Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 15 Borg útfararþjónusta er nýstofn- að þjónustufyrirtæki sem er í eigu Grétu Björgvinsdóttur og Guð- nýjar Bjarnadóttur í Borgarnesi. Fyrsta útförin í umsjón þeirra fór fram í liðinni viku. Skessuhorn fékk að forvitnast nánar um Borg útfar- arþjónustu og heyrði hugmynd- ir þeirra Grétu og Guðnýjar um starfsemina. ,,Fátt er tilviljun í líf- inu og margt virðist vera skrifað í handrit. Við stöllurnar þekktumst ekkert þegar við fluttum í Borgar- nes með þriggja mánaða millibili í kringum áramótin 2017 - 2018. Rúmum tveimur árum síðar rekum við saman nýstofnaða útfararþjón- ustu,“ segja þær Gréta og Guðný aðspurðar um aðdragandann að stofnun fyrirtækisins. Þær segjast ætla að leggja áherslu á að þjóna öllu Vesturlandi og að útfararstofu- leyfið sé ekki bundið við eitt svæði frekar en annað. Engu að síður vilja þær þjóna hverjum sem vill nýta þjónustu óháð staðsetningu. Dúfan er merkið Guðný og Gréta segja að Borg út- fararþjónusta muni leggja áherslu á persónulega þjónustu með virðingu og fagmennsku í fyrirrúmi. Samfé- lagið sé sífellt að verða flóknara, fjölmenning að aukast og mikilvægt sé að virða ólíkar þarfir og skoðanir fólks. „Við ætlum að leggja áherslu á að Borg útfararþjónusta veiti upplýsingar um útfararkostnað svo hann sé þekktur áður en til útfar- ar kemur og rík áhersla verður lögð á að þjónustan taki mið af aðstæð- um fólks á sorgartíma. Við leggjum einnig áherslu á gott samstarf við aðra aðila sem koma að þjónustu í tengslum við andlát og útför,“ seg- ir Gréta. Hún bætir við að merki fyrirtækisins, dúfan, sé samnefnari fyrir þær áherslur sem Borg hafi í þjónustu sinni. „Við völdum dúfuna hans Nóa sem sagt er frá í fyrstu Mósebók,“ segir Guðný. „Dúfuna sem sveif yfir ólgandi ringulreið hafsins og færði Nóa von í formi trjágreinar, sem sýndi að það var land og gróður framundan. Þann- ig viljum við skapa fólki von um að það sé land framundan og að í sorg- inni megi rækta það nýja land sem birtist eftir lát ástvina,“ segja þær Guðný og Gréta. Þegar byrjaðar ,,Ég hafði kynnt mér rekstur útfar- arþjónustu þegar ég flutti í Borgar- nes en taldi ekki tímabært að fara lengra með það verkefni á þeim tíma. Gréta starfaði sumarið eftir að hún flutti með þeim aðila sem hér hefur rekið útfararþjónustu. Við stöllurnar höfum ólíkan bak- grunn og teljum það jákvætt þegar kemur að því að þjóna fólki við erf- iðar aðstæður,“ segur Guðný. „Það var svo sameiginleg vinkona sem kynnti okkur og niðurstaðan var að við hófum í haust undirbúning að stofnun útfararþjónustu og áætl- uðum að hefja þjónustu í byrjun apríl. Við fengum starfsleyfi í mars og erum komnar með það sem til þarf fyrir þjónustuna,“ segir Guðný og bætir við að þær hafi þegar haf- ið störf en apríl var ekki genginn í garð þegar rætt var við þær. Bakgrunnurinn hjálpar Guðný er ættuð frá Kjalvararstöð- um í Reykholtsdal og er hjúkrun- arfræðingur, ljósmóðir og djákni. Hún hefur starfað víða í heilbrigð- iskerfinu allt frá 1972, lengst bjó hún í fjóra áratugi í Vestmanna- eyjum. Hún var vígð sem djákni til Ofanleitissóknar í Vestmannaeyj- um 2008. Gréta bjó á Álftanesi ásamt fjöl- skyldu sinni í þrjátíu ár áður en þau hjónin fluttu í Borgarnes. Hún hef- ur alið upp fjögur börn og er orðin tíu barna amma. Lengst af starfaði hún á ljósmyndastofu í eigu fjöl- skyldunnar. Þá hefur hún unnið við umönnunarstörf og starfað sem sjálfboðaliði hjá RKÍ. Gréta lærði hárgreiðslu og fleira sem snýr að snyrtingu. Þá lagði hún stund á list- og hönnunarnám sem lauk með út- skrift frá keramikdeild Myndlista- skólans í Reykjavík. Í dag rekur hún leirverkstæðið Litlu-Ljót í Borgar- nesi. Aðspurðar segjast þær Guðný og Gréta líta björtum augum til þjón- ustu við íbúa á Vesturlandi. „Við sjáum að það er þörf fyrir þjón- ustu af því tagi sem við ætlum að bjóða. Við erum komnar með það sem til þarf og erum til þjónustu reiðubúnar,“ segja Guðný Bjarna- dóttir og Gréta Björgvinsdóttir að endingu. Að endingu má benda á heima- síðuna borgutfor.is og á Facebook undir Borg útfararþjónusta. mm ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd umhverfis- og auðlindarráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í verkið: Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi - Byggingarútboð. Verkið felst í uppbyggingu nýrrar Þjónustumiðstöðvar í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi. Bygging gestastofunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur megin byggingum er tengjast með miðrými. Hluti byggingar kragar út yfir grunna, þar sem ekki má valda yfirborðsskemmdum á landi umfram það sem óhjákvæmilegt er. Húsið er á einni hæð staðsteypt og stálvirki að hluta, klætt með lerki. Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir verksvæðið, sem var framkvæmt í sérstöku jarðvinnuútboði. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagnaskurði undir og meðfram húsi. Um jarðvinnu gildir að lágmarka skal allt jarðrask, þannig að yfirborð lands umhverfis mannvirkin verði eins ósnortið og mögulegt er. Í fyrra útboði var vinnusvæðið girt af. Verktaki tekur við þessum girðingum, sér um að viðhalda þeim til að hindra óviðkomandi umferð fari um svæðið. Verktaki tekur á sama hátt við aksturshliði og gönguhliði og sér til þess að þau séu lokuð utan vinnutíma. Byggingarreiturinn er á hornlóð og liggur þjóðvegur í þéttbýli, Útnesvegur, með henni að norðanverðu. Norðan við þjóðveginn er íbúðabyggð Hellissands. Helstu stærðir: Brúttó flötur byggingar: 698 m² Brúttó rúmmál: 2.400 m³, Steinsteypa: 400 m³ Stálvirki: 24.000 kg. Timburklæðning útveggja: 850 m² Fyllingar: 1.200 m³ Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar í hinu rafræna útboðskerfi TendSign, laugardaginn 28. mars 2020. Ákvæði um val á tilboði er í grein 2.7 í ÍST 30 og í 79. gr. laga um opinber innkaup. Fyrirspurnir varðandi verkefni 21163 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnarfrestur rennur út 26. apríl 2020 en svarfrestur er til og með 30. apríl 2020. Tilboðum skal skila rafrænt í TendSign eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 5. maí 2020. Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni: www.utbodsvefur.is 21163 – Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi – Byggingarútboð ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Tilkynning um breytta þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar Til að auka aðgengi íbúa Akraness og Hvalfjarðarsveitar að starfsfólki félagsþjónustu og barnaverndar á tímum COVID-19 þá viljum við upplýsa um eftirfarandi: Hægt er að ná í starfsmenn á símatímum eða með því að senda tölvupóst. Símatímar starfsmanna eru í gegnum skiptiborð Akraneskaupstaðar í síma 433-1000: Símatímar félagsþjónustu eru: mánu- og fimmtudaga • milli kl. 11-12. Netfangið er: velferd@akranes.is Símatímar barnaverndar eru: þriðju- og miðvikudaga • á milli kl. 11-12. Netfangið er: barnavernd@akranes.is Ef um neyðartilvik er að ræða utan dagvinnutíma eða • um helgar, er alltaf hægt að ná sambandi við starfsmann barnaverndar á bakvakt í gegnum neyðarnúmerið 112. Mikilvægt er að samfélagið standi saman á þessum fordæmalausum tímum og fylgist vel með nærumhverfi sínu. Vegna einangrunar skapar Covid-19 hættu fyrir brotaþola heimilisofbeldis og fyrir börn í erfiðum heimilisaðstæðum. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við félagsráð- gjafa vakni grunur um slíkar aðstæður. Hjálpumst að við að hjálpa öðrum. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Borg útfararþjónusta er nýtt fyrirtæki á Vesturlandi Guðný Bjarnadóttir og Gréta Björgvinsdóttir hafa opnað Borg útfararþjónustu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.