Vísbending - 25.12.2020, Page 29
29V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
segja af erlendum mörkuðum, þar sem þekkt félög eins og
SAS lækkuðu um tæplega 90% á sama tímabili og Scandic
Hotels Group um 56%� Fasteignafélög hér og erlendis
fóru mörg hver illa út úr þessu ástandi, en hlutabréfaverð
Reita lækkaði t�a�m� um 18% á árinu og Regins um 16%,
á meðan Eik hækkaði lítillega (um 4%)�
ÓVISSA OG UMBREYTINGAR
Af ýmsum ástæðum hafa tækni og nýsköpunarfyrirtæki
ekki sótt á markaðinn í jafn miklum mæli hér á landi
og í nágrannalöndum okkar� Þetta er meðal annars út af
sögulega háu vaxtastigi og ákveðnum misskilningi sem
virðist ríkja um eðli markaðarins þegar kemur að óvissu
og umbreytingum� Sú staðreynd leiðir okkur að einni
stærstu áskorun markaðarins á árinu, endurfjármögnun
Icelandair Group�
Það er fljótt að gleymast, hversu umfangsmiklu verkefni
stjórnendur Icelandair Group stóðu frammi fyrir í upp
hafi faraldursins� Binda þurfti ansi marga lausa hnúta til
að það tækist að bólusetja félagið fyrir mestu áhrifunum
af COVID19, en það virðist blessunarlega hafa tekist
nokkuð vel – miðað við viðbrögð markaðarins eftir að
hlutafjárútboð félagsins kláraðist, í september�
Þangað til var eins og hlutabréfamarkaðurinn hefði verið
kyrrsettur með flugflota félagsins� Það heyrðist úr mörgum
áttum að fjárfestar vildu helst ekki hreyfa sig fyrr en þeir
vissu hvað yrði um félagið, hvort þeir myndu fjárfesta
í hlutafjárútboði þess og þá fyrir hversu háar fjárhæðir�
Margir þeirra vildu að Kauphöllin stöðvaði viðskipti um
vorið, þar til úr óvissunni hefði verið skorið� Slík stöðvun
hefði þurft að vara í marga mánuði og hefði komið sér afar
illa fyrir bæði fjárfesta og félagið�
Um allan heim má finna fjölmörg dæmi um almenn
ingshlutafélög sem standa reglulega frammi fyrir viðlíka
óvissu og Icelandair Group hefur gert á þessu ári� Fyrirtæki
eru jafnvel skráð á markað án þess að hafa aflað nokkurra
tekna – og án þess að nokkur vissa sé fyrir því að forsendur
þeirra fyrir framtíðar tekjuöflun munu standast� Sum þeirra
vaxa og dafna, önnur dala, þau fara í umbreytingar og
jafnvel umbylta starfsemi sinni� Þetta gera þau allt fyrir
opnum tjöldum, sem almenningshlutafélög, en það gerir
þeim hluthöfum sem vilja síður taka þátt í vegferðinni með
þeim kleift að selja og öðrum að kaupa�
Til þess er leikurinn gerður� Að liðka fyrir því að frum
kvöðlar og spennandi fyrirtæki gefi aflað sér fjármagns til
að ná metnaðarfullum markmiðum� En markaður fyrir
áhættufjármagn mun seint blómstra þegar vextir eru háir og
bróðurpartur fjárfestinga kemur frá lífeyrissjóðum, sem eru
í eðli sínu nokkuð áhættufælnir� Til þess þarf meiri breidd
í fjárfestahópinn – og það fór einmitt að glitta í ákveðna
þróun í þá átt þegar líða tók á árið�
ENDURKOMA ALMENNINGS
Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði viðskiptum um 35%
miðað við sama tímabil árið 2019, þrátt fyrir að velta hafi
dregist saman um 11%� Þróunin var umfram allt áber
andi í hlutabréfum Icelandair Group, þar sem viðskiptum
fjölgaði um 46% þrátt fyrir 60% lækkun í veltu� Fleiri, en
smærri, viðskipti þóttu vera nokkuð skýr vísbending um
að einstaklingar væru að verða atkvæðameiri í viðskiptum�
Staðfestingin kom svo endanlega um miðjan septem
ber með niðurstöðum almenns útboðs Icelandair Group,
um miðjan september� Alls bárust tilboð frá níu þúsund
einstaklingum í útboðinu og hluthöfum fjölgaði um sjö
þúsund, sem er frekar sturluð staðreynd í ljósi þess að
fyrir útboðið voru ríflega átta þúsund skráðir hluthafar í
íslenskum almenningshlutafélögum, samtals! Bendir flest
til þess að þetta hafi að megninu til verið nýir fjárfestar,
en miðað við nýjustu tölur frá Nasdaq verðbréfamiðstöð
er heildarfjöldi einstaklinga sem eiga í íslenskum almenn
ingshlutafélögum ríflega 16 þúsund� Um tvöföldun frá
því sem áður var�
Eftir útboðið hefur fjöldi viðskipta á markaðnum haldið
áfram að þokast upp á við og hefur hvert metið á fætur öðru
verið slegið, ef litið er til fjölda viðskipta á einum degi frá
hruni� Á sama tíma og einstaklingsfjárfestum er að fjölga
hefur heyrst að skuldsettir spákaupmenn hafi farið svo illa
út úr fyrstu bylgjunni, þegar verð lækkaði hvað mest, að
þeir hafi nánast horfið af markaðnum� Vonandi þarf ekki
að hafa miklar áhyggjur af því að þeir sýni sig aftur, en
slíkir fjárfestar eru einnig hluti af þeirri mikilvægu breidd
sem markaðir þurfa til að geta blómstrað� Við þann lista
má svo bæta erlendum fjárfestum, sem eru afar mikilvægur
hlekkur í vistkerfi öflugra markaða�
Tvennt kom til á árinu sem fyllir mann bjartsýni um
aukna aðkomu erlendra fjárfesta á komandi misserum� Í
fyrsta lagi var tilkynnt um að íslenski markaðurinn yrði
loksins tekinn inn í ákveðnar vísitölur MSCI næsta vor,
eftir að hafa verið áður tekinn inn í samskonar vísitölur
hjá FTSE� Þetta þýðir í stuttu máli að erlendir sjóðir, sem
fjárfesta í samræmi við umræddar vísitölur, eru nú líklegri
til þess að bætast við hluthafahóp íslenskra félaga�
Í öðru lagi tók Nasdaq verðbréfamiðstöð upp nýtt kerfi
og sameinaðist Nasdaq CSD, sem gerði þeim kleift að
uppfylla ítrustu gæðakröfur alþjóðlegra fjárfesta� Verð
bréfamiðstöðvar hafa stundum verið kallaðar pípulagnir
markaðarins� Ef þær virka vel tekur fólk ekki mikið eftir
þeim� Ef ekki, verða fjárfestar fljótlega varir við skítafýlu�
Og erlendir fjárfestar eru eins og grandvarir kaupendur,
sem fjárfesta ekki í fasteignum án þess að láta mynda
pípulagnirnar fyrst�
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
Eitt allra stærsta málið á árinu voru svo lækkandi stýrivextir�
Lækkanir sem komu ekki af góðu, en gætu þó haft góð áhrif
á markaðinn� Ekki er ólíklegt að þær hækkanir sem orðið
hafa á hlutabréfaverði á árinu megi að einhverju leyti rekja
til þessara aðgerða� Ef vel tekst til munu þær vera hvetjandi
fyrir fjármögnun á markaði og fjölgun skráðra félaga, sem
gæti hvort tveggja skipt sköpum í viðspyrnunni�
Mikið hefur gengið á þetta árið og ljóst er að markaður
inn í dag er allt annar en hann var fyrir ári síðan, af ýmsum
ástæðum� Nýr veruleiki blasir við, en tíminn einn mun
leiða í ljós hvernig úr honum verður unnið� Það verður
því afar fróðlegt að taka stöðuna að ári� Gleðileg jól – og
farsælt komandi ár!