Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 12
og um heima og geima, gegnum lesturinn.“ Sjálfur átti hann það til að snúa sumum stöf- um öfugt, sem á prófi varð til þess að móðir hans fékk símtal úr skólanum, þar sem henni var tjáð að pilturinn væri líkast til lesblindur. „Mamma kom beinustu leið til mín og sagði að ég yrði að leggja bókina strax frá mér; ég væri víst lesblindur. Gilti þá einu að ég væri búinn að lesa mig gegnum nokkur bókasöfnin. Þetta var brandari hjá okkur lengi á eftir.“ Eftir á að hyggja telur Aðal-Reynir þó að hann sé haldinn einhverskonar stafablindu; sem háði honum ekki þegar hann las, bara þegar hann skrifaði. „Þetta skiptir engu máli í dag enda skrifar maður allt í tölvu og þar snúa þonnin alltaf eins.“ Hann skellir upp úr. H ann situr við afgreiðsluborðið rammaður inn af videóspólum og DVD-diskum og heilsar blaðamanni glaðlega. Aðal- Reynir Maríuson er ein af þessum týpum sem setja svip sinn á miðbæ Reykjavíkur en hann rekur síðustu kvikmynda- leiguna á höfuðborgarsvæðinu, Aðalvideoleig- una á Klapparstíg. Líkurnar á því að hitta ekki á Aðal-Reyni, eins og hann er kallaður í dag- legu tali, eru hverfandi en hann er þarna alla daga frá klukkan 15 til 23.30, nema þessa þrjá daga á ári sem hann tekur sér frí. Frí og ekki frí en Aðal-Reynir hefur aldrei litið á veru sína á leigunni sem vinnu. „Þetta er mitt annað heimili,“ segir hann án þess að blikna, „og ég hef alltaf jafn gaman af þessu. Mitt starf er að þjónusta fólk og hjálpa því að víkka sjóndeildarhringinn.“ Strangt til tekið heitir fyrirtækið nú Aðal- videoleigan, taka tvö, en Reynir hvarf frá borði í ein fimm ár snemma á öldinni. „Ég keypti leiguna fyrst um 1992 en eftir ellefu ár þurfti ég að breyta um umhverfi. Var þá nýlega hættur í sambandi og mamma nýdáin. Það var Þóroddur Stefánsson í Bónusvídeó sem keypti af mér; mikill sóma- og heiðursmaður. Ég er honum endalaust þakklátur og á honum mikið að þakka. Ég keypti leiguna svo til baka af honum um.2008.“ – Hvað gerðirðu í millitíðinni? „Fór í heimsreisu; bjó í Brasilíu, á Mallorca, í Eistlandi, London og víðar en var þó alltaf með annan fótinn heima til að hitta son minn og dóttur. Ég hef aldrei verið eins mikið í burtu frá Íslandi eins og þessi ár og stóri sann- leikurinn sem ég komst að er sá að Ísland er best! Það er ekki hægt að búa á betri stað í veröldinni.“ Tekur stöðuna um hver áramót Fyrir vikið kom Aðal-Reynir aftur heim og hefur staðið vaktina á Klapparstígnum síðan og horft á allar aðrar leigur leggja upp laup- ana, eins og frystihúsin forðum. „Að nafninu til eru að vísu vídeóleigur á bæði Eskifirði og Siglufirði en þær hafa ekki keypt inn mynd í tuttugu ár. Ég er hins vegar með öll net úti til að næla í nýjustu myndirnar, þannig að sam- anburðurinn er hæpinn,“ upplýsir hann. Aðal-Reynir viðurkennir að kvikmyndabú- skapurinn hafi oftast gengið betur og undan- farin ár hafi hann tekið kalt stöðumat um hver áramót undir Clash-slagaranum Should I Stay or Should I Go? Ég lýg þessu með Clash en það hljómar bara svo vel. „Um síðustu áramót ákvað ég að taka alla vega eitt ár í viðbót. Bara ég hefði vitað út í hvað ég var að fara; fyrst veðrið og svo þessi ótrúlegi faraldur,“ segir hann og hlær. Það gekk reyndar ágætlega að leigja út myndir í samkomubanninu enda brögð að því að fólk væri að taka myndir með sér í bústað- inn. Á móti kom að sala á tóbaki og sælgæti hrundi til grunna en sá hliðarbúskapur skiptir alla jafna miklu máli fyrir reksturinn. Meðan við spjöllum kemur að vísu inn kona og kaupir pakka af sígarettum. Kannski er Eyjólfur eitthvað að hressast? Og Aðal-Reynir syngur fyrir hana í kaupbæti. Upp kom sú hugmynd að bjóða upp á heim- sendingu á myndum en horfið var frá því eftir að hafa ráðfært sig við þar til bær yfirvöld. Það mátti senda myndirnar en ekki sækja þær aft- ur. „Skil það svo sem í ljósi aðstæðna. Ég vildi heldur ekki taka neina áhættu sjálfur; ég má ekki verða veikur, þá bara lokar sjoppan,“ seg- ir hann og sprittar sig duglega úr öðrum brús- anum á borðinu. Rómantísk ung pör Spurður um kúnnana þá segir Aðal-Reynir mestu nýliðunina vera ung pör sem þyki róm- antískt að koma saman og velja sér mynd. Kannski svolítið eins og að fara í plötubúð og kaupa vínyl. Annars fær hann til sín fólk á öll- um aldri. „Fjórða kynslóðin er byrjuð að koma; litlir krakkar með foreldrum sínum eða ömmu og afa og fá að leigja eina barnamynd.“ Sumir viðskiptavinir eru frægari en aðrir; þannig stikaði sjálfur Clint Eastwood einu sinni hring á leigunni. „Keep up the good work,“ varð honum að orði eða „stattu þig, strákur,“ í lauslegri þýðingu. „Julia Stiles kom oft hingað meðan hún var á landinu. Mikil vin- kona okkar og er hérna í gagnagrunninum. Það er Eva Mendes líka en þau Ryan Gosling komu reglulega í heimsókn meðan þau dvöld- ust hérna um árið. Þau hafa innilegan og ein- lægan áhuga á kvikmyndum og leigðu og keyptu mikið af mér. Hún er ofboðslega opin og skemmtileg, algjört salt jarðarinnar, en hann er hlédrægari.“ Hann segir ýmsa af okkar bestu leikstjórum meira og minna alda upp á gólfi leigunnar, svo sem Ragnar Bragason og Ólaf Egil Egilsson. Þá hafi Árni Ólafur Ásgeirsson tekið um það ákvörðun á miðju gólfinu að verða leikstjóri og læra í Póllandi, heimalandi átrúnaðargoðsins, Krzysztofs Kieslowskis. „Svo var aðalspjótið, Balti, hérna svolítið líka á sínum tíma.“ Miðbæjarrotta og flökkukind En hver er maðurinn sjálfur, Aðal-Reynir Maríuson? „Ég er miðbæjarrotta í húð og hár; fæddur á Snorrabrautinni og gekk í Austurbæjarskóla. Annars voru foreldrar mínir vertíðarfólk, þannig að ég átti heima vítt og breitt um landið fram á unglingsár. Ég var meðal annars í Vestmannaeyjum í gosinu en móðir mín heitin, María Guðrún Sigurðardóttir frá Steingríms- firði á Ströndum, lenti bæði í Eyjagosinu og snjóflóðinu á Flateyri. Hún slapp við tjón fyrir vestan en við misstum allt okkar í gosinu; pöu- piltar hirtu meira að segja sparibauka okkar systkinanna. Svei því!“ Aðal-Reynir vígbjóst snemma til lesturs; var ekki nema fjögurra ára þegar hann rölti inn í eld- hús og byrjaði að lesa upp úr Mogganum fyrir móður sína. Hún fórnaði bara höndum og mælti: „Barn, hver kenndi þér eiginlega að lesa?“ Aðal-Reynir man það ekki fyrir víst en líklegt er að hann hafi lært að lesa með því að sniglast í kring þegar verið var að kenna systur hans, sem er aðeins eldri. „Áhugi minn á bókum og sögum varð fljótt gríðarlegur enda ferðaðist maður áreynslulaust með athyglisverðum persónum í gegnum tímabil í lífi þeirra og með þeim til fjarlægra landa Jafnvígur á Alistair og Önnu Okkar maður las og las. „Ég var búinn að af- greiða Alistair MacLean tíu ára og þá tók Stef- án Jónsson við og síðar höfundar á borð við Laxness, Kafka og Dostojevskíj. Það voru tveir strákar og tvær stelpur á heimilinu og ég las Önnu í Grænuhlíð með jafn mikilli gleði og Alistair MacLean. Fyrir vikið botnaði ég hvorki upp né niður í jafnréttisbaráttunni þeg- ar ég kom úr foreldrahúsum; gat ekki skilið að stelpur væru metnar eitthvað öðruvísi en strákar. Furða mig raunar stundum á þessu enn. Á mínu heimili var þetta bara steinlegið stræti.“ Kvikmyndaáhuginn kviknaði í Vestmanna- eyjum. Aðal-Reynir var blaðburðarstrákur fyrir gos og maðurinn sem annaðist dreifing- Ég heiti Aðal- Reynir, ég er kamelljón Á tímum nets og niðurhals þraukar Aðal-Reynir Maríuson enn á Klapparstígnum; einn kvikmyndabænda á höfuðborgarsvæðinu. Honum finnst hann bera ábyrgð á safni sínu, 30.000 titlum, og vill koma því í örugga höfn áður en hann íhugar að rifa seglin. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Einhvern tíma lýkur líklega þessu ævintýri hjá mér, en menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég heiti Aðal-Reynir, ég er kamel- ljón!,“ segir Aðal-Reynir Maríus- son, sem er með eina 30 þúsund titla á Aðalvideoleigunni. Aðalvideoleigan er ævintýraheimur með myndum úr öllum áttum og forvitnilegum munum. Í MYNDUM 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.