Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 16
16 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
LJÓSIÐ FRAMUNDAN
1 Sjá Carillo og Jappelli, 2020.
2 Sjá Barro, Ursúa og Weng, 2020.
Á því ári sem nú er að líða gnæfir COVID19 farsóttin yfir öðrum þjóðhagslegum og samfélagslegum atburðum� Nú þegar jól og áramót nálgast spyrja margir við hverju megi búast
á næsta ári ef fer sem horfir að þorri þjóðarinnar verði
bólusettur á vormánuðum� Hér verður stuttlega farið yfir
hagfræði farsótta, efnahagsleg áhrif spænsku veikinnar
og annarra farsótta í fortíð og fjallað um horfurnar fram
undan�
EFNAHAGSLEG ÁHRIF
Í ár hafa Íslendingar sem aðrar þjóðir fundið óþægilega
fyrir hagfræðilegum afleiðingum farsóttarinnar sem hafa
skert lífsgæði ekki síður en sjálf heilsufarsváin� Atvinnu
greinar hafa lamast og rúmlega tíu þúsund manns misst
vinnuna�
Til skamms tíma hefur farsótt og sóttvarnaaðgerðir
áhrif á bæði eftirspurn og framboð í hagkerfinu� Fram
boðsáhrifin verða þegar starfsfólki er meinað að mæta til
vinnu vegna smithættu; veitingahús mega ekki fullnýta
afkastagetu sína, verslanir eiga skv� reglu að vera hálf tómar
og þannig mætti lengi telja� Eftirspurnaráhrif verða þegar
viðskiptavinirnir vilja eða mega ekki heldur mæta til þess
að kaupa þjónustu; erlendir ferðamenn hverfa af götum
borgarinnar og miðbærinn verður líkastur draugabæ�
Þjónustugreinarnar verða fyrir miklu höggi vegna þessara
framboðs og eftirspurnaráhrifa en framleiðsla og verslun
með vörur heldur áfram og getur jafnvel eflst eins og
dæmin sanna þegar fólk notar þá peninga sem hefðu farið
í ferðalög til þess að kaupa tómstundavörur eða gera upp
heimili sín og sumarbústaði�
En lítum nú fram á við� Fyrirsjáanlegt er að bóluefni
verði flutt til landsins þegar eftir áramót og þjóðin verði
smám saman bólusett þegar líður á vorið� Fólk getur þá
vonandi aftur mætt óttalaust til vinnu, hitt viðskiptavini
og ferðast að vild� Framboðs og eftirspurnaráhrifin munu
smám saman hverfa�
En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þjóðir eru í þeim
sporum að farsótt renni sitt skeið á enda� Farsóttir hafa
herjað á mannkyn frá örófi alda� Svo hvað kennir reynslan
okkur?
REYNSLAN AF FYRRI FARSÓTTUM
Spænska veikin hafði neikvæð en skammvinn áhrif á
efnahagslífið� Fyrirtæki og atvinnugreinar urðu fyrir miklu
tekjufalli til skamms tíma á meðan önnur, t�d� þau sem
seldu lyf , fundu fyrir meiri eftirspurn� Í Bandaríkjunum
mælir stofnunin NBER tímasetningu hagsveiflunnar�
Skv� mælingum hennar þá varð niðursveifla í hagkerfinu
frá ágúst 1918 sem náði botni í mars 1919 þegar þriðja
bylgja faraldurins gekk yfir�
Spænska veikin er sögð eiga uppruna sinn í Banda
ríkjunum en breiddist fljótt út um heiminn, m�a� með
hermönnum sem sendir voru til Evrópu árið 1918� Á
Ítalíu minnkaði framleiðsla um 6,5 prósent meira í þeim
héruðum sem hæstu dánartíðnina höfðu í samanburði
við þau sem höfðu lægstu dánartíðnina�1 Þegar gögn
frá mörgum löndum eru notuð og dauðsföll af völdum
spænsku veikinnar aðgreind frá mannfalli í styrjöldinni
þá kemur í ljós að farsóttin olli umtalsverðum samdrætti�
Alls létust um 2,1% af heildarmannfjölda og verg lands
framleiðsla (VLF) minnkaði um 6 prósent og einkaneysla
dróst saman um 8 prósent á meðan pestin gekk yfir�2
Hagvöxtur lét ekki bíða eftir sér í kjölfar spænsku veik
innar og í sumum löndum varð spænska veikin til þess að
hækka laun þeirra sem áfram lifðu� Þetta stafar af því að
skortur á vinnuafli verður vegna mannfalls� Rannsóknir
á launabreytingum í borgum og fylkjum Bandaríkjanna
GYLFI ZOEGA
hagfræðingur