Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Síða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is
Fyrir viku var fjallað hér í blaðinuum mál fimmtán ára stúlku áeinhverfurófi sem átt hefur
erfitt uppdráttar vegna félagsfælni,
þunglyndis og kvíða. Sú umfjöllun
sneri einkum að BUGL en hér verður
sjónum beint að skólagöngu stúlk-
unnar sem leggur stund á nám við
Varmárskóla í Mosfellsbæ.
Þvert á vilja stúlkunnar sjálfrar og
foreldra hennar sneri hún aftur í
Varmárskóla síðasta haust en hún
hætti þar í sjöunda bekk vegna ein-
eltis og vanlíðunar, að sögn móður
hennar. Var í skóla í Reykjavík í milli-
tíðinni þar sem gekk vel þangað til
hún veiktist. Móður stúlkunnar þykir
einkennilegt að dóttir hennar hafi
ekki mátt fara í hinn skólann í bæn-
um, Lágafellsskóla. „Skólaskrifstofa
Mosfellsbæjar harðneitaði því, þrátt
fyrir að vita fullvel að dóttir mín er
viðkvæm fyrir vegna þunglyndis.
Samt er henni gert að mæta í skólann
sem hún óttaðist mest að fara í,“ segir
móðirin.
Gripið var til sértækra úrræða og
var dótturinni til að byrja með kennt
einni í gluggalausri kompu í skólanum,
svo sem Sunnudagsblaðið greindi frá í
október síðastliðnum. Í þeim sama
mánuði hætti stúlkan að treysta sér til
að mæta í skólann. Skömmu síðar
hófst heimasjúkrakennsla, ein og hálf
klukkustund á morgnana, en skóla-
stjóri Varmárskóla og skólaskrifstofa
Mosfellsbæjar ákváðu að það yrði
bara íslenska og enska, að sögn móður
stúlkunnar.
Gekk vel í prófunum
„Heimakennslan gekk til að byrja
með vel, hún var látin hafa verkefni
og próf. Eftir að ég grátbað um
stærðfræðikennslu fékk hún fjóra
stærðfræðitíma og var svo látin taka
sama próf og hinir. Útkoman var B
plús,“ segir móðirin, en dóttirin fékk
A í ensku og C og B í íslensku. „Mér
fannst þetta mikill sigur, þar sem hún
hafði nánast ekkert mætt í skólann
veturinn á undan í 9. bekk.“
Móðirin óskaði eftir því að sjúkra-
kennslan héldi áfram eftir áramót og
aukin áhersla yrði lögð á stærðfræð-
ina svo að dóttirin myndi ná vor-
prófum í 10. bekk.
„Niðurstaðan var sú að sjúkra-
kennslan hætti bara í janúar, fyrir ut-
an þrjá stærðfræðitíma fyrstu vik-
una. Þess í stað átti að reyna skóla-
aðlögun aftur, sem gekk ekki.
Skólaskrifstofan neitaði að útvega
húsnæði undir sjúkrakennslu og ekki
var vilji til að halda áfram kennslu
heima þótt hún hefði gengið vel,“
segir móðirin.
BUGL bauð hins vegar fram hús-
næði og hófst sjúkrakennsla þar 7.
febrúar. Tímum var á hinn bóginn
fækkað úr sjö og hálfri klukkustund á
viku niður í fjórar klukkustundir,
þrjár klukkustundir fóru í stærðfræði
og ein í íslensku. Engin enska var
kennd. Þegar móðirin óskaði eftir
meiri kennslu fékk hún þau svör frá
fræðslustjóra Mosfellsbæjar að fyrir-
komulag kennslunnar væri sam-
kvæmt ráðleggingum frá BUGL. Að
sögn móðurinnar kannaðist BUGL
ekki við það enda skólamál ekki á
þess könnu. „Þau mál eru alfarið á
hendi skólayfirvalda, þannig að
fræðslustjóri Mosfellsbæjar og skóla-
skrifstofan fóru þarna með ósannindi
og notuðu BUGL sem skálkaskjól
fyrir ófullnægjandi sjúkrakennslu.“
Tilhæfulausar ásakanir
Þegar móðirin spurði um móttöku-
áætlun fyrir dóttur sína fékk hún það
svar í tölvupósti frá skólanum að ís-
lenskukennarinn hefði gert einstak-
lingsáætlun fyrir barnið og hún ætti
að skrifa undir það plagg þegar hún
næði í barnið úr sjúkrakennslu á
BUGL. „Einstaklingsáætlunin, sem
gerð var án samráðs við okkur for-
eldrana, gengur út á það að barnið
eigi að læra mestallt sjálft heima og
fá mjög skerta kennslu. Þegar ég
sótti barnið útskýrði ég fyrir kenn-
aranum af hverju ég ætlaði ekki að
skrifa undir þessa einstaklings-
áætlun. Kennarinn lét ekki segjast og
hélt áfram að ræða málið fyrir fram-
an barnið mitt en ég svaraði því til að
þetta væri hvorki staður né stund og
yfirgaf svæðið. Þetta hafði þær afleið-
ingar að nokkrum dögum síðar kom
skólastjórinn með tilhæfulausar
ásakanir í minn garð, sem hún sendi í
tölvupósti á fleiri aðila. Sem betur fer
var starfsmaður BUGL vitni að þess-
um orðaskiptum og gat borið þann
rógburð til baka.“
Eftir þetta fékk móðirin tölvupóst
frá skólastjóranum um að íslensku-
kennarinn treysti sér ekki til að halda
sjúkrakennslunni áfram. Óskaði hún
þá eftir öðrum íslenskukennara en
við því hefur ekki verið orðið.
18. febrúar var sjúkrakennslan
aukin í fimm og hálfa klukkustund á
viku en eingöngu stærðfræði. Þannig
gekk það til 13. mars, þegar allt fór úr
skorðum í þjóðfélaginu vegna
kórónuveirufaraldursins. Þá var
sjúkrakennslan minnkuð niður í tvö
skipti í viku, og bara stærðfræði.
Þannig var staðan þangað til í þessari
viku að sjúkrakennsla hófst fjórum
sinnum í viku og þannig verður mál-
um háttað út mánuðinn.
Verður henni mikið áfall
„Dóttir mín er búin að fá þrjá ís-
lenskutíma frá áramótum og nú eiga
fjórir að bætast við í maí. Það gerir
samtals sjö íslenskutíma alla önnina.
Hún hefur ekki fengið einn einasta
enskutíma frá áramótum og á ekki að
fá í maí. Hún hefur með öðrum orðum
bara fengið stærðfræðikennslu á
þessari önn. Fyrir vikið er það kalt
mat mitt að skólaskrifstofa, fræðslu-
stjóri og skólastjóri Varmárskóla hafi
séð til þess að hún falli og nái ekki
lokaprófum í 10. bekk. Og það sem
verra er; allir þessir aðilar eru full-
komlega meðvitaðir um þetta.
Skömm þeirra er mikil.“
Afleiðingin er sú, segir móðirin, að
dóttir hennar muni ekki geta sótt það
framhaldsskólanám sem hugur henn-
ar stendur til í haust. „Það verður
henni mikið áfall og mun hafa gífur-
legar afleiðingar fyrir hana í framtíð-
inni. Þar sem hún er á einhverfu-
rófinu og hefur glímt við mikið
þunglyndi og kvíða eru það litlu þúf-
urnar sem fella hana. Það er grátlegt
að á meðan BUGL er að reyna að
lyfta dóttur minni upp er skólakerfið
upptekið við að draga hana niður.“
Móðirin hefur sótt rétt dóttur sinn-
ar af miklum þunga og viðurkennir að
það hafi mögulega bakað henni óvild
innan skólans og skólaskrifstofunnar
í Mosfellsbæ. Það sé þó hreint auka-
atriði enda eigi hagsmunir barnsins
alltaf að ganga fyrir. „Þjónusta við
barn má aldrei velta á því hvort skóla-
yfirvöldum líkar vel eða illa við for-
eldra þess. Það segir sig sjálft. Hefði
ég ekki gert kröfur hefði barnið enga
kennslu fengið í allan vetur.“
Berskjölduð og réttlaus
Móðirin segir þetta ferli hafa opnað
augu sín fyrir því hve berskjölduð og
réttlaus börn séu sem á einhvern hátt
eru sérstök eða standa höllum fæti
vegna veikinda. „Þeim er bara ýtt til
hliðar og lög og reglur sem sett hafa
verið til að vernda börn í þessari
stöðu markvisst brotin. Það hefur
heldur engar afleiðingar að brjóta á
þessum börnum. Ég hef haft sam-
band við menntamálastofnun,
menntamálaráð, félagsmálaráðu-
neytið, heilbrigðisráðuneytið, um-
boðsmann barna, og alla sem málið
gæti varðað. Svarið er alltaf það
sama, „þetta er ekki mitt mál“ og vís-
að á einhvern annan.“
Hún kveðst hafa rætt við bæði fag-
fólk úti í bæ og foreldra barna í svip-
aðri stöðu sem segi henni að þetta sé
orðið mjög stórt vandamál. Margir
séu að lenda í svipuðum vandræðum
með börnin sín. „Ég gerði nokkrar til-
raunir til að fá Sjónarhól, sem að-
stoðar foreldra með mál af þessu tagi,
á fund með mér, en það er svo mikið
að gera hjá þeim að það náðist aldrei.
Það er svo mikil ásókn í þjónustu
Sjónarhóls að þau hafa ekki undan.
Það sýnir umfang vandans og hversu
víðtæk þessi brot á réttindum barna
eru.“
„Skömm
þeirra er mikil“
Móðir fimmtán ára stúlku á einhverfurófi
segir að skólayfirvöld í Mosfellsbæ hafi komið
í veg fyrir að dóttir hennar næði prófum í 10.
bekk í vor með því að veita henni ekki
fullnægjandi sjúkrakennslu í vetur.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Félagsleg einangrun getur
verið ungmennum afar
þungbær. Myndin tengist
ekki efni greinarinnar
með beinum hætti.
Colorbox