, Dórótheu og Dagnýu.
Valgeir faðir okkar var hinsvegar
hjá móðurömmu sinni Sigríði og
Hannesi eiginmanni hennar sem
bjuggu í nágrenninu. Samgangur
var alltaf mikill og náið samband
milli systkinanna allra. Mikil
tengsl voru einnig við frændfólkið
á Bergstaðastræti og aðra ætt-
ingja sem bjuggu á sömu slóðum.
Þeir bræður, faðir okkar og
Bíi, voru hvort tveggja í senn, lík-
ir og ólíkir, samrýmdir og ósam-
stíga, en eitt er víst að sterkur
þráður var ætíð á milli þeirra og
mikið þótti þeim vænt hvorum um
annan.
Bíi var lærður loftskeytamað-
ur og starfaði í fjölda ára við loft-
skeytastöðina í Gufunesi og við
Lóranstöðina á Gufuskálum. Síð-
ar lá leiðin til Grænlands þar sem
hann starfaði einnig við sitt fag.
En Bíi lét sitt fag ekki nægja,
enda sá hann tækifæri í hverju
horni hvar sem hann steig niður
fæti. Hugmyndirnar gátu þó
stundum verið háleitari en efni
stóðu til þótt viljinn hafi sannar-
lega verið til staðar.
Í heimsóknum hans til Íslands
var oft glatt á hjalla þegar fjöl-
skyldan kom saman. Hann pass-
aði sérstaklega upp á að heim-
sækja bróður sinn og voru þá
málin reifuð í löngu máli fram eft-
ir nóttu. Að Grænlandsárum
loknum fluttist Bíi til Bandaríkj-
anna þar sem hann endaði sinn
starfsferill áður en hann fluttist
að lokum heim til Íslands þar sem
hann átti sín síðustu ár. Þeir
bræður skrifuðust á alla tíð og
voru þær bréfaskriftir mikilvæg-
ar fyrir þá báða. Ekki síst þegar á
leið og fjarlægðin var sem mest á
milli þeirra. Bíi var stálminnugur,
með mikla frásagnargáfu og hafði
ríka þörf fyrir að reifa hugmyndir
sínar við aðra og segja ævintýra-
legar sögur af lífi sínu og starfi.
Hann var auk þess vel drátthagur
frá unga aldri og hafði fallega rit-
hönd.
Bíi kvæntist Kristínu Markan
og áttu þau saman fimm börn.
Hinir góðu eiginleikar hans lifa
áfram í börnunum og frændsemin
við þau er okkur mikils virði.
Elsku Edda, Sigga, Emil, Valla
og Einar, við vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Aðalheiður Valgeirsdóttir
Sigríður Valgeirsdóttir
Emil Hannes Valgeirsson
Björn Emilsson
Í póstútibúi Vest-
urbæjar hitti ég
Sigurlaugu fyrst
fyrir tæpum 40 ár-
um þegar ég bar út
póst um tíma. Við sorteruðum
bréfin hlið við hlið og spjölluðum
saman. Sigurlaug var skemmti-
lega kímin, vel gefin og gaman að
ræða við hana. Hún var nett og
kvikk og hafði einstaklega fallegt
litaraft, líklega af mikilli hreyf-
ingu útivið í starfi sínu. Þetta var
ekki langur tími, en síðar tókum
við upp þráðinn og ég heimsótti
hana stundum á Seltjarnarnesið.
Hún var alþýðukona austan úr
Lóni og talaði stundum um upp-
vöxtinn og í hugann koma stakar
myndir af óbrúuðum ám sem
menn þurftu að sundríða; af syst-
ur sem saumaði fötin á heimilis-
fólkið af áhuga og færni; af syst-
ur sem dó ung; af skóladvöl í
hússtjórnarskóla í Hveragerði
sem stórt útsaumað veggteppi í
stofunni var til vitnis um.
Þegar Sigurlaug var hætt að
vinna á póstinum helgaði hún sig
handverki. Hún hafði afar haga
Sigurlaug
Gísladóttir
✝ SigurlaugGísladóttir var
fædd 26. desember
1921. Hún lést 25.
apríl 2020.
Útför hennar fór
fram 14. maí 2020.
hönd og á sumrin
sat hún uppi í bað-
stofu Árnasafns og
spann á rokk fyrir
nútímafólk sem
aldrei hafði snert á
slíkri vinnu. Hún
gaf mér eitt sinn
forláta útprjónaða
vettlinga með rósa-
munstri og fíngerð-
an dúk, gerðan eftir
japanskri aðferð.
Eftir langan vinnudag bjó hún
notalega ásamt kanarífuglum
sínum; í stofu hennar ríkti þokki
en þó látleysi og það einkenndi
hana líka sjálfa. Hún var stolt yf-
ir afkomendum sínum og sagði
mér frá þeim. Allt til enda sinnar
löngu ævi bjó hún yfir reisn; hún
vildi helst ekki að ég færði henni
gjafir þegar ég kom til hennar,
hún vildi sjálf vera veitandinn.
Ekki tók hún annað í mál en að
baka pönnukökur hvernig sem á
stóð og ég samdi við hana, síð-
ustu skiptin sem við hittumst, að
hún hrærði deigið en ég myndi
steikja þær á pönnunni. Hún
gerði óspart grín að sjálfri sér
fyrir það eins og hún gerði
stundum upp á skaftfellskan
máta.
Ég þakka fyrir vináttu okkar
og samverustundir og færi fólk-
inu hennar samúðarkveðju mína.
Berglind Gunnarsdóttir.