Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 19MIÐVIKUDAGUR 12. FEB ÚAR 20 Lífið í Covid 19 Hver er konan? Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, húsfreyja á Litlu Grund í Reykhólahreppi og grunnskólakennari í Reykhóla- skóla. Aðeins 48 ára gömul, gift fjögurra barna móðir og fjögurra barna amma. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Nei og já. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sjálfri mér en viður- kenni að ég hef áhyggjur af því að maðurinn minn fái veikina þar sem hann er með undirliggjandi sjúk- dóm. Er samt frekar slök yfir þessu öllu saman. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Ég á þrjá stráka sem búa heima, einn þeirra er í framhaldsskóla í Reykja- vík og hann er komin heim, hinir tveir eru í grunnskóla. Það er meira heimanám sem getur stundum tek- ið á, þrátt fyrir að ég sé kennari. Uppþvottavélin fær að vinna vinn- una sína og er hún að lágmarki sett í gang þrisvar á dag. Fleiri máltíðir sem þarf að framreiða. Öll innkaup fara öðruvísi fram og nú er gott að búa á sauðfjárbúi og eiga nóg í kist- unni. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Ég hef þurft að hugsa starfið mitt upp á nýtt og notfæra mér tæknina þar sem við kennum nemendum að hluta í gegnum fjarnám. Ég er heppin að kenna unglingun- um, fyrir utan að þau eru frábær, þá eru þau komin ótrúlega langt í tækninni. Við höfum verið að nota Google umhverfið í kennslu síðast- liðin tvö ár. Þannig að við þurftum ekki að læra eins mikið að vera í fjarkennslu eins og svo margir hafa þurft að gera. Einnig hefur ver- ið mikilvægt að fara aðeins út fyr- ir kassann og finna verkefni sem henta öllum. Því foreldrar er mis- jafnlega í stakk búnir að aðstoða börnin sín í náminu. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Fyrst trúði ég ekki að þessi vírus myndi smitast frá Kína til Íslands, kannski fór ég að taka þessu alvar- lega eftir að reglulegir blaðamanna- fundir með Víði, Ölmu og Þórólfi byrjuðu. Ég les hins vegar mikið um Covid-19 og hef mest „gaman“ af því að lesa kommentin sem koma á eftir, finnst ótrúlegt hvað fólk get- ur skrifað á netinu. Kannski svolítið skrítið áhugamál! Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Mikilvægt er að vera með sínum nánustu og njóta augnabliksins. Vera þakklátur fyrir það sem maður á. Síðast en ekki síst fara eftir fyrir- mælum Almannavarna. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Ég er mjög sátt með stjórnvöld. Al- mannavarnanefnd hefur unnið frá- bært starf og ekki látið undan þrýst- ingi frá almenningi sem eru sjálf- skipaðir „Covitar“. Stjórnvöld hafa reynt sitt besta og ég er ánægð með að þau eru ekki að taka fram fyrir hendurnar á Almannavörn- um. Stjórnvöld eru einnig að reyna koma efnahagslífinu til hjálpar. Ég held hins vegar að fyrirtæki þurfi að hugsa til mögru áranna og eiga ein- hvern sjóð í stað þess að borga eig- endum þeirra arð upp á milljarða og þurfa svo að treysta á ríkið þegar minnsta mótlæti kemur upp. Hefur samkomubann áhrif á þig? Já og nei. Ómeðvitað hefur það áhrif! Ég fer lítið í heimsóknir og fáir koma til mín (vona að það sé út af Covid). Við í unglingadeildinni erum búin að vera í vetur að safna fyrir Danmerkurferð sem átti að fara í 17. apríl og við að sjálfsögðu förum ekki. Árshátíð Reykhólaskóla átti að verða föstudaginn 27. mars og verður ekki. Stundum líður mér eins og ég sé stödd í bíómynd. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Ég versla sjaldnar og meira í einu í matvælaverslun. Mikilvægt er að styrkja verslun í heimahéraði til þess að tryggja að þær geti starfað áfram. Verst er að vegna fjarkennslu er ég meira í tölvunni og þar af leið- andi er ákveðin hætta að freistast til þess að versla ýmiskonar óþarfa af netinu. Er að reyna að muna að spyrja mig lykilspurninga áður en ég ýti á „kaupa“. Vantar mig hlut- inn, þarf ég hlutinn og mun ég nota hlutinn? Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Við komum til með að læra að vera sjálfum okkur næg og vera þakklát fyrir það sem við eigum. Kosturinn er líka að Covid hefur haft gífurlega góð áhrif á umhverfið okkar, kol- efnisporin okkar hafa snarminnkað og kannski munum við hugsa aðeins áður en við framkvæmum. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Mínar björtustu vonir eru að þetta verði búið um miðjan maí áður en sauðburður hefst. Meðalbjarsýnin er um miðan júní því þá ætlar dótt- ir mín að gifta sig og svartsýnasta spáin er í ágúst. Annars er ég eng- inn Coviti og hef bara ekki hug- mynd um það. Ætla bara að hlusta og hlýða. Kanntu góðan Covid brandara? Ég man ekki eftir neinum sérstöku í augnablikinu en mér finnst Covit- arnir í kommentakerfinu oft vera afskaplega fyndnir. En þeir eru bara oft og tíðum ekki prenthæfir. Hver er konan? Sigrún Vigdis Gylfadóttir, 48 ára deildarstjóri á leikskólanum Akra- seli á Akranesi. Búsett í Kalastaða- koti í Hvalfjarðarsveit. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já, þetta er ekkert djók – er dauð- ans alvara. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hann hefur aðallega tvenns konar áhrif: - Ég er heima í hálfan mánuð að læknisráði vegna meðfædds hjarta- galla þannig að ég er eiginlega í sjálfskipaðri sóttkví. Það er mjög skrýtið að fara ekki í vinnuna en vera samt ekki lasinn. Leikskóla- kennarar vinna í mikilli nánd við börnin og þó öllum reglum um litla hópa, fjarlægð og hreinlæti sé gætt, þá er áhættan á smiti alltaf til stað- ar. Þannig að núna fer ég ekki í æv- intýraferðir með börnunum heldur fer ein í göngutúra um landareign- ina, spjalla aðeins við hrossin (nei þau eru ekki fleiri en 20 í þessum hópi!) og segi þeim sjóræningja- sögurnar sem börnin hefðu annars fengið að heyra. - Svo erum við hjónin í ferðaþjón- ustu. Við leigjum út alveg einstakt 100 ára gamalt kaupfélagshús sem fjölskyldan hans Kalla gerði upp og er staðsett nánast í fjöruborðinu. Afbókanir hafa hrúgast inn sem hefur í för með sér þónokkuð tekju- tap því apríl var fullbókaður og maí bókanirnar eru byrjaðar að detta út líka. Við erum einnig með sam- komusal sem er fullbókaður í sumar undir brúðkaup og það er spurning hvort veiran og samkomubann nái að hafa áhrif á það líka. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Get ekki sinnt henni eins og stað- an er í dag. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Ég man það ekki alveg, en ég verð að viðurkenna að ég var í hálfgerðri afneitun til að byrja með eins og sjálfsagt margir. Maður heyrði um þetta í fréttunum en svo kom samkomubannið og þá breyttist allt. Ég var líka treg að hafa samband við lækninn minn þegar vinnuveit- andinn og fjölskyldan báðu mig um það. Ég væri jú í áhættuhóp en mér fannst ég ósnertanleg. En þegar læknirinn segir manni að halda sig heima þá þarf að taka hlutina alvar- lega og hlýða (enda vel uppalinn að eigin sögn). Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að ALLIR beri ábyrgð, við erum í þessu saman. Það hefur ENGINN rétt á því að „taka sénsa“, það gæti kostað uppáhalds frænda vinar þíns lífið – eða þig!¨ Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Mjög vel, ber fullt traust til þeirra sem og bæjarstjórn- og bæjar- stjóra. Hefur samkomubann áhrif á þig? Ekki núna, en það gerði það fyrstu vikuna eftur að það var sett á. Þá var ég í vinnunni og ég gleymi þeirri viku seint. Það var eins og sprengju hefði verið kastað inn í daglegt líf okkar, það þurfti bók- staflega að endurskoða og endur- skipuleggja allt. Enginn kunni á þetta „ástand“ en allir gerðu sitt allra besta. Hrós á skólastjórnend- ur. Eins ef samkomu bannið verður framlengt þá getur það haft áhrif á brúðkaupsveislur sumarsins. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Börnin mín, Svandís og Gylfi, hafa séð um það. Hef ekkert verslað á netinu. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Samheldni og að meta hvort ann- að og lífið. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Veit það ekki, en vona að það verði komið jafnvægi aftur á lífið/heim- inn í lok apríl, (hef alltaf verið bjartsýnismanneskja). Kanntu góðan Covid brandara? Nei, því miður. En ég get sagt frá því að uppáhalds mamman mín fékk hryssu í sjötugsafmælisgjöf frá Magga Magg - og Guðbjörgu kon- unni hans. Hryssan heitir Kóróna. Hún er bæði falleg og lætur vel að stjórn ólíkt hinni kórónunni. „Mikilvægt að vera þakklátur fyrir það sem maður á“ Ásta Sjöfn ásamt Kristjáni Steini syni sínum. Reykhólar í baksýn. „Allir verða að bera ábyrgð - við erum í þessu saman“ Sigrún Vigdís er nú í sjálfskipaðri sóttkví í sveitinni sinni. Hér með barnabarninu Leu Rún að heilsa upp á hestana.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.