Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 13

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 13
13V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 Ef mál hafa mjög víðtæk þjóðfélagsleg áhrif og pólitískar hliðar, þá verða stjórnmálamennirnir að meta alla kosti og galla slíkra mála taka þá forystu sem þeir vilja taka á hverju sviði og þora að standa með því� Þeir geta þá ekki einungis vísað í að það sé búið að reikna þetta út og það sé það eina rétta� Því að þannig er það ekki� Hagfræðingar geta hins vegar kortlagt efnahagslega kosti og galla slíkra mála og aðstoðað með þeim hætti við stefnumótun�“ SKULUM EKKI AFTUR STEFNA AÐ HEIMSYFIRRÁÐUM Þar sem myntbandalag er ekki raunhæfur kostur í nærtíma, meðal annars af pólitískum aðstæðum, þá er nauðsynlegt að búa til fyrirkomulag sem sé nægilega gott til að takast á við þá skelli sem valda sveiflum í þjóðarbúinu, samkvæmt Má� Þetta væri markmið þess fyrirkomulags sem komið hefur verið á hér á landi á undanförnum árum og felst í því að byggja upp viðnámsþrótt, beita fleiri tækjum og stilla þau betur saman með það að markmiði að varðveita bæði efna­ hagslegan og fjármálalegan stöðugleika� Sams konar þróun hefur verið að eiga sér stað meðal margra lítilla þjóðarbúa, einkum nýmarkaðsríkja, og á vegum alþjóðastofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru miklar rannsóknir og stefnumótun í gangi varðandi það hvernig þetta sé best gert� Már birti grein í Vísbendingu 22� nóvember sl� þar sem hann lýsir þessu nánar en á þessu ári hefur hann m�a� unnið að þessum málum með samtökum seðlabanka í Suðaustur Asíu (SEACEN)� Már segir það vera hluta af þessum ramma að beita við vissar aðstæður tækjum sem setja hömlur við óhóflegum sveiflum í fjármagnshreyfingum� Markmiðið væri eigi að síður að njóta eins og kostur er þess ávinnings sem getur falist í fjármálalegri samþættingu við umheiminn og tilheyrandi fjármagnshreyfingum� „Kosturinn við þennan ramma er að hann er sveigjan­ legur� Þú getur sett hann saman með mismunandi hætti eftir því sem þú lærir meira um virkni og samspil tækja sem getur svo leitt til þess að nota sum tæki meira en önnur� Þessi tæki eru þau sem peningastefnan og fjár­ málastöðugleikastefnan ráða yfir, ríkisfjármálastefnan, og reglurnar sem sjá til þess að einstök fjármálafyrirtæki og fjármálakerfið í heild fari ekki út fyrir hættumörk� Þess vegna er ekki endilega eitthvað sem segir að besta fyrirkomulagið sé að vera á öllum tímum með algjörlega óheftar fjármagnshreyfingar� Ýmis lönd eru að reyna að koma í veg fyrir of mikla alþjóðavæðingu eigin myntar þar sem þau eru ekki að stefna að heimsyfirráðum� Við reyndum það og skulum aldrei gera það aftur�“ EKKI SPURNING UM ALGJÖRT SJÁLFSTÆÐI SEÐLABANKANS Aðspurður hvort slíkt náið samstarf milli peningastefn­ unnar og ríkisfjármálastefnunnar vegi ekki að hug­ myndinni um sjálfstæði seðlabanka ssegir hann að sú hugmynd standi enn fyrir sínu með ákveðnum fyrirvörum en vissulega felist í þessu viss áskorun� Sýnt hefði verið fram á að stjórn peningamála væri best í höndum sjálfstæðra seðlabanka, en það þýðir ekki að hann sé algjörlega sjálfstæður í öllum viðfangsefnum� „Seðla­ bankinn er missjálfstæður eftir því hvert viðfangsefnið er, það er hvort það er peningastefna, fjármálastöðugleiki, fjármálaeftirlit eða ýmis verkefni sem Seðlabankinn er með fyrir ríkisvaldið á grundvelli samninga en þar hefur fjármálaráðherrann síðasta orðið�“ Már bætir einnig við að hugmyndin um skilyrt sjálf­ stæði ætti ekki að vera mörgum framandi� „Mjög góður vinur minn, Stanley Fischer, fyrrverandi seðlabankastjóri Ísrael, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og pró­ fessor við MIT, sagði eitthvað á þá leið að þeir sem fullyrða að það sé ekki hægt að vera hálfsjálfstæður hafa aldrei verið giftir�“ Már Guðmundsson tók við sem Seðlabankastjóri árið 2009 og gegndi því embætti þangað til í fyrra. Ljósmynd: Bára Huld Beck

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.