Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Side 4

Skessuhorn - 01.04.2020, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hvað kennir þetta okkur? Þrátt fyrir að enn séu vísbendingar um að kórónaveirufaraldur sá sem nú gengur yfir heimsbyggðina hafi ekki náð hámarki útbreiðslu sinn- ar, bendir margt til þess að sú stund nálgist. Þegar liðið verður fram undir miðjan þennan mánuð verður hámarkinu náð hér á landi. Í Kína þar sem veiran greindist fyrst, eru nýsmitaðir nú sárafáir og lífið að nýju smám saman að taka á sig fyrri mynd. Þegar er nú ljóst að veiran reynist fólki misjafnlega erfið eftir því hvar það býr. Verst er ástandið í sunnanverðri Evrópu, á Spáni og Ítalíu, og vísbending- ar um að í Ameríku reynist hún sömuleiðis skeinuhætt. Fyrir því eru ástæður. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um að íbúar á norðlægum slóðum, eins og hér á landi og í Noregi, deyi hlutfallslega færri úr sjúkdómnum. Vissulega veikjast margir, en þeir ná heilsu að nýju. Eitt það athyglisverðasta sem ég hef lesið og tengist þessum nýja veirufaraldri eru hugleiðingar Norðmannsins Erik Martiniussen. Þar skrifar hann um sýklalyfjanotkun í landbúnaði og hugleiðir hvort samhengi sé á milli mikillar sýklalyfjanotkunar og fjölda dauðsfalla. Þakkar hann fyrir að í Noregi sé heilbrigðiskerfi sem sparar sýklalyf þar til fólk hefur raunverulega þörf fyrir slík lyf. Sömuleiðis að norsk- ir bændur nota varla nokkur sýklalyf í sínum landbúnaði. „Sennilega mun takmarkandi sýklalyfjastefna okkar nú bjarga lífi margra Co- vid-19 sjúklinga,“ skrifar Norðmaðurinn Erik Martiniussen í grein sem lesa má hér aftar í blaðinu í lauslegri þýðingu. Í síðustu viku greindum við frá því að brestur væri kominn í fæðu- öryggi okkar Íslendinga. Vegna skertrar framleiðslugetu á grænmeti á Spáni var Ísland fyrsta landið til að fá ekki sent grænmeti þaðan. Fyrirsjáanlegur væri því skortur á innfluttu grænmeti hér á landi, svo sem á gúrkum og tómötum. Mér þótti þetta afar merkilegt. Það skyldi þó aldrei vera að hin meinta aðild okkar að evrópsku efnahags- svæðinu risti ekki dýpra en þetta? Þegar á reynir passar hvert land nefnilega upp á sitt og greinilegt að Ísland er ekki gjaldgengur þátt- takandi í ESB. Þetta tvennt sem ég hef nefnt hér að framan, það er sýklalyfjanotk- un í matvælaframleiðslu erlendis og brestir í fæðuöryggi, sannfærir mig um eitt. Við Íslendingar eigum að nýju að verða sjálfum okkur nægir í matvælaframleiðslu. Ekki ósvipað og við vorum fyrir á að giska hálfri öld eða svo. Við eigum að leggja alla áherslu á að fram- leiða hér heima þann mat sem við þurfum til að tryggja fæðuöryggi okkar sjálfra ef til óvissutíma kemur, líkt og nú. Við eigum ekki að láta heildsala og stórkaupmenn ráða því hvað við fáum keypt til mat- ar. Hættum að sýna einhverjum peningaöflum linkind, stöndum keik og verjum það sem við erum best í, nefnilega innlenda matvælafram- leiðslu. Við höfum jú hreinasta landið, frjósama mold, nægan jarð- hita, endurnýjanlega orku og heilnæmasta kjötið. Við erum því rík þjóð af auðlindum, en það finnast sífellt einhverjir sem eru tilbúnir að tala þetta niður. Við veiðum besta fiskinn í heiminum og eigum að éta hann sjálf, við ræktum áfram heilnæmasta kjöt í heimi, án sýkla- lyfja, getum framleitt grænmeti allt árið og eigum að bjóða garð- yrkjumönnum að kaupa rafmagn á sama verði og stóriðjan. Núver- andi okur á rafmagni til þeirra er vissulega í boði stjórnvalda. Dustum því rykið af slagorðum á borð við; „Kaupum íslenskt,“ „Styðjum innlenda framleiðslu“ og „Verslum í heimabyggð.“ Lærum af þeirri reynslu sem nú er að hlaðast upp og berum höfuðið hátt. Slíkt kallast ekki þjóðremba, heldur hrein og klár skynsemi. Magnús Magnússon Heiðar Örn Jónsson hefur ver- ið ráðinn í starf eldvarnareftir- litsmanns og varaslökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar. Þrír aðrir sóttust eftir starfinu þegar það var auglýst; Bergur Már Sig- urðsson, Sigurður Þór Elísson og Viktor Örn Guðmundsson en að loknu ráðningarferli var ákveðið að ráða Heiðar til starfsins. Hann hef- ur störf um miðjan aprílmánuð. Heiðar hefur stundað nám í húsasmíði en er auk þess menntað- ur atvinnuslökkviliðsmaður, með stjórnendaréttindi fyrir slökkvilið og sjúkra- og neyðarflutningamað- ur. Hann hefur unnið að slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamálum frá 2014. Hann hefur starfað sem hluta- starfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu og sem neyðarflutningamaður á Heil- brigðisstofnun Suðurlands. Áður var hann slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Borgarbyggðar, sjúkra- flutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og smiður hjá EJI og Vörðufelli. kgk Mennta- og menningarmálaráð- herra úthlutaði úr aðalúthlut- un Safnasjóðs 2020 laugardag- inn 21. mars síðastliðinn. Samtals var úthlutað rúmum 177 milljón- um króna. Úr aðalúthlutun voru veittir 111 styrkir til 48 styrk- þega, samtals að verðmæti rúmlega 139,5 milljónir, en 177 umsókn- ir bárust. Einnig var 13 öndvegis- styrkjum úthlutað til viðurkenndra safna, en 23 umsóknir um slíka bár- ust sjóðnum. Úthlutanir öndvegis- styrkja skiptast svo: 37,7 milljónir í ár, 40,7 á næsta ári og 32 milljón- ir fyrir 2022. Heildarupphæð önd- vegisstyrkjanna fyrir árin þrjú nem- ur 110,4 milljónum króna, með fyr- irvara um fjármögnun safnasjóðs á næsta ári og 2022. Styrkir til tíu verkefna Fjögur söfn á Vesturlandi fengu styrki til tíu verkefna við aðalút- hlutun úr safnasjóði að þessu sinni. Byggðasafn Dalamanna fékk 2,5 milljóna króna styrk vegna pökkun safnskosts og flutninga. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk fjóra styrki: 1,4 milljónir til skráningar safnmuna, 700 þúsund til Skotthúfunnar 2020, 660 þúsund í viðbrögð við eftirliti Safnaráðs og 500 þús króna styrk til sýningarinnar Landfestar við Silfurgarð/Áttundi áratugurinn í Flatey. Byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi fékk þrjá styrki: 2,3 milljónir til skipulagðar safnfræðslu, 1,5 milljón til skráningar safngripa í Sarp og 1,3 milljónir í bætta varðveislu. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri fékk tveimur styrkjum úthlutað. Annars vegar 1,4 milljóna króna styrks til skráningar muna safnsins og hins vegar 750 þúsund krónur til verkefnisins Náttúru- túlkun í Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl. Tveir öndvegisstyrkir Byggðasafn Snæfellinga og Hnapp- dæla - Norska húsið, fær samtals 9,5 milljóna króna öndvegisstyrk vegna nýrrar grunnsýningar á næstu þrem- ur árum. Tveimur milljónum er út- hlutað á þessu ári, fimm á því næsta og 2,5 árið 2022. Byggðasafn Borgarfjarðar í Safna- húsi fær samtals fjögurra milljóna króna styrk til að hlúa að eldri safn- kosti og miðlun hans. Eru tvær millj- ónir veittar í ár og tvær á næsta ári. kgk Heiðar Örn Jónsson. Ljósm. Borgarbyggð. Heiðar Örn ráðinn til Slökkviliðs Borgarbyggðar Norska húsið í Stykkishólmi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk flesta styrki vestlenskra safna að þessu sinni þegar úthlutað var úr Safnasjóði. Ljósm. úr safni. Söfn á Vesturlandi fengu styrki úr Safnasjóði Ganga af svonefndum aldamótak- arfa virðist hafa gengið inn á Borg- arfjörð og hefur hans sömuleiðis orðið vart meðfram ströndinni allt suður á Akranes. Síðdegis á mánu- daginn fengu dorgveiðimenn á Borgarnesbryggju nokkra slíka fiska og sömuleiðis stangveiðimenn sem voru að renna fyrir silung á Seleyri. Á meðfylgjandi mynd hampar Þor- leifur Geirsson í Borgarnesi vænum karfa sem hann veiddi á mánudags- kvöldið á bryggjunni í Borgarnesi. Karfinn reyndist rétt tæp sex kíló að þyngd og afar bragðgóður að sögn Þorleifs, en hann kveðst hafa grillað hann í hádeginu í gær. mm/ Ljósm. km Aldamótakarfi veiðist nú í Borgarfirði

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.