Morgunblaðið - 27.05.2020, Page 14

Morgunblaðið - 27.05.2020, Page 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 ✝ Ágúst ÁsbjörnJóhannsson fæddist 17. mars 1926 á Hofsósi í Skagafirði. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Hlévangi 17. maí síðastlið- inn. Foreldrar Ágústs voru Jó- hann Skúlason, f. 25.12. 1866, d. 6.8. 1954, og Sigurrós Guðrún Ágústsdóttir, f. 25.3. 1897, d. 16.1. 1971. Hann var þrettándi í röð 18 systkina. Eftirlifandi eru Jakobína Lára og Skúli Skag- fjörð. Árið 1959 giftist Ágúst Guð- rúnu K. Jóhannsdóttur, f. 5.3. og Unnar Snæ. Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru: a) Hólmfríður Sigrún Ármanns- dóttir, f. 11.4. 1941, d. 26.1. 2002. Hún var gift Árna Ólafs- syni, f. 22.7. 1937, og eignuðust þau fimm börn. b) Gylfi Örn Ár- mannsson, f. 24.5. 1948, kvænt- ur Ólafíu Sigurbergsdóttur, f. 27.11. 1946, eiga þau þrjú börn. Ágúst fæddist og ólst upp á Hofsósi, gekk í barnaskólann þar og fór snemma til sjós. Var í vegavinnu í Fljótum og á Höfðaströnd og vann við síld- arsöltun hjá Mána í Neskaup- stað. Árið 1964 flutti Ágúst til Keflavíkur og gerðist fiskmats- maður og starfaði við fisk- vinnslu. Lengst af var hann verkstjóri hjá Brynjólfi hf. í Njarðvík. Hann var verkstjóri í Plastgerð Suðurnesja í allmörg ár en síðustu starfsárin vann hann ýmis störf. Útför Ágústs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 27. maí 2020. 1921, d. 25.1. 1996. Þau eignuðust einn son, Elvar, f. 18.2. 1960. Hann er kvæntur Steinunni Hákonardóttur, f. 26.6. 1961. Börn Elvars og Stein- unnar eru: a) Elva Björk, f. 13.10. 1983, eiginmaður hennar er Elvar Örn Brynjólfsson f. 6.4. 1983. Börn þeirra eru Rún- ar Óli, f. 9.2. 2008, og Sara Steinunn, f. 13.9. 2011. b) Ágúst Rúnar, f. 13.6. 1986, sambýlis- kona Guðrún Pétursdóttir, f. 5.7. 1981. Sonur þeirra er Arn- ór Sölvi, f. 13.4. 2019 en fyrir átti hún tvö börn, Birgittu Sól Ég kveð þig elsku pabbi minn Þegar ég sest niður til að skrifa um þig sækja að mér margar minningar. Sjórinn var þér hugleikinn og allt tengt honum og ungur fórst þú til sjós á Hofsósi til að sjá fyrir þér og þínum. Ég hugsa til baka til þeirra tíma þegar ég fór stundum með þér í vinnuna til að taka á móti fiski í Brynjólfi hf. þar sem þú varst að vinna sem verkstjóri, ég rétt tíu ára gamall. Þegar við fjölskyldan flutt- umst til Keflavíkur, komum við okkur fyrir á Kirkjuveginum og síðar á Vatnsnesveginum og áttum við gott og ástríkt heim- ili. Það varð þitt framtíðarheim- ili, allt þar til þú fórst snemma á þessu ári á hjúkrunarheimilið Hlévang, þá að verða 94 ára gamall. Samnefnari allra minna minninga var að þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa mér. Hvort sem það var að byggja bílskúr- inn heima á Vesturgötunni og þegar við fjölskyldan fluttum í Innri Njarðvík varstu komin til að hjálpa okkur að koma okkur fyrir, vinna í garðinum með Steinunni, það vantaði ekki hjálpsemina. Ég gat alltaf leitað til þín til að aðstoða mig við allt það sem ég þurfti. Þú varst ráðagóður, duglegur og ósérhlífin. Þú varst iðinn við að heimsækja barna- börnin og leika við þau og færa þeim ís. Þú varst traustur vinur og það var gott að leita til þín. Ferðalög okkar innanlands voru mörg og oftar en ekki var komið við heima á Hofsósi eins og þú sagðir. Eftir að þú hættir í Brynjólfi hf. og fórst að vinna í Plastgerð Suðurnesja hjá tengdapabba mínum unnum við fjölskyldan saman. Þú í plastinu, ég í smiðj- unni og Steinunn í bókhaldinu. Þetta voru góðir tímar. Barna- börnin heimsóttu þig í vinnuna eftir skóla og þar fengu þau kex og mjólk og léku sér að skera út plastið. Þau vissu allt- af af þér og sóttu í að koma til þín. Eftir að þú hættir að vinna hafðir þú þínar föstu rútínu. Þú gekkst daglega, fórst á Nesvelli í mat, spjallaðir við kallana og tókst í spil. Þú kíktir niður á höfn og fylgdist með hverjir voru að róa, skutlaðist út á Vatnsnes- vita til að sjá hvaða bátar voru á leið í land og á trillurnar í smábátahöfninni. Stundum þurfti að sækja þig niður á bryggju því bíllin þinn var orð- in rafmagnslaus því þar eyddir þú lögnum stundum með út- varpið í gangi. Þetta voru áhugamál þín og þarna leið þér vel. Eftir að þú hættir að keyra fórum við ótal bryggju rúnta saman í Sandgerði og Grinda- vík. Ég er þakklátur fyrir öll mín ár með pabba og brosi innra með mér yfir ýmsu sem rifjast upp fyrir mér. Þú varst ljúfur og góður maður og ég naut tíma okkar saman, ég kveð þig með sökn- uði elsku pabbi minn. Elvar Ágústsson. Elsku afi minn. Það er svo undarlegt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur fastur punktur í tilveru minni. Við vorum afskaplega heppin hvort með annað. Þú elskaðir mig og ég elskaði þig. Ég var mikil afa- stelpa og er enn. Í sorginni er erfitt að sjá hvenær lífið verður aftur eðli- legt án þín en sem betur fer streyma góðu minningarnar fram og þær eru síður en svo af skornum skammti. Því þú áttir alltaf tíma afi, fyrir okkur Gústa bróður. Sama hver uppá- tæki okkar voru varst þú alltaf til staðar, boðinn og búinn. Hvort sem það var að elta okk- ur uppi í vatnagörðunum á Spáni og fara hverja bununa á fætur annarri, þú gjörsamlega ósyndur, til að passa upp á okk- ur eða að jarðsyngja hamst- urinn okkar með tilheyrandi sálmum. Því ef eitthvað skipti okkur máli, þá skipti það þig máli. Þegar við Gústi vorum orðin of fullorðin til að fá ís-send- ingar heim nutu Rúnar og Sara góðs af því og fram að 90 ára aldri, eða þar til þú hættir að keyra, komst þú allar helgar heim að dyrum með ís í hendi og bros á vör til að gleðja þau. Daginn sem þú skildir við fór- um við Gústi og náðum í ís handa okkur öllum. Síðasta ís- inn frá afa Gústa. Þú sýndir okkur alúð, tillits- semi og virðingu. Nú horfi ég á mín eigin börn og sé þau eiga sama fallega sambandið við afa sinn eins og ég átti og það gleður mig svo mikið. Því það eru forréttindi að fá að elska og vera elskaður til baka á jafn óeigingjarnan hátt og þú elskaðir okkur afi. Takk fyrir allt. Ég sakna þín svo mikið. Þótt ég gráti núna brosi ég í hjarta mínu því þú varst afi minn og ég litla stelp- an þín. Þín Elva. Elsku afi Gústi, í dag kveð ég þig með sorg í hjarta og tár á hvarmi. Þú varst einn af mín- um betri vinum og varst alltaf til staðar fyrir mig, svo hlýr og góður. Það var alltaf gott að koma til þín á Vatnsnesveginn, fá kaffi og gott spjall um daginn og veginn. Þegar ég var lítill var fátt betra en að kíkja í heimsókn til ömmu og afa, því þar var manni alltaf tekið fagn- andi og allt gert fyrir mann. Fyrstu minningar mínar eru þegar þú varst að fræða mig um Færeyjar og þegar ég fór svo að segja mömmu og pabba frá, þá fórum við afi til Fær- eyja. Ég hélt mig við þá sögu lengi vel þó að við hefðum bara verið saman heima í stofunni hjá ykkur ömmu. Í hvaða veðri sem var komstu heim og gafst okkur Elvu ís, lékst við okkur og gafst okkur allan þinn tíma. Það eina sem við systkinin þurftum að gera var að taka upp símann, hringja og segja afi ís og þá varstu þotinn út í sjoppu að kaupa ís, því börnin vildu ís. Ísinn hans afa var allt- af sá besti. Þegar ég fór svo að stækka og var kominn í skóla var ég frekar utan við mig og týndi öllu, t.d. vettlingum, húfum og úlpum. Einn daginn var ég hjá þér eftir skóla og þú vorkennd- ir mér svo að ég hefði týnt úlp- unni minni að við fórum saman í Hagkaup og þú keyptir handa mér nákvæmlega eins úlpu og ég hafði týnt, svo ég þyrfti ekki að hafa lengur áhyggjur, þó svo að foreldrar mínir væru vanir því að ég týndi öllu. Svona mað- ur varst þú, alltaf að passa upp á að við Elva værum ánægð og hefðum allt sem við þurftum, þó að okkur skorti ekki neitt. Við brölluðum svo margt saman í gegnum árin, fórum t.d. á rúntinn niður á bryggju til að skoða bátana. Þú þekktir flestalla báta og hvaðan þeir komu, enda sjómaður í húð og hár. Ef bátar voru við veiðar fyrir utan í flóanum tókstu upp kíkinn sem var í bílnum og sagðir mér hvaða bátur þetta væri. Fyrir mér var það stór- merkilegt að afi minn þekkti svona marga báta og gæti sagt mér hvaða bátur var þarna úti á sjó, þó svo að þú sæir ekki nafnið á honum. Við áttum margar góðar stundir saman og verður skrítið að geta ekki sest hjá þér og spjallað um gamla tíma, velt því fyrir okkur hvort hann fari nokkuð að rigna í dag eða bara setið saman hljóðir og notið samverunnar. Þú kallaðir mig oftast nafna og fannst mér alltaf mjög gam- an að heita Ágúst eins og þú, því þannig mynduðum við okk- ur ákveðna sérstöðu og er það sannur heiður að vera skírður í höfuðið á ykkur ömmu. Þú varst svo góður og hlýr maður, sannur afi. Þú gafst mér svo margt sem ég tek áfram með mér út í lífið. Takk fyrir að vera afi minn, leikfélagi og vin- ur. Ég geymi alltaf stað í hjarta mínu fyrir þig, elsku afi Gústi. Ég elska þig. Ágúst Rúnar Elvarsson. Ágúst Ásbjörn Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Ágúst Ásbjörn Jóhanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún RagnaPálsdóttir fæddist á Stað- arhóli í Saurbæ í Dalasýslu 29. jan- úar 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 11. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Teitrún Ása Björnsdóttir, f. 29. apríl 1913, d. 17. mars 2000, og Páll Halldór Rögnvaldsson, f. 2. september 1903, d. 8. ágúst 1976. Systkini Guðrúnar eru Björn M., f. 8. apríl 1939, Stella, f. 15. október 1942, Alda, f. 27. mars 1944, og Hólmar, f. 18. desem- ber 1947. Guðrún giftist hinn 31. des- ember 1955 Guðbirni Níels Jens- syni, f. 16. júlí 1934, d. 7. nóv- ember 2009. Foreldrar hans voru Björg Einarsdóttir, f. 17. júlí 1900, d. 21. febrúar 1990, og Jens Runólfsson, f. 27. október 1895, d. 9. maí 1977. Börn Guð- rúnar og Guðbjörns eru: 1) Ása Linda, f. 1. janúar 1955, d. 5. Guðmundsdóttir, b) Birgir Örn, f. 10. nóvember 1981, maki Anna Sigrún Ingimarsdóttir, c) Berg- lind Ósk, f. 19. september 1983, maki Hlynur Snær Guðjónsson. 4) Rafnar Þór, f. 21. apríl 1959, maki Guðrún Á. Eðvarðsdóttir, f. 21. janúar 1961. Börn þeirra eru: a) Brynjar Eddi, f. 28. júní 1985, maki Steinunn Ylfa Harðardóttir, b) Róbert Darri, f. 6. mars 1991, c) fyrir átti Rafnar Þór Ragnar Pál, f. 11. ágúst 1976, með fyrrverandi sambýlis- konu sinni, Evu H. Kristjáns- dóttur. Langömmubörn Guðrúnar eru níu. Guðrún ólst upp í foreldra- húsum ásamt systkinum sínum, á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Guðrún vann við ýmis störf en síðustu starfsár sín starfaði hún hjá Hollustuvernd ríkisins. Guðrún og Guðbjörn hófu bú- skap sinn í Hafnarfirði en fluttu fljótlega til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin í Laugar- dalnum, síðar í Ásgarði en síð- ustu ár þeirra meðan Guðbjörn lifði bjuggu þau í Fannafold. Eftir að Guðbjörn féll frá flutti Guðrún í Lautasmára í Kópa- vogi. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. maí 2020, klukkan 13. desember 2009, maki Ragnar H. Ragnarsson, f. 18. nóvember 1955, d. 2. febrúar 2020. Börn þeirra eru: a) Guðbjörn Hilmir, f. 24. maí 1985, maki Ritta Panes, b) Guð- ný Björg, f. 11. apr- íl 1990, c) Sveinn, f. 25. desember 1989, d. 25. desember 1989, d) fyrir átti Ása Linda Arnar Geir Stefánsson, f. 7. mars 1975, með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Stefáni Karls- syni. 2) Gunnar Páll, f. 10. mars 1956, var giftur Auði Péturs- dóttur, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Linda Björk, f. 22. september 1980, maki Árni J. Hallgrímsson, b) Erna Guðrún, f. 30. júlí 1988, maki Sigurður Baldursson, c) Bjarki Páll, f. 14. júní 1994, maki Hlín Ágústs- dóttir. 3) Björgvin Jens, f. 16. júlí 1957, maki Steinunn G. Jóns- dóttir, f. 23. mars 1959. Börn þeirra eru: a) Ingvar Þór, f. 15. ágúst 1977, maki Birna Margrét Ástkær móðir okkar og tengda- móðir er látin. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá uppvaxtarár- um okkar, fyrst í Bræðraparti við Engjaveg í Laugardalnum, sem var eins og sveit í borg, og síðar í Ásgarðinum. Við vorum svo lán- söm í lífinu að eignast góða for- eldra sem voru aldrei langt undan, hvort sem var í gleði eða sorg. Mömmu var alla tíð umhugað um sína fjölskyldu, börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin. Hún hafði yndi af því þegar fjölskyldan kom saman og var alla tíð mjög stolt af öllum afkomendum sínum og fylgdist alltaf vel með þeim í leik og starfi. Við minnumst þess þegar við vorum litlir, að við fórum oft á laugardögum í Laugardalslaug- ina, þegar við bjuggum í Bræðra- parti, og þegar við komum heim eftir sundferðina beið okkar alltaf nýbökuð súkkulaðikaka og heitt kakó. Alltaf varstu að baka, prjóna eða sauma eitthvað á okk- ur, oftast heilu dressin. Við eigum margar góðar minningar um mat- arboðin sem mamma og pabbi voru dugleg að halda fyrir stór- fjölskylduna við ýmis tækifæri. Þá var mikið spjallað, hlegið og sung- ið. Mamma og pabbi byggðu sér sumarhús í Grímsnesinu og skemmtilegast fannst þeim þegar öll fjölskyldan kom saman í bú- staðnum. Pabbi greip í gítarinn og allir sungu með og þá var nú oft glatt á hjalla. Mamma hafði alltaf gaman af að ferðast, hvort sem var innan- eða utanlands. Sérstaklega fannst henni gaman að skreppa norður á Hveravelli til að heimsækja Öldu systur sína, þegar hún bjó þar. Mömmu og pabba fannst líka gaman að ferðast utanlands í góðra vina hópi. Okkur er minn- isstæð ferðin sem við bræður og fjölskyldur fórum með henni til Tenerife, ásamt Öldu og fjöl- skyldu hennar, þegar hún var 80 ára. Þar naut hún sín vel með fólk- inu sínu. Það var mömmu mikill missir þegar pabbi dó og mánuði síðar lést systir okkar hún Linda og var hún þá sjálf orðin mjög veik af krabbameini sem á endanum hafði yfirhöndina. Elsku mamma og tengda- mamma, við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér í Sumar- landinu og mun minningin um ein- staka móður lifa með okkur, megi Drottinn Guð blessa þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Blessuð sé minning þín. Gunnar Páll, Björgvin Jens, Rafnar Þór og fjölskyldur. Elsku amma Gunna, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Við þetta sorgartilefni koma margar minningar upp í hugann sem ekki er úr vegi að rifja upp. Sérstak- lega eru eftirminnilegar stundirn- ar í Ásgarðinum og í Fannafold- inni, þar sem þið afi Bjössi tókuð vel á móti okkur með hlýjum faðmi. Þið voruð höfðingjar heim að sækja enda alltaf nóg til af góð- gæti, ís í frystinum og nammi í skálum sem vakti mikla lukku meðal okkar systkinanna. Við gleymum heldur ekki þeim góðu stundum sem við áttum í Bræðraparti, sumarbústaðnum í Grímsnesinu. Húsakynnin voru ekki stór, samt var alltaf nóg pláss fyrir alla og notalegt. Það var ekki síst skemmtilegt þegar afi spilaði á gítarinn, við sungum með og þú glottir við. Enn í dag búum við að þessum söngstundum og minn- umst sem einhverra þeirra bestu sem við áttum með ykkur afa. Mikið var alltaf gaman hjá okkur. Þá er ekki heldur hægt að láta hjá líða að minnast jólanna. Það var fastur punktur í tilverunni þegar stórfjölskyldan hittist yfir hátíð- arnar og allir borðuðu jólasteik. Hefðum samkvæmt borðuðum við á okkur gat, spjölluðum, hlógum og skemmtum okkur. Elsku amma, nú vitum við að þér líður vel í faðmi afa og Lindu sem þú hefur saknað svo sárt. Við viljum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og aldrei munu hverfa okkur úr minni. Minning þín og afa lifir í frásögnum af ykkur sem við miðl- um til okkar barna. Við kveðjum þig nú með söknuði, elsku amma, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Hvíl þú í friði. Þín barnabörn, Ingvar Þór, Birgir Örn og Berglind Ósk. Amma Gunna, blessuð sé minn- ing þín. Við munum tímana í sumarhús- inu Bræðraparti, hláturinn í ykk- ur afa og grínið. Það var alltaf mikið fjör þegar fjölskyldan kom saman, grillveisla, sund og söngur er fast í minni. Að tína ber og fá sér pönnukökur og besta heima- gerða rækjusalat allra tíma var yndislegt og ekki má gleyma ísn- um sem þú gerðir sem er sárt saknað. Tímarnir í Fannafold voru skemmtilegir, jólaskreytingar, matarboðin og að hlusta á gamlar minningar af þér, afa og krökk- unum í Ásgarði. Það var alltaf svo gaman að heyra þig segja sögur af pabba og systkinum þegar þau voru yngri. Síðustu árin í Lautasmára voru mjög eftirminnileg en öðruvísi, afi farinn og þú að berjast við veik- indi. Þín verður sárt saknað elsku amma. Brynjar Eddi og Róbert Darri. Guðrún Ragna Pálsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Ragnu Páls- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS BALDURSDÓTTIR Norðurtúni 17, Álftanesi, lést á Hrafnistu Hraunvangi 19. maí. Í ljósi aðstæðna mun útförin fara fram með nánustu ættingjum. Sendum starfsfólki Bylgjuhrauns sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á erfiðum tímum. Halldór Kristinsson Guðrún Hanna Ragnarsdóttir Hartley barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.