Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 28

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 28
28 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 NÝR VERULEIKI Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Þetta sveiflukennda ár litaðist eðlilega mikið af COVID­19� Verðþróunin á íslenska markaðnum var nánast flöt þar til í seinni hluta febrúar 2020, eða um það leyti sem það rann upp fyrir heim­ inum hversu alvarleg ógn steðjaði af þessari veiru� Markaðir um allan heim tóku dýfu� Þegar mest lét, upp úr miðjum marsmánuði, hafði heildarvísitala Nasdaq Iceland lækkað um 22% frá ársbyrjun� Á Norðurlöndunum lækkaði OMX Nordic 40 vísitalan mest um 26,5% og vestanhafs lækkaði S&P 500 vísitalan um 31%� Veltan jókst til að byrja með en sveiflurnar líka� Fjár­ málafyrirtæki áttu erfitt með að sinna viðskiptavakt við þessar aðstæður, sem ýtti enn fremur undir sveiflur og hækkaði viðskiptakostnað� Enginn vissi hvernig þessi faraldur myndi þróast – og það var að taka sinn toll� TÆKNIN TIL BJARGAR Markaðurinn sýndi samt ótrúlega seiglu og aðlögunarhæfni við þessar aðstæður, sem og reyndar ansi margar aðrar atvinnugreinar� Borðstofur, bílskúrar og barnaherbergi tóku við af stílhreinum skrifstofum í glerturnum� Gufustrau­ juðum jakkafötum og drögtum var skipt út fyrir kósígalla� Zoom og Teams tóku við af fundarherbergjum með örnefni� Eins og fingri væri smellt var markaðurinn nánast alfarið rek­ inn frá heimilum starfsfólks þeirra fyrirtækja sem að honum standa� Allt gekk meira og minna hnökralaust fyrir sig� Þessi aukna áhersla á tækni var einnig stór áhrifaþáttur á sjálfum markaðnum þetta árið� Þekktasta hlutabréfavísitala heims, bandaríska S&P 500 vísitalan, hækkaði um 11% frá upphafi árs og til loka nóvember, þrátt fyrir að flestar hagtölur bentu til alvarlegrar kreppu� „Er markaðurinn end­ anlega genginn af göflunum?“ – fóru margir að spyrja sig� Undirritaður ætlar hvorki að staðfesta né útiloka það, en telur rétt að benda á að hlutabréfavísitölur endurspegla ekki endilega raunhagkerfið eins og það er í dag� Er það hvorki staðfesting á því að markaðurinn sé á villigötum né að hann sé rétt verðlagður, heldur einfaldlega lýsing á eðli vísitalna og markaða� Hlutabréfaverð ræðst af væntingum um framtíðina� Sem dæmi má nefna geta fyrirtæki sem eru fjarri því að skila hagnaði verið afar verðmæt, eins og á oft við um efnileg fyrirtæki í tækni og nýsköpunargeiranum� Þegar hálfur heimurinn var settur í einangrun beindust augu fjárfesta einmitt að tækninni� Hlutabréf Zoom hækk­ uðu t�d� um 596% frá upphafi árs og til loka nóvember� Hin gríðarstóru og ört vaxandi FAANG tæknifyrirtæki hækkuðu einnig talsvert á sama tímabili, þ�e� Facebook (um 32%), Amazon (um 81%), Apple (um 59%), Netflix (um 49%) og Google/Alphabet (um 28%)� Án tæknifyr­ irtækja hefði ávöxtun S&P 500 vísitölunnar væntanlega verið eitthvað hóflegri� Svipaða sögu var að segja af mörgum mörkuðum, en tæknin var aftur á móti ekki eins áberandi á þeim íslenska� Hampiðjan, sem er skráð á First North markaðinn, var hástökkvari ársins á íslenska markaðnum, en hlutabréf félagsins hækkuðu um 58% til loka nóvember� Þar á eftir fylgdu Síminn (42%), Sjóvá (39%), Kvika banki (36%), Origo (34%) og TM (33%)� SUMT FÓR SUÐUR Það kemur líklega fáum á óvart að höggið var þyngst hjá þeim starfsgreinum sem urðu fyrir mestum áhrifum af faraldrinum, eins og ferðaþjónustunni� Á undanförnum árum hefur oft komið upp í umræðunni hversu fá fyrir­ tæki úr ferðaþjónustunni hafi verið skráð á markað, en Icelandair Group stóð þar eitt á báti (eitt í flugvél?) þegar faraldurinn hófst� Hlutabréfaverð Icelandair Group var 82% lægra í lok nóvember en það var í upphafi árs� Svipaða sögu var að BALDUR THORLACIUS framkvæmdastjóri sölu­ og viðskiptatengsla hjá Nasdaq

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.