Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202014 Lífið í Covid 19 Viðbrögð sveitarfélaga Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað á um að Mjölkursamsölunni bæri að greiða 480 milljónir til rík- isins. MS þarf að greiða 440 millj- ónir fyrir að hafa misnotað mark- aðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum hrámjólk til framleiðslu á mjólkurvörum á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, Kaupfélag Skagfirð- inga og dótturfélög þess, þurftu að greiða fyrir mjólkina. Auk þess var MS dæmd til greiðslu 40 milljóna fyrir að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu og brjóta þannig gegn ákvæðum samkeppn- islaga um upplýsingaskyldu. Málið má rekja til þess að árið 2012 sendi Mjólkursamsalan óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af þeim reikningi að Mjólka, sem var í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga, greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú. Í dómi Landsréttar segir að ljóst hafi verið að MS væri í markaðsráð- andi stöðu og að fyrirtækið hefði selt KS hrámjólk á allt að 17% lægra verði en öðrum kaupendum. Sama varan hafi því verið seld ólík- um aðilum á mismunandi verði sem hafði veikt samkeppnisstöðu þeirra sem hafi þurft að greiða hærra verð. Taldi dómurinn að ekki væru fyrir hendi hlutlægar aðstæður sem gætu réttlætt þennan verðmismunun. Landsréttur taldi því ótvírætt að MS ehf. hefði með háttsemi sinni gerst brotlegt við samkeppnislög. Brotin væru alvarleg, hefðu stað- ið yfir lengi og verið til þess fall- in að raska samkeppnisstöðu. Auk þess hefðu brotin snúið að mikil- vægri neysluvöru og þannig snert allan almenning á Íslandi. Staðfesti Landsréttur því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 440 milljóna sekt á hendur Mjólkursamsölunni, auk 40 milljóna króna sektar vegna brota á upplýsingaskyldu. kgk Heimsfaraldur vegna Covid-19 hefur nú áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra heimila. Í tilkynningu kveðst forysta Alþýðusambands Ís- lands leggja ríka áherslu á að stjórn- völd, fjármálastofnanir og aðrir kröfuhafar komi til móts við fólk í þessum erfiðu aðstæðum. „Öllu máli skiptir nú að tryggja afkomu- öryggi heimila þannig að öllum sé kleift að setja eigin heilsu og annarra í forgang. Liður í þessu er að opin- berir aðilar, sveitarfélög, fjármála- stofnanir, leigufélög, lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar sýni sanngirni og sveigjanleika varðandi greiðslu- fresti á meðan mesta óvissan stend- ur yfir. Mikilvægt er að innheimtu- kostnaður og dráttarvextir verði ekki lagðir á vanskil og fólki gef- ist tækifæri til að dreifa greiðslum og lengja í lánum svo greiðslubyrði fari ekki úr hófi fram.“ Þá segir í tilkynningu ASÍ að bankar, fjármálastofnanir, lífeyris- sjóðir og leigufélög hafi þegar til- kynnt um úrræði fyrir heimili sem þurfa aukið svigrúm við þessar að- stæður. „Alþýðusambandið bein- ir því til þessara aðila að þeir hafi ávallt að leiðarljósi að upplýsa ein- staklinga með skýrum og greinar- góðum hætti um áhrif þeirra úr- ræða sem í boði eru á greiðslubyrði til lengri og skemmri tíma og hvaða leiðir séu færar til að draga úr lang- tímaáhrifum á fjárhag heimilanna. Þá skuli öllum kostnaði sem inn- heimtur er vegna úræðanna haldið í lágmarki. Alþýðusambandið telur með öllu óásættanlegt að kröfuhaf- ar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum við núver- andi aðstæður. ASÍ mun á næstunni fylgjast náið með þeim greiðsluerf- iðleikaúrræðum sem boðið verður upp á og þeim þjónustugjöldum sem innheimt verða vegna þeirra,“ segir í tilkynningu frá forystu ASÍ. mm Á Akranesi er að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra búið að ræða ýmsar hugmyndir um hvernig skuli brgðast við afleiðingum Co- vid-19 en ekki sé búið að taka end- anlegar ákvarðanir um allt. Búið er að ákveða að fella niður gjöld fyr- ir þjónustu sem fólk getur ekki nýtt sér vegna þeirra aðstæðna sem hafa nú komið upp, svo sem leikskóla- gjöld og fæðisgjöld. „Hvort sem fólk hefur þurft að hafa börnin sín heima í sóttkví, vegna breytinga á fyrirkomulagi í leikskólunum, eða af því fólk kýs sjálft að hafa börnin heima, þá þarf ekki að borga fyrir þá þjónustu sem ekki er nýtt og það sama gildir um fæði í mötuneyt- um,“ segir Sævar Freyr í samtali við Skessuhorn. Metfjárfestingar fyrirhugaðar Í bæjarstjórn er að sögn Sævars nú til umræðu hvernig skuli styðja við fyrirtæki í bænum sem eru að glíma við erfiðleika vegna farald- ursins. „Við erum enn að ná utan um hvernig skuli útfæra aðstoðina. Hér á Akranesi er ekki mikið um ferðaþjónustufyrirtæki, en það er sá geiri sem talið er að finni fyrst fyrir áhrifum, svo við erum að horfa fram á öðruvísi áhrif hér en víða á land- inu,“ segir Sævar og bætir við að til greina komi að fresta gjalddögum á fasteignaskatti, jafnvel gera breyt- ingar varðandi gatnagerðagjöld og fleira. „Áður en þessi veira kom var búið að ákveða að fara í töluverð- ar fjárfestingar á þessu ári, met- fjárfestingar hjá okkur. En þrátt fyrir það erum við núna að skoða hvernig við getum gefið enn frek- ar í. Staðan hjá Akraneskaupstað er einstaklega góð, við skuldum lítið ásamt því að við eigum tvo milljarða handbært fé og í aðstæðum eins og þessum eiga opinberir aðilar að stíga inn til að tryggja að atvinnu- stig haldist hátt,“ segir Sævar. Þá segir hann það einnig vera til skoð- unar hvernig megi stuðla að auk- inni atvinnuþróun og atvinnusköp- un á Akranesi. „Við erum heppin að hafa í raun verið byrjuð á þess- ari vinnu áður, en við erum búin að vinna að nokkrum þróunarverkefn- um, bæði fyrir Grundartangasvæð- ið og hér á Akranesi þar sem mögu- leikar eru til atvinnusköpunar. Við munum kynna aðgerðir Akranes- kaupstaðar á næstu dögum og von- um að á næstu vikum getum við kynnt áherslur okkar í nýsköpunar- málum fyrir íbúum,“ segir Sævar að endingu. arg Vilja auka atvinnusköpun á Akranesi Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Ljósm. úr safni/kgk Mjólkursamsalan sektuð um 480 milljónir Segja mikilvægt að fjármála- stofnanir hlífi heimilum Háskólar um allan heim finna sig nú knúna til að færa kennslu sína í fjarnám til að koma til móts við breyttar aðstæður vegna Covid-19 veirunnar. Vægi og eftirspurn fjar- náms eyks með hverju árinu og hafa háskólar fetað sig sífellt meira inn á þá braut en skyndilega eru komn- ar upp þær tímabundnu aðstæður að hefðbundnir kennsluhættir eru ekki lengur valmöguleiki í flestum löndum. Háskólinn á Bifröst hefur þróað fjarnám sitt frá árinu 2004 og er á meðal fremstu háskóla í heimi þegar kemur að kennsluháttum á því sviði. Á síðustu vikum hefur fjöldi samstarfsskóla víðs vegar um Evrópu leitað til Bifrastar og óskað eftir leiðbeiningum og aðstoð um það hvernig fjarnámi er best hátt- að. Síðastliðinn föstudag hélt Há- skólinn á Bifröst opinn kynning- arfund á netinu þar sem starfsfólk skólans kynnti kennsluhætti og að- ferðafræði skólans, sagði frá reynslu sinni og miðlaði hugmyndum sem hjálpað gætu skólum að hraða fjar- námsvæðingu sinni. Þar sem há- skólinn hefur kennt allt nám sitt um árabil í fjarnámi hefur myndast mikil reynsla og þekking um upp- byggingu fjarnáms á meðal starfs- fólks og stjórnenda skólans og álít- ur skólinn það vera samfélagslega skyldu sína að miðla þeirri þekk- ingu til skóla sem þurfa að bregðast við breyttum veruleika með stutt- um fyrirvara. Fundurinn var haldinn á Micro- soft Teams og tóku yfir 70 kennar- ar og stjórnendur 15 háskóla frá tíu löndum víðsvegar um Evrópu þátt á fundinum þar sem farið var yfir lykilatriði í fjarkennslu og starfsfólk Háskólans á Bifröst miðlaði meira en 15 ára reynslu sinni af kennslu í fjarnámi. „Mikil ánægja var á með- al þátttakenda fundarins og hefur Bifröst nú þegar hafist handa við að aðstoða nokkra þeirra skóla sem tóku þátt með innleiðingu fjarnáms í þeim skólum og ætlar starfsfólk og stjórnendur Bifrastar að verða þeim innan handar eins mikið og þörf er á,“ segir í tilkynningu frá skólan- um. mm Bifröst leiðbeinir há- skólum í Evrópu við framkvæmd fjarnáms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.