Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þau tíðindiurðu í liðinniviku að
sautján af þing-
mönnum En
Marche-flokksins tilkynntu að
þeir hefðu yfirgefið hann og
myndað nýjan hóp sem þeir vildu
kenna við umhverfi, samstöðu og
lýðræði. Sögðu þingmennirnir í
tilkynningu að kórónuveiran
hefði breytt öllu og að þeir teldu
sig geta gert betur á þjóðþingi
Frakka.
Ákvörðun þingmannanna þýð-
ir í stuttu máli að flokkurinn, sem
stofnaður var til stuðnings Emm-
anuel Macron Frakklands-
forseta, er ekki lengur einn með
meirihluta í neðri deild franska
þjóðþingsins, en hún hefur oftast
lokaorðið um lagasetningu í
Frakklandi. Þrátt fyrir þetta
voru forvígismenn flokksins ekki
á því að þetta væri mikið áfall, því
að hann nýtur enn meirihluta á
þingi í skjóli minni flokka, sem
halda áfram að styðja við
stjórnarstefnuna.
Engu að síður er ljóst, að það
er ekki til bóta fyrir Macron að
þurfa að treysta á aðra flokka við
að koma mikilvægri lagasetningu
í gegnum þingið, einkum þar sem
nú er farið að síga á seinni hluta
kjörtímabilsins. Einungis tvö ár
eru þar til kosið verður næst til
forseta Frakklands, og þó að sitj-
andi forseti standi að einhverju
leyti betur en sumir fyrir-
rennarar hans er heldur ekki
hægt að segja að stjórnartíð
Macrons hafi verið náðug.
Mótmæli „gulu vestanna“
2018-2019 settu mikinn og allt
annað en jákvæðan svip á for-
setatíðina og
kórónuveiru-
faraldurinn hefur
sett þrýsting á efna-
hag Frakklands, líkt
og flestra annarra ríkja. Verkföll,
mótmæli og efnahagsáföll þykja í
flestum tilfellum ekki vera sterkt
veganesti ef sóst er eftir endur-
kjöri, og nýleg skoðanakönnun
benti til þess að einungis um
þriðjungur Frakka treysti Mac-
ron til þess að leysa þau vanda-
mál er nú steðja að frönsku þjóð-
inni.
Macrons bíða erfiðar ákvarð-
anir og slíkt býður upp á að fleiri
af samherjum hans stökkvi frá
borði, sem aftur gæti gert róð-
urinn þyngri. Á hinn bóginn ber
að líta til þess, að flestir þeir sem
þegar eru hrokknir úr skaftinu
hafa komið yst úr vinstri væng
En Marche-flokksins, en þar
telja menn Macron hafa sveigt
sig allt of langt til hægri í við-
brögðum sínum gegn öllum mót-
mælunum og verkföllunum sem
dunið hafa á honum.
Í því sambandi er vert að geta
þess, að Macron auglýsti flokk
sinn í kosningunum 2017 sem
frjálslyndan miðjuflokk, þó að
hann drægi til sín mest fylgi frá
rústum franska Sósíalistaflokks-
ins. Þá virðist nýleg reynsla frá
bæði Bretlandi og Þýskalandi
benda til þess, að þeir flokkar
sem leita um of til vinstri gjaldi
þess frekar þegar almennir kjós-
endur eru spurðir álits. Brott-
hvarf þingmannanna sautján
þarf því ekki að vera til marks um
að dagar Macrons í pólitík séu
senn taldir, þó að róðurinn verði
vissulega erfiðari héðan í frá.
Macron missir
þingmeirihlutann}Enn eitt áfallið
HæstirétturÞýskalands
dæmdi í byrjun vik-
unnar að bílafram-
leiðandanum
Volkswagen bæri að
taka við og endurgreiða dís-
elbifreið einkaeiganda. Almennt
má telja þessa niðurstöðu mikinn
ósigur fyrir fyrirtækið, en þetta
er fyrsti dómurinn sem fellur
gegn Volkswagen í Þýskalandi
vegna díselhneykslisins mikla
sem skók fyrirtækið fyrir fimm
árum.
Þá kom í ljós að verkfræð-
ingar Volkswagen höfðu forritað
einhverjar af díselbifreiðum
fyrirtækisins til þess að gefa frá
sér hreinni útblástur þegar verið
var að prófa þær en reyndin var í
almennum akstri. Með réttu má
halda því fram að einhverjir
neytendur hafi verið narraðir til
þess að kaupa bílana, m.a. á
grundvelli þess að þeir væru um-
hverfisvænni en raun bar vitni.
Niðurstaðan þykir gefa for-
dæmi um lyktir annarra svipaðra
dómsmála í Þýskalandi en nú eru
um 60.000 mál gegn Volkswagen
sem bíða úrlausnar þar, og er þá
ótalinn fjöldi mála,
sem reiðir bílaeig-
endur í öðrum ríkj-
um hafa höfðað
gegn fyrirtækinu.
Ljósi punkturinn, ef
svo má kalla, er að fyrirtækið
hefur gengið frá sínum málum
gagnvart Bandaríkjastjórn og
bandarískum neytendum, en það
kostaði Volkswagen litla 20
milljarða bandaríkjadala.
Það er þó skammgóður verm-
ir, því talið er að allt að 15.000
manns gætu ákveðið að slást í
hóp þeirra, sem höfða vilja mál á
hendur fyrirtækinu eða jafnvel
sölustöðum Volkswagen í Þýska-
landi, og enginn endir virðist í
sjónmáli.
En fjárhagslegi skaðinn er
ekki sá eini, því að atburðir sem
þessir hafa vitanlega áhrif á það
traust sem neytendur bera til
viðkomandi fyrirtækja. Jafnvel
þó að Volkswagen standi af sér
skellinn, sem skaðabótamálin
fela í sér, gæti það tekið mörg ár
fyrir fyrirtækið að vinna aftur
það trúnaðartraust sem fyrir-
tækið fórnaði fyrir stundarhags-
muni.
Volkswagen tapar
fyrsta skaðabóta-
málinu af mörgum}
Enginn endir í sjónmáli
E
ftir frækilega frammistöðu heil-
brigðisstarfsfólks og annarra
viðbragðsaðila sem lengi verður
í minnum höfð hillir nú undir að
unnt sé að opna Ísland að nýju.
Þetta tilkynnti ríkisstjórnin nýlega á hefð-
bundinn hátt án samráðs og án nokkurrar
áætlunar. Ákvörðunin kom nokkrum læknum
sem rætt var við greinilega á óvart en að
vanda eru allir boðnir og búnir að leggjast á
árar og gera það besta úr ástandinu. Ekki
þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að færa
ástandið til fyrra horfs. Rekstraraðilar í
ferðaþjónustu og utan hennar hafa beðið og
bíða enn milli vonar og ótta eftir betri tíð.
Í þeirri stöðu sem nú er uppi felast ákveðin
tækifæri fyrir Ísland. Íslendingar hafa fengið
mjög vinsamlega og mikla umfjöllun í þekkt-
um fjölmiðlum víða um heim vegna þess hve vel hefur
gengið hér að ná stjórn á útbreiðslu COVID-19-
veirunnar. Það er því næsta víst að fólk sem óttast veir-
una og er jafnvel að flýja hana mun sjá Ísland sem
öruggan ákvörðunarstað. Við þurfum að viðhalda þessu
örugga ástandi okkar sjálfra vegna fyrst og fremst og
einnig vegna gesta okkar. Í þeim hópi sem getur valið
sér ákvörðunarstað án tillits til kostnaðar er fólk sem er
vel stætt og vel upplýst. Kostum því kapps um að horfa
til þeirra tekna sem hver og einn ferðamaður skilar en
ekki til fjölda þeirra. Vonandi er að sá breski samstarfs-
aðili sem ríkisstjórnin valdi nú nýlega til að byggja Ís-
land upp að nýju leggi áherslu á slík markmið en taki
ekki undir þá framtíðarsýn sem gat að líta á
netinu í vikunni að Ísland ætti að stefna að
því að eftir 2-3 ár kæmu hér jafnmargir
ferðamenn og þegar best lét. Markmiðið hlýt-
ur að vera að eftir 2-3 ár verði tekjur af ferða-
mönnum jafn miklar eða meiri en þegar mest
var.
Nú gefst okkur tækifæri til að sækja fram í
móttöku ráðstefnugesta í auknu alþjóðlegu
fundarhaldi og skipulagningu viðburða stórra
og smárra. Þar eigum við margt að bjóða auk
öryggis sem áður er nefnt. Náttúran er söm
og áður, unnt er að leggja meiri áherslu á
menningu og sögu, örugg heimafengin mat-
væli og svo mætti lengi telja. Til skamms
tíma þarf fyrst og fremst að tryggja að nýju
flugsamgöngur við landið. Einnig þarf að
leggja áherslu á að sem flest fyrirtæki í ferða-
þjónustu vakni af dvalanum lífvænleg og albúin til að
takast á við ný tækifæri. Áhersla okkar til skamms tíma
verður fyrst og fremst að snúast um að sem flestir sem
nú búa við atvinnuleysi eða skert starfshlutfall geti snúið
til starfa að nýju eða fengið nýtt starf við hæfi. Til lengri
tíma þurfum við að gera markvissa áætlun um frekari at-
vinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu, með aukinni græn-
metisframleiðslu, auknu landeldi, aukningu í tækni- og
tölvuiðnaði og aukinni úrvinnslu í sjávarútvegi og land-
búnaði. Við höfum allt að vinna!
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Opnum Ísland – með varúð
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavík suður.
thorsteinns@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég hef unnið við þetta lengi og hef
oft fundið fyrir þörf fólks til að láta
vita af nýjum orðum,“ segir Ágústa
Þorbergsdóttir, ritstjóri nýyrðavefs
Árnastofnunar.
Nýyrða-
vefurinn var opn-
aður á degi ís-
lenskra tungu
árið 2018. For-
vitnilegt er að
fletta í gegnum
nýyrðavefinn því
greinilegt er að
talsvert er sent
inn af orðum.
Mörg nýleg orð
tengjast þannig kórónuveiru-
faraldrinum og síðustu misseri hafa
áberandi mál getið af sér ýmis ný-
yrði.
Ágústa segir að markmið vefs-
ins séu að gefa almenningi tækifæri
til að koma hugmyndum sínum á
framfæri og hafa áhrif. Viðmót vefs-
ins býður upp á að skrifa athuga-
semdir við nýyrði sem aðrir hafa
sent inn og leggja mat á þau.
Sum orð slá strax í gegn
„Vefurinn endurspeglar oft um-
ræður í samfélaginu um ný orð en ég
hefði reyndar oft viljað sjá meiri um-
ræður. Hugmyndin var þó alls ekki
að fara í samkeppni við slangur-
orðabókina,“ segir Ágústa.
Meðal þeirra orða sem miklar
umræður hafa skapast um eru ipod,
farsími, app og núna síðast sam-
skiptafjarlægð. Af öðrum orðum sem
send hafa verið inn í tengslum við
kórónuveiruna má nefna sóttkvíði,
nálægðartakmörkun, fjarsamvera,
skjávera, hreinangrun og kóviti.
„Það er erfitt að sjá fyrir hvort
nýyrðið nái að festa rætur í málinu.
Sum verða samstundis á allra
vörum, önnur oft jafngóð komast
ekki lengra en á orðalista,“ segir
Ágústa og bætir við að ekki sé alltaf
ljóst hvað ráði sigri nýyrða. Fjöl-
miðlar og samfélagsmiðlar hafi mik-
ið að segja um útbreiðslu orðanna en
framtíðin ein geti leitt það í ljós
hvort orðið festi rætur. „Orðaforðinn
breytist og orð geta horfið úr mál-
inu,“ segir Ágústa og rifjar upp að
fyrir fáum árum hafi talsvert verið
rætt um þyrilsnældu.
Bumbubuna og blökkudagur
Hún segir að kórónuveiru-
faraldurinn sé ekki eina dæmið þar
sem stór mál í samfélaginu geti af
sér nýyrði. Klausturmálið hafi til að
mynda leitt af sér orð á borð við
klausturkjaftur og klausturbleikja.
Ekki þarf þó stór mál til að
hreyfa við þjóðinni. Margir leggja til
ný orð um ýmsa hluti í daglegu lífi.
Má þar nefna orð á borð við bumbu-
buna, sem nýtist í stað enska hug-
taksins Baby Shower. Þá hefur einn-
ig verið stungið upp á svörtudegi og
blökkudegi í stað hins vinsæla versl-
unardags Black Friday.
Nýyrði verða til
á tímum kórónuveiru
Nýyrði úr kófi nu Ýmis nýyrði
Fjarsamvera
Að vera í samskiptum við
aðra/nemendur í fjarfundi
Skjáumst
Að sjást á tölvuskjá
Útréttur/
burtmatur
Matur sem viðskipta-
vinur kaupir, fer
burt með og snæðir
annars staðar
Kóviti
Einstaklingur sem er sjálfskipaður
sérfræðingur í sóttvörnum
og veirufræðum
Sundrot
Svefn barna
eftir að þau eru
búin í sundi
Síðsólarsalvi
Kremið sem maður ber á
sig eftir að hafa legið
í sólinni
Klausturbleikja
Máttlausar tilraunir til að
hvítþvo stjórnmálafólk eftir
að það hefur orðið uppvíst
að skandal – og á sér í raun
enga málsvörn
Skuldagildruríkiserindrekstur
Að leiða aðra þjóð í skuldagildru með notkun ríkiserindreksturs
Afmissisótti
Sú tilfi nning þegar
maður hefur misst af
einhverju
Höskuldarviðvörun
Viðvörun um að upplýsingar muni mögulega
spilla upplifun á t.d. skáldverki, sjónvarps-
efni eða kvikmynd. Dregið af því þegar
Höskuldur Þórhallsson tilkynnti óvart í
beinni útsendingu breytingar á ríkisstjórn
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Kjötviskubit
samvisku-
bit yfi r að
borða kjöt
Sótt-
kvíði
Ótti við
að verða
farsótt
eða öðrum
veikindum að
bráð
Líkar þetta • Svara • 1 klst.
Heimild: Nýyrðavefur Árnastofnunar
Ágústa
Þorbergsdóttir