Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 29
merki um einstakt keppnisskap og sigurvilja Jordans eða einfaldlega hrottaskap er erfitt að segja. Lítið virðist vera tekið á þessari hlið Jor- dans í þáttunum, hingað til að minnsta kosti. Tveir þættir koma út á hverjum mánudegi um þessar mund- ir, sjöundi og áttundi á morgun og þeir tveir síðustu viku seinna. Það verður þó ekki deilt um getu Jordans á vellinum, vægi hans utan hans og óbilandi sjálfstraust. Þætt- irnir varpa ljósi á það hversu mikill sigurvegari Jordan var og er þeir líta yfir feril hans sjáum við umbreytingu hans frá einum besta stigaskorara deildarinnar yfir í leiðtoga sem veit hvað þarf til að vinna og gerir allt til að lið hans nái árangri. Zen-meistarinn Þjálfarinn Phil Jackson átti stóran hlut í þeirri breytingu. Hann var ráð- inn sem aðstoðarþjálfari Bulls árið 1987. Hjá Bulls varð Jackson hrifinn af þríhyrningssókninni svokölluðu sem Tex Winter, sem einnig þjálfaði hjá liðinu, átti hlut í að þróa. Þegar Jackson var svo ráðinn aðalþjálfari liðsins varð sóknarafbrigðið aðals- merki liðsins. Þetta krafðist þess að Jordan treysti meira á liðsfélaga sína og bolt- inn fengi að ganga betur á milli manna. Í fyrstu var Jordan ekki alls kostar sáttur við ráðningu Jackson en árangurinn stóð ekki á sér; liðið vann meistaratitilinn strax á öðru ári Jack- sons og undir lok ferilsins vildi Jor- dan ekki spila fyrir neinn annan. Þegar komið var fram á árið 1997 var þungt á samskiptum þeirra Jack- son og Krause og eftir að Jackson skrifaði undir eins árs samning við Bulls sagði Krause við fjölmiðla að þetta yrði síðasta ár Jackson hjá lið- inu. Tjáði hann Jackson að þótt liðið ynni hvern einasta leik á tímabilinu yrði hann samt látinn fara. Jackson fór óhefðbundnar leiðir í þjálfun sinni, lét leikmenn sína stunda jóga og hugleiða, og var kall- aður Zen-meistarinn. Titill þáttaraðarinnar er kominn frá Jack- son, en í aðdraganda umrædds tíma- bils kallaði hann það „síðasta dans- inn“. Sóttur til Vegas Scottie Pippen var Bulls-liðinu gríðarlega mikilvægur. Hann var, eins og áður sagði, ósáttur við laun sín hjá liðinu og eldaði grátt silfur við Jerry Krause. Því er lýst í þáttunum þegar Pippen jós svívirðingum yfir Krause aftan úr liðsrútunni þar sem Krause sat fremst. Til að láta skoðun sína í ljós frest- aði Pippen aðgerð, sem hann hefði átt að fara í sumarið 1997 þegar tíma- bilinu lauk, til haustsins svo hann myndi missa af upphafi tímabilsins. Þegar það var svo hafið krafðist hann þess að vera skipt til annars liðs. Ekki var ósk hans uppfyllt og á endanum ákvað hann að vera um kyrrt eitt ár til viðbótar og freista þess að vinna sjötta meistaratitil sinn með Jordan og Jackson. Annað mikilvægt púsl í liðinu var glaumgosinn Dennis Rodman. Innan vallar var hann þekktur fyrir gríðar- lega vinnusemi og grófan en frábær- an varnarleik en utan hans fyrir partístand og hármúnderingar. Rodman vann tvo meistaratitla með Detroit Pistons áður en hann færði sig yfir til San Antonio Spurs. Þar átti hann erfitt uppdráttar en hjá Bulls blómstraði hann. Jordan og Jackson skildu að ekki var hægt að temja manninn, heldur gáfu honum þess í stað frelsi innan ákveðins ramma sem varð til þess að hann skil- aði sem mestu til liðsins. Gott dæmi um það er á miðju tíma- bilinu 1997-98 þegar Rodman fannst hann þurfa frí frá daglegu amstri at- vinnumanns í körfubolta. Hann vildi þó ekki fara á sólarströnd og slaka á eins og flestir aðrir heldur til Las Ve- gas og detta í það með kærustu sinni, Carmen Electra. Jackson var efins en samþykkti að leyfa honum að djamma í tvo sólarhringa. Jordan var ekki sáttur, sagði að hann yrði aldrei kominn aftur eftir þann tíma. Fór það svo að tæplega fjórum dögum seinna kom Jordan sjálfur á hótelherbergi Rodman í Vegas og sagði honum að hypja sig á æfingu. Þættirnir eru kærkomnir fyrir íþróttaunnendur sem eru orðnir lang- þreyttir á því að hafa ekkert til að horfa á á meðan kórónufaraldurinn gengur yfir. Þeir veita þeim sem ekki þekkja til innsýn á yfirburði Jordans á sínum tíma en fyrst og fremst nýtt sjónarhorn á þetta ótrúlega Bulls-lið. Michael Jordan og Phil Jackson fagna sjötta og síðasta meist- aratitli sínum saman árið 1998. AFP 10.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR HEIMILDARMYNDIR Á morgun, mánu- dag, verður heimildarmyndin Have a Good Trip: Adventures in Psychedelics frumsýnd á Netflix. Eins og nafnið gefur til kynna munu sögur af inntöku ofskynj- unarlyfja eiga sviðið og koma fram marg- ir sem áhorfendur þekkja úr skemmtana- bransanum vestanhafs á borð við ASAP Rocky, Sting og Söruh Silverman. Mynd- in mun ekki einungis skoða fyndnar sög- ur frægra heldur einnig leita svara við áleitnum spurningum eins og hvort of- skynjunarlyf geti nýst í baráttunni gegn þunglyndi og fíkn svo eitthvað sé nefnt. Segja frá ofskynjunarreynslu Sting er einn þeirra sem ræða lyfin. AFP BÓKSALA 29. APRÍL-5. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Milljarðastrákurinn David Walliams 2 Þess vegna sofum við Matthew Walker 3 Skólaráðgátan Martin Wildmark 4 Afnám haftanna Sigurður Már Jónsson 5 Sumarbókin Tove Jansson 6 Morðin í Háskólabíó Stella Blómkvist 7 Eldum björn Mikeal Niemi 8 Í vondum félagsskap Viveca Sten 9 Framkoma Edda Hermannsdóttir 10 Depill á bókasafninu Eric Hill 1 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 2 Bókasafn föður míns Ragnar Helgi Ólafsson 3 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 4 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 5 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 6 Við erum ekki morðingjar Dagur Hjartarson 7 Helköld sól Lilja Sigurðardóttir 8 Skáldið er eitt skrípatól Guðbergur Bergsson 9 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 10 Stormfuglar Einar Kárason Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Ég stofnaði bókaklúbb ásamt nokkrum vinkonum í vinnunni og við áttum sameiginlegan draum að lesa fleiri bækur. Þessi klúbbur fékk heitið „Ferðab(r)ækurnar“. Við setjum okkur markmið um hvaða bók skal lesa, áætlum hversu lang- an tíma þarf í lesturinn og síðan hittumst við á kaffihúsi til að ræða bókina. Það er metnaður og algjör nördaskapur í hópn- um. Það er ár síðan við lásum bók Sig- ríðar Hagalín Björnsdóttur, Ey- land. Mér finnst merkilegt hvað bókin rímar við aðstæður sam- félagsins í dag því Sigríður varpar fram mynd af því hvernig Íslend- ingar bregðast við skyndilegum og stórvægilegum breytingum í sam- félaginu. Við upphaf samkomubannsins ákváðum við að líta djúpt í eigin barm og lesa bókina Man’s Search for a Mean- ing eftir Viktor E. Frankl. Þrátt fyrir sorgmæta upplifun Viktors í út- rýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni svarar hann stórum spurningum um ástæðu þess að lifa. Fyrri hluti bókarinnar er stórmerkilegur og fyrir alla les- endur. Þegar ég vel bækur finnst mér áhugavert að lesa sjálfsævisögur frá mismunandi heimshornum. Á þennan hátt kynnist maður nýjum slóðum og menningu. Það eru nokkrar sögur sem hafa verið mér eftirminnilegar, Dóttirin eftir Hannah Shah, Ég er Malala eftir Malala Yousafzai og Með lífið að veði eftir Yeonmi Park. Þetta eru sögur kvenna sem lifðu af átök á heimaslóðum sínum. Trú, menn- ing og pólitík neyddu þær til að flýja heimili sín í leit að betra lífi. Síðasta sjálfs- ævisaga sem ég las var þó af öðrum toga, Shoe Dog eftir Phil Knight, stofnanda Nike. Sú bók er skemmtileg fyrir íþrótta- og viðskiptaáhugamenn. Rithöfundur sem ég hef leitað til í gegnum tíðina er Cecelia Ahern. Hún skrifar hugljúfar bækur og hef- ur frjótt ímyndunar- afl. Sú bók sem er í uppáhaldi eftir hana er Lyrebird. Henni svipar til vinsælu bókarinnar Where the Crawdads Sing eftir Delia Owens. Í báð- um bókunum verða einstaklingar fé- lagslega einangraðir og alast, á magn- aðan hátt, upp í nán- um tengslum við náttúruna. Nú þegar búið er að létta á samkomubanninu mæli ég með að gera lífið á vinnustaðnum skemmtilegra. Bókin Fish! Tales er stutt og gaf mér margar góðar hugmyndir til að verða besta útgáf- an af sjálfum mér! DAGNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR ER AÐ LESA Dagný Ágústs- dóttir er ferðaráðgjafi í fæðingarorlofi. Metnaður og algjör nördaskapur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.