Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Útlit Þessi ágæti hundur leit út um glugga þegar ljósmyndari átti nýverið leið um Klapparstíg. Horfði hvutti beint í linsuna og tók sig vel út sem fyrirsæta. Eggert Kommúnistaflokk- urinn í Kína hefur lagt til atlögu gegn sjálf- stjórn Hong Kong. Þannig er brotið sam- komulag frá 1997 þeg- ar Bretar afhentu kín- verskum stjórnvöldum borgina. Samkomulagið átti að tryggja sjálf- stjórn borgarinnar – eitt land, tvö kerfi – Hong Kong réði og bæri ábyrgð á eigin innri málum og öryggi. Stjórnvöld í Peking stefna að því að leiða í lög heimild til að blanda sér með beinum hætti í sjálfstjórn borgarinnar. Til að standa vörð um þjóðaröryggi verði öryggisstofn- unum kínverskra stjórnvalda heim- ilað að starfa innan borgarmarka Hong Kong. Löggjöfinni er ætlað að vinna gegn landráðum, aðskiln- aðarhyggju, uppreisnaráróðri, nið- urrifsstarfsemi, hryðjuverkum og afskiptum erlendra afla af málum Hong Kong. Á sunnudag hópuðust mótmæl- endur út á götur borgarinnar. Þeim var mætt af hörku. Óeirðalögregla beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum og hundruð voru handtekin. Hvað óttast almenningur í Hong Kong? Efnahagsleg velgengni Öryggislögin heim- ila að fólki verði refs- að fyrir það eitt að gagnrýna kínversk stjórnvöld líkt og gert er á meginlandi Kína. Lýðræðissinnar óttast að málfrelsi verði skert og réttur til mótmæla einnig. Í Kína er litið á gagn- rýni, málfrelsi og mót- mæli sem niðurrif. Ákall þeirra sem vilja verja sjálfstjórn borgarinnar um stuðning annarra landa verður glæpsamlegt athæfi og talið land- ráð. Óttast er að sjálfstætt dóms- kerfi, sem byggist á engilsax- neskum hefðum og sterkum eignarrétti heyri sögunni til. Opið sjálfstætt dómskerfi, við- skiptafrelsi og málfrelsi hafa verið hornsteinar þeirrar efnahagslegu velgengni sem Hong Kong hefur notið á undanförnum árum. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var þjóðarframleiðsla á mann í Hong Kong sú þrettánda mesta í heim- inum á síðasta ári – langt fyrir ofan Kína sem var í 65. sæti. Þjóðar- framleiðslan var nær fimm sinnum meiri á hvern íbúa í Hong Kong en í Kína. Fyrri tilraunum ráðamanna í Peking til að koma á sérstakri ör- yggislöggjöf hefur verið mætt af fullri hörku. Árið 2013 fóru lýðræð- issinnar í fjöldamótmæli um götur borgarinnar og 2014 sameinuðust mótmælendur undir regnhlífum. Nær allt síðasta ár var öllum til- raunum stjórnvalda í Peking um að herða tökin á Hong Kong mótmælt. Kveikjan að mótmælunum á síðasta ári var lagafrumvarp þar sem heim- ilað var að framselja grunaða saka- menn til Kína. Þrátt fyrir að frum- varpið væri dregið til baka héldu mótmælin áfram þar sem krafist var aukins sjálfstæðis borgarinnar. Björn Bjarnason segir í nýlegri dagbókarfærslu að mótmælin hafi verið „fleinn í holdi einræðis- stjórnar kommúnista á meginland- inu“ og grafið „undan sjálfsöryggi hennar og stuðluðu að því að hert voru tökin á kínversku þjóðinni með rafrænu eftirliti og ofstjórn“. Vel tímasett atlaga Aðför kínverska kommúnista- flokksins að sjálfstjórn Hong Kong er vel tímasett að þessu sinni. Lýð- ræðissinnar sem höfðu uppi öflug mótmæli allt síðasta ár eiga óhægt um vik vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Þá virðist sem löngun annarra landa til að standa með íbúum borg- arinnar sé í besta falli takmörkuð. Auðvitað munu einhver lýðræðis- ríki og einstaka áhrifamenn mót- mæla framferði alræðisstjórnar- innar í Peking. En það verður af veikum mætti, frekar á kurteisum diplómatískum nótum. Mótmælin og samstaðan með lýðræðisöflunum í Hong Kong verða bitlaus og án sannfæringar. Þetta vita ráðamenn í Peking. Það eru því meiri líkur en minni á að enn einu sinni verði hinn frjálsi heimur áhrifalaus áhorfandi þegar alræðisstjórn leggur til atlögu við frelsi. Valdamenn kínverska komm- únistaflokksins hafa sýnt og sannað að þeir beita fullkominni hörku gagnvart eigin borgurum, telji þeir valdi sínu ógnað. Árið sem komm- únisminn riðaði til falls í Evrópu, beitti kínverska valdaklíkan full- kominni hörku gagnvart almenningi og heimurinn stóð á öndinni. Á Torgi hins himneska friðar í Peking voru mótmæli, undir forystu stúd- enta, brotin á bak aftur með her- valdi árið 1989. Þúsundir lágu í valnum og fjöldi var handtekinn. Líkt og alltaf þegar alræðisstjórnir verja völdin var í kjölfarið gripið til hreinsana, embættismönnum var vikið úr starfi, erlendum blaða- mönnum vísað úr landi, ritskoðun hert og öryggislögreglan styrkt. Efnahagslegir hagsmunir ráða Ekkert land hefur hernaðarburði eða pólitískan vilja til að verja frelsi íbúa Hong Kong. Í efnahagslegum þrengingum er lítill vilji til að grípa til viðskiptaþvingana gagnvart efna- hagslegu stórveldi. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur hins vegar beitt efnahagslegum hótunum til að tryggja pólitíska og efnahags- lega hagsmuni. Evrópusambandið hefur þannig látið undan og rit- skoðað eigin skýrslur til að styggja ekki alræðisstjórn. Til þess er Kína of mikilvægt efnahagslega. Sagan geymir of mörg dæmi um hvernig frelsi og almennum mann- réttindum er fórnað þegar efna- hagslegir hagsmunir ráða för. Vesturlönd hafa verið ófær í 70 ár að tryggja sjálfstæði Tíbet frá vald- höfum í Peking. Því miður bendir allt til þess að íbúar Hong Kong geti aðeins treyst á sjálfa sig, líkt og flestar aðrar smáþjóðir sem berjast gegn kúgun alræðishyggjunnar. Og það er barnaskapur að ætla að stjórnarherrarnir í Peking láti sér nægja að koma hlekkjum á íbúa Hong Kong. Eftir Óla Björn Kárason » Það eru því meiri líkur en minni á að enn einu sinni verði hinn frjálsi heimur áhrifalaus áhorfandi þeg- ar alræðisstjórn leggur til atlögu við frelsi. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Atlaga að sjálfstæði í skjóli faraldurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.