Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 16

Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 16
16 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 LJÓSIÐ FRAMUNDAN 1 Sjá Carillo og Jappelli, 2020. 2 Sjá Barro, Ursúa og Weng, 2020. Á því ári sem nú er að líða gnæfir COVID­19 farsóttin yfir öðrum þjóðhagslegum og samfé­lagslegum atburðum� Nú þegar jól og áramót nálgast spyrja margir við hverju megi búast á næsta ári ef fer sem horfir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á vormánuðum� Hér verður stuttlega farið yfir hagfræði farsótta, efnahagsleg áhrif spænsku veikinnar og annarra farsótta í fortíð og fjallað um horfurnar fram undan� EFNAHAGSLEG ÁHRIF Í ár hafa Íslendingar sem aðrar þjóðir fundið óþægilega fyrir hagfræðilegum afleiðingum farsóttarinnar sem hafa skert lífsgæði ekki síður en sjálf heilsufarsváin� Atvinnu­ greinar hafa lamast og rúmlega tíu þúsund manns misst vinnuna� Til skamms tíma hefur farsótt og sóttvarnaaðgerðir áhrif á bæði eftirspurn og framboð í hagkerfinu� Fram­ boðsáhrifin verða þegar starfsfólki er meinað að mæta til vinnu vegna smithættu; veitingahús mega ekki fullnýta afkastagetu sína, verslanir eiga skv� reglu að vera hálf tómar og þannig mætti lengi telja� Eftirspurnaráhrif verða þegar viðskiptavinirnir vilja eða mega ekki heldur mæta til þess að kaupa þjónustu; erlendir ferðamenn hverfa af götum borgarinnar og miðbærinn verður líkastur draugabæ� Þjónustugreinarnar verða fyrir miklu höggi vegna þessara framboðs­ og eftirspurnaráhrifa en framleiðsla og verslun með vörur heldur áfram og getur jafnvel eflst eins og dæmin sanna þegar fólk notar þá peninga sem hefðu farið í ferðalög til þess að kaupa tómstundavörur eða gera upp heimili sín og sumarbústaði� En lítum nú fram á við� Fyrirsjáanlegt er að bóluefni verði flutt til landsins þegar eftir áramót og þjóðin verði smám saman bólusett þegar líður á vorið� Fólk getur þá vonandi aftur mætt óttalaust til vinnu, hitt viðskiptavini og ferðast að vild� Framboðs­ og eftirspurnaráhrifin munu smám saman hverfa� En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þjóðir eru í þeim sporum að farsótt renni sitt skeið á enda� Farsóttir hafa herjað á mannkyn frá örófi alda� Svo hvað kennir reynslan okkur? REYNSLAN AF FYRRI FARSÓTTUM Spænska veikin hafði neikvæð en skammvinn áhrif á efnahagslífið� Fyrirtæki og atvinnugreinar urðu fyrir miklu tekjufalli til skamms tíma á meðan önnur, t�d� þau sem seldu lyf , fundu fyrir meiri eftirspurn� Í Bandaríkjunum mælir stofnunin NBER tímasetningu hagsveiflunnar� Skv� mælingum hennar þá varð niðursveifla í hagkerfinu frá ágúst 1918 sem náði botni í mars 1919 þegar þriðja bylgja faraldurins gekk yfir� Spænska veikin er sögð eiga uppruna sinn í Banda­ ríkjunum en breiddist fljótt út um heiminn, m�a� með hermönnum sem sendir voru til Evrópu árið 1918� Á Ítalíu minnkaði framleiðsla um 6,5 prósent meira í þeim héruðum sem hæstu dánartíðnina höfðu í samanburði við þau sem höfðu lægstu dánartíðnina�1 Þegar gögn frá mörgum löndum eru notuð og dauðsföll af völdum spænsku veikinnar aðgreind frá mannfalli í styrjöldinni þá kemur í ljós að farsóttin olli umtalsverðum samdrætti� Alls létust um 2,1% af heildarmannfjölda og verg lands­ framleiðsla (VLF) minnkaði um 6 prósent og einkaneysla dróst saman um 8 prósent á meðan pestin gekk yfir�2 Hagvöxtur lét ekki bíða eftir sér í kjölfar spænsku veik­ innar og í sumum löndum varð spænska veikin til þess að hækka laun þeirra sem áfram lifðu� Þetta stafar af því að skortur á vinnuafli verður vegna mannfalls� Rannsóknir á launabreytingum í borgum og fylkjum Bandaríkjanna GYLFI ZOEGA hagfræðingur

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.