Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg una, Bragi að nafni, sá líka um bíóið á staðn- um. „Stundum komu blöðin ekki í tvo eða þrjá daga vegna veðurs og þegar þau loksins komu vorum við peyjarnir vel klifjaðir. Bragi átti því til að lauma að okkur bíómiðum sem kaupauka. Ég var því mikið í bíó. Mánudagsmyndir Sjón- varpsins víkkuðu svo sjóndeildarhringinn og maður áttaði sig á því að til væri meira en bara Hollywood. Maður þurfti að hafa fyrir því að upplifa sumar myndirnar, alveg eins og bæk- urnar. Þetta er sama rótin.“ Í samkeppni við bókasöfnin Talið berst aftur að varnarbaráttu myndbands- ins. Aðal-Reynir segir netið, streymisveiturnar, ólöglega niðurhalið og allt það löngu búið að ræna öllu af sér en hitt skilur hann ekki, hvers vegna sveitarfélög landsins leggist þar á árarn- ar. „Þau eru í beinni samkeppni við mig gegnum bókasöfnin. Fólk kemur reglulega til mín vegna þess að það fékk ekki myndina á bókasafninu sínu. Líkja má þessu við veru RÚV á auglýs- ingamarkaði. Hvernig á einyrki eins og ég að keppa við þetta? Aðalvídeóleigan er eina há- menningarlega afþreyingarfyrirtækið í mið- bænum sem hefur aldrei fengið neina hjálp eða verið styrkt af hinu opinbera.“ Í því hringir síminn. Spurt er um The Pian- ist og að sjálfsögðu er hún til. Aðal-Reynir býður viðmælanda sinn velkominn við fyrsta tækifæri. Við tökum upp þráðinn og Aðal-Reynir viður- kennir að honum finnist hann ábyrgur fyrir þeim 30.000 titlum sem leigan hans hefur yfir að ráða. „Ég er búinn að byggja upp ótrúlegt safn af kvikmyndum með útsjónarsemi, elju og gríð- arlegum kostnaði. Í þessu safni er bundið tölu- vert fjármagn og best væri að finna einhverja framtíðarleið til að halda safninu saman.“ – Eins og með systkini sem ættleidd eru saman? „Nákvæmlega! Ég vil helst ekki yfirgefa þetta safn nema það verði komið í örugga höfn og best færi hugsanlega á því og ofurlítill mannsbragur væri að, ef borgin gerði mér til- boð í safnið í einu lagi inn á bókasöfnin eða sem væri ennþá betra, ef hægt væri að veita mér brautargengi með smá hjálp. Halló! Dagur og borgarstjórn.“ Hugur og hönd Þegar þar að kemur, vel að merkja, en Aðal- Reynir er hvergi nærri hættur – og langt í næstu áramót. „Einhvern tíma lýkur líklega þessu ævintýri hjá mér, en menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég heiti Aðal-Reynir, ég er kamelljón! Ég get gert allt mögulegt; er til dæm- is jafnvígur á Photoshop og Excel sem er frekar sjaldgæft. Ég er líka fæddur með þeim ósköpum að vera býsna handlaginn, þannig að ég verð í góðu lagi hvernig sem þetta allt saman fer.“ Við endum samtalið úti á stétt enda Aðal- Reynir ekki í minnsta vafa um að Klapparstíg- urinn sé ein fallegasta gata borgarinnar. „Horfðu bara hérna niður. Sérðu sjóinn?“ Sann- arlega. „Það jafnast ekkert á við sjávarlyktina.“ Nema þá kannski góð kvikmynd á DVD ... Aðal-Reynir svipast um eftir viðskiptavinum. Margir úr stétt íslenskra leikstjórahafa verið fastagestir hjá honum og stórstjörnur á borð við Clint Eastwood, Juliu Stiles, Evu Mendes og Ryan Gosling hafa leigt hjá honum myndir. Hverjir skyldu stinga inn nefinu í dag? Úrvalið er fjölbreytt í Aðalvideoleigunni. Hér má sjá forvitnilega titla og Hitchcock áberandi. 10.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.