Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 20202 Virðum samkomubannið og förum eftir þeim fyrirmælum sem okkur eru gefin. Höldum alltaf tveimur metrum á milli okkar sé það hægt. Ekki taka æf- ingar með öðrum en þeim sem við búum með og pössum að börnin fari einnig eftir þessum reglum. Kíkjum af og til á vefinn covid.is og leitum upp- lýsinga um ástandið og hvað beri að varast. Enn eru umhleypingar í veðurkort- unum og jafnvel ekkert ferðaveður á laugardaginn. Á morgun er útlit fyr- ir minnkandi norðanátt, 5-13 m/s síð- degis en hvassara suðaustanlands. Léttur til á Suður- og Vesturlandi, ann- ars verða víða él. Frost 2-8 stig. Á föstu- dag er spáð norðaustanátt 5-13 m/s og él verða á Norðurlandi, en bjart veður sunnan heiða. Frost 0-10 stig og mildast syðst á landinu. Vaxandi aust- anátt og fer að snjóa við suðurströnd- ina um kvöldið. Á laugardag verður 13-20 m/s og snjókoma eða él og kalt í veðri. Á sunnudag er útlit fyrir norð- austan storm og snjókomu og minnk- andi frost. Á mánudag er spáð norð- austlægri átt og rigningu eða slyddu með köflum, en snjókumu norðvest- anlands. Í síðustu viku spurðum við á vef Skessuhorns hvernig lesendur vilja hjúpa snúðana sína. 37% vilja súkkul- aði á sinn snúð, 24% vilja heldur kara- mellukrem, 21% vilja glassúr á snúð- inn, 16% sverenda borða ekki snúða og 2% vilja eitthvað annað á sinn snúð. Í næstu viku er spurt: Lækkar þú í útvarpinu í bílnum þeg- ar þú ert að leggja honum? Í skugga kórónuveirunnar hefur líf okkar tekið töluverðum breytingum á stuttum tíma. Allir þeir sem taka að- stæðunum með jákvæðni og fylgja þeim fyrirmælum sem hafa verið gefin eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Næsta blað degi fyrr SKESSUHORN: Dymbil- vikan er í næstu viku. Til að Skessuhorn komist í hend- ur lesenda fyrir páskahátíðina verður lokið við vinnslu næsta blaðs mánudaginn 6. apríl og það prentað um kvöldið. Út- gáfudagur er þriðjudagur- inn 7. apríl. Skilafrestur efn- is og auglýsinga til birtingar í næsta blaði er því í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 6. apríl. -mm 23 smit í gær VESTURLAND: Alls höfðu 23 greinst með Covid-19 smit á Vesturlandi í gær, þriðju- daginn 31. mars. Hafði þeim fjölgað um fjóra frá því deg- inum áður. 318 voru í sóttkví í landshlutanum í gær. Stað- fest smit á landsvísu voru í gær 1.135 talsins og 960 manns voru í einangrun. Alls voru þá 30 manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19 sjúkdómsins, þar af tíu á gjörgæslu. 8.879 manns voru í sóttkví og 6.214 manns höfðu lokið sóttkví. 173 hafði þá batnað af Covid-19. -kgk Pósturinn dreifir mat LANDIÐ: Íslandspóstur býð- ur nú upp á að dreifingu mat- væla og annarrar dagvöru í sveitir landsins. Með þessu er fyrirtækið að svara mikilli eft- irspurn sem verið hefur eftir heimsendingu frá viðskipta- vinum sem búa í sveitum en eftirspurn hefur vaxið mik- ið að undanförnu, segir í til- kynningu. -mm Veðurhorfur Setja á bundið slitlag á malarvegi víða um landið og dreifist fjárfestingin í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi. Fimmtán milljarðar í sérstakt átak Framkvæmdir við samgöngumann- virki eru stærsti einstaki liðurinn í sérstöku 15 milljarða fjárfest- ingarátaki ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu. Þingsályktunartillaga um aðgerð- irnar var tekin til umræðu á Alþingi á fimmtudag. Viðhald húsa á Vesturlandi Áformað er að verja rúmum 2,0 milljörðum til endurbóta og við- halds fasteigna. Þar af verður 400 milljónum ráðstafað í húsnæði heil- brigðisstofnana. Breytingar innan- húss á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og utanhússviðhald heilsugæslunn- ar á Akranesi falla þar undir. Farið verður í viðhald og endur- bætur á húsnæði lögreglu- og sýslu- mannsembætta fyrir 210 milljónir. Meðal annars endurbætur á lög- reglustöðinni á Akranesi og viðhald á húsnæði sýslumannsembættisins í Stykkishólmi. Til stendur að verja 411 milljón- um króna í viðhald og endurbætur á húsnæði framhaldsskóla, meðal annars utanhússviðgerðir á málm- iðnadeild Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Skógarstrandarvegur og Biskupsbeygja Framkvæmdir við samgöngumann- virki eru sem fyrr segir stærsti ein- staki fjárfestingaliður átaksins, en til þeirra er samtals áformað að verja 6,2 milljörðum á landsvísu. Ráðist verður í hafnarframkvæmd- ir fyrir 750 milljónir króna. Und- ir þann lið átaksins falla m.a. dýpk- unarframkvæmdir í Ólafsvík og sjó- varnir á ýmsum stöðum vegna tjóns í óveðrum. Farið verður í vegaframkvæmd- ir og hönnun fyrir 1,86 milljarða króna. Snæfellsnesvegur um Skóg- arströnd er kominn þar á dagskrá, sem og Biskupsbeygjan svokallaða á Holtavörðuheiði og framkvæmd- ir og hönnun við Vesturlandsveg. Einnig er áformað að setja einn milljarð króna í framkvæmdir við tengivegi. Setja á bundið slitlag á malarvegi um allt land og dreif- ist fjárfestingin um landið í hlut- falli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi. Enn fremur er milljarði til viðbót- ar varið í ýmsar viðhaldsaðgerðir á vegum um land allt. 15 milljarðar alls Heildarverðmæti fjárfestingarátaks- ins nemur sem fyrr segir 15 millj- örðum króna til verkefna á lands- vísu. Utan Vesturlands má nefna að áformað er að 200 milljónum verið varið til stækkunar Grensássdeildar Landspítalans á þessu ári, en áætl- aður heildarkostnaður er 1,6 millj- arðar á næstu þremur árum. Stefnt er að því að byggja nýja hjúkrunar- deild á Húsavík fyrir 200 milljón- ir, 100 milljónum verður varið í ný- byggingu áfangaheimilis fyrir þol- endur kynferðisofbeldis og sömu upphæð í öryggisvistun, en samtals er áætlað að verja 700 milljónum til nýbygginga og meiriháttar end- urbóta húsnæðis. 100 milljónum verður varið í byggingu flugskýl- is fyrir Landhelgisgæsluna og 350 milljónir fara í flughlað á Akureyri og akbraut á Egilsstaðaflugvelli. Samtals er áformað að verja 1.365 milljónum til orkuskipta, grænna lausna og umhverfismála á landsvísu. Er stærsti liður þess 500 milljóna framlag til orkuskipta í samgöngum og átaks í bindingu kolefnis. 1,75 milljörðum verður varið til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina, þar af 750 milljóna framlag til menningar, íþrótta og lista. Alls verður 1,35 milljörðum varið í Stafrænt Ísland og verkefni tengd upplýsingatækni, þar af 500 milljóna framlag í endurnýjun lyk- ilgrunnkerfa hins opinbera og 500 milljónum til að hraða frekar staf- væðingu opinberrar þjónustu. kgk/ Ljósm. úr safni. Snæfellsnesvegur um Skógarströnd kemst nú á framkvæmdaáætlun. Meðal tillagna er að Heilbrigðisstofnun Vesturlands fái 200 milljónir króna til viðhalds og endurbóta á starfsstöðvum stofnunarinnar. Meðal annars er áformað að færa öll endurhæfingarrýmin í Stykkishólmi á einn stað. Farið verður í dýpkunarframkvæmdir á höfninni í Ólafsvík. ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR NET LAGERSALA SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.