Vísbending - 25.12.2020, Qupperneq 42
42 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
MOLAR ÚR VÍSBENDINGU
Á ÁRINU
TIL SKAMMS TÍMA GETUR hagkerfið orðið fyrir skell ef
farsótt tekur að breiðast út um Evrópu� En slíkur skellur
krefst annars konar viðbragða en þeirra sem felast í hefð
bundinni peningastefnu og fjármálastefnu ríkisins� Þá
verður að tryggja að fyrirtæki geti staðið í skilum þótt
starfsemi sé í lágmarki og að nauðsynjum sé komið til
almennings� Það þarf ekki einungis að gera áætlanir um
viðbrögð heilbrigðiskerfisins heldur einnig efnahagsleg
viðbrögð�
Gylfi Zoega, Vísbending 14. febrúar 2020.
NAUÐSYNLEGT ER AÐ GRÍPA til sérsniðinna tilslakana í
ríkisfjármálum og innspýtingar opinbers fjár undir þessum
kringumstæðum� Aðstoða þarf bæði heimili og fyrirtæki
við að standa við skuldbindingar og halda rekstri gangandi�
Þar þurfa að koma bætur vegna tapaðra tekna, þeirra sem
ekki eiga veikindadaga, atvinnuleysisbætur til handa þeim
sem missa vinnu, eða hafa haft tekjur í svarta hagkerfinu�
Guðrún Johnsen, Vísbending 13. mars 2020.
HAGKERFI HEIMSINS ERU SAMOFIN, þau eru háð við
skiptum hvort við annað svo efnahagsskellur í einu ríki
hefur í för með sér margföldunaráhrif� Stjórnvöld þurfa
að bregðast við þeim efnahagslegu áhrifum sem viðbragðs
aðgerðir hér á landi og erlendis hafa í för með sér�
Þórunn Helgadóttir, Vísbending 3. apríl 2020.
AÐ LOKUM ER RÉTT að minna á að heilbrigðiskerfið okkar
hefur sýnt fram á það í faraldrinum að hægt er að beita
mikilli nýsköpun á undraverðum hraða með snjöllum
úrræðum til að bregðast við ógninni� Helstu seðlabankar
heims hafa gert slíkt hið sama á sínum sviðum� Þannig
hefur það afhjúpast að verðmætin sem rekstur hins opin
bera skapar geta verið mun meiri en kostnaðurinn�
Ásgeir Brynjar Torfason, Vísbending 24. apríl 2020.
Í KREPPUM OG NIÐURSVEIFLUM síðustu áratuga hafa
karlmenn yfirleitt orðið verr úti á vinnumarkaði en konur�
Til að mynda jókst atvinnuleysi mun meira á meðal karla
en kvenna í kjölfar hrunsins� … Ýmsar vísbendingar benda
þó til þess að áhrif þeirrar kreppu sem við göngum inn
í nú verði ólík fyrri kreppum, og að í þetta sinn verði
áhrifin meiri meðal kvenna�
Herdís Steingrímsdóttir, Vísbending 1. maí 2020.
ÞEGAR Á REYNDI ÞÁ reyndust nauðsynlegustu störfin
vera þau störf sem heilbrigðisstéttirnar vinna� Störfin
sem hreingerningarfólk innir af hendi og störfin sem
kennarar vinna� Ef til vill er kominn tími til að endur
meta virði starfa í þessu ljósi� Getum við án þessara
starfa verið?
Katrín Ólafsdóttir, Vísbending 29. maí 2020.
ÞAÐ ER MIKLUM MUN ódýrara að koma í veg fyrir atvinnu
leysi frekar en að bregðast við því� Þetta gildir á mörgum
sviðum, t�d� almennu heilbrigði (viðhald á heilbrigðri
sál og líkama er ódýrara en dýr læknismeðferð) og þegar
kemur að tryggingum (oft er ódýrara fyrir tryggingafélög
að koma í veg fyrir skaða frekar en að borga trygginguna
vegna skaðans)� Það er betra að byrgja brunninn áður en
barnið fellur ofan í hann�
Ólafur Margeirsson, Vísbending 7. ágúst 2020.
ENGIN HANDBÓK ER TIL um rétt viðbrögð við heims
faraldri, en ljóst er að yfirvöld munu ekki leysa þennan
vanda ein� Móta þarf stefnur í sátt og sameiningu með
gagnkvæmum skilningi á þeim erfiðu kringumstæðum
sem launamenn jafnt sem atvinnurekendur standa nú
frammi fyrir�
Anna Hrefna Ingimundardóttir, Vísbending 28. ágúst 2020.
2020
Ljósmynd: Bára Huld Beck