Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 19

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 19
19V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 MYND 2 VERG LANDSFRAMLEIÐSLA Á MANN Á ÍSLANDI (vísitala, 1945=100) Heimild: Hagstofa Íslands. 65 60 55 50 45 40 35 30 25 VLF á mann (vísitala) Ár 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36 38 En efnahagslegar afleið­ ingar hafa engu að síður verið mjög miklar� Á þriðja ársfjórðungi var VLF 2,9 prósent lægri í Bandaríkj­ unum en á sama ársfjórð­ ungi í fyrra, 9,6 prósent lægri í Bretlandi, 9,1 pró­ sent lægri fyrir 20 stærstu hagkerfin og 4,3 prósent lægri á evrusvæðinu� Sam­ bærileg tala er 6,7 prósent á Íslandi�11 Skv� tölum Hagstof­ unnar var hagvöxtur árið 1918 neikvæður um 5,16 prósent en var svo jákvæður ári 1919 um heil 16,68 pró­ sent� Miklar sveiflur voru á framleiðslu frá ári til árs á þessum tíma� Heimsstyrjöldin hafði áhrif á útflutning og var hagvöxtur neikvæður öll styrjaldarárin, mest árið 1916 (­10,79%) og minnst árið 1917 (­0,71%)� En spænska veikin hafði ekki varanleg áhrif á efnahagsstarfsemina hér fremur en annars staðar� Myndin hér að ofan sýnir vísitölu VLF frá 1914 til 1939� Ferillinn svipar til þess sem við sáum á fyrri myndinni fyrir Danmörku og Svíþjóð� Hagvöxtur var góður áratuginn á eftir en heimskreppan á fjórða áratuginum hægði á honum� Vegna þess að COVID farsóttin hefur sem betur fer ekki valdið eins mörgum dauðsföllum og spænska veikin er ekki hægt að búast við því að laun hækki eða arðsemi fjármagns lækki á næstu árum eins og gerðist í kjölfar banvænustu farsóttanna� ÁRIÐ FRAMUNDAN Með bólusetningu landsmanna og heimsbyggðarinnar á næsta ári mun efnahagslífið smám saman komast í eðlilegra horf þegar bæði framboðs­ og eftirspurnaráhrif farsóttarinnar fjara út� Mikil óvissa er þó um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári hér á landi (sem auka eftirspurn) svo og fjölda utanlandsferða Íslendinga (sem minnka eftirspurn hér á landi)� Rannsóknir á afleiðingum SARS farsóttarinnar í Asíu árið 2003 sýna að ferðamönnum getur fjölgað mjög fljótt eftir að farsótt linnir� Hins vegar er breytileiki á milli landa, ferðaþjónusta í sumum löndum nær sér fyrr á strik en í öðrum löndum, og ferðamenn frá sumum löndum koma fyrr aftur en frá öðrum löndum�12 Þegar líður á næsta ár og árin á eftir mun hagkerfið væntanlega ná sér aftur, gisti hús smám saman fyllast aftur af ferðamönnum og rútuumferð aukast á þjóðvegum, hag­ vöxtur verður þá jákvæður og atvinnu leysi minnkar� Áhrif farsóttarinnar munu þó sjást í tölum um skuldir ríkissjóðs, sveitarfélaga og margra fyrirtækja auk þess sem veikari fyrir­ tæki í þjónustu munu hafa hætt starfsemi� En skuldastaðan 11 Í Bandaríkjunum hækkaði atvinnuleysi úr 3.5 prósentum í febrúar í 6.70 prósent í nóvember eftir að hafa farið í 14.7 prósentur í apríl. Á meðal aðildarríkja OECD hækkaði meðalatvinnuleysi úr 5.2% í 7.3% á sama tíma. 12 Sjá svo sem Mao og meðhöfunda, 2009. mun batna árin eftir og ný fyrir tæki verða stofnuð� Það kemur sér vel nú eins og í fjármálakreppunni árið 2008 að skuldir ríkisins í hlutfalli af VLF voru lágar áður en áfallið varð� Skuldirnar (skv� skuldareglu) voru afar lágar árið 2019 eða rétt undir 30 prósentum af landsframleiðslu� Þetta er mun lægra hlutfall en í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu og jafn­ vel lægra en í Þýskalandi og Hollandi� Það er einungis í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem sambærilegar tölur mátti finna� Vegna aðgerða og tekjufalls ríkisins vegna COVID kreppunnar munu skuldirnar verða 37 prósent á þessu ári� Því er spáð að þær verði orðnar 43 prósent árið 2021 og ná hámarki í um 51 prósent árið 2024� Þetta skuldahlutfall er einnig lágt í alþjóðlegum samanburði� En það er mikil óvissa um þróun skulda vegna óvissu um hversu hagvöxtur verður mikill� Eftir stendur heilsufars legt tjón þeirra sem eiga mögu­ lega við langvinn áhrif COVID að glíma og sorg þeirra sem sjá á eftir sínum nánustu� Heimildir: Almond, Douglas (2006), „Is the 1918 Influenza Pandemic Over? Long-Term Effects of In Utero Influenza Exposures in the Post-1940 U.S. Population,“ Journal of Political Economy, 114 (4), 672-712. Barro, Robert J., José F. Ursúa, and Joanna Weng (2020), “The Coronavirus and the Great Influenza Pandemic: Lessons from the “Spanish Flu,” for the Coronavirus’s Potential Effects on Mortality and Economic Activity. Technical Report 26866, NBER working paper 26866. Brainer, Elizabeth og Mark Siegler (2003), “The Economic Effects of the 1918 Influ- enza Epidemic.” Discussion Paper 3791, Centre for Economic Policy Research. Carillo, Mario og Tullio Jappelli (2020), “Pandemics and Local Economic Growth: Evidence from the Great Influenza in Italy,” CEPR Discussion Paper No. DP14849. Garrett, Thomas A. (2006), “War and Pestilence as Labor market Shocks: U.S. Manufacturing Wage Growth 1914-1919,” Working Paper 206-018C, Federal Bank of St. Louis. Hirshleifer, Jack (2987), Economic Behaviour in Adversity, Chicago: University of Chicago Press. Jordá, Óscar, Sanjay R. Singh og Alan M. Taylor (2020), “Longer-Run Economic Consequences of Pandemics,” NBER Working Paper 26934. Mao, Chi-Kuo, Cherng G.Ding og Hsiu-Yu Lee (2009), “Post-SARS Tourist Arrival Recovery Patterns: An Analysis Based on a Catastrophe Theory,” Tourism Management, 31 (6), 855–861. Lj ós m yn d: B ár a H ul d Be ck

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.