Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Side 2
Hvað ertu að bralla? Ég er að fara upp í hesthús á eftir. Sólin skín og ég var að fá hest í hús. Það er spennandi. Nú eru síðustu tónleikarnir núna um helgina, bjóstu við þessum vinsældum? Nei, nei, maður er ekkert að hugsa á þeim nótunum þegar maður byrjar. Við höfum haft gaman af þessu og vonandi fleiri. Svo óx þetta bara, sem er yndislegt. Er þetta ekki búið að vera skemmtilegt? Jú, mjög gaman, og ég held það skili sér inn í stofu. Hvað hefur þetta gefið þér persónulega? Tónlistararfur okkar er mikill og ríkur og við erum búin að flytja íslenska klassík, um 150 lög. Það er ótrúlega skemmtilegt og ég get ekki neitað því að þakklætið sem ég hef fundið er alveg ótrúlegt. Ég tárast stundum yfir því hvað fólk er virkilega hjart- anlega þakklátt. Ég fæ alls kyns skilaboð og þakklætisvott. Hvað verður það jákvæða sem kemur út úr þess- um heimsfaraldri? Þegar eitthvað bjátar á sýnir maðurinn samstöðu, fólk stendur saman. Hjartað gægist meira fram og fær að skína. Í erlinum gleymist það oft og fólk hættir að taka tillit hvað til annars í brauðstritinu. Fyrir náttúruna og heiminn er meiri kyrrð. Svo er fólk farið að uppgötva gömlu gildin, lesa meira og hlusta á tónlist. Hvað á að gera í sumar? Ég fer í gönguferð á Hornstrandir og svo hestaferðir. Svo er ég með tónleika í Háskólabíói og við vorum að setja í sölu fjórðu aukatónleikana. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson HELGI BJÖRNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Hjartað fær að skína Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020 Ég þekki mann sem náði þeim undraverða árangri að fitna ekki í sam-komubanninu sem lýkur eftir helgi. Líklega einn Íslendinga, ef markamá mæðulegar frásagnir fólks í ræðu og riti að undanförnu. Að vísu grenntist okkar maður ekki heldur, en það er auðvitað algjört aukaatriði í þessu sambandi og tekur varla að nefna það. Ég gef mér að honum líði eins og íslenska landsliðinu eftir að það hélt jöfnu gegn Frökkum á Laugardals- vellinum um árið. Hafi jafntefli einhvern tíma verið ígildi sigurs þá var það á þeim fallega degi. Og þjóðin söng sem einn maður, svo undir tók í innfluttum sætunum beggja vegna vallarins. Réttast væri að telja aftur í, til heið- urs okkar jafnþunga manni. En hvers vegna fór mittismál þjóðarinnar annars úr böndunum í samkomubanninu? Voru ekki allir að hreyfa sig sem aldrei fyrr? Alltént fékk ég það á tilfinninguna þegar ég brá mér til byggða einn laugardag- inn og arkaði um Vesturbæinn eins og fínn maður. Á Ægisíðunni varð ekki þverfótað fyrir fólki, gangandi, hlaupandi og hjólandi, og mér leið einna helst eins og ég væri staddur á miðju Oxford-stræti eða á tónleikum með Ed karlinum Sheeran. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að eiga veika von um að virða tveggja metra regluna. Einhver talaði um óhóflegan bakstur á umliðnum vikum; eins konar nýja þjóðaríþrótt sem tekið hefur við af gömlu góðu glímunni. Eru hveitibirgðir ekki svo gott sem á þrotum í landinu? Það kann að vega þungt á móti öllum göngunum og hlaupunum. Alltaf jafn freistandi að henda í vöfflur eða pönns- ur þegar maður er heima að vinna allan liðlangan daginn. Þótt lífið verði frá og með mánudeginum að einhverju leyti líkara því sem við þekktum fyrir kórónuveiruna er vissara að hafa áfram varann á enda verða ýmsar hömlur áfram í gildi. Í bumbuboltaklúbbnum mínum velta menn því til dæmis fyrir sér hvernig best sé að útfæra þessa sjö plús þjálfari-reglu. Eru einhver þjálfaranámskeið í gangi svo við getum virkjað áttunda mann- inn? Ég hef það skjalfest frá lögmönnum úti í bæ að tímar með færri iðk- endum en átta telji ekki til stiga. En það er svo sem allt önnur saga. Loks langar mig að þakka Helga Björns og Reiðmönnum vindanna fyrir stórkostlega skemmtun undanfarna laugardaga. Get ekki beðið eftir loka- gigginu í kvöld. Síðast mætti sjálfur Bó. Veit ekki hvernig Helgi ætlar að toppa það. Tja, ugglaust er eina leiðin að vekja Elvis upp frá dauðum! Fitnaði ekki í samkomubanninu Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Á Ægisíðunni varðekki þverfótað fyrirfólki, gangandi, hlaup-andi og hjólandi, og mér leið einna helst eins og ég væri staddur á miðju Oxford-stræti. Heiður María Þórisdóttir Svartur lakkrís. SPURNING DAGSINS Hvað er uppáhalds- nammið þitt? Bergþór Logi Sousa Sleikjó. Gulur og bleikur sleikjó. Bryndís Karlsdóttir Súrt nammi, eins og súrt hlaup. Ríkharður Gíslason Dökkt súkkulaði. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Helgi Björnsson verður með síðustu kvöldvöku sína, Heima með Helga, í kvöld, laugardagskvöld. Í lok ágúst verður Helgi með ferna tónleika í Háskólabíói undir nafninu Sumarhátíð Helga Björns. Miðar fást á tix.is. Ten Points Milde 23.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is ERUM FLUTT Í STÆRRA RÝMI Á GARÐATORGI 6 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.