Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020
✝ Þórunn Þor-valdsdóttir
fæddist að Skúms-
stöðum í Vestur-
Landeyjum 6. jan-
úar 1925. Hún lést
2. maí 2020 á Hrafn-
istu.
Foreldar hennar
voru Ólöf Jóns-
dóttir, f. 10.1. 1884,
d. 5.8. 1938, og Þor-
valdur Jónsson, f.
10.8. 1885, d. 21.7. 1962.
Þórunn var næst yngst níu al-
systkina en þau voru: Hildur, f.
20.10. 1912, d. 13.6. 1933, Sigríð-
ur Lóa, f. 8.12. 1913, d. 29.3.
1985, Rósa, f. 2.6. 1916, d. 15.11.
1940, Tryggvi, f. 6.11. 1917, d.
8.6. 1994, Helga, f. 1.10. 1919, d.
8.6. 2008, Sigurður f. 28.7. 1921,
d. 9.2. 2010, Hrefna, f. 7.2. 1923,
d. 9.2. 2017, Sveinn, 16.6. 1926, d.
18.3. 2005. Hálfsystir Þórunnar,
samfeðra, er Ragnheiður, f. 28.7.
1957.
Eftirlifandi eiginmaður Þór-
unnar er Ingimundur Kristján
Ingimundarson skipstjóri, f. 4.
október 1927. Foreldrar hans
voru María Sigurbjörg Helga-
dóttir, f. 15.4. 1890, d. 14.1. 1966,
og Ingimundur Þórður Ingi-
Þórunn (Tóta) ólst upp á
Skúmsstöðum og sinnti þar al-
mennum sveitastörfum frá
barnsaldri ásamt systkinum sín-
um en móðir þeirra lést þegar
Tóta var 13 ára. Hún sótti Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni
1946-1947 en eftir það fór hún til
Reykjavíkur og vann sem hús-
hjálp á nokkrum stöðum. Tóta
fór í Hjúkrunarskóla Íslands og
útskrifaðist sem hjúkrunarfræð-
ingur, í maí 1951. Hún hóf störf á
Sjúkrahúsinu á Akranesi og uppi
á Skaga kynntist hún Ingimundi,
sem var skipstjóri á skipum Har-
aldar Böðvarssonar. Þau giftu
sig árið 1956 en þá bjuggu þau á
Suðurgötu 89 en keyptu svo íbúð
á Skagabraut 2. Þau fluttu til
Reykjavíkur árið 1963, bjuggu
fyrst í Sólheimum 38 en færðu
sig svo í Eikjuvog 6 þar sem þau
bjuggu til ársins 2002 að þau
fluttu í Mánatún. Tóta starfaði
sem hjúkrunarfræðingur eftir að
hún flutti til Reykjavíkur, m.a. á
Landspítalanum, Borgarspít-
alanum og Reykjalundi ásamt
því að ala upp 5 börn og passa
upp á barnabörnin. Hún greind-
ist með Alzheimer-sjúkdóm árið
2008 og árið 2009 fór hún í Fríð-
uhús, sem er dagvistun fyrir
heilabilaða. Þar var hún í 10 ár
en flutti svo á Hrafnistu snemma
árs 2019 þar sem hún dvaldi þeg-
ar hún lést.
Útförin fer fram frá Áskirkju í
dag, 15. maí 2020, klukkan 15 að
viðstaddri nánustu fjölskyldu.
mundarson, f. 11.9.
1894, d. 30.5. 1976.
Börn Þórunnar
og Ingimundar eru:
1) Hafdís, f. 1956,
maki Þórir Guð-
mundsson, f. 1955,
þeirra börn eru:
Þórunn Ása, f. 1982,
Stefán Ingi, f. 1989,
og Hafþór Örn, f.
1990. 2) Ólöf, f.
1957, maki Þorvald-
ur Geirsson, f. 1958, synir þeirra
eru: Geir, f. 1983, og Sveinn
Þorri, f. 1991. 3) Ingimundur
Þórður, f. 1961, maki Sigríður
Sigurðardóttir, f. 1963. Þeirra
börn eru: Ingimundur Kristján,
f. 1980, Þórunn Sif, f. 1992, og
Þorvaldur Ingi, f. 1995. 4) Sigrún
María, f. 1964, maki Friðgeir
Halldórsson, f. 1965. Dætur
þeirra eru: Steinunn, f. 1991,
Hólmfríður Dóra, f. 1998, og
Harpa María, f. 2000. 5) Þorvald-
ur, f. 1970, maki Rós Guðmunds-
dóttir, f. 1966. Synir hans eru:
Tryggvi, f. 2003, og Júlíus, f.
2003. Börn Rósar eru: Ásgeir
Daði, f. 1993, Elísabet Sara, f.
2003, og Arnar Logi, f. 2004.
Barnabarnabörnin eru orðin alls
9.
Sómakonan Þórunn Þor-
valdsdóttir hjúkrunarfræðingur
sem hér er kvödd var í okkar
fjölskyldu alltaf kölluð Tóta
frænka. Hún kom inn í líf okkar
þegar hún fluttist upp á Akra-
nes og hafði ráðið sig sem
hjúkrunarfræðing á spítalann
þar og þekkti fáa á staðnum.
Hún vissi að hún var skyld
pabba okkar og kom í heimsókn
einn daginn. Þessi stutta heim-
sókn hennar varð að ævilangri
og farsælli vináttu. Tóta frænka
féll inn í fjölskylduna strax frá
fyrsta degi. Hún var einstök
kona - stór og sterk, með mikið
og þykkt hár, svolítið hrjúf en
með hjarta úr gulli. Hún var
kát og hress, hláturmild og svo-
lítið stríðin og svo orðheppin að
af bar, en um leið svo hlý og
umhyggjusöm. Tóta var af-
burðaverklagin og veittist létt
að nota réttu handtökin við
hvaða viðfangsefni sem hún tók
sér fyrir hendur.
Árin á Akranesi urðu mörg
og gæfurík en þar kynntist hún
lífsförunaut sínum, fjallmyndar-
legum heiðursmanni frá Hólma-
vík, Ingimundi skipstjóra. Þau
hjón festu kaup á íbúð í sömu
götu og við, þar fæddust fyrstu
þrjú börnin og var daglegur
samgangur á milli heimilanna,
eins og um eina fjölskyldu væri
að ræða. Mamma okkar og Tóta
frænka fóru í margar ferðirnar
með börnin í litla gula Fíatinum
- farið var í tjaldútilegur, berja-
mó og fjöruferðir. Já, þær
brölluðu margt saman vinkon-
urnar.
Svo kom að því að þau hjón
fluttu til Reykjavíkur og þar
fæddust tvö yngstu börnin og
þá orðin fimm talsins - hvert
öðru efnilegra og bera foreldr-
um sínum fagurt vitni. Við
fluttum í kjölfarið og áfram var
samgangurinn mikill.
Öllum viðburðum í sorg og
gleði deildum við með Tótu,
Ingimundi og börnunum, vænt-
umþykja á báða bóga var slík
að þegar elsta dóttir þeirra
hjóna eignaðist sitt fyrsta barn
fékk hún nafn þeirra vinkvenn-
anna - Þórunn Ása.
Tóta frænka og Ingimundur
voru traustu bakhjarlarnir í til-
verunni. Ingimundur var skip-
stjórinn á hafi úti en Tóta skip-
stjórinn í brúnni heima. Hún
var alltaf til staðar, hjálpaði til
þegar þurfti, hvatti okkur syst-
ur til dáða þegar við átti og
fann lausnir og úrræði þegar að
kreppti.
Hún var farsæl í starfi sem
hjúkrunarfræðingur og var dáð
af mörgum skjólstæðingum sín-
um, sumir vildu bara Tótu sér
til hjálpar. Þegar systir okkar
lá fársjúk sagði hún oft: „Það
er svo gott þegar Tóta frænka
er hjá mér, hún er með svo
styrkar og hlýjar hendur og þá
er ég svo örugg.“
Við og foreldrar okkar gátum
aldrei fullþakkað Tótu fyrir alla
umhyggjuna og styrkinn sem
hún veitti okkur öllum á þeim
erfiðu tímum.
Síðustu árin dvaldist hún á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu.
Hún tók þátt í ýmsum viðburð-
um þar, söng mikið, kunni alla
texta og hafði spilara í herberg-
inu sínu og söng sjómannalögin
af hjartans lyst. Þó minnið þok-
aði hélt hún gleðinni, húmorn-
um og skondnu tilsvörunum
fram á síðasta dag. Fyrir það
erum við öll afar þakklát.
Við Gillý systir, makar okkar
og fjölskyldur sendum Ingi-
mundi og stórfjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð veri minning
elsku Tótu frænku.
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Hún Tóta frænka er dáin,
hún sem hefur skipað stóran
sess í lífi mínu frá því að ég
man fyrst eftir mér. Tóta var
næstyngst í hópi níu systkina
Skúmsstaða-hjóna, þeirra Þor-
valdar og Ólafar, og kveður
þessa jarðvist háöldruð síðust
þeirra.
Minningarnar eru margar,
heimsóknir til Tótu, Ingimund-
ar og barnanna á Akranes, en
þar bjuggu þau um skeið, en
fluttu síðar til Reykjavíkur.
Þegar ég var í Vogaskóla var
stutt að fara til Tótu og fjöl-
skyldu þar sem mér var ávallt
tekið sem væri ég ein af þeim,
enda dvaldi ég þar oft að lokn-
um skóladegi. Alltaf stóð heim-
ilið opið gestum og gangandi
enda frændgarðurinn stór. Þau
hjónin bæði utan af landi, hún
Landeyingur, en hann Stranda-
maður. Alltaf voru allir vel-
komnir á heimilið, húsfreyjan
naut sín vel í eldhúsinu þar sem
hún töfraði fram ýmislegt góð-
gæti.
Hún Tóta frænka var ein-
stök kona, ákveðin og hrein-
skilin. Hún var mikill áhrifa-
valdur í lífi mínu. Þegar kom
að því að systir hennar Helga,
móðir mín, skyldi verða léttari
löngu fyrir tilsettan tíma var
Tóta til staðar, þá nemi í hjúkr-
un. Tóta sá til þess að ávallt
væri hitaflaska hjá litla fyr-
irburanum og hlúði vel að. Tóta
hafði sterkar taugar til heima-
sveitarinnar og var þar oft
langdvölum með börnin sín hjá
ættingjunum sem þar bjuggu.
Eitt af því sem hún Tóta
kenndi mér var að mjólka kýr í
sveitinni á Álfhólum. Hún Tóta
kenndi mér að sitja hest og
nota hnakk. Hún Tóta sem
leyfði mér að keyra Tánusinn
frá Hveragerði að Álfhólum,
stelpunni sem var nýkomin
með bílpróf og hafði aldrei
keyrt svona langt og það eftir
holóttum malarvegi. Tóta sett-
ist í farþegasætið og börnin
aftur í, eina lausa sætið var bíl-
stjórasætið, þvílíkt traust. Hún
Tóta kenndi mér hvernig átti
að annast ungbarn þegar ég
eignaðist mitt fyrsta barn. Hún
Tóta kenndi mér fyrstu hand-
tökin í garðyrkju, bað mig að
koma með sér út í garð þar
sem hún tók upp hverja plöntu-
tegundina af annarri. Settu
þær nú í garðinn þinn og hugs-
aðu vel um þær. Þarna voru
jarðarberjaplönturnar sem
hafa alla tíð síðan gefið vel af
sér. Hún Tóta frænka hafði
mikið aðdráttarafl og einstak-
lega góða nærveru. Alltaf var
mikið og náið samband milli
þeirra systra og mikill sam-
gangur á milli heimilanna.
Ég votta Ingimundi og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð.
Blessuð sé minning elskulegu
Tótu frænku.
Særún Jónsdóttir.
Þórunn
Þorvaldsdóttir
✝ Herdís GuðrúnJónsdóttir van
der Linden fæddist
15. maí 1938. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 29. apríl sl.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Hólmfríður Guðna-
dóttir húsmóðir, f.
1907, d. 1984, og
Jón Þórarinsson,
starfsmaður hjá Akureyrarbæ, f.
1907, d. 1991. Systkini Herdísar
voru Þórarinn, f. 1931, d. 1951,
Guðný Halla, f. 1933, d. 2003,
Þráinn, f. 1935, d. 2006, Þórey
Jarþrúður, f. 1940, d. 2013,
Guðni Örn, f. 1943, d. 1997, Æv-
ar Heiðar, f. 1945, d. 2010 og Sæ-
björn, f. 1949, d. 2018.
Eiginmaður Herdísar var
Edvard (Eddý) van der Linden,
rafeindavirkjameistari og raf-
iðnfræðingur, frá Rotterdam í
Hollandi, f. 4. ágúst 1938, d. 2.
maí 2019. Þau giftu sig í Hol-
landi 5. janúar 1965 en bjuggu
fyrstu hjúskaparár sín í Dan-
mörku. Fjölskyldan fluttist í
Garðabæ 1972, bjó svo í Krist-
Emblu Sif og Alex Orra og er
það þriðja á leiðinni.
Herdís ólst upp í stórum systk-
inahópi í Fjólugötu 15 á Ak-
ureyri en rúmlega tvítug fluttist
hún til Reykjavíkur til að stunda
nám í Hjúkrunarkvennaskóla Ís-
lands þaðan sem hún útskrifaðist
sem hjúkrunarkona, eins og það
hét þá, í október 1962. Í fram-
haldi hóf hún störf við sjúkra-
húsið á Akureyri en fluttist svo
til Danmerkur í janúar 1964 til
að leita sér starfsreynslu og
starfaði þar bæði á Héraðs-
sjúkrahúsinu í Gentofte og á Rík-
isspítalanum í Kaupmannahöfn.
Herdís starfaði sem hjúkrun-
arfræðingur allan sinn starfs-
feril, lengst af á Kristnesspítala í
Eyjafirði. Einnig stafaði hún um
tíma á hjartadeild Borgarspít-
alans, á handlækningardeild
Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri auk þess sem hún tók að
sér starf skólahjúkrunarfræð-
ings í Glerárskóla á Akureyri
einn vetur.
Útför Herdísar fer fram með
fjölskyldu og nánustu ættingjum
frá Akureyrarkirkju í dag, 15.
maí 2020, klukkan 13.30.
Streymt verður frá útförinni á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – Beinar út-
sendingar. Stytt slóð á streymi:
https://n9.cl/xs8ax. Slóð á
streymið má nálgast á
www.mbl.is/andlat.
nesi í Eyjafirði frá
1974 þar til þau
settust að á Ak-
ureyri sumarið
1978.
Börn Herdísar og
Eddýs eru: 1) Ómar
Þór, f. 23.6. 1965,
maki Bára Einars-
dóttir, f. 23.12.
1966. Synir þeirra
eru Tómas Tjörvi, f.
1992 og Einar Dag-
ur, f. 2001. 2) Arnar Christian, f.
30.1. 1967, maki María Rán Páls-
dóttir, f. 7.2. 1975. Börn þeirra
eru Katrín Vala, f. 2004 og Mika-
el Freyr, f. 2006. 3) Jón Örvar, f.
1.9. 1970, maki Lind Hrafns-
dóttir, f. 5.4. 1982. Synir þeirra
eru Rómeó Máni, f. 2010 og
Hrafn Mikael, f. 2013. Af fyrra
sambandi á Jón dótturina Her-
dísi Lind, f. 1994. 4) Pálmar
Gústaf, f. 3.10. 1972, maki Sól-
veig Jóna Geirsdóttir, f. 17.11.
1976, dætur þeirra eru Karen
Ösp, f. 2007 og Eva Ósk, f. 2011.
Af fyrra sambandi á Pálmar
einnig Hildi Mist, f. 1992 og Ant-
on Darra, f. 1996. Auk þess átti
Herdís tvö langömmubörn,
Hún var horfin okkur svo
löngu áður en hún kvaddi. Per-
sónan sem við þekktum, þessi
duglega, lífsglaða kona sem elsk-
aði að vera með sínum nánustu
var orðin að sjúklingnum sem
hún var sjálf vön að annast. Við
vissum ekki hvort hún þekkti
okkur og fögnuðum hverju sem
gefið gat til kynna að við snertum
hjá henni streng. Að horfa upp á
ferli heilabilunarsjúkdóms var
átakanlegt og það var sárt þegar
maður fann hana vera að hverfa
en á sama tíma notalegt að njóta
samvista og finna hlýjuna því
hennar fallegu persónueinkenni
fylgdu henni alla tíð. Stuttu fyrir
andlátið leit ég til hennar og er
ólýsanleg gleðin sem ég fann er
hún máttfarin lyfti hendinni og
strauk mér um vangann. Við-
bragð sem við höfðum ekki fund-
ið frá henni lengi og mig langar
svo mikið að trúa að hún hafi
þekkt mig.
Þegar ég sá hana fyrst stóð
hún uppi á stól og var að hengja
upp gardínur í stofunni ásamt
vinkonu sinni. Þær brostu for-
vitnar til mín og ég man að ég
hugsaði hvor þeirra skyldi vera
mamma Ómars. Herdís tók mér
strax opnum örmum. Hún hjúkk-
an og ég sjúkraliðaneminn áttum
frá upphafi svo margt sameigin-
legt og náðum vel saman. Hún
var hæglát og hógvær og tróð
skoðunum sínum ekki upp á
neinn en hafði lag á að koma sínu
til skila og ná sínu fram, en alltaf
á sinn rólyndislega hátt.
Jafnvel þó lífið hafi oft verið
mikil vinna með stórt heimili,
fjóra stráka og fullt starf í vakta-
vinnu lék allt í höndunum á Dísu.
Hún var ekkert að kippa sér upp
við smámuni og hafði einkar gott
lag á að skipuleggja sig svo það
var aldrei neitt vesen eða fár í
kringum hana.
Kannski fann hún streitunni
farveg í handavinnu en hún var
mikil hannyrðakona og liggja eft-
ir hana mörg útsaumsverk, peys-
ur, barnateppi o.fl. Sumt af þessu
eru hrein listaverk. Fallegust er
eflaust útsaumsmyndin af dýrun-
um á tjörninni, barnamynd sem
hún byrjaði á þegar hún gekk
með Ómar en lá síðan áratugum
saman ókláruð ofan í skúffu. Hún
sýndi mér hálfkláraðan strang-
ann þegar ég var ófrísk að Tóm-
asi Tjörva og suðaði ég reglulega
í henni að klára þessa dásamlegu
mynd en hún sagðist ekki hafa
sig í það. Það kom því skemmti-
lega á óvart þegar hún færði Óm-
ari verkið í fertugsafmælisgjöf.
Eftir 35 ára samleið eru minn-
ingarnar margar. Gæðastundir í
Kaliforníu, Reykjavík og Steinó.
Mamman sem var svo stolt af
strákunum sínum. Amman sem
var alltaf til í að leika og sparkaði
bolta í stofunni. Dýrmætar minn-
ingar og gleðistundir.
Lífið er lærdómur svo mikið er
víst og er ég óendanlega þakklát
fyrir lífið sem við áttum saman,
allt sem hún kenndi mér og já í
raun líka fyrir lærdóminn af
sjúkdómnum og hvernig hún
tókst á við hann. Hún hélt reisn
svo lengi sem það var hægt,
kvartaði aldrei, var snillingur í að
leika og hélt örugglega þegar við
svöruðum sömu spurningunum
aftur og aftur með brosi á vör að
við hefðum ekki tekið eftir neinu.
Það er með mikilli sorg, hlýju
og ást sem ég kveð elskulega
tengdamóður. Bið ég algóðan
Guð um að taka vel á móti þessari
yndislegu konu, minning hennar
verður í hjarta mér um ókomna
tíð.
Þín tengdadóttir,
Bára Einarsdóttir.
Það var nýtt að svona stór
hópur væri tekinn inn í Hjúkr-
unarskóla Íslands og nánast
helmingur kom utan af landi. Það
var einnig breyting hjá skólanum
þar sem starfsfólk vantaði óskap-
lega á spítalana á sjötta áratugn-
um. Bekkirnir voru kallaðir holl,
sem mörgum finnst ankannalegt
í dag, en kennt var í lotum. Fyrsti
stóri hópurinn, dásamlega bland-
aður, ókunnugar og fullar eftir-
væntingar, þegar við gengum
upp skólatröppurnar inn á mynd-
arlega ganginn með sérstökum
gangi til stjóra og sérstökum
tröppum við símavaktina en hana
áttum við eftir að hafa mikil sam-
skipti við, símavaktin var jú að-
altengill framtíðar inn í heima-
vistarskólann sem
Hjúkrunarskólinn var.
Við erum nú svona farnar að
týna tölunni, við 22 konurnar
sem byrjuðum nám í Hjúkrunar-
skóla Íslands 1959, kornungar og
mismunandi harðnaðar og alls
ekki jafngamlar, var töluverður
aldursmunur á þeirri elstu og
yngstu.
Skólanum var skylt að taka
inn nemendur hlutfallslega af
allri landsbyggðinni því auðvitað
var verið að framleiða vinnu-
krafta, og það eiginlega strax.
Hópurinn blandaðist strax og
urðum við samstilltar frá hinu
fyrsta, aldrei nein vandræði með
það. Við áttum sameiginlega
reynslu að ganga þá þröngu
braut sem þá var að fá orðið „já“
frá yfirvöldum um að fá inn-
göngu. „Já“ var sem sagt lykil-
orðið okkar frá fyrstu stundu, við
sögðum já við öllu, útileyfum og
öllu því sem okkur fannst meira
að segja ekki rétt. Með okkur
náðist einstök samstaða og heið-
arleiki í millum.
Og í dag erum við að kveðja
Herdísi Jónsdóttur, vinkonu okk-
ar, frænku og skólasystur, sem
var að norðan eins og fleiri. Vakti
Herdís strax athygli fyrir ein-
staklega fallega framkomu og
samskiptahæfileika. Herdís var
alveg einstök, var Akureyringur,
fjórða elst úr hópi sjö systkina og
hafði reynslu af því að vera í hópi.
Að eiga sjö systkini er bónus til
framtíðar og gott að geta lært
strax í frumbernsku samskipta-
hæfni sem hún hafði nóg af.
Herdís og Gerður voru
þremenningar og áttu því gamla
vináttu saman og auðvitað
þekktu flestir flesta á Akureyri á
þessum tíma þannig að við studd-
um hver aðra við þessi tímamót.
Á Akureyri var bara einn barna-
skóli svo það var auðvelt að kynn-
ast á þessum tíma og alltaf er sól-
skin í minningunni. Sjúkrahúsið,
Menntaskólinn og kirkjan voru
menningarhús á Akureyri sem
umgengni var við daglega. Metn-
aður var í kennurum skólanna og
þar bjuggu Davíð og Matthías.
Dísa var í raun ekki mannblendin
en aðlaðandi og jöfn við alla og
var allra.
Við tengdumst misjafnlega
sem orsakaðist af því að við vor-
um sendar í allar áttir á spítal-
ana, bæði í Reykjavík og út á
land. Þetta var mikil og skemmti-
leg menning, að geta látið flytja
sig út og suður og vera alltaf á
forsendum námsmannsins í hálf-
gerðri vernd, en þó sjálfsábyrgð.
Hittumst aftur og aftur í heima-
vistinni þannig að það var óhjá-
kvæmilegt annað en að kynnast
hver annarri.
Nokkrar okkar réðu sig á er-
lendar stofnanir við útskrift og
var Herdís ein af þeim. Hún fór
til Kaupmannahafnar og bjó þar í
nokkur ár og giftist Edvin sem
kom með henni til Íslands og
saman eiguðust þau myndarsyn-
ina fjóra og fluttu til Akureyrar.
Við vorum fleiri skólasysturnar
sem áttum eftir að setjast að er-
lendis og er gaman að minnast
bréfaskriftanna á milli BNA,
Skandinavíu og Íslands. Þá var
ritað hátíðlega á pappír.
Við vorum svo heppnar að ein
okkar, Ingileif Ólafsdóttir, giftist
mjög snemma og eiginmaðurinn,
Einar, gekk í hollið og opnuðu
þau heimilið sitt algerlega fyrir
okkur, þess vegna var svo auð-
velt að hittast.
Allt hefur sinn tíma. Tími Her-
dísar er útrunninn eftir erfið
veikindi. Við allar þökkum fyrir
að hafa kynnst henni og átt hana
að vini og hugsum allar nú það
sama: Herdís Jónsdóttir var fal-
leg og góð manneskja.
Fyrir hönd eftirlifandi holl-
systra,
Gerður Ólafsdóttir og
Ingileif Ólafsdóttir.
Herdís Guðrún Jóns-
dóttir v.d. Linden