Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Listasafn Íslands hefur verið opnað að nýju eftir samkomubann og safn- gestir sjá að í salnum næst inngang- inum er nú engin hefðbundin sýning. Þess í stað hefur salurinn verið lagð- ur undir athyglisvert og aðkallandi verkefni sem er kallað „Fjársjóður þjóðar – Fyrir opnum tjöldum“, þar sem starfsmenn eru að taka safn- kostinn í gegn; ljósmynda, skrá og endurraða síðan í geymslur sem eru fyrir löngu yfir- fullar. Á tveimur veggjum salarins hanga verk við verk, afar ólík og sjást mörg hver aldrei á sýn- ingum. Verður mikil hreyfing á þeim og því sitt- hvað forvitnilegt að sjá, um leið og hægt er að sjá starfsfólk safnsins að störfum og ræða við það. „Það sem mætir gestum hér er eðlilegt vinnusvæði inni í safni, vinnusvæði sem við höfum samt ekki í safninu vegna þrengsla,“ segir safnstjórinn Harpa Þórsdóttir. Plássleysi stendur safninu fyrir þrifum, það er ekkert launungarmál. Það getur til að mynda ekki sett upp varanlega sýningu um íslenska lista- sögu, sem á þó að teljast skylda þess sem eins höfuðsafna þjóðarinnar. Til þess vantar meira sýningarrými. Og með þessu verkefni fækkar sýning- arsölunum tímabundið. Eins og segir í lýsingu á verkefn- inu þá byggist starfsemi listasafns- ins á umfangsmiklu safni listaverka, safneign sem er í stöðugum vexti vegna lögboðinna kaupa og rausnar- legra gjafa. Eitt mikilvægasta hlut- verk þess sem þjóðarlistasafns er að koma upp metnaðarfullu safni ís- lenskrar myndlistar, eins og segir í lögum um safnið, sem skal endur- spegla sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist. Rúmast ekki í geymslunum Í eigu safnsins eru nú um 13.500 listaverk sem eru mjög fjölbreytt að efni og stærð. Aðeins lítill hluti verk- anna er aðgengilegur í sýningar- sölum safnsins eða á öðrum söfnum en flest verkin eru geymd utan sjón- máls gesta. Þó má sjá myndir af verkunum á vefnum sarpur.is. Listasafnið hefur lengi búið við mjög þröngan húsnæðiskost, eink- um hvað snertir varðveislurými, og er nú svo komið að safneignin rúm- ast engan veginn í geymslum þess og er tæpast til þess viðunandi að- staða að sinna verkunum á viðeig- andi hátt. Til að bregðast við þessum vanda var sett upp þessi tímabundna starfsstöð í sal 2 í safninu, til að hlúa að verkunum og auðvelda starfs- mönnum vinnuna við safnkostinn. Bent er á að gestum gefist nú kostur á að sjá margt af því sem fer iðulega fram fyrir luktum dyrum; fylgjast með ástandsskoðun, skráningu, ljós- myndun, fyrirbyggjandi forvörslu og frágangi verka. Nathalie Jacque- minet er verkefnastjóri þessarar óvenjulegu „sýningar“. „Alhliða húsnæðisþörf“ Þegar blaðamaður kemur að kynna sér hvað gengur á eru Dagný Heiðdal, varðveislu- og skráningar- stjóri safnsins, og Steinunn Harðar- dóttir, forvörslunemi í Hollandi, sem er „strand“ á landinu vegna veiru- faraldursins og var drifin í vinnu við fagið, önnum kafnar við að að ganga frá og skrá pappírsverk eftir Valtý Pétursson úr veglegri gjöf verka hans sem bárust safninu. Elín Guð- jónsdóttir, sem er fagstjóri heim- ildasafnsins, vinnur að annarri skráningu og starfa þær við vinnu- borð innan við bönd sem halda gest- um frá. Í innra rými er Sigurður Gunnarsson að ljósmynda verk, bæði að framan og aftan. Þegar Harpa safnstjóri slæst í hópinn segir hún það hafa verið að- kallandi og nauðsynlegt að taka einn salinn undir þessa vinnu, og þá sé einnig unnið í að bæta verklag og teymisvinnu. Geymslur fyrir aftan salina á neðri hæðunum hafi verið orðnar alveg fullar, og þar sem áður voru vinnu- og sýningarrými, og bókalager, séu nú líka komnar geymslur undir verk. Er þetta verk- efni þá lítt dulið hróp eftir nýju vinnu- og geymsluplássi? „Það er alveg rétt,“ segir Harpa og dæsir. Þetta er áratuga gamalt vandamál sem hófst strax þegar safnið flutti hér inn fyrir þremur áratugum. Þá kom strax í ljós að ekki væri hægt að geyma allan safn- kostinn í þeirri einu sérhæfðu geymslu sem þá var gerð. Þó er eðli- legt að þrívíð verk safna séu geymd annars staðar en þorri verkanna er þó hér og öll listaverkaeignin þarfn- ast sérhæfðs húsnæðis eins og stað- an er í dag.“ – Ég hef nokkrum sinnum komið í geymslurnar hér og séð hversu stappaðar þær eru. „Þær eru enn stappaðri núna,“ segir hún. „Í þessu verkefni hér má sjá okkar góða starfsfólk að störfum við verkin. Þetta er átaksverkefni, ekki hefðbundin safnasýning, en hluti af því er þó sýning á safneign sem fer jafnt og þétt upp á veggi.“ – Gestir geta kynnst starfseminni og svo er óneitanlega forvitnilegt að sjá hér birtast verk sem hafa mörg sjaldan eða aldrei sést á sýningum. „Vissulega, og við eigum langt í land með að geta farið að sýna flest þessara verka og önnur því okkur vantar líka meira sýningarhúsnæði. Þetta er alhliða húsnæðisþörf.“ Varðandi þá margþættu þörf bæt- ir Harpa við að áherslur hafi breyst við meðhöndlun og varðveislu lista- verka. Þá eru komnir til nýir áhættuþættir, eins og mengun, auk hættunnar á þjófnaði, skemmdar- verkum, bruna og slíku. Plássleysi skapar óreiðuástand Dagný útskýrir fyrir blaðamanni hvað þau séu að fást við þá stundina, meðal annars færa inn upplýsingar sem leynast á bakhlið verka. Það sé hægt að nota þær til að mynda við að finna út sýningasögu verka. „Svo snýst þetta mikið um réttan umbún- að. Að setja verk í sýrufríar umbúð- ir, meta ástand fyrir viðgerðir eða yfirfara ramma. Við erum líka að losa okkur við mikið af römmum sem við sjáum ekki fram á að nota. Papp- írsverk eru tekin úr römmum og sett í skúffuskápa – við það taka þau minna pláss, og svo er um þau sum súrt karton sem þarf að fjarlægja.“ Harpa bætir við að þau séu líka að bæta inn munaskrá; safnið eigi auk listaverka allskyns muni, til að mynda í Ásgrímssafni, pensla, minnisblöð, liti listamanna og slíkt. Þegar spurt er um fjölda verka í húsinu segja þær um sex hundruð verk hafa verið á ýmsum sýningum eða í útláni um áramótin og annað eins sé í fjargeymslum. Það eru því yfir tólf þúsund verk í geymslum safnsins, þegar allt er talið. „Með þessu verkefni fáum við nauðsynlega og bætta yfirsýn yfir safneignina,“ segir Harpa. „Svona mikið plássleysi býr til visst óreiðu- ástand. Það getur verið erfitt að finna verkin, tekur líka tíma að ná í þau, og slíkt veldur óöryggi.“ Þarf sérhæfðan húsakost – Tæmið þið úr hverri geymslu hingað inn og raðið aftur í þær? „Nokkurn veginn,“ svarar Dagný. „Við höfum tekið í notkun tvö ný geymslurými, þar sem voru sýningarrými og lager og við erum líka að færa verk þangað inn. Þar verður líka þröngt en það verður að duga til bráðabirgða. Við urðum því að leggja þennan sal undir það að geta farið gegnum safneignina,“ segir Harpa. „Þetta er „redding“ því við höfum ekki það vinnurými annars staðar í stofnun- inni sem þarf til. Það þarf þetta pláss til að vinna verkin. Það tók langan tíma að koma Listasafni Íslands í þetta hús en síð- an hefur margt breyst og við finnum fyrir því. Þróunin í safnbyggingum hefur verið mikil og húsið færir okk- ur í fjötra.“ – Átta yfirvöld menningarmála sig á þörfinni? Hvað ástandið er slæmt? „Það er mælikvaði á menningar- ástand ef við getum ekki varðveit listaverk þjóðarinnar með sóma- samlegum hætti. Við þurfum að vera fyrirmynd annarra safna; hér eru sérfræðingarnir og við eigum að geta veitt ráðgjöf og verið leiðandi í starfi með myndlistararfinn.“ – Þjóðminjasafn hefur loksins fengið góða geymslu undir sína gripi og þetta er líka höfuðsafn. Gerið þið kröfu um hið sama? „Já, við gerum það,“ svarar Harpa. „Ríkið á að reisa sérhæfð hús fyrir starfsemi sem þessa. Við þurfum sérhæfðan húsakost fyrir varðveisluna og forvörsluna, og fyrir rannsóknir. Svo ég minnist ekki á að geta sýnt listasöguna. Eins og staðan er getum við ekki boðið upp á aðgengi að okkar gögn- um, okkar safneign. Við þurfum að geta boðið upp á ríkari tengingu við fræðasamfélagið, en húsnæðið stendur okkur mjög fyrir þrifum.“ Morgunblaðið/Einar Falur Safnkostur Forvörsluneminn Steinunn Harðardóttir pakkar inn verki eftir Valtý Pétursson og fjær vinnur Dagný Heiðdal að skráningu verka. Salur 2 í Listasafninu hefur verið lagður undir nauðsynlega vinnu með safneignina. Plássleysi háir Listasafni Íslands  Einn sýningarsala safnsins hefur verið lagður undir verkefni þar sem starfsmenn vinna með safneignina  Troðfullar geymslur of litlar og óhentugar  „Það þarf þetta pláss til að vinna verkin“ Harpa Þórsdóttir Japanska rithöfundinum Haruki Murakami er margt til lista lagt og nú ætlar hann sér að stýra útvarps- þætti með það fyrir augum að hressa landa sína við nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Murakami mun leika sín uppá- haldslög og svara fyrirspurnum hlustenda í tveggja klukkustunda löngum þætti sem sendur verður út 22. maí. Í frétt á vef dagblaðsins Guardi- an segir að þátturinn muni heita Stay Home Special, eða Haldið kyrru fyrir heima sérútgáfa, og er titillinn sóttur í tilmæli borgar- stjóra Tókíó þess efnis að borgar- búar haldi kyrru fyrir heima fyrir. „Ég vona að máttur tónlistarinnar geti aðeins dregið úr þeim kór- ónuveirutengda dapurleika sem hefur aukist,“ skrifar Murakami um útvarpsþáttinn. Murakami er einn virtasti rithöf- undur heims og hefur margoft ver- ið orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum en aldrei hlotið þau. Frá árinu 2018 hefur Murakami af og til stýrt klukkustundarlöngum útvarpsþætti á útvarpsstöðinni Tokyo FM en hann er ekki aðeins þekktur fyrir skrif sín heldur líka tónlistarástríðu og umfangsmikið plötusafn. Murakami á um tíu þús- und plötur og rak hann djassklúbb með eiginkonu sinni í sjö ár. Murakami stýrir útvarpsþætti í Japan Ástríða Murakami á Íslandi árið 2003. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómsveitin Halli’s Mafaggas kemur fram í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20 og heldur tónleika sem eru á dag- skrá Jazzklúbbs- ins Múlans. Halli’s Ma- faggas er klass- ískur djass- kvartett bassaleikarans og lagahöfundarins Haraldar Ægis Guðmundssonar en auk hans skipa hann Steinar Sigurðarson saxófónleikari, píanóleikarinn Daði Birgisson og trommarinn Erik Qvick. Á efnisskrá tón- leikanna verða lög af síðustu plötu Haraldar, Monk Keys, sem kom út í fyrra auk nokkurra nýrra laga sem voru sérstaklega samin fyrir kvartettinn. Halli’s Mafaggas leikur í Múlanum Haraldur Ægir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.