Morgunblaðið - 27.05.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
BÍLAMERKINGAR
Vel merktur bíll er
ódýrasta auglýsingin
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Hvergi eru te-bollar fleiri á
fermetra en í Bret-
landi og þar er því
ákjósanlegur staður
fyrir átök í slíkum.
Bresk yfirvöld hafa
staðið í styrjöld við
kórónuveiru og
jafnframt í minni
orrustum og nú allt
niður í storm í te-
bolla.
Síðasti storm-urinn er um
Cummings ráðgjafa, sem er ólík-
indatól en þykir snjall áróðurs-
maður. Grammið í slíkum er marg-
fallt þyngra en gramm af gulli að
mati stjórnmálamanna.
Cummings hafði ekið sjálfurheim til pabba og mömmu og
til baka (rúmlega til Akureyrar úr
Rvk.) án þess að spyrja kóng (Boris)
eða óþekktan prest um leyfi.
Cummings var kominn með veiruna
og kona hans líka og þau með lítil
börn og uppnám í fjölskyldunni.
Þetta taldi Cummings fella málið
undir undanþáguákvæði innilok-
unarreglna vegna veiru.
Boris telur, að skoðuðu máli,þetta rétt, eðlilegt og ærlegt
mat. En óvinirnir vilja höfuðleður
Cummings. Þeir telja leðrið vera
þeirrar náttúru að náist að flá það
af skalla Cummings þá muni Borisi
blæða mest. Óvinirnir eru bæði í
hefðbundinni stjórnarandstöðu, þ.e.
lögmætir óvinir, og evrópusinnar í
flokki ráðherrans, þ.e. ólögmætir
óvinir.
Boris hefur neitað því að ráðgjaf-inn verði rekinn. Þá vaknar
upp ein grundvallarregla breskra
stjórnmála: Ekki telst víst að ráð-
gjafar víki fyrr en forsætisráðherra
hefur neitað brottrekstri hans
þrisvar. Þá er að byrja að telja.
Boris Johnson
Byrjaðir að telja
STAKSTEINAR
Dominic
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Álagningu opinberra gjalda á einstak-
linga 2020 vegna tekna ársins 2019 er
að ljúka hjá Skattinum. Álagningin
mun verða aðgengileg á þjónustusíðu
hvers og eins einstaklings á vefnum
www.rsk.is á morgun, fimmtudaginn
28. maí.
Álagningin sýnir líkt og áður stöðu
inneigna og/eða skulda niður á hvern
gjalddaga. Þá verður hægt að skoða
einstaka liði álagningarinnar til að sjá
útreikninga og nánari upplýsingar.
Þannig er m.a. mögulegt að skoða út-
reikninga barnabóta, vaxtabóta,
tekjuskatts og útsvars. Auk þess er
að finna upplýsingar um hve hátt
hlutfall skatta, sem lagðir eru á tekjur
einstaklinga, er af tekjuskattsstofni
og hvernig skattgreiðslurnar skiptast
á milli ríkissjóðs og sveitarfélags. Þá
bætist við liður frá í fyrra hjá þeim
sem hafa barn/börn á framfæri en það
er sérstakur barnabótaauki.
Elín Alma Arthursdóttir, sviðs-
stjóri hjá Skattinum, segir að í dag
muni birtast á vefnum ítarlegri leið-
beiningar en áður um hvernig fólk
geti lesið út úr niðurstöðunni. Þær
verða á íslensku, ensku og pólsku.
Inneignir (vaxtabætur, barnabæt-
ur og sérstakur barnabótaauki, auk
ofgreiddrar staðgreiðslu) verða
greiddar inn á bankareikninga föstu-
daginn 29. maí. sisi@mbl.is
Álagning skatta birt á morgun
Inneignir verða lagðar inn á banka-
reikninga skattgreiðenda á föstudaginn
Morgunblaðið/Eggert
„Það er að verða uppselt hjá okkur í
tveimur flokkum af fjórum. Við ger-
um ráð fyrir að allt að 400 manns
mæti í hlaupið,“ segir Ívar Trausti
Jósafatsson, skipuleggjandi Íslands-
maraþons. Hlaupið fer fram 6. júní
nk. og hlaupið verður í fjórum flokk-
um. Boðið verður upp á styttri
hlaup, fimm og tíu kílómetra, en að
auki verður hálft og heilt maraþon á
dagskrá. Nú þegar er að verða upp-
selt í tíu kílómetra hlaup og hálft
maraþon, en hámarksfjöldi í hverj-
um flokki er hundrað einstaklingar.
Sökum ástandsins sem skapast
hefur vegna faraldurs kórónuveiru
verður hlaupið útfært með óvenju-
legum hætti. Tryggt verður að ein-
staklingar geti haldið tveggja metra
fjarlægð auk þess sem notast verður
við „rúllandi byrjun“. Að sögn Ívars
er nauðsynlegt að vera með viðeig-
andi viðbúnað. „Maður þarf að passa
sig á ástandinu. Af þeim sökum
verðum við með útfærslu þar sem
við reynum að halda í tveggja metra
regluna, en svo verður auðvitað hver
og einn að passa sig,“ segir Ívar.
Íslandsmaraþon var haldið fyrsta
sinn í fyrra og var þátttaka nokkuð
góð. Einungis er hlaupið á göngu-
stígum og því ætti bílaumferð lítið að
trufla þátttakendur. Þá hefjast og
enda öll hlaupin við Nauthólsvík. Að
sögn Ívars er kærkomið fyrir hlaup-
ara að geta tekið fram skóna og
hlaupið snemma í júnímánuði. „Við
héldum þetta í fyrsta skipti í fyrra
og þá tókst vel til. Við erum að
hlaupa á skemmtilegum leiðum frá
Nauthólsvík. Það eru ekki mörg
hlaup svona snemma sumars þannig
að það er mjög jákvætt að bjóða
hlaupurum upp á eitt slíkt,“ segir
Ívar. aronthordur@mbl.is
Halda maraþon
í byrjun júní
Gera ráð fyrir að
allt að 400 manns
taki þátt í hlaupinu
Hlaup Íslandsmaraþon verður hald-
ið í byrjun júnímánaðar.