Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Síða 25

Vísbending - 25.12.2020, Síða 25
25V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 KRAFTMIKIL UPPBYGGING Árið 2020 verður vafalaust lengi í minnum haft� Komandi kynslóðir munu lesa í sögu­ bókum um árið sem kórónuveirufaraldurinn skaut heimsbyggðinni skelk í bringu� Faraldurinn sem dreifðist með ógnarhraða um heim allan� Þetta er árið þar sem mannlíf margra landa svo gott sem lamaðist, fólk víða um heim þurfti að halda sig heima vikum og jafnvel mánuðum saman� Þetta er árið sem flest okkar héldu að við myndum aldrei upplifa� Áhrifin hafa verið mikil á fjölmörg svið samfélagsins� Margir hafa unnið heima meiri hluta ársins, aðrir hafa misst vinnuna eða ekki getað sinnt lífsviðurværi sínu� Mennta­ og háskólanemar hafa setið heima löngum stundum og þannig farið á mis við mikilvæga og skemmtilega tíma� Alvarlegastar eru þó afleiðingarnar fyrir þá sem hafa veikst alvarlega af veirunni, eru að glíma við langvarandi eftirköst eða hafa misst ástvin� En það er einmitt þegar á móti blæs sem við sýnum hvað í okkur býr, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélög� Það hefur t�a�m� verið ánægjulegt að sjá hið alþjóðlega vísindasamfélag taka höndum saman og þróa bóluefni hraðar en nokkur þorði að vona� Aðilar sem áður tókust á í harðri samkeppni hafa deilt upplýsingum sín á milli til að flýta þróun bóluefnis eins og frekast er unnt� Ef að líkum lætur verður böndum að miklu leyti komið á veiruna á næsta ári, hér á landi og vonandi um heim allan� Hins vegar er risastórt verkefni fram undan: Sjálf uppbyggingin� Stjórnvöld hafa hingað til gripið inn í efnahags­ og atvinnulífið í Covid­krísunni af nokkurri festu� Við höfum notið góðs af því hve sterkir innviðir Íslands eru� Innviðir sem voru byggðir upp í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrísunnar� Milljarðar hafa verið veittir til að styðja við þá sem hafa orðið fyrir mestum efnahagslegum áhrifum veirunnar� Nú skiptir mestu að halda áfram á þessari braut til að ná sterkri og hraðri viðspyrnu� Hið jákvæða er að það er svigrúm fyrir hendi til að fara í umfangsmiklar opinberar fjárfestingar og þar blasir við okkur einstakt tækifæri til að leggja áherslu á græna uppbyggingu� Afar mikilvægt er að stjórnvöld dragi ekki að sér hendur of snemma og að allir leggi sitt af mörkum: íslenska ríkið, Seðlabankinn, fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar� Verði efnahagsbatinn of hægur getur það haft alvarlegar langvarandi afleiðingar, takmarkaðan hagvöxt eða áframhaldandi samdrátt og atvinnuleysi� Kröftug viðspyrna er það sem við þurfum� Meðal þess sem stjórnvöld þurfa að gera er að koma á öflugum hvötum til að örva fjárfestingu innan einkageirans og hvötum sem stuðla að hraðri fjárhagslegri endur­ skipulagningu þeirra fyrirtækja sem hafa farið hvað verst út úr niðursveiflunni� Styðja við fyrirtæki sem líklegust eru til að vera hluti af uppbyggingunni með því að skapa störf, skila arðsemi og greiða skatta til samfélagsins� Hér skiptir ekki síst stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli� Jafnframt þarf að hlúa að nýjum kröftum sem leysast úr læðingi þegar við endurheimtum frelsið� Einum mannskæðasta heimsfaraldri síðustu aldar, inflúensufaraldrinum árið 1968, fylgdi tímaskeið grósku, sjálfbærni og frelsis á mörgum sviðum� Framundan er nýtt ár sem vonandi verður minnst í sögubókum framtíðarinnar fyrir snöggan viðsnúning, endurreisn og frjálsræði� Við getum og eigum að taka á málum af myndugleika og byggja upp, t�a�m� á sviði ferðaþjónustunnar sem er okkur svo mikilvæg, með sjálfbærni að leiðarljósi� Óskandi er að kraftur einkaframtaksins, hugvitssemi og elja fá notið sín á grunni sterkra innviða þar sem langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi� BENEDIKT GÍSLASON bankastjóri Arion banka

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.