Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 24

Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is YAXELL GÆÐAHNÍFAR FYRIR GRILLSUMARIÐ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég mun flytja lög sem allir þekkja,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem kemur fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu ann- að kvöld, fimmtudag, kl. 20 undir stjórn Bjarna Frímans Bjarnasonar. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés og verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, í beinu streymi á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is og útvarpað á Rás 1. „Venjulega þegar ég syng þetta eru áhorfendur að syngja með og þeir eru helmingurinn af sjóinu,“ segir Páll Óskar, en þegar blaðamaður ræddi við hann eftir fyrstu æfingu með hljómsveitinni á mánudag var enn óljóst hversu margir áhorfendur fengju að vera í salnum. Síðar sama dag kom í ljós að selt yrði inn á tónleikana og um 400 miðar væru í boði, en miða má nálgast á tix.is og sinfonia.is. Samkvæmt upplýsingum frá hljómsveitinni verður sætaframboðið tak- markað, þar sem salnum í Eldborg er skipt upp í nokkur fjöldatakmörkuð svæði í sam- ræmi við sóttvarnarlög og til að tryggja öryggi tónleikagesta. Þannig verður eitt sæti á milli allra pantana en hægt er að kaupa einn stakan miða eða tvo hlið við hlið. Jafnframt er boðið upp á sæti sem tryggja tveggja metra regluna. Farsælast að byrja rólega „Ég mun spila eins vel út úr þessum að- stæðum og hægt er. Aðalmálið er að við verð- um að fara að koma landinu í gang og fara að lifa lífinu að nýju. Auðvitað mun það gerast frekar hægt og bítandi og í skrefum. Ef eitt skrefið er að troða upp fyrir 400 manns í Eld- borg Hörpu, sem rúmar að jafnaði um 1.600 gesti í sæti, þá er ég til,“ segir Páll Óskar, sem kom síðast fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum árin 2010 og 2011 þar sem færri komust að en vildu. „Hljómsveitin núna er eilítið minni en 2011, en við náðum að laga útsetningarnar að því. Mér heyrðist það hins vegar alls ekki koma að sök á æfingunni í morgun. Það er svo dásam- legt að geta talið í aftur,“ segir Páll Óskar og tekur fram að hann hafi komist við í fyrsta lag- inu. „Mér leið eins og ég væri aftur kominn heim eftir að hafa gengið í gegnum hremm- ingar í fylgd með öðrum – og að maður væri sloppinn í gegn. Sú tilfinning er ómetanleg. Það sem er mest krefjandi núna er hvernig við komum þjóðfélaginu aftur í gang,“ segir Páll Óskar og tekur fram að hann trúi því að far- sælast sé að gera hlutina rólega. „Þetta er al- veg eins og ræktin. Ef þú byrjar með látum gæti það endað með ósköpum. Farsælast er að byrja rólega,“ segir Páll Óskar. Breytt verðmætamat að kófi loknu Samkomubannið sem ríkt hefur frá miðjum mars hefur bitnað harkalega á lífsafkomu sviðslistafólks. Aðspurður segist Páll Óskar hafa verið ótrúlega lánsamur og haft nóg fyrir stafni í formi minni viðburða og beins streymis heiman frá sér. „Ég var svo heppinn að í miðjum faraldrinum fékk ég að vinna. Ýmis fyrirtæki vildu gleðja starfsfólk sitt og fengu mig til að troða upp í beinu streymi á netinu. Ég kom líka fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og K100 auk þess sem ég tók að mér nokkur lítil verkefni. Ég hef því alveg sloppið fyrir horn. En ég neita því ekki að verðmætamat mitt hefur breyst og ég hugsa meira um það í hvað ég vil eyða peningum mínum. Ég notaði kófið til að taka til í skápum og geymslunni og uppgötvaði að ég á miklu meira dót en ég þarf nokkurn tímann að nota. Ég þurfti því að horf- ast í augu við hvað ég hef eytt miklum pen- ingum í hluti sem mig vantar ekki, fyrir pen- inga sem ég á ekki til að ganga í augun á fólki sem er drullusama. Ef faraldurinn hefur kennt mér eitthvað þá er það að fara betur með það sem ég hef milli handanna og nýta betur það sem ég er til dæmis með í fataskápunum,“ seg- ir Páll Óskar og tekur fram að hann hafi komið sjálfum sér á óvart þegar hann uppgötvaði hvað hann kemst í raun af með lítið. „Hér ber reyndar að taka fram að ég er ógiftur, ein- hleypur og hef aðeins fyrir tveimur köttum að sjá. Ég er ekki fjögurra barna faðir, þannig að ég er mér meðvitaður um að aðstæður fólks eru ólíkar,“ segir Páll Óskar og bætir við að hann voni samt að verðmætamatið hafi breyst hjá fleirum en sér og fólk kunni til dæmis bet- ur að meta samverustundirnar með fjölskyld- unni. Páll Óskar upplýsir að lokum að kófið hafi reynst sér vel þegar kemur að listsköpun. „Úr því ég gat ekki troðið upp fyrir fólk uppi á sviði breytti ég heimaveru minni í sköpun. Ég er búinn að gera tvö ný lög sem ég er mjög ánægður með,“ segir Páll Óskar og bendir á að fyrra lagið til að fara í spilun nefnist „Djöfull er það gott“ og „beri nafn með rentu“, eins og Páll Óskar orðar það. „Myndband lagsins fer í spilun á samfélagsmiðlum mínum að tón- leikum loknum kl. 21 og á miðnætti fer það síð- an inn á Spotify,“ segir Páll Óskar að lokum. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vinsæll „Ég mun flytja lög sem allir þekkja,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld. „Dásamlegt að geta talið í aftur“  Páll Óskar kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu annað kvöld kl. 20  Myndband við lagið „Djöfull er það gott“, sem varð til í kófinu, frumsýnt kl. 21 sama kvöld Paradísar missir í þýðingu Jóns Þorlákssonar, útgáfan frá 1828, og áritaðar frumútgáfur af verkum Halldórs Laxness og Jóhannesar Birkilands eru meðal bóka sem boðnar eru upp á bókauppboði sumarsins sem haldið er af Bókinni, fornbókabúð á Klapparstíg 25-27 og Fold uppboðshúsi. Uppboðið er á vefnum uppbod.is en bækurnar sem boðnar eru upp eru sérvaldar af Ara Gísla Bragasyni og eru til sýnis í Fold við Rauðarárstíg á af- greiðslutíma uppboðshússins. Upp- boðið stendur til 7. júní 2020. Nokkuð er af bókum Halldórs Laxness í frumútgáfum, og eru nokkrar bókanna áritaðar af höf- undi. Í upplýsingum frá uppboðs- höldurum segir að hin löngu ófáan- lega bók Galdraskræða Skugga, hér útgefin 1982, sé á uppboðinu og einnig hið kunna verk Jóhannesar Birkilands, Harmsaga ævi minnar. Öll bindin eru boðin upp saman og eru þau sérstaklega árituð af Birki- landi. Eitt fágætasta ritið er Paradísar missir Miltons í þýðingu Jóns frá Bægisá, en eintakið er í samtíma- bandi. Einnig verða boðin upp ljóð- mæli Jóns frá Bægisá, tveggja binda verk, einnig í samtíma bandi. Ljóðabækur eru allnokkrar, meðal annars Hélublóm Erlu, bók Stein- ars Sigurjónssonar Hér erum við, Ljóðmæli Páls Ólafssonar og rit Gests Pálssonar í bundnu og óbundnu máli, prentuð í Winnipeg. Þá eru þar áritaðar ljóðbækur eftir Jón úr Vör og fleiri skáld. Á uppboðinu eru prentgripir frá Hólum í Hjaltadal og bækur prent- aðar á Leirárgörðum. Þá má nefna merka bók um læknisfræði eftir brautryðjandann Svein Pálsson. Hin fallega bók Vilborgar Dag- bjartsdóttur, Sögur af Alla Nalla, er á uppboðinu og einnig hin fá- gæta bók Nínu Tryggvadóttur Fljúgandi fiskisaga, Dimmalimm Muggs og Jólablað Morgunblaðsins frá 1913-1916 er þar í risa-fólíó- bandi, með mjög fallegu bóka- merki. Ýmis merkisrit á bókauppboði sumars- ins á vegum Bókarinnar og Foldar Merkisbók Titilsíða Paradísar missis, út- gáfunnar frá 1828, þýtt af Jóni frá Bægisá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.