Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 8
Elsku Vogin mín, í öllu álagi er styrkur þinn fólginn í því að álagið fær þig til að taka ákvörðun. Þetta leiðir þig áfram og þegar það gerist sleppir þú tökunum. Það færir þér frelsi og þú endurraðar upp lífspúslinu á ótrúlegum hraða, því þú ert svo fljót að hugsa þegar þú þarft á því að halda. Tíminn vinnur með þér akkúrat núna, þótt ýmsar ákvarðanir geti verið erfiðar eða sær- andi fyrir aðra. Þær munu samt á endanum koma öllum vel. Að sjálfsögðu finnurðu fyrir því að þú sért þreytt, en þú verður bara þreytt ef það er ekki nóg að gera. Þú átt eftir að vera á tánum og sjá miklu lengra en hinir sem gleymdu að teygja sig upp. Þú gætir stofnað fyrirtæki eða eflt upp það sem þú ert að gera á annan máta; hugmynd- irnar flæða til þín eins og eldingar. Þú skalt læra það að þegar þú færð góða hugmynd skaltu framkvæma eitthvað strax, helst innan fimm mínútna, annars dofnar hún og verður að engu. Ég dró spil fyrir þig úr fallega spáspilabunkanum mínum og því fylgir talan sex. Þessi tala táknar fjölskyldu, ást og stöðugleika og á því spili er mynd af auga. Þetta þýðir að þú fáir meira en augað sér eða meira en þú býst við. Í þessari útkomu kemur meira jafnvægi, traust og góðar tengingar við alheiminn. Þú verður lánsöm í ástinni því þú sérð hvað virkar, svo ef þú ert á lausu skaltu ekki láta útlitið blekkja þig. Sjáðu heldur stóra pakkann, það mun veita þér blessun. En vertu stað- föst á því sem þú vilt og segðu það skýrt við þann sem á að heyra það. Erfiðleikar þínir eru englar í dulargervi og allt endar með friði. Hugmyndirnar flæða VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Elsku Meyjan mín, þú ert svo hjartahlý og vel af Guði gerð, þú verður bara að læra að skilja það betur sjálf. Tækifærin felast í hverju einasta andartaki og stundum á maður ekki að láta alla vita hvaða skref er næst. Það er eins og þú búir á eldfjallasvæði, þú þarft að vera varkár og á verði þótt einhver lítil gos gjósi í kringum þig. Þetta er nefnilega eitthvað sem getur nýst þér mun betur en þú getur ímyndað þér. Ástin getur flækst fyrir þér ef þú veist ekki hvað þú vilt í raun. Ef það eru einhverjar mikl- ar flækjur skaltu ákveða hvort þú ætlir að halda eða sleppa. Því annars tekur það yfir orkuna þína ef þú tekur ekki ákvörðun. Það er alveg sama hvað verður fyrir valinu því það mun blessast, en hafðu þetta alveg á hreinu. Þú ert að fara inn í afslappaða tíma sem endurnýja hverja einustu frumu í líkamanum og gefa þér andlegan styrk til þess að standa upp og mæta öllu því amstri sem verður á vegi þín- um. Ég dró fyrir þig tvö spil úr spilabunka sem ég hef notað síðustu 14 ár, hreinir töfrar, en þessi spil eru eftir miðil frá Englandi. Spilið sem ég dró segir: Ástin byrjar og svo kom spilið: Nýtt upphaf sem er tengt því. Það kemur líka tákn um að hjartaorkan þín sé að aukast og þar af leiðandi einlægnin að eflast. Tengt þessu spili er talan fjórir, en hún segir að þú hafir þrjósku, afl og getu til að opna sólríkar dyr. Það er eins og þú finnir á þér í framhaldi af þessu hvað þú átt að gera. Þú átt eftir að fara í óvenjulegt eða athyglisvert ferðalag sem breytir svo mörgu í kringum þig. Hvort sem það er stutt eða langt skiptir ekki máli, því innihald ferðalagsins er það sem gefur ávöxt. Hvert andartak tækifæri MEYJAN | 22. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Elsku Nautið mitt, álagið sem er búið að vera í kringum þig getur birst þér í óútskýrðri þreytu og ástæðan er sú að þú hefur verið að hugsa allt of mikið fram og til baka. Þetta er svo sannarlega þinn sterkasti tími á árinu vegna þess að ég segi (eina ferðina enn) að þú átt afmæli og þá er það eins og áramótin í lífi þínu. Þá skoðarðu vel og vandlega hvað er búið að vera að gerast og skellir hurðinni eins fast og þú getur á það sem þú vilt ekki draga með þér inn í næstu tólf mánuði. Þarna er sigurinn vís í svo mörgu, þó að öldurnar hafi verið sterkar og háar í kringum þig, þá er seiglan og krafturinn einkennismerki þitt. Svo láttu bara vaða út í það sem þú vilt, lífið er stutt og núna skaltu njóta, því til þess eins ertu fæddur hér á jörðina. Það er svolítið einkennandi fyrir þig að gefa þig allan í ástina og eitt er víst; þú verður ekki oft ástfanginn. Gerðu skýran greinarmun á því hvort ástin sé þarna í raun og veru eða hvort þrá- hyggjan sé að bíta þig. Þú getur ekki fengið alla í kringum þig til að vera góðir, því þá ertu bara að kúga sjálfan þig til þess að gera eða að vera eitthvað sem þú vilt ekki. Þessi dásamlegi mánuður býður þér upp á að á þessum sérstaka degi, 7. maí, er fullt tungl í Sporðdreka. Þetta sýnir þér að þú ert að fara inn í ástríðufullt tímabil og hvert sem þú streymir ástríðunni ýtirðu í leiðinni á jákvæðnitakkann sem gefur þér svo heillandi og sexí útgeislun svo allar varnir falla. Þú gerir litla atburði að stórum, prófar nýtt og sérð að þú ert miklu hæfileika- ríkari á margfalt fleiri sviðum en þú bjóst við. Þú fyllist bjartsýni og þótt þér finnist þú ekki sjá takmarkið breytist svo margt á örskömmum tíma og gefur þér það sem þú virkilega þráir en ekki endilega það sem þú heldur að þú þráir. Þinn sterkasti tími NAUTIÐ | 21. APRÍL – 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, alveg sama hvað gerist eða hvaða hindranir eru settar fyrir framan þig þá áttu alltaf miklu fleiri vini en þú heldur. Það eru allir tilbúnir að hjálpa þér, því þú ert svo sannarlega búinn að gefa svo mikið af þér til annarra. Þess vegna færðu jákvæð svör frá ólíklegasta fólki, en það eina sem þú þarft að gera er að spyrja. Þótt það virðist óraunhæft fyrir mig að segja þetta við þig, þá ertu að vinna eitthvað í lífsins lottóinu sem lætur þig verða sterkari og ánægðari en þú varst fyrir nokkru. Þú sýnir svo mikið þakklæti og í hvert skipti sem þú sendir þakklæti út í alheiminn þá eflir það þig miklu meira. Þú átt að byrja morguninn á því að þakka fyrir allt sem þú hefur, þá sérðu það líka skýrar að allt er í góðu lagi og leiðin liggur svo sannarlega upp á við. Ég dró spil upp fyrir þig úr 76 spila bunka og það er besta spilið sem hægt er að fá úr þessum stokki. Þetta spil heitir ljós og sýnir þig haldandi höndunum upp til him- ins. Allar dyr munu standa þér opnar og þú munt teygja þig eftir því sem þú kærir þig um. Þetta er táknrænt fyrir þig á þessum athyglisverðu tímum því þú munt beina athygli þinni að því sem skiptir máli. Svo eins og meistari Guðni Gunnarsson orðaði það svo skemmtilega er það þannig að athygli þýðir ljós, svo láttu það skipta miklu máli hvert at- hyglin leiðir þig. Þú ert svo sannarlega elskaður og ef þú sérð það ekki núna þá er sum- arið tími ástarinnar fyrir þig. Þakklætið eflir KRABBINN | 21. JÚNÍ – 20. JÚLÍ Elsku Tvíburinn minn, nú ert þú svo sannarlega að vakna og tilfinningar þínar eru að aukast til muna. Það er svo dásamlega gott með þig að þegar þér finnst lífið vera að renna eitthvað afturábak þá leggstu bara í híði eða sjálfskipaða einangrun og með því hvílirðu hugann. Þú þarft að sofa í skorpum og ráða tíma þínum sjáfur ef þú getur og það eru dásamlegir mögu- leikar á nýju starfi, nýju verkefni og það eina sem þú þarft og raunverulega getur er að trúa, trúa, trúa, það er lykillinn. Þetta verður margfalt skemmtilegra sumar en þú bjóst við, það færir nýtt og skapandi fólk inn í líf þitt, fær þig til að koma sjálfum þér og öðrum á óvart. Þú þarft bara að smella fingri til að efla ástina, eða eyða henni, svo mikill er máttur þinn. Næstu þrír mánuðir verða litríkir og spennandi og bestu mánuðir ársins. Að sjálfsögðu læðist að þér kvíði yfir hinu og þessu, en það eykur bara mátt þinn til að finna gleðina. Það verður eins og þú sjáir það skýrt hvernig þú ferð að því að leysa þær krossgátur sem fyrir framan þig eru. Sumt fólk verður jafnvel taugaveiklað í návist þinni, því orðheppni gerir þig að snillingi og þú hefur áhrif á fjölda fólks; hvort sem það er fjölskylda, vinir eða þjóðin er bara þitt að ákveða hversu langt þú vilt ganga. Ekki skipta þér af pólítík eða öðrum alvarlegum störfum, því þótt þú sért sterkur og svipmikill geturðu líka verið of viðkvæmur fyrir annarra neikvæðni. Peningar koma til þín þegar og ef þú þarft svo ekki hafa áhyggjur af því, það er ekki þinn stíll! Að trúa er lykillinn TVÍBURINN | 21. MAÍ – 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, þrátt fyrir allt sem þú ert búinn að ganga í gegnum þá er tími ljónsorkunnar runninn upp, sérstaklega ef þið skoðið tímann frá fjórða maí. Þú ert að fara í gegnum ferðalag sem er bæði andlegt og veraldlegt og þú átt eftir að geta sagt við sjálfan þig: mikið ofsalega er ég heppinn. Því kringumstæðurnar raða upp fyrir þig lífinu á þann máta að þú sérð að þú ert kominn í mark og finnur sigurtilfinningu sem á bara eftir að magnast. Þú sérð að þú getur lagað aðstæður þínar og verið hreykinn af sjálfum þér. Þú andar inn súr- efninu eins og það væri ást og með því elskarðu sjálfan þig margfalt meira því þú sérð að þú ert með þetta. Passaðu þig samt á því, þótt Guð og lukkan sé þér hliðholl, að henda því ekki frá þér sem þú hefur og færð upp í fangið. Því þó að heppnin haldi í höndina á þér skaltu leggja til hliðar og hugsa spart. Þannig byggirðu því akkúrat upp það veldi sem þig vantar, hvaða merkingu sem þú svo leggur nú í það. Í ástinni skaltu hafa trygglyndi og heiðarleika sem aðalmarkmiðið og standa þétt við bakið á þeim sem þú hefur. En ef þú ert að svipast um eftir lífsförunaut þá eru þessi og næstu mánuðir góður tími til þess. Ástin blómstrar því að sjálfstraustið blómstrar og það skiptir engu máli á hvaða aldri þú ert því óvænt tíðindi eru í kortunum. Þegar þú sérð þetta mæta þér leggurðu meira á þig og uppskerð þar af leiðandi meira, en láttu alla dramatík algjörlega lönd og leið. Því að eftir því sem þú setur meiri orku í vesen eða vand- ræði sleppir dramað síður af þér höndunum. Hættu alveg að ræða og rabba við þá sem elska drama. Þú ert sólin í lífi fjölskyldu þinna og vina, mundu það. Tími ljónsorkunnar LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ – 21. ÁGÚST 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020 Maí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.