Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 28

Morgunblaðið - 27.05.2020, Side 28
Hljómsveitin Skítamórall heldur tónleika í Eldborgar- sal Hörpu 26. júní næstkomandi og mun þá fagna 30 ára afmæli sínu sem til stóð að gera 9. maí en þeir tónleikar voru blásnir af vegna samkomubanns. Hljómsveitin mun spila öll sín vinsælustu lög í sveita- ballastíl. Eldborgarsalnum verður skipt í svæði mið- að við gildandi hámarksfjölda sem líkur eru á að verði a.m.k. 500 manns þegar þar að kemur og verða inngangar í salinn aðgreindir fyrir mismunandi hópa og sömuleiðis salerni og veitingasala. Nokkur skil- greind svæði verða í boði fyrir þá sem óska eftir að fá sæti með tveggja metra fjarlægð. Skítamórall í Eldborg 26. júní Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reynslubanki Íslands (rbi.is) var formlega stofnaður sumardaginn fyrsta síðastliðinn, „á degi vona um gróanda og betri tíð“, segir Þráinn Þorvaldsson, en um er að ræða til- raunaverkefni hans og Guðmundar G. Haukssonar til stuðnings íslensku atvinnulífi með áherslu á aðstoð við fyrirtæki með fáa starfsmenn. Þráinn segist oft hafa velt fyrir sér hvernig hægt væri að nýta reynslu fólks sem hætt væri að vinna en vildi leggja sitt af mörkum án skuldbindinga. „Þegar ég byrjaði að vinna sem viðskipta- og hagfræð- ingur gerði ég ýmis mistök í ákvarð- anatöku, sem ég gerði mér grein fyr- ir seinna meir, þegar ég horfði til baka,“ segir hann um stofnun Reynslubankans. „Hugmyndin er að fólk geti boðið fram þjónustu sína og forsvarsmenn fyrirtækja geti óskað eftir því að fá reyndan leiðbeinanda í heimsókn. Á vissan hátt er stöðugt verið að finna upp hjólið og þó að margt gagnlegt sé í kennslubókum um stjórnun og fleira jafnast ekkert á við eigin reynslu.“ Fyrir um fimm árum skrifaði Þrá- inn grein um þessa hugmynd sína en hún varð ekki að veruleika fyrr en eftir að hann kynntist Guðmundi, þar sem þeir voru í sjálfboðaliða- starfi hjá Krabbameinsfélaginu í vetur. Ásamt fleirum vinna þeir að uppbyggingu samtaka þeirra sem hafa greinst með blöðruhálskirtils- krabbamein. Hugsjónamenn Félagarnir eiga það sameiginlegt að vera miklir hugsjónamenn, að sögn Þráins, sem kom víða við á löngum starfsferli. Eftir að hafa lok- ið mastersprófi í markaðs- og sölu- málum 1974 vann hann meðal ann- ars sem framkvæmdastjóri hjá ullarvöruútflutningsfyrirtækinu Hildu hf. á sviði sölu- og markaðs- mála, var fyrsti framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, sinnti ráðgjafar- störfum og stofnaði ásamt Sigmundi Guðbjarnasyni, mági sínum, og fleir- um SagaMedica. Guðmundur er frumkvöðla- og viðskiptamarkþjálfi með menntun og þjálfun á því sviði. Hann er umboðsmaður fyrir Gordon Training International og með víð- tæka starfsreynslu á sviði sölu- og markaðsmála. Guðmundur hefur verið virkur í félagsstarfi og var einn af stofnendum og fyrsti formaður íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Þráinn leggur áherslu á að ekki sé verið að fara inn á svið ráðgjafa heldur leiðsögn í trúnaði án endur- gjalds. Viðbrögðin sýni að mörgum finnist gott að geta rætt vandamál við einhvern utanaðkomandi, sem geti lagt gott til málanna. Kórónu- veiran hafi skapað mikla erfiðleika en ný tækifæri verði til. „Þetta er leiðbeinandi starf án skuldbind- inga,“ áréttar hann. Verkefnið er komið í gang, tilvon- andi leiðbeinendur hafa haft sam- band, talsmenn fyrirtækja hafa ósk- að eftir liðsinni og reynsluviðtöl farið fram. „Framtíðarsýnin er að til verði öflug bakvarðarsveit reynslu- mikilla fyrrverandi stjórnenda í fyrirtækjum,“ segir Þráinn. „Þeir verði reiðubúnir til þess að setjast niður í sjálfboðavinnu í leiðbeinandi hlutverki með stjórnendum lítilla fyrirtækja sem eru í endur- skipulagningu eða frumkvöðla- starfi.“ Ljósmynd/Sif Þráinsdóttir Á gamalli og traustri brú Guðmundur Hauksson og Þráinn Þorvaldsson tengja bil reynslu á milli kynslóða. Bakverðir atvinnulífsins  Reynslubanka Íslands ætlað að brúa bil á milli kynslóða MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Í vikunni var Darri Freyr Atlason ráðinn þjálfari karla- liðs KR í körfuknattleik en hann er aðeins 25 ára og verður 26 ára á mánudaginn. Morgunblaðið skoðaði ýmsa þjálfara í efstu deild karla í gegnum tíðina og hversu gamlir þeir voru þegar þeir fengu tækifæri sem þjálfarar í deildinni. Í ljós kemur að nokkrir voru yngri en Darri og náðu í sumum tilfellum að verða Íslands- meistarar á fyrsta ári. Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson er sá yngsti sem ráðinn hefur verið þjálfari í efstu deild eftir því sem blaðið kemst næst. »22 Friðrik Ingi sá yngsti sem fengið hefur tækifæri í efstu deild karla ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.