Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 22
FJÖLNIR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Hans Viktor Guðmundsson er ungur að árum, verður 24 ára í september, en engu að síður verður hann einn af reynd- ustu leikmönnum nýliðanna Fjölnis á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði. Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni haustið 2018 en komst strax upp aftur eftir að hafa hafnað í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leik- tíð. Síðan þá hafa þrír reyndir leik- menn horfið á brott. Daninn Ras- mus Christiansen er kominn aftur í Val, en hann var að láni hjá Fjölni á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Berg- sveinn Ólafsson lagði skóna óvænt á hilluna fyrir nokkrum vikum og Al- bert Brynjar Ingason er farinn í Kórdrengi. Þeir þrír léku allir 21 af 22 leikjum Fjölnis á síðustu leiktíð og því er ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða. Engan bilbug er þó að finna á Hans, sem sjálfur verður fyrirliði liðsins í sumar. Hann segir ungt og óreynt lið Fjölnis tilbúið að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. „Það er mjög spennandi að geta farið að æfa af alvöru aftur, maður er búinn að bíða lengi eftir því. Það er ekki jafn skemmtilegt að æfa fót- bolta með þessum takmörkunum sem hafa verið,“ sagði Hans í sam- tali við Morgunblaðið á mánudag- inn, en hann var þá að undirbúa sig fyrir fyrstu æfingu liðsins án tak- markana eins og heilbrigðisráðu- neytið heimilaði frá og með 25. maí. „Við náum þremur æfingaleikjum fyrir mót, sem er mjög gott. Undir- búningstímabilið er náttúrulega bú- ið að vera mjög sérstakt en við fáum að spila eitthvað og tæklum þetta alveg. Þetta er bara jafn erfitt fyrir öll liðin.“ Óreyndara lið en það sem féll Hans segir auðvitað mikinn missi vera að þeim leikmönnum sem eru farnir en það breyti engu um mark- mið Fjölnis. Liðið er ungt og hungr- að í að sanna sig í efstu deild. „Fyrst og fremst er ég bara spenntur fyrir sumrinu. Við erum komnir upp aftur og viljum vera í efstu deild. Þetta er mjög ungt lið sem við höfum og í raun miklu óreyndara lið en þegar við féllum. Við vorum með reynda menn fyrir tveimur árum og ég bjóst aldrei við falli, mér fannst það eiginlega ekki koma til greina. Núna er þetta ungt og efnilegt lið og það er bara spenn- andi að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur.“ „Það eru ekki margir í þessu liði sem hafa spilað eitthvað af viti í efstu deild, bara mjög fáir. En þetta er þar sem allir vilja vera og við er- um spenntir. Við viljum sýna það og sanna að við getum spilað í úrvals- deildinni.“ Þá segir hann markmið liðsins nokkuð skýr, að halda sér uppi með öllum tiltækum ráðum. „Við erum ekki búnir að setjast niður og koma einhverjum markmiðum niður á blað, ætli það verði ekki gert í vik- unni eða næstu. En auðvitað er að- alatriðið að halda okkur uppi, með þetta unga lið. Halda okkur í deild þeirra bestu.“ Gaman að spila á miðjunni Þeir Bergsveinn og Rasmus voru miðvarðapar Fjölnis á síðustu leik- tíð og var aðeins eitt lið sem fékk á sig færri mörk í deildinni allt sumarið, Víkingur Ólafsvík. Hans, sem að upplagi er miðvörður, lék því meginþorra leikja sinna á miðj- unni og stóð sig þar vel, skoraði fimm mörk í 21 leik. Spurður hvort hann þurfi nú að snúa aftur í vörn- ina segist hann einfaldlega ekki vera viss. Hann er einfaldlega klár í að spila báðar stöður. „Ég held ég verði bara til skiptis uppi á miðju eða niðri í vörn, þótt ekkert sé ákveðið akkúrat núna. Það gæti far- ið eftir leikjum, meiðslum og öðru. Það verður að koma í ljós.“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið fyrr í mánuðinum að það væri ekki ákjósanlegt að hefja Íslandsmótið án þess að styrkja leikmannahópinn. Það er hins vegar hægara sagt en gert í núverandi ástandi og alls óvíst að Grafar- vogsbúum takist að bæta í hópinn. Hans segir það einfaldlega þjálf- arans að velja liðið en hann viður- kennir þó að spennandi sé að spila á miðjunni í efstu deild. „Mér finnst mjög gaman að spila á miðjunni og ég er spenntur að prófa það í Pepsi- deildinni en að sama skapi er ekkert mál að fara aftur í miðvörðinn. Annars velur bara Ási liðið.“ Þar sem allir vilja vera  Hans Viktor fyrirliði Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur  Getur spilað bæði í vörn og á miðju  Ungt lið sem ætlar að berjast fyrir sæti sínu í deild þeirra bestu Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Hans Viktor Guðmundsson er einn reyndasti leikmaður Fjölnis þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 27. maí 1978 Þórunn Alfreðsdóttir hlýtur afreksbikar Sundsambandsins á sundmóti Ármanns í Laug- ardal. Bikarinn er veittur fyrir besta afrekið samkvæmt stigatöflu. Þórunn tryggði sér bikarinn með því að synda 200 metra fjórsund á 2:36,01 mínútu og setti um leið Íslandsmet. 27. maí 1993 Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik vinnur óvænt- an sigur á Kýp- ur, 64:54, á Smáþjóðaleik- unum á Möltu og leikur um gullverðlaunin á mótinu. Björg Hafsteinsdóttir skorar 20 stig fyrir íslenska liðið. 27. maí 1997 Ísland sigrar Noreg, 32:28, í 16-liða úrslitum heimsmeist- aramóts karla í handknatt- leik í Kuma- moto í Japan og tryggir sér með því leik gegn Ungverj- um í 8-liða úrslitunum. Geir Sveinsson og Róbert Julian Duranona skora 7 mörk hvor fyrir íslenska liðið sem þar með hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli á mótinu. 27. maí 2009 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar Evrópumeistaratitl- inum í knattspyrnu, fyrstur Íslendinga, þegar Barcelona sigrar Manchester United, 2:0, í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu í Róm. Eiður spilar fjóra leiki í Meistara- deildinni en er varamaður í sjálfum úrslitaleiknum. 27. maí 2017 Sara Björk Gunnarsdóttir verður þýskur bikarmeistari fyrst íslenskra kvenna í knattspyrnu. Lið hennar Wolfsburg vinnur Sand 2:1 í úrslitaleik í Köln. Sara fékk að sjá rauða spjaldið í upp- bótartíma en það kom ekki að sök. Sara vinnur tvöfalt á sínu fyrsta tímabili í Þýska- landi því Wolfsburg verður einnig þýskur meistari. Á ÞESSUM DEGI Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Vict- or Pálsson lék allan leikinn á mið- svæðinu hjá Darmstadt þegar liðið vann útisigur gegn Aue í þýsku B- deildinni í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri Darmstadt en liðið fer með sigrinum upp í fimmta sæti deild- arinnar og er nú með 42 stig eftir 28 leiki. Darmstadt er með þremur stigum minna en Stuttgart, sem er í þriðja sæti deildarinnar og umspils- sæti um sæti í efstu deild, en Stutt- gart á leik til góða á Darmstadt. Þá er Hamburger í öðru sæti deild- arinnar með 46 stig eftir 27 leiki. Darmstadt færist nær umspilssæti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigur Guðlaugur Victor Pálsson og félagar eru í harðri toppbaráttu. KSÍ, Knattspyrnusamband Ís- lands, hefur gert sex ára samn- ing við íþróttavöruframleiðand- ann Puma. Þetta tilkynnti sambandið á heimasíðu sinni í gær. Samningurinn gildir til næstu sex ára en íslensku lands- liðin hafa leikið í búningum frá íþróttavöruframleiðandanum Er- rea undanfarin nítján ár eða frá árinu 2001. Þá tilkynnti KSÍ einnig að nýtt landsliðsmerki yrði kynnt í lok júní en nýi lands- liðsbúningurinn verður formlega kynntur um miðjan júlí. Landsliðin í nýja búninga í sumar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 19 Knattspyrnulandsliðin hafa klæðst Errea-búningum frá 2001. Þýskaland Dortmund – Bayern München ................ 0:1 Bayer Leverkusen – Wolfsburg ............. 1:4 Eintracht Frankfurt – Freiburg............. 3:3 Werder Bremen – Mönchengladbach .... 0:0 Staðan: Bayern M. 28 20 4 4 81:28 64 Dortmund 28 17 6 5 74:34 57 RB Leipzig 27 15 9 3 68:27 54 Mönchengladb. 28 16 5 7 53:34 53 Leverkusen 28 16 5 7 53:36 53 Wolfsburg 28 11 9 8 40:34 42 Freiburg 28 10 8 10 38:40 38 Schalke 27 9 10 8 33:43 37 Hoffenheim 27 10 6 11 36:47 36 Köln 27 10 4 13 43:49 34 Hertha Berlín 27 9 7 11 39:48 34 Augsburg 27 8 6 13 40:54 30 Union Berlin 27 9 3 15 32:47 30 E.Frankfurt 27 8 5 14 44:52 29 Mainz 27 8 3 16 36:60 27 Düsseldorf 27 5 9 13 29:52 24 Werder Bremen 27 5 7 15 29:59 22 Paderborn 27 4 6 17 31:55 18 B-deild: Wehen Wiesbaden – Sandhausen .......... 0:1  Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen. Aue – Darmstadt...................................... 1:3  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt.  Þýskalandsmeistarar Bayern München eru komnir með aðra hönd á meistaratitilinn þar í landi eftir 1:0-sigur gegn Borussia Dortmund í toppslag þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Signal Iduna Park í Dortmund í gær. Það var Joshua Kimmich, miðjumaður Bayern München, sem skoraði sigurmark leiksins á 43. mínútu. Kimmich fékk þá boltann rétt utan teigs og ákvað að vippa honum yfir Roman Bürki í marki Dortmund. Bayern München, sem hefur unnið þýsku 1. deildina undanfarin sjö ár, er nú með 64 stig á toppi deildarinnar. Dortmund er í öðru sætinu með 57 stig eftir 28 leiknar umferðir. Bayern er því með sjö stiga forskot þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu og það er erf- itt að sjá meistarana misstíga sig á lokakaflanum. bjarnih@mbl.is Meistararnir nálgast áttunda titilinn í röð AFP Fagn Joshua Kimmich og fyrirliðinn Manuel Neuer gleðjast í leikslok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.