Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 23. árg. 1. apríl 2020 - kr. 950 í lausasölu
• 2 STÓ
RAR P
IZZUR
AF M
ATSEÐ
LI
• 2 ME
ÐLÆT
I AÐ E
IGIN V
ALI
• 2 SÓS
UR AÐ
EIGIN
VALI
• 2 L G
OS
AÐEIN
S 5.99
0 KR.
Systurnar Tara og Elma Davíðsdætur í Borgarnesi eru í hópi þeirra fjölmörgu sem dvelja heima hjá sér þessa dagana. Hér stilla þær sér upp við glugga heima hjá sér
ásamt böngsunum sínum. Sjá fleiri myndir inni í blaðinu af rölti Gunnhildar Lind ljósmyndara um Borgarnes um síðustu helgi þar sem víða mátti sjá börn og bangsa.
Í fjáraukafrumvarpi sem samþykkt
var á Alþingi síðastliðinn mánudag
var ákveðið að leggja til fjármuni til
að ýmissa fjárfestingar- og þróunar-
verkefna um nýtingu orku og þró-
un á eldsneyti til samgangna. Þar er
meðal annars horft til að gera hag-
kvæmni- og fýsileikakönnun á einu
af þeim verkefnum sem Þróunar-
félag Grundartanga hefur unnið að
undanfarin misseri í samstarfi við
Elkem. Um er að ræða framleiðslu á
svokölluðu rafeldsneyti til notkunar
á bílum og skipum. Fjárhæð ríkisins
til þróunarverkefnisins er 50 millj-
ónir króna. Áður hafði Þróunarfélag
Grundartanga fengið 12 milljón
króna framlag ur Orkusjóði vegna
áforma um hitaveitu, sem byggir á
nýtingu glatvarma frá Elkem. Til
viðbótar við þessi framlög leggja
Hvalfjarðarsveit og Akraneskaup-
staður svo fram verulega fjárhæðir
til þróunarfélagins.
Haraldur Benediktsson alþingis-
maður er nefndarmaður í fjárlaga-
nefnd, en auk þess er hann formaður
ráðgjafarnefndar Orkusjóðs. Hann
hefur unnið að framgangi þessa
verkefnis auk m.a. Þórdísar Kol-
brúnar R Gylfadóttur iðnaðarráð-
herra, Ólafs Adolfssonar formanns
stjórnar Þróunarfélags Grundar-
tanga og fleiri. „Stuðningur þessi
ætti að gefa þróunarfélaginu súrefni
til að efla starf sitt og þróa iðnaðar-
svæðið á Grundartanga til sóknar,“
segir Haraldur í samtali við Skessu-
horn.
En hvað er rafeldsneyti? Í minn-
isblað sem Bjarni Már Júlíusson hjá
BMJ Consultancy vann fyrir þróun-
arfélagið segir að hugtakið rafelds-
neyti sé notað sem samheiti fyrir
það eldsneyti sem fæst þegar þekkt-
ar eldsneytistegundir eru búnar til
úr vetni sem fengið er með rafgrein-
ingu vatns og íblöndun koltvísýr-
ings. Rafeldsneytið telst kolefnis-
hlutlaust þegar raforkan til fram-
leiðslunnar fæst frá endurnýjanleg-
um orkugjöfum og koltvísýringi sem
fangaður er frá losandi iðanaðar-
starfsemi eða úr andrúmsloftinu. Á
Grundartanga starfa tvær stóriðjur
sem losa alls um eina milljón tonna
af CO2 á ári og því er svæðið talið
kjörinn staður til að binda CO2 til
framleiðslu á rafeldsneyti. Flækju-
stig og hagkvæmni framleiðslunnar
ræðst svo af því hvaða tegund elds-
neytis verður framleidd.
Rafmagn er vara sem hefur þá sér-
stöðu að hún er notuð á sömu stundu
og hún er framleidd. Eina leiðin til
að geyma rafmagn er annað hvort að
hlaða því niður á rafgeyma eða um-
breyta því í vetni. Síðarnefndi kostur-
inn er sá sem nú á að taka til skoðunar
á Grundartanga. Með þekktri tækni
má nýta koltvísýring sem orkubera
fyrir vetnið fyrst um sinn og fram-
leiða t.d. brennisteinsfría og sótminni
dísilolíu. Iðnaðarsvæðið á Grundar-
tanga er talið ákjósanleg staðsetning
fyrir framleiðslu rafeldsneytis. Þar er
nægt landrýni og skilgreint iðnaðar-
svæði með góðri höfn. Svæðið hefur
auk þess öfluga tenginu við raforku-
kerfið, en þangað liggja þrjár 220 kV
raflínur Landsnets. mm
Stefna að framleiðslu rafeldsneytis
Yfirlit yfir framleiðsluferli rafeldsneytis og mögulega viðskiptavini.
Teikning: BMJ Consultancy.
Tilboð gildir út apríl 2020
Icelandic meat soup
1.690 kr.
HEIMSENT
OG TAKE AWAY
ást og friður
FRÍ HEIMSENDING
Breyttir opnunartímar:
Mán - mið: 11:30 - 14
Fim - fös: 11:30 - 21
Lau: 17 - 21
Sun: Lokað
Sími: 431- 4343
KJÖRIÐ FYRIR
EINSTAKLINGA
OG FYRIRTÆKI
Nú er opið kl. 8–18 í þjónustuverinu, 444 7000,
og á netspjallinu á arionbanki.is alla virka daga.
Hægt er að bóka heimsókn í útibú á arionbanki.is
ef ekki er hægt að leysa málið með öðrum hætti.
Notum Arion appið og netbankann.
Tökumst á við
þetta saman