Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 10. MAÍ 2020 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 LOLLY SVEFNSÓF I Lolly er fáanlegur í ljós- og dökkgráu slitsterku áklæði. Vönduð 18 cm þykk heilsudýna í stærðinni 140 x 200 cm. ÁT TU VON Á NÆTURGES TUM? Svefnsófi er frábær lausn fyrir þá sem þurfa að gera mikið úr litlu plássi. Hugmyndafræðin er ofureinföld; sófi á daginn — rúm á nóttunni. Hjá okkur færðu virkilega vandaða ítalska svefnsófa. 202.425 kr. Fullt verð: 269.900 kr. AFSLÁTTUR 25% QUADRO SVEFNSÓF I Ítölsk hönnun. Einstaklega góður svefnsófi. Bakinu hvolft fram á einfaldan hátt. Kemur í dökkgráu, ljósgráu og bláu slitsterku Austin áklæði. Hægt að sérpanta í mörgum litum. Vönduð 13 cm þykk heilsudýna í stærðinni 140 x 200 cm. 149.925 kr. Fullt verð: 199.900 kr. AFSLÁTTUR 25% „Hugmyndin er að vera með sumarbúðir þar sem krakkar á aldr- inum tíu til tuttugu ára læra dans og leiklist,“ segir Chantelle Carey, dansari og danshöfundur. „Krakkarnir gista í sex nætur og á daginn læra þau dans og leik- list af bæði íslensku og erlendu fagfólki. Allan daginn eru þau að æfa og læra. Svo að vikunni lokinni verða þau með sýningu fyrir foreldra.“ Chantelle segir að allir geta tekið þátt og enn eru laus pláss á síðara námskeiðinu. „Fyrri vikan er hugsuð fyrir krakka með reynslu af leikhús- heiminum en seinni vikan er opin öllum. Krakkarnir munu læra margt og bæta sig og um leið skemmta sér vel í íslenskri náttúru. Við munum kenna steppdans, jazzdans, nútímadans og einnig bæði söng- og leiktækni,“ segir Chantelle, en þess má geta að upplýs- ingar má finna á Facebook-síðunni Sumarbúðir Chantelle Carey. Chantelle Carey, dansari og danshöfundur, ætlar að vera með dans- og leiklistarbúðir á Laugarvatni í sumar. Morgunblaðið/Ásdís Dansað á Laugarvatni Tvennar sex daga sumarbúðir verða haldnar í Héraðsskólanum á Laugarvatni í júlí. Morgunblaðið/Golli Í júlí verða haldnar nýstárlegar dans- og leiklistarsumarbúðir á Laugarvatni. Innbrot var framið í sendiráð Íslands í London aðfaranótt 12. október 1949 og birtist æsileg frásögn af því í Morgunblaðinu fjórum dögum síðar. Kom þar fram að kona húsvarðarins, Mrs. Wackett, hefði orðið vör við umgang í skrifstofu sendi- ráðsritarans, Pjeturs Eggerz, og sent mann sinn á vettvang. Hann hefði gengið fram á inn- brotsþjóf við skrifborð Pjeturs, sem aðeins hefði þó verið bú- inn að stinga á sig blýanti og inniskóm sendiráðsritarans þegar hann var staðinn að verki. Segir að innbrotsþjófurinn hafi veist að Mr. Wackett og haft hann undir í fyrstu lotu, en taflið hafi snúist þegar frú Wac- kett kom til skjalanna „og inn- legg hennar í málið gjörbreytti gangi þess á skömmum tíma. Veitti hún þjófinum mörg högg og þung, uns hann var kominn undir og að fyllu yfirunninn. Reið það baggamuninn að Mr. Wackett tókst að ná kverkataki á kaupa og halda honum í því á meðan frúin hringdi í lögregl- una“. Í fréttinni segir að húsvarðar- hjónin þyki hafa unnið mikið af- rek, ekki síst þegar að því sé gætt að hann sé 63 ára og hún sextug. „Mundi víst fæsta gruna, að þessi litli, broshýri, pervisni dyravörður gæti átt í höggi við harðsvíraða innbrots- þjóna og borið sigur af hólmi,“ segir í fréttinni. „En þetta gerði Mr. Wackett, að vísu með að- stoð konu sinnar – en vel má þess minnast.“ Í fréttinni segir einnig að inn- brotsþjófurinn hafi skilið skóna sína eftir úti í garðinum, „og er þá ekki nema skiljanlegt að hann fengi áhuga fyrir inniskón- um!!“ GAMLA FRÉTTIN Pervisinn hús- vörður hetja Sagt var frá innbrotinu á forsíðu Morgunblaðsins 16. 10. 1949 ÞRÍFARAR VIKUNNAR Inga Hugborg Ómarsdóttir flugfreyja Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands. Alexía Björg Jóhannesdóttir kynningarstjóri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.