Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2020 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ZOPHANÍA G. BRIEM, Góa, Hvassaleiti 56, lést á hjúkrunarheimilinu Eirarholti miðvikudaginn 13. maí. Svanborg Briem Bragi Ólafsson Lída Briem Einar Jón Briem Anna Jóna Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri, SVERRIR JÓNSSON húsgagnabólstrari, er látinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. María Jónasdóttir Vilborg Sverrisdóttir Þór Pálsson Guðrún Elva Sverrisdóttir Tryggvi Jónsson Sverrir, María Fönn, Tandri, Hanna Mjöll, Fanney Þóra, Darri, Dana Sól og langafabörnin ✝ Sverrir Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 6. sept- ember 1935. Hann lést á Landspít- alanum 4. maí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Teitsdóttir, f. 22.4. 1891, d. 10.5. 1966, og Jón H. Sveinsson, f. 27.10. 1891, d. 18.10. 1989. Sverrir var yngstur átta systkina. Eftirlif- andi systir hans er Bryndís Fjóla. Kona hans er María Jón- asdóttir, fædd 18. mars 1936. Börn þeirra eru: 1) Sverrir, rennismiður, f. 19. nóvember 1960, d. 7.september 1988, maki Kristín Ragnarsdóttir. Þeirra sonur Sverrir Sverrisson, f. 23.8. 1985, maki Hrefna Inga- dóttir. Þau eiga tvær dætur. 2) Vilborg, danskennari, f. 17. nóvember 1961, maki Þór Páls- son, framkvæmdastjóri Raf- menntar, f. 6. júlí 1963. Þeirra börn a) María Fönn, f. 23.12. 1985, maki Ken Isidor Arildsl- und. Þau eiga tvær dætur. b) Hanna Mjöll, f. 25.2. 1993, maki Jónas Marteinsson og c) Fanney Þóra, f. 15.6. 1994, maki Gunn- ar Agnarsson. 3) Guðrún Elva Sverrisdóttir grunnskólakenn- ari, f. 30. nóvember 1967, maki Tryggvi Jónsson verkfræð- ingur, sviðsstjóri hjá Mannviti, f. 20. júní 1967. Börn þeirra a) Tandri, f. 26.8. 1992, maki Sædís Kjærbech Finnbogadóttir b) Darri, f. 16.1. 1995, og c) Dana Sól, f. 31.12. 1998. Sverrir var fæddur og uppal- inn í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Hann lærði húsgagnabólstr- un hjá Ragnari Björnssyni og í Iðnskólanum í Hafnarfirði og vann við bólstrun svo lengi sem hann gat, lengst af hjá Ragnari Björnssyni. Hann var mikill íþróttaaðdá- andi og stundaði íþróttir á yngri árum. Hann æfði frjálsar íþróttir og lagði þar einkum stund á spjótkast. Hann æfði handbolta með FH, lék ótal leiki með meistaraflokki og var einn af „gullaldarliði FH“ undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. Hann spilaði bridge og var félagi í Bridgefélagi Hafnar- fjarðar. Hann tók þátt í alls kyns mótum og sveitakeppnum auk þess að spila hin síðari ár með Félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Útförin fór fram 1. maí 2020. Elsku pabbinn minn, fallegi pabbi minn með fallega hárið. „Hvað segirðu, ljúfan mín?“ þeg- ar við hittumst – notalegri orð sagði enginn við mig og þú varst svo einlægur … Þú lést okkur fjölskyldunni, hverju og einu okkar, líða eins og við værum að- al … hvert og eitt þitt uppáhald. Og við vorum öll aðal hjá þér. Fjölskyldan þín var númer eitt. Enginn var mjúkhentari eða natnari við smáatriðin, það sem þú gast dúllað í að klippa á mér neglurnar þegar ég var lítil því mér fannst það svo vont. Þú skildir mig og varst svo þolin- móður við verkið að aldrei fann ég til þegar þú gerðir það. Þegar þú „klæddir“ alltaf appelsínuna úr hýðinu handa mér, skarst út vettlinga, húfu o.fl. og plokkaðir utan af henni, ég hef aldrei getað tekið utan af appelsínu, Tryggvi gerir það fyrir mig!! Dekrið og dútlið … það er yndislegt að hugsa til baka. Blokkflautan, bíl- beltið – þú sagðir Tryggva sögur af mér og við skemmtum okkur. Undanfarið ár var þér og okk- ur erfitt, töffarinn í þér var fyr- irferðarminni, það glitti þó í hann öðru hverju, húmorinn var til staðar allt þar til yfir lauk en þú varst samt ekki þú. Þig langaði ekki að vera gam- all og veikur, vildir bara verða aftur hress og fær um að gera það sem þig lysti. Þegar þú gast ekki farið út og bónað og pússað bílinn, þá var greinilegt að þú varst farinn að gefa eftir. Ég sakna þín meira en ég get tjáð með orðum. Þú varst maður fárra orða en ákveðinn með ein- dæmum ef þér lá eitthvað á hjarta. Ég sé að sorgin hefur engin aldurstakmörk. Ég er í eðli mínu meyr eins og þú og nú læt ég það bara eftir mér að vera sorgmædd og gráta, ég má það þó ég sé full- orðin. Þú varst hógvær og stilltur maður en sagðir þínar skoðanir. Þú varst börnunum mínum frá- bær afi og minningarnar eru óteljandi. Nú liggjum við yfir myndum og rifjum upp góðar stundir sem við áttum með þér. Þú kenndir mér íslenskt mál, last fyrir mig ljóðabækur og ann- að það sem vakti áhuga þinn í bókum eða blöðum. Þú kenndir mér líka að leysa krossgátur og ég þakka þér hversu vel mér gekk að lesa og hversu góða til- finningu fyrir tungumálinu ég tel mig hafa. Þú kenndir mér töfra tungumálsins og fjölbreyttan orðaforða íslenskrar tungu. Elsku pabbi, náttúrubarn og veiðimaður, yndislegur faðir og afi, handverksmaður og hagyrð- ingur, takk fyrir mig, takk fyrir að vera þú og gefa mér allt sem þú gafst mér. Að kveðja þig er með því erf- iðara sem ég hef gert en ég veit að ég kemst í gegnum þetta. Við pössum mömmu vel. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Þín Elva. Jæja elsku pabbi minn, nú verða stundir okkar ekki fleiri saman í þessu lífi. Mikið svaka- lega á ég eftir að sakna þín sárt. Sakna þess að geta ekki boðið þér í mat í Lindarbergið okkar, þar sem ég malla eitthvað og þú að snuðra í kringum mig. Við að spá í kjöt, krydd og sósur og nánast aldrei fara eftir uppskriftum eða þá að minnsta kosti betrumbæta þær. Já elsku pabbi, ég segi Lindarbergið okkar því þau eru ófá handtökin í þessu húsi sem þú lagðir af mörkum þegar við Þór vorum að byggja. Þú gekkst í svo margt eins og að skafa timbur, hreinsa nagla, vera í steypu- vinnu, mála og lakka glugga/ hurðir því enginn gat það eins vel og þú og svo að sækja og sendast. Eins var enginn betri í að fara og fá alls konar tilboð í þetta og hitt, svo við tölum ekki um afslættina hér og þar. Já elsku pabbi, hand- verk þitt og minningar eru hér alls staðar. Þú varst nú líka snill- ingur í höndunum, gerðir ófáar stólsessurnar fyrir okkur og aldrei mál að redda nýju áklæði þegar ég vildi breyta um efni og lit. Meira að segja gerðir þú stól- setur og mamma tók þær með til Álaborgar þegar við vorum þar. Ég bara hringdi í pabba, því hin- ar sessurnar voru ekki nógu flott- ar, og málinu var reddað. Antik- bleiku sófarnir þrír í stofunni eru líka minningar um handverk þitt og minningarnar um valið á þeim. Þú varst sko ekki sammála mér með lit en mikið vorum við sátt þegar verkið var búið og komið í stofuna. Já, það hefur líka bara verið nokkuð gott að dotta í þeim! Handavinnuhendurnar veit ég al- veg hvaðan ég hef elsku pabbi og oft höfum við nú rætt það, ekki leiðum að líkjast. Fótafimi mín kemur líka úr föðurlegg og ekk- ert veit ég skemmtilegra en taka sporið 1, 2, 3 - 1, til baka og krossa. Kannski bara reyni ég að kenna Þór loksins taktinn þinn og mömmu. Símhringinguna á GSM-símanum mínum ætla ég að hafa eins lengi og ég get því það lag sungum við saman þegar ég var lítil. Já pabbi minn, þú varst ekki maður margra orða en áttir oft gullkorn sem sitja í hjarta mér. Þú varst alltaf stoltur af stelpunum mínum þremur og átt- ir þínar tengingar og samband við hverja og eina, takk fyrir það. Þú varst líka besti félagi Þórs og áttuð þið ykkar tengingar og þurftuð ekki einu sinni að tala saman þegar þið voruð saman. Minningapoki minn er þungur enda samfylgd okkar nær 59 ár og gæti ég örugglega skrifað margar blaðsíður um þig elsku pabbi, afi Sverrir, afi langi. Ég er hrikalega sorgmædd yfir að þú skulir vera farinn en líka pínu glöð að þú finnur ekki lengur til og ert kominn til fundar við Sverri bróður, sem örugglega hefur fagnað þér. Ég mun hlusta á tónlistina okkar og glugga í pokann. Hvíldu í friði elsku pabbi. Ég elska þig. Þín dóttir, Vilborg. Mig langar að minnast með fáum orðum tengdaföður míns Sverris Jónssonar, eða Sverris bólstrara eins og margir Hafn- firðingar þekktu hann. Ég kynntist þeim feðgum Sverri og Sverri þegar við Sverr- ir yngri unnum saman sem renni- smiðir í vélsmiðjunni Faxa. Þar kom sá eldri nokkrum sinnum við til að ræða eitthvað merkilegt við soninn. Fljótt kom í ljós sameig- inlegur áhugi okkar á bílum, þar sem Volvo og Willys voru bílarnir sem voru fremstir meðal jafn- ingja. Þegar þeir feðgar festu kaup á einum gömlum Willys var auðvitað Volvo mótor í honum. Áttum við þrír marga ánægju- lega tíma í skúr við að betrum- bæta jeppann og skreppa veg- slóða í nágrenni Hafnarfjarðar sem ekki má aka á lengur. Eftir að ég fór svo að venja komur mínar á Miðvanginn, ekki til að hitta þá heldur heimasæt- una, kynntist maður þessu gæða- blóði sem tengdakallinn var enn betur. Okkur varð fljótlega það mikið til vina að heimasætan kvartaði um að hún hefði nú ekki verið að finna föður sínum leik- félaga heldur sér mannsefni. Sverrir var geysilega mikið náttúrubarn, hann naut sín við útiveru hvort sem var við veiðar eða í berjamó. Hann var fljótur að draga mig með sér í veiði, bæði með byssu og stöng. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru á Arnarvatnsheiði og í Veiðivötn, svo ekki sé minnst á Hvítársíðuna í silung og í Tung- urnar í gæs og á rjúpu. Áttum við margar gæðastundir í skurði að bíða eftir gæs eða á akstri þar sem ekki endilega var verið að tala. Sverrir hafði ávallt mikinn áhuga á því sem maður var að gera, hvort sem það var við leik, störf eða aðrar framkvæmdir. Það var gott að eiga hann að í ýmsar reddingar sem kom best í ljós þegar rokið var í húsbygg- ingu. Það voru ófá handtök sem hann átti með manni í húsinu og margir dagar þar sem hann lauk vinnudeginum með því að koma í Lindarbergið og taka til hend- inni. Gott er að eignast góðan tengdaföður en ómetanlegt að eiga hann að þeim vini sem hann var mér. En nú er komið að leið- arlokum á okkar ferðalagi saman, hann er farinn sína leið og ég vonandi hitti hann síðar, því eitt er víst að maður kemst ekki lif- andi frá þessu. Eftir lifir minn- ingin um góðan mann og maður getur yljað sér við að rifja upp þær góðu stundir sem við áttum saman. Far þú í friði og takk fyrir allt og allt. Þór Pálsson. Klukkan er fimm að morgni og sólin lýsir upp norðanverðan Ei- ríksjökul. Við erum staddir á Arnarvatnsheiðinni, berir að of- an, sitjum á stuðaranum á upp- hækkuðum Willys og brosum hringinn eftir veiði næturinnar í nætursólinni. Það eru svona minningar sem koma fyrst upp í hugann þegar ég rifja upp 35 ára ferðalag með Sverri Jónssyni, tengdaföður, vini og veiðifélaga. Við náðum vel saman tengda- feðgarnir í gegnum árin og nut- um þess. Þær eru óteljandi veiði- ferðirnar, bíltúrarnir og ferðalögin sem við áttum saman og iðulega þegar við vorum á leið- inni þá sagði Sverrir sögur frá því í gamla daga sem byrjuðu oft- ast einhvern veginn þannig: „Ég man þegar við Sæmi og Siggi Júll vorum að fara í veiði þá…“. Sverrir var mikið náttúrubarn enda var hann í sveit að Reykjum í Lundareykjadal í mörg ár þar sem hann gat leikið sér í nátt- úrunni, hugsað um dýrin og veitt í vötnum og ám. Hann þekkti blómin, fuglana og fjöllin og stóð fastur á því að fegursti dalur á Ís- landi væri Lundareykjadalurinn, þar sem hægt væri að gæða sér á besta rabarbara í heimi. Það eru fáir sem ég hef kynnst um ævina sem hafa haft eins mikinn áhuga á ljóðum og tengdafaðir minn. Hann kunni þau mörg utan að og rifjaði þau oft upp í okkar veiði- túrum, einnig var hann oftast með eina ljóðabók til að glugga í nálægt sér. Síðustu árin voru fæturnir farnir að gefa sig og því var minna veitt en þá bara rúntað meira og hlustað á Johnny Cash og Eric Clapton. Maturinn var ekki síður mik- ilvægur en veiðin eða gistingin í okkar veiðiferðum. Það var því ekki tilviljun þegar við vorum að reyna að finna nafn á veiðihópinn okkar, að nefna hann „Gúllas“. Sverrir mætti með gúllasið í veið- ina og því fylgdi svo saga um hvar hann fann besta kjötið og hvernig hann hafði eldað þetta dýrindis gúllas. Sverrir var mikill keppnismað- ur í öllu því sem hann tók að sér hvort sem var í vinnu, veiði eða öðrum íþróttum enda hluti af gullaldarliði FH í handknattleik undir stjórn Hallsteins Hinriks- sonar. Í haust þegar við kíktum í Hvítá í Borgarfirði sagði hann mér að hann ætlaði að sigra þetta krabbamein sem hann var búinn að glíma við í nokkur ár, en því miður þá gekk það ekki. Afa Sverris er sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum. Við nutum sam- verustundanna, Elva er svo mikil pabbastelpa og börnin okkar dýrkuðu afa sinn. Ferðirnar í lif- andi lífi verða ekki fleiri en minn- ingin um heiðarlegan, skemmti- legan og kláran tengdaföður, vin og veiðifélaga mun lifa um ókom- in ár. Nú eru börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin búin að taka við og munu halda þétt utan um hvert annað og þá sérstak- lega ömmu Maju sem hefur stað- ið eins og klettur hjá Svedda sín- um í gegnum súrt og sætt. Það er nú þegar búið að skipu- leggja minningarathöfn á heið- inni þegar við förum þangað í sumar. Blessuð sé minning þín, minn kæri. Þinn vinur Tryggvi. Elsku afi Sverrir. Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Alveg sama hversu undirbúna ég taldi mig fyrir að þurfa að kveðja er það samt svo erfitt. Ég veit ekki hversu langan tíma það á eftir að taka að venjast því að heyra ekki „nei ert þetta þú vina mín?“ þegar ég labba inn á heim- ili ykkar ömmu, sjá þig sitjandi í græna stólnum og brosa til mín. Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa um tímann okkar saman er þakklæti. Þakklæti fyr- ir að kynda undir ást minni á bók- um og vekja ástina á ljóðum. Þakklæti fyrir óbilandi trú á mér í því sem ég stefni að í lífinu. Minningarnar um tímann sem þú eyddir í að fá mig til að þora að botna vísurnar þínar sem og stundirnar sem við eyddum í að horfa á matreiðsluþætti, og vangaveltur um innihald þeirra, eru birtan í svartnættinu sem sorgin er. Ég gæti sagt svo ótalmargt, en þú varst ekki maður margra orða. Því hef ég þig í huga og hjarta um ókomna tíð og kveð þig með fallegum orðum manns sem þú kynntir mig fyrir og er í miklu dálæti hjá mér. Þú ert á förum, fuglinn minn, að flýja snjó og veturinn. Hver veit nema’ í hinzta sinn ég hlýði’ á þýða róminn þinn. Þangað sem að sólin skín, sumarblíðan aldrei dvín, betri dagar bíða mín og betri kvæði heldr en þín. (Páll Ólafsson) Þangað til við sjáumst aftur elsku afi. Þín Hanna Mjöll Þórsdóttir. Elsku afi Sverrir. Ég veit ekki hversu oft ég settist niður og byrjaði að skrifa það sem kemur hér að neðan, en hvernig á ég að byrja að skrifa þér bréf sem ég veit ég ekki fæ svar við? En ég er þakklát fyrir öll bréfin sem við höfum skrifað hvort öðru eftir að ég flutti frá Íslandi. Minningarnar streyma fram í hugann um allt það sem við höf- um brallað í gegnum lífið og til- veruna og þú varst ein aðalsögu- persónan í mínu lífi. Ég gæti talið upp ótal hluti sem við höfum dundað saman, en það sem situr sterkast i minningunni eru allar stundirnar á Miðvanginum, hvort sem það var ég að skottast í kringum þig á planinu, spjall við eldhúsborðið eða á sófanum og ekki síst sveppatúrarnir þegar ég var lítil. Það verður erfitt að venjast því að fara ekki að heimsækja ömmu OG afa á Íslandi næst þeg- ar ég kem, heyra gleðina í rödd- inni; „nei ert þetta þú ljúfan mín“ þegar ég hringi, nú eða njóta samverunnar við eldhúsborðið, að spjalla um heiminn og búa til brandara eins og okkur einum var lagið. Alltaf hafðirðu áhuga fyrir mér og því sem ég var að gera, studdir mig ótrauður áfram. Ófá voru þau skiptin sem þú sagðir við mig að nú værirðu sko búinn að kaupa lottómiða til að vinna fyrir skólagjöldunum mínum í Sviss. Svo tókstu manninum mín- um opnum örmum og gafst þér tíma í að spjalla við hann þó að þið töluðuð ekki einu sinni sama tungumálið; spurðir alltaf um hann og Emmuna okkar þegar við töluðum saman í tölvunni. Allt eru þetta ljúfar minningar sem munu ávallt fylgja mér. Ég enda þetta á bæn sem minnir mig alltaf á þegar ég lúll- aði í ömmu og afa húsi á Miðvangi og finnst eiga sérstaklega vel við: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Elsku afi, takk fyrir allt, takk fyrir lífið, takk fyrir skemmt- unina og takk fyrir samveruna. Mun sakna þín alla daga, alltaf. „Þar til við hittumst aftur.“ Þín María Fönn. Elsku besti afi minn. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar okkar saman. Minningarnar eru óteljandi og ég er svo þakklát fyrir þær. Takk fyrir að hafa óbil- andi trú á mér og byggja mig upp. Það verður skrítið að koma til ömmu og þú verður ekki í stólnum þínum. Enginn sem tek- ur á móti mér, kyssir mig á hand- arbakið og segir mér að ég verði fallegri með hverjum deginum. Ég er svo fegin að ég náði að tala við þig í símann áður en þú kvaddir okkur. Þú sagðir þá við mig að þú saknaðir mín ógurlega og að við yrðum að fara að hitt- ast. Nú sakna ég þín alveg óg- urlega og vona að við hittumst í draumalandinu. Elska þig. Kveðja, ljúfan þín, Dana Sól Tryggvadóttir. Sverrir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.