Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
M.Benz Sprinter 511.
1/2008 ek. 287 þús. km. Með kassa
og lyftu. Ný skoðaður og í fínu
standi.
Verð aðeins 1.490.000 með vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Suðurgata 16, Keflavík, fnr. 209-0686, þingl. eig. Kristín Valgerður
Gallagher, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Arion banki hf. og Íslands-
banki hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 09:00.
Heiðarendi 6, Keflavík, fnr. 225-1207, þingl. eig. Jóna Guðný Þórhalls-
dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. júní nk.
kl. 09:20.
Hafurbjarnarstaðir C1, Sandgerði, fnr. 209-4492, þingl. eig. Pétur Ingi
Jakobsson, gerðarbeiðandi TM hf., þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 10:00.
Norðurvör 11, Grindavík, fnr. 209-2171 , þingl. eig. Ása Dóra Ragnars-
dóttir og Jón Magnús Guðmundsson, gerðarbeiðendur Aur app ehf.
og Framtíðin lánasjóður hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 2. júní
nk. kl. 11:00.
Skólabraut 7, Njarðvík, fnr. 227-3941, þingl. eig. Guðrún Ósk Ragnars-
dóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júní nk.
kl. 12:00.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
25. maí 2020
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Ytri-Valdarás 144638, Húnaþing vestra, fnr. 213-5441, þingl. eig.
Valdarás ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júní
nk. kl. 10:30.
Syðri-Valdarás 144639, Húnaþing vestra, fnr. 213-5451, þingl. eig.
Valdarás ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júní
nk. kl. 10:45.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
26. maí 2020
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Stóladans með Þóreyju kl.
10. Spænskukennsla kl. 13.30. Hámarksfjöldi 20 manns, það verður að
skrá sig í síma 411-2600. Spritta sig þegar komið er inn og farið er út.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf verður á þessu vori í ljósi
aðstæðna, við munum ekki taka neina sénsa. Ekki verður messað á
uppstigningardag í Bústaðakirkju en helgistund verður streymt á
heimasíðu og facebook-síðu kirkjunnar. Við sjáumst hress í haust,
vonandi eigið þið gott sumar. Kærleikskveðja, Hólmfríður djákni.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara; miðvikudaginn 27. maí kl.
12 bjóðum við ykkur kæru félagar í helgistund og söng í kirkjunni.
Síðan förum við inn í safnaðarheimili og borðum saman súpu og
brauð, kaffi og konfekt á eftir kr. 1000 á mann. Hlökkum til að sjá
ykkur. Kær kveðja, sr. Leifur Ragnar, sr. Pétur, Hrönn og Lovísa.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Förum af stað með hádegisverð af mikilli varkárni, matar-
gestum er skipt niður á tíma, því er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram
og virða 2 metra regluna og hvetjum alla til að kynna sér vel Sam-
félagssáttmála Covid. Spritta hendur og fara varlega. Gönguhópar kl.
10 mánudaga frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 miðvikudaga,
föstudaga frá Borgum. Petan Gufunesbæ fyrir Korpúlfa mánudaga kl.
13. Velkomin.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir á
Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlaug-
inni kl. 18.30. Á morgun fummtudag verður bingó í salnum á Skóla-
braut kl. 13.30. Vinsamlega takið með ykkur eigin penna. Velkomin.
Félagsstarf eldri borgara
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar
✝ Guðbjörg Páls-dóttir fæddist
26. september 1928
í Reykjavík. Hún
lést 17. maí 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Ingunnar
Guðjónsdóttur frá
Laugarbökkum í
Ölfusi, f. 1903, d.
1962, og Páls Ein-
arssonar raf-
magnseftirlits-
manns frá Borgarholti í
Stokkseyrarhreppi, f. 1904, d.
1958. Alsystur Guðbjargar eru
Guðríður, f. 1925, Ruth, f. 1926,
d. 2020, og Guðrún, f. 1929, d.
2018. Ingunn og Páll slitu sam-
vistum. Samfeðra systkini voru
Grettir, f. 1935, d. 2019, og
Hallgerður, f. 1943, d. 1993.
Síðar hóf Ingunn sambúð með
býliskona Óskars er Ágústa
Þorbergsdóttir, f. 1960. 3) Ingi-
björg, f. 1959, maki Friðrik
Steinn Kristjánsson, f. 1956.
Dætur þeirra eru Liv Elísabet,
f. 1993, og Áshildur, f. 1996. 4)
Þórunn María, f. 1965, maki
Hávarður Tryggvason, f. 1961.
Börn þeirra eru Hildur Franz-
iska, f. 1998, og Tryggvi Kor-
mákur, f. 2006. Barnabarna-
börnin eru orðin níu talsins.
Guðbjörg útskrifaðist með
gagnfræðapróf frá Lindargötu-
skóla. Hún kynntist Jóni Inga á
Þjóðveldishátíðinni á Þingvöll-
um 1944 og er einn kaflinn í
bók Þórs Jakobssonar, Lýðveld-
isbörnin, um þeirra fyrstu
kynni. Jón Ingi var klæð-
skerameistari og síðar verk-
smiðjustjóri Fataverksmiðj-
unnar Gefjunar í Reykjavík.
Guðbjörg starfaði við ýmis störf
í gegnum tíðina en lengst af í
verslun Íslensks heimilisiðnaðar
í Hafnarstræti.
Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 27. maí
2020, klukkan 15.
Óskari N. Erlends-
syni klæðskera-
meistara, f. 1896,
d. 1978.
Árið 1949 giftist
Guðbjörg Jóni Inga
Rósantssyni klæð-
skerameistara, f.
1928, d. 1987. Börn
þeirra eru: 1) Þór-
laug Rósa, f. 1946,
maki Stefán Svav-
arsson, f. 1946.
Sonur Þórlaugar og Hákonar
Guðmundssonar er Jón Ingi, f.
1971. Synir Þórlaugar og Stef-
áns eru Egill Vignir, f. 1975, og
Svavar Gauti, f. 1981. 2) Óskar,
f. 1951, maki Ingveldur Hafdís
Aðalsteinsdóttir, f. 1951, d.
2008. Börn þeirra eru Guðbjörg
Hrönn, f. 1975, Styrmir, f. 1978,
og Halla Þórlaug, f. 1988. Sam-
Í dag kveðjum við móður mína,
eftir langa og farsæla ævi. Hún
var ein þeirra Íslendinga sem ól-
ust upp í sárri fátækt á tímum
efnahagskreppu og stríðsátaka; á
tímum þegar enginn gerði kröfu
um að eiga sjálfsagðan rétt til
neinna lífsgæða og lífið var stöð-
ug barátta.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður
færðist gjarnan bros yfir andlit
hennar þegar hún minntist upp-
vaxtaráranna. Þær bjuggu sam-
an, iðulega bara í einu litlu her-
bergi, amma okkar, Ingunn
Guðjónsdóttir, með dætur sínar
fjórar, uns síðar að Óskar afi varð
hluti af fjölskyldunni.
Það sem virtist ætíð vera efst í
huga hennar var gleðin, sam-
heldnin og vinátta þeirra systra
og sem lítið barn fékk ég svo
sannarlega að njóta þess. Ég
fæddist ungum foreldrum heldur
of fljótt til þess að um kjörað-
stæður gæti verið að ræða, en
hvorki þrengsli né aðrir erfiðleik-
ar komu í veg fyrir að frá fyrsta
degi eignaðist ég fimm mömmur í
stað einnar, því opnir armar móð-
ursystra minna og ömmu biðu
mín. Þær tóku mér allar eins og
ég væri barnið þeirra, tilbúnar að
láta lítið telpukorn njóta þeirrar
ástar og umhyggju sem börn
þurfa og fyrir það verð ég þeim
ævinlega þakklát.
Hvernig hefði líf þeirra systra
hefði orðið, hefðu þær fæðst á
öðrum tímum þar sem konur geta
menntað sig og látið til sín taka á
öllum sviðum? Þær hefðu gert sig
gildandi með öðrum hætti í sam-
félaginu, því þrátt fyrir alls kyns
erfiðleika og hindranir hafa þær
allar átt sérlega farsælt líf.
Tíminn er stundum harður
húsbóndi og nú fækkar enn í
þessu sérstaka og frábæra
systrasamfélagi. Allar hafa þær
náð háum aldri og vekja stundum
spurningar um hvort kenningar
fræðimanna um að hollir lífs-
hættir skipti sköpum fyrir heils-
una, og þá vakna minningar um
lýsingar þeirra á því hvernig þær
barnungar sátu og dýfðu tvíbök-
um í kaffibollann í hádegismat,
hjálpuðu móður sinni sjö ára
gamlar að bera níðþunga þvotta-
bala á milli hæða eða moka kolum
í kolaeldavél. En öll erum við
börn okkar tíma og verðum að
sæta þeim kjörum sem samtím-
inn býður okkur.
Bernskuminningar eru fyrst
og fremst um gott heimili, en ekki
síður um fallegt samband for-
eldra minna. Þau voru rétt sextán
ára þegar þau kynntust og þeim
tókst að varðveita neistann sem
þá kviknaði þar til dauðinn að-
skildi þau. Þau voru miklir fé-
lagar, glæsileg og stolt hvort af
öðru og ófeimin við að láta það í
ljós. Makamissirinn var mömmu
afar erfiður, en hún tókst á við
hann af því æðruleysi sem ein-
kenndi hana alla tíð.
Lengst af ævinnar bjó mamma
við góða heilsu. Hún var einstak-
lega jákvæð og dugleg og fram
undir nírætt ók hún um á eigin
bíl, fór daglega í sund og stundaði
líkamsrækt og jóga lengi. Tilbúin
að njóta alls þess sem lífið hafði
að bjóða.
Síðustu misserin urðu henni þó
erfið, lífið orðið meiri byrði en
gleði og tilhugsunin um að missa
sjálfstæði sitt var nánast óbæri-
leg í hennar huga. Hún lést eftir
fárra vikna dvöl á hjúkrunar-
heimili, sátt við Guð og menn. Ég
er óumræðilega stolt yfir því að
hafa átt þessa konu að móður og
þakka henni fóstrið. Hennar
verður sárt saknað.
Þórlaug Jónsdóttir.
Látin er í hárri elli tengdamóð-
ir mín Guðbjörg Pálsdóttir. Ég
Hitti Guðbjörgu og Jón Inga
fyrst fyrir um fjörutíu árum þeg-
ar ég kynntist dóttur þeirra og
fór að venja komur mínar á heim-
ili þeirra. Mér var tekið með
hlýju og gestrisni og ekki hefur
borið skugga á þau kynni síðan.
Ég tók strax eftir væntum-
þykju þeirra til hvors annars og
barna sinna sem þau voru afar
stolt af. Guðbjörg og Jón Ingi
kunnu að njóta lífsins og gæða
hversdaginn ákveðnum ljóma
sem fæst þegar fólk vandar sig
við að lifa og takast á við verkefni
lífsins. Jón Ingi lést um aldur
fram fyrir þrjátíu og þremur ár-
um. Það var mikil sorg og eftirsjá
fyrir Guðbjörgu en þá þraut
leysti hún eins og aðrar sem á
vegi hennar urðu með æðruleysi
og styrk.
Ári eftir að eldri dóttir okkar
fæddist þurfti Ingibjörg konan
mín að ganga í gegnum stóran
uppskurð eftir veikindi. Guð-
björg tók ekki annað í mál en að
taka sér nokkurra mánaða frí frá
vinnu til að gæta ömmubarnsins
og hjúkra dóttur sinni, þetta var
okkur ómetanlegt. Fyrir þetta og
svo ótalmargt annað verð ég
henni ævinlega þakklátur.
Jákvæð afstaða og þakklæti
fyrir gjafir lífsins voru henni eðl-
islæg. Hún tók öllum, háum sem
lágum, sem jafningjum enda var
hún vinsæl og vinmörg. Bjart-
sýni, hlýja, æðruleysi og seigla
eru orðin sem koma í hugann
þegar ég hugsa til tengdamóður
minnar nú við leiðarlok.
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina.
Friðrik Steinn Kristjánsson.
Þú varst rétt rúmlega fertug
þegar þú varðst amma. Sunnu-
dagurinn 24. janúar 1971 var
kaldur og bjartur og tjörnin var
ísilögð. Elsta dóttir þín var búin
að vera alla helgina á fæðingar-
heimilinu og þið afi ákváðuð að
fara í síðasta sinn á skauta á
Tjörninni sem ungt fólk. Ég sé
ykkur fyrir mér svífa um svellið,
þú á hvítum skautum, hann á
svörtum, þú með rauðan trefil um
hálsinn flaksandi í andvaranum,
hann eltir þig og nær að nappa
treflinum, þið brosið og flissið.
Ég fékk þann heiður að bera
nafnið hans afa míns og þú hélst
mér undir skírn í Bogahlíðinni.
Frá upphafi var sterkur strengur
á milli okkar. Ég minnist þess að
sitja í rauðu aftursætinu á svört-
um Prins Valíant þeysast um allt
á meðan afi og amma í Bogó
sungu saman í framsætinu lög
eins og „Hún hét Abba-labba-lá“.
Í minningunni er ég með ykkur á
leiðinni á skíði í Skálafelli eða í
bústaðinn í Grafningnum.
Það er ljósmynd á vegg heima
hjá okkur Laufeyju, tekin árið
1946. Á henni er Rut systir þín
þar sem hún heldur á móður
minni pínulítilli. Í fyrstu hélt ég
að þetta værir þú á myndinni en
myndasmiðurinn varst þú. Þegar
ég horfi á myndina finnst mér
hún dýrmætari fyrir vikið því á
veggnum er sjónarhornið þitt.
Við brölluðum ýmislegt í gegn-
um tíðina. Fyrir nokkrum árum
tókum við upp á því að taka allar
slædsmyndirnar þínar í gegn,
fórum í gegnum þær og héldum
svo sýningu í jólaboði hjá Tótu
Mæju. Þar komu í ljós þínir miklu
hæfileikar sem ljósmyndari.
Ótrúlega fallegar og merkilegar
myndir sem birtust okkur. Þegar
ég minntist á það hversu flottar
myndirnar voru fórstu bara hjá
þér og sagðir að þetta væri nú
ekkert merkilegt, af þinni al-
kunnu hógværð.
Þú ert og verður alltaf ein af
stóru fyrirmyndunum mínum í
lífinu. Sterk, sjálfstæð, fé-
lagslynd, glaðvær, tignarleg, fal-
leg og góð.
Nú ertu farin í ferðina handan
sólarinnar. Þar bíður þín renni-
slétt skautasvell, hvítir skautar
og rauður trefill. Þar mun
draumaprinsinn finna þig aftur
og nappa af þér treflinum og ei-
lífðin mun hefjast.
Góða ferð og bið að heilsa.
Ég elska þig.
Lambakóngurinn þinn.
Jón Ingi Hákonarson.
Elsku amma. Nú ert þú komin
á betri stað til afa. Þú varst alltaf
svo góð og jákvæð. Lést ekkert
koma í veg fyrir að lifa lífinu til
fulls. Dagurinn varð alltaf betri
við að hitta þig og við munum
sakna þess að koma í kaffi til þín
og ræða málin. Þú varst góð fyr-
irmynd og hvattir okkur til að
gera það sem hugur okkar stóð
til, setja okkur markmið og nýta
tímann vel. Eitt af því sem þú
kenndir okkur var að takast á við
verkefni lífsins enda varstu
mesta hörkutól sem við höfum
kynnst. Við munum alltaf geyma
allar fallegu og skemmtilegu
minningarnar sem við eigum um
þig og þær munu fylgja okkur út
lífið. Takk fyrir samfylgdina
elsku amma.
Áshildur og Liv.
Guðbjörg
Pálsdóttir