Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 22
22 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
Á Akureyri, Siglufirði, Seyðisfirði og víðar voru
heimamenn staðráðnir í að verjast veikinni og bjuggu
sig undir langa baráttu� „Enginn má álíta það að hér sé
um örlítið tímabil að ræða heldur má búast við að standa
verði vörð fram til vors eða lengur� Menn verða að sætta
sig við þau óþægindi sem siglingateppan og samgöngu
leysið veldur án þess að mögla eða kasta frá sér þeirri
meginhugsun að verjast; verjast hvað sem það kostar�“
Þetta mátti lesa í Akureyrarblaðinu Verkamanninum í
nóvemberlok 1918�
Sóttvarnirnar skiluðu árangri� Stöku sinnum ratar
Ísland í erlend yfirlitsrit um spænsku veikina og þykir þá
ekki síst frásagnarvert að svo stórum landsvæðum hafi
tekist að verjast faraldrinum� Þjóðin var fámenn, landið
strjálbýlt og samgöngur erfiðar – allt þetta auðveldaði
sóttvarnir úti um landið�
KREPPA
Nú er sagt að efnahagskreppan í kjölfar Covid19 verði
sú dýpsta í hundrað ár, sumstaðar er jafnvel talað um
mestu efnahagslægð sögunnar� Þegar spænska veikin
skall á hafði heimsstríð staðið yfir í nærri fjögur ár með
öllum þeim hörmungum og þrengingum sem því fylgdi�
Landsframleiðsla á Íslandi dróst saman um 5% á árinu
1918� Öll stríðsárin varð samdráttur hér á landi, mestur
árið 1916 eða um 10%� Mikil uppsveifla varð svo árið
1919 en nærri 15% samdráttur árið 1920� Sagnfræðingar
hafa notað hugtakið „haglægðin langa“ um þessi ár� Það
var ekki fyrr en á árinu 1926 sem landsframleiðsla á
mann hérlendis varð meiri en hún hafði verið áður en
heimsstyrjöldin skall á� Þetta var dýpsta og lengsta kreppa
í sögu þjóðarinnar á 20� öld, mun verri en kreppan mikla
á fjórða áratugnum�
Spænska veikin bætti ekki úr skák í þeim þrengingum
sem styrjöldin olli� Hún setti mark sitt á líf og afkomu
fjölmargra einstaklinga til margra ára og ekki má gleyma
því að hún fór verst með fólk í blóma lífsins� Flest dauðsföll
urðu í aldurshópnum 30 til 34 ára�
En í samanburði við núverandi aðstæður er rétt að
hafa í huga að spænska veikin var tiltölulega fljót að ljúka
sér af� Hún kom, sá og sigraði – og fór svo� Fjöldinn
allur veiktist og margir dóu� Í Reykjavík veiktust tveir af
hverjum þremur bæjarbúum, að minnsta kosti, héraðs
læknirinn á Akranesi fullyrti að nærri 90% fólks í sínu
læknishéraði hefðu veikst� Þegar önnur bylgja veikinnar
var í hámarki lamaðist allt athafnalíf í Reykjavík og víðar
þar sem veikin gekk en einungis í fáeinar vikur� Strax í
desember 1918 var mannlíf í Reykjavík komið í nokkurn
veginn eðlilegt horf�
AFLEIÐINGAR
Aðstæður fyrir rúmum hundrað árum voru allt aðrar
en þær eru nú� Mörg ár áttu eftir að líða þar til vísinda
menn höfðu þróað nógu öfluga smásjá til að greina veirur,
læknar stóðu í raun ráðþrota andspænis þessum skæða
veirufaraldri og gátu engan læknað� Heilbrigðiskerfi hér
á landi var afar frumstætt í samanburði við nútímann�
Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en 12 árum síðar,
langflest fórnarlömb spænsku veikinnar dóu heima hjá
sér� Því er að mörgu leyti erfitt að bera saman Covid19
og spænsku veikina�
En nútímafólk hlýtur að dást að þeirri samhjálp
og fórnfýsi sem fólk sýndi andspænis hinum illvíga
sjúkdómi� Nágrannar, vinir og ættingjar hjúkruðu og
önnuðust veikt fólk þegar og þar sem þess var þörf,
konur elduðu handa nágrannafjölskyldum og sinntu
börnunum� Svo mætti lengi telja� „Þetta var einstætt
tækifæri að kynnast því heilbrigðasta og besta sem í
fólkinu bjó,“ skrifaði Sigurður Nordal síðar þegar hann
minntist þessara ára�
Afleiðingar spænsku veikinnar voru miklar og margvís
legar� Hún markaði umræður um heilbrigðismál næstu ár,
jafnvel áratugi, og flýtti fyrir því að komið var á almennu
heilbrigðiskerfi víða um lönd, styrkti einnig vitund fólks
um mikilvægi hreinlætis og heilbrigðra lífshátta� Hér
á landi voru sóttvarnir hertar og ný sóttvarnarlög sett�
Margir áttu um sárt að binda og ótti við nýjan inflúens
ufaraldur bjó um sig innra með fólki�
Saga spænsku veikinnar getur kennt okkur margt,
ekki síst það að Covid19 mun fylgja okkur í mörg ár
og sennilega móta varanlega hugmyndir okkar um heil
brigðismál, líf og lífshætti�
Höfundur er sagnfræðingur. Í nóvember síðastliðnum
kom út hjá Máli og menningu bók hans Spænska veikin.
Meðal annarra verka hans eru Þegar siðmenningin fór
fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918 og
Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt
ríki árið 1919.
Guðmundur Björnsson, landlæknir 1906 til 1931. Mynd fengin
af vef Alþingis.
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -
Nú getur þú verslað hvar sem er;
Með tölvunni, símanum eða
spjaldtölvunni.
Fáðu vörurnar afhentar samdægurs
- eða veldu annan tíma næstu 7 daga
sem hentar betur.
Þú getur sótt í verslun eða aha sendir
vörurnar til þín hvort sem er heim
eða í vinnuna.
1. Raðaðu vörunum í körfu 2. Veldu afhendingarmáta og stað 3. Þú sækir eða við sendum
NETTO.IS
HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU?