Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 6

Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að um 19 þúsund manns verði á hlutabótum um mánaðamótin. Með því hefur þeim fækkað um 15 þúsund síðan fjöldinn náði hámarki í apríl. Þeir voru um 32.800 í lok apríl. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, áætlar að jafnt og þétt muni fækka á hlutabótaskránni í sumar. Það megi lauslega áætla að um 9 þúsund manns í viðbót fari af skránni í júní og hinir 10 þúsund í júlí og ágúst. „Við gerum ráð fyrir að það fækki jafnt og þétt á skránni til loka ágúst, mest trúlega í júní. Meira er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ segir Karl um horfurnar fyrir sumarið. Helmingurinn aftur í fullt starf Að sögn Karls bendir greining á fyrstu 8 þúsund einstaklingunum sem hættu á hlutabótaleiðinni til að um helmingur snúi aftur til vinnu en að hinum helmingnum sé verið að segja upp að fullu. Hins vegar megi áætla að næstu mánuði muni heldur hærra hlutfalli vera sagt upp að fullu. „Gera verður ráð fyrir að stór hluti þeirra muni fara á atvinnuleysis- bætur þegar líður á sumarið og því viðbúið að almenna atvinnuleysið muni aukast, ekki síst í ágúst og sept- ember,“ segir Karl. Gengi ferðaþjónustunnar sé stór óvissuþáttur í þessum spám. Taki greinin við sér í sumar geti það haft mikil áhrif á atvinnustigið. Meðal annars hafi á þriðja þúsund starfs- menn Icelandair misst vinnuna. „Þetta er mjög háð því hvað gerist í ferðaþjónustunni. Við gerum í spánni ráð fyrir að mörg fyrirtæki í ferða- þjónustu fari ekki í gang fyrr en í vet- ur eða næsta vor,“ segir Karl. Varðar um 18 þúsund störf En áætlað er í frumvarpi vegna þessara aðgerða að bein störf í ferða- þjónustu séu um 25 þúsund og að hlut- ur erlendra ferðamanna í verðmæta- sköpun greinarinnar sé um 70%. Því kunni fækkun ferðamanna að hafa áhrif á um 18 þúsund störf. Til upprifjunar var með hlutabóta- leiðinni boðið upp á greiðslu atvinnu- leysisbóta samhliða skertu starfshlut- falli. Tilefnið var samdráttur vegna veirunnar. Boðið var upp á allt að 75% bætur gegn 25% starfshlutfalli. Tekj- urnar komu ekki til skerðingar at- vinnuleysisbóta. Frá og með 1. júlí þarf starfshlutfallið að vera minnst 50%. Úrræðið verður að óbreyttu í boði til 1. september. Þá er í undirbúningi að fyrirtæki fái styrk til að greiða starfsmönnum full laun á uppsagnarfresti, þegar þeir hætta á hlutabótaleiðinni. Stuðningur vegna uppsagnar Samkvæmt frumvarpinu mun at- vinnurekandi, sem uppfyllir tiltekin skilyrði, geta óskað eftir stuðningi úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostn- aðar á uppsagnarfresti: „Stuðningurinn nemur að hámarki 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnarfresti, miðað við ráðning- arkjör hans 1. maí 2020, þó að há- marki 633.000 kr. á mánuði vegna launa og að hámarki 85.455 kr. á mánuði vegna lífeyrissjóðsiðgjalds- hluta atvinnurekanda, fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir hlutastarf.“ 15 þúsund afskráð af hlutabótaskrá  Þegar mest var voru um 34 þúsund manns á hlutabótaskrá  Áætlað er að þeir verði 19 þúsund í lok vikunnar  Sérfræðingur segir að ef ferðaþjónustan fer af stað muni það hafa mikil áhrif á atvinnustigið næstu mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðahótel á Hverfisgötu Þúsundir hótelherbergja standa nú auðar í Reykjavík. Ferðaþjónustan varð fyrir gífurlegu tekjufalli í faraldrinum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta var ekki alltaf auðvelt, en eftir á er mjög ánægju- legt að hafa afrekað þetta. Ætli megi ekki segja að þetta hafi bjargað mér úr þessu kóvidástandi, “ segir Birna Dís Vilbertsdóttir á Akureyri, en þegar líkamsræktarstöðvum var lokað út af kórónuveirufaraldrinum í mars síðast- liðnum fékk hún lánað hjól hjá æf- ingastöðinni sinni, Crossfit Hamri, stillti því upp í stofunni heima og hjól- aði svo gott sem alla morgna á lok- unartímabilinu. Stöðin var opnuð á ný í vikunni og Birna hefur skilað hjólinu. Þegar upp var staðið hafði hún hjólað 1.212 kílómetra. Birna segir að í fyrstu hafi hún ekki verið með nein önnur markmið í huga en að nota hjólið og helst á hverjum degi sér til heilsubót- ar. Hún og eiginmaðurinn, Hannes Bjarnason, starfa hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og þar lá öll starfsemi niðri líkt og víða annars staðar á meðan samkomubann var í gildi í landinu. Þau voru bæði í sjálfskipaðri sóttkví heima. Datt fyrst í hug að „hjóla“ til Reykjavíkur „Ég hjólaði alltaf á morgnana og hlustaði og horfði á morgunútvarpið í leiðinni. Fyrstu dagana hjólaði ég í 15 mínútur, en smám saman jókst úthaldið og ég var komin upp í 60 mínútur í lokin. Þegar á leið og mér óx kraftur og ég sá kílómetrana hrannast upp á mælinum, datt mér í hug að setja markmið um að ná 500 kílómetrum áður en yfir lyki. Hjóla sem sagt nokkurn veginn leiðina milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. Það tókst alveg ágætlega og því varð að setja ný markmið. Þá bætti ég við og horfði til þess að ná 750, þegar sú tala var í augsýn ákvað ég að reyna við 1.000 kílómetra. Nú er þetta búið og hjólið komið á sinn stað á æfingastöðinni og ég er hæstánægð með árangur- inn. Ég náði markmiðinu og gott betur en það, 1.212 kíló- metrar eru að baki,“ segir Birna og bætir við að hjóla- túrinn langi hafi líka forðað henni frá því að bæta við sig hinum frægu „kóvidkílóum“. Buxurnar hafi hins vegar þrengst aðeins yfir lærin, vöðvarnir enda orðnir mun stæltari en áður var. „Hér á stöðinni er lagt upp með að leggja aðeins auka- lega á sig, þetta sem maður hélt að ekki væri hægt og ætli sá hugsunarháttur hafi ekki verið mitt leiðarljós í þessu ferli.“ Hún kveðst einnig hafa farið langt á jákvæðri hvatn- ingu félaga sinna, m.a. æfingafélaga af stöðinni. Ekki alltaf upplögð Birna játar fúslega að hún hafi ekki verið upplögð alla daga til að setjast á bak hjólinu og byrja æfingu dagsins. Fréttir af ástandinu bæði hér heima og í útlöndum hafi verið þess eðlis að auðvelt væri að finna til depurðar. Engu að síður hafi hún haldið sínu striki, enda geri hreyfing henni sérlega gott. Hún er með vefjagigt en hefur liðið betur eftir að hún hóf æfingar í crossfit-stöðinni, nær að verkjastilla sig betur en áður, úthald hefur aukist sem hvort tveggja hefur jákvæð áhrif á lífsgæði. „Á meðan ég hef heilsu til mun ég halda áfram að hreyfa mig,“ segir hún að endingu. Lagði að baki rúmlega 1.200 kílómetra  Fékk lánað æfingahjól og hjólaði nánast alla morgna þegar æfingastöðin var lokuð Morgunblaðið/Margrét Þóra Hreyfing Birna Dís Vilbertsdóttir fékk lánað æfingahjól frá Crossfit Hamri á Akureyri á meðan stöðin var lokuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.