Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 20208
Fyrstu rafrænu
samningarnir
LANDIÐ: Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna og Samband íslenskra
sveitarfélaga hafa náð samkomu-
lagi um nýjan kjarasamning og
var hann undirritaður með raf-
rænum hætti á milli aðila. „Þetta
eru fyrstu samningaviðræðurnar
sem hafa allar farið fram í gegn-
um netið og eru kláraðar með
rafrænum hætti,“ segir Inga Rún
Ólafsdóttir, formaður samn-
inganefndar Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Þegar Magnús
Smári Smárason, formaður LSS,
var spurður út í þetta fyrirkomu-
lag við samningsgerðina svaraði
hann: „Þetta er nútíminn í anda
Covit og mun breyta samskiptum
manna til framtíðar og því mikil-
vægt að aðlaga okkur að breyttu
samfélagi.“ Báðir samningsaðilar
voru sammála um að samninga-
viðræður hefðu gengið vel þrátt
fyrir þessa annmarka að geta ekki
hist augliti til auglitis. -mm
Allir eiga að
hlýða Víði
LANDIÐ: „Við höfum fengið
vísbendingar um að íþróttafólk
félaga sé að stunda íþróttaæfing-
ar úti í litlum hópum þrátt fyr-
ir strangt samkomubann. Það er
ekki til fyrirmyndar. Ég hreinlega
undrast að fólk haldi að bannið
eigi við um aðra, en ekki það sjálft.
Við leggjum áherslu við stjórn-
endur í íþróttahreyfingunni að
allt íþróttastarf eigi að fella niður,
bæði barna og fullorðinna, bolta-
íþróttir, hestaíþróttir, dans og aðr-
ar greinar,“ segir Auður Inga Þor-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
UMFÍ í tilkynningu. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
21.-27. mars
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 3.662 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 2.470
kg í einum róðri.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 7 bátar.
Heildarlöndun: 370.205 kg.
Mestur afli: Hafborg EA:
110.574 kg í sjö róðrum.
Ólafsvík: 18 bátar.
Heildarlöndun: 641.970 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
226.198 kg í sjö löndunum.
Rif: 12 bátar.
Heildarlöndun: 395.864 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
109.164 kg í tveimur róðrum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 72.081 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
64.244 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Sigurborg SH - GRU:
83.168 kg. 21. mars.
2. Runólfur SH - GRU: 70.412
kg. 23. mars.
3. Þórsnes SH - STY: 64.244
kg. 22. mars.
4. Tjaldur SH - RIF: 63.648
kg. 22. mars.
5. Tjaldur SH - RIF: 45.516
kg. 27. mars.
-kgk
Skorið á dekk
AKRANES: Haft var sam-
band við lögreglu laust eftir
ellefu á miðvikudagsmorg-
un og tilkynnt um skemmd-
ir á hjólbörðum á bifreið á
Akranesi. Eigandi kvaðst
hafa komið að bíl sínum þá
um morguninn og tekið eft-
ir því að búið væri að skera á
og eyðileggja afturhjólbarða
bifreiðarinnar. Kvaðst hann
hafa mann grunaðan um at-
hæfið. Málið er til rannsókn-
ar hjá lögreglu. -kgk
Bakkað í skurð
BORGARBYGGÐ: Bíl var
bakkað ofan í skurð við Sól-
bakka í Borgarnesi á mið-
vikudaginn. Ökumaður var
að bakka og ætlaði að snúa
við þegar hann bakkaði ofan
í skurð þar sem bíllinn fest-
ist. Nokkur ungmenni voru
í bílnum, sem kváðust ætla
að sjá um það sjálf að koma
bílnum upp úr skurðinum.
Enginn meiddist og bifreið-
in skemmdist ekki. -kgk
Stungið af
frá tjóni
GRUNDARFJ: Ekið var
á bíl fyrir utan Kaffi 59 í
Grundarfirði. Ökumaður
lagði bíl sínum þar í bíla-
stæði og tók ekki eftir því
þegar tjónið varð. Ákveðinn
maður er grunaður um að
hafa valdið tjóninu en málið
er í rannsókn lögreglu. -kgk
Skothvellur
DALABYGGÐ: Haft
var samband við lögreglu
skömmu eftir miðnætti
sunnudaginn 29. mars. Til-
kynnandi kvaðst hafa heyrt
skothvell í Haukadal. Sagð-
ist hann hafa séð tvo menn
á jeppa aka upp í land fyr-
ir ofan hús annars staðar í
dalnum og síðan skothvell.
Viðkomandi kannaðist ekki
við bílinn og náði ekki núm-
erunum. Taldi hann líklegast
að þarna hefðu verið refa-
skyttur á ferðinni og ætl-
aði að hafa samband við lög-
reglu ef mennirnir birtust
aftur. Málið er í rannsókn.
-kgk
Umferðarmál
VESTURLAND: Tilkynnt
var um rásandi ökulag bif-
reiðar að morgni laugardags.
Lögregla stöðvaði ökumann-
inn við Hvalfjarðargöng og
athugaði með ástand hans,
sem reyndist vera í góðu
lagi. Bíll varð rafmangslaus
í göngunum á sunnudag.
Ökumaður náði að komast í
útskot en varð síðan að að-
stoða hann við að koma bíln-
um upp úr göngunum. Einn
var stöðvaður fyrir að tala í
símann undir stýri í Borgar-
firði í liðinni viku og sektað-
ur um 40 þúsund krónur fyr-
ir athæfið. Bílabíó, sem hald-
ið var í Borgarnesi á mánu-
dagskvöld, fór vel fram. -kgk
Atvinnuleysi í landinu var 5% í
febrúar á þessu ári samkvæmt mæl-
ingum Hagstofunnar. Fjöldi at-
vinnulausra var þá um 10.300 sam-
kvæmt árstíðaleiðréttum tölum.
Vinnumálastofnun áætlar að at-
vinnuleysi aukist í 10-11% nú í
apríl og maí, bæði vegna fjölgun-
ar almennra umsókna um atvinnu-
leysisbætur, en fyrst og fremst
þó vegna fjölda þeirra sem eru að
sækja um vegna minnkaðs starfs-
hlutfalls. Áætlað er að um 19.000
manns muni sækja um greiðslur
vegna minnkaðs starfshlutfalls, en
líklegt nú að sú tala verði hærri.
„Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi
lækki nokkuð skart aftur yfir sum-
armánuðina og verði milli 6 og 7%
í september. Því er spáð að meðal-
atvinnuleysi ársins 2020 verði um
7,4%, en óvissumörk á þeirri tölu
eru eðlilega mikil,“ segir í frétt
Vinnumálastofnunar. „Gangi þess-
ar spár eftir verður atvinnuleysi
í apríl og maí það mesta sem sést
hefur í einstökum mánuðum frá því
farið var að halda skipulega utan um
atvinnuleysisskráningu um 1980.
Hins vegar er gert ráð fyrir að þetta
verði fremur tímabundið ástand og
að atvinnuleysi muni lækka nokkuð
hratt á komandi misserum.“ mm
Landvernd hefur kært fram-
kvæmdaleyfi sem Reykhólahrepp-
ur veitti Vegagerðinni til vegalagn-
ingar eftir svokallaðri Þ-H leið,
sem m.a. liggur um Teigsskóg. Tel-
ur stjórn Landverndar að fram-
kvæmdaleyfið brjóti í bága við bæði
skipulagslög og náttúruverndarlög.
Auk þess telja samtökin að stjórn-
arskrárákvæði um sjálfstæði sveit-
arfélaga hafi ekki verið virt og að
Vegagerðin hafi beitt sveitarstjórn
þvingunum til að fá Þ-H leiðina
samþykkta.
„Það er því óhjákvæmilegt að
Landvernd sem umhverfisvernd-
arsamtök krefjist stöðvunar fram-
kvæmda og ógildingu fram-
kvæmdaleyfis vegna form- og efnis-
annmarka. Stjórn Landverndar tel-
ur að lagfæringar á vegum í Reyk-
hólahreppi séu nauðsynlegar. Hins
vegar hefur ekki verið sýnt fram á
brýna nauðsyn þess að velja Þ-H
leiðina, Teigsskógarleið, umfram
aðrar leiðir sem hafa verið metnar,“
segir í tilkynningu Landverndar.
Landvernd minnir á að Teigs-
skógur sé stærsta samfellda skóg-
lendi Vestfjarðakjálkans, óslitinn
frá fjöru og upp í hlíðar. Myndi
hann einstakt samspil með leir-
um og grunnsævi. Báðar vistgerð-
irnar, birkiskógurinn og leirurn-
ar, njóta verndar samkvæmt nátt-
úruverndarlögum. Svæðið í heild
er auk þess verndað með sérlög-
um um verndun Breiðafjarðar og
áhrifasvæði framkvæmdanna eru á
náttúruminjaskrá. Með því að veita
framkvæmdaleyfi hafi sveitarstjórn
Reykhólahrepps brotið gegn nátt-
úruverndarlögum, þar sem ekki
hafi verið sýnt fram á brýna nauð-
syn þess að raska skóginum og leir-
unum til að bæta samgöngur. Aðrar
leiðir hafi verið metnar, sem hefðu
haft minni umhverfisáhrif í för með
sér. Hefðu þær verið betri kostur
að mati samtakanna. Stjórn Land-
verndar telur því að sveitarstjórn
og Vegagerðin hafi ekki farið eft-
ir niðurstöðu valkostamats. „Fjár-
hagslegir hagsmunir einir virðast
hafa ráðið leiðarvali. Slíkt er ekki
réttlætanlegt. Umhverfismat væri
í raun óþarft ef eingöngu þyrfti að
horfa til kostnaðar við ákvörðun
um val á vegstæði.“
Að lokum telur stjórn samtak-
anna að í ákvörðunarferlinu hafi
verið brotið gegn ákvæði stjórnar-
skrár um sjálfstæði sveitarfélaga
og farið hafi verið gegn skipulags-
lögum. „Eins og fram kemur í bók-
unum sveitarstjórnarfulltrúa Reyk-
hólahrepps beitti Vegagerðin sveit-
arstjórnina þvingunum til þess að
fá Þ-H leið, Teigsskógarleið, sam-
þykkta.“ kgk/ Ljósm. Landvernd.
Fyrsti bátur lagði af stað í netarall
Hafrannsóknastofnunar miðviku-
daginn 25. mars. Í framhaldinu fara
svo aðrir bátar á rallið. Netarallið
stendur fram í síðari hluta apríl-
mánaðar og taka fimm bátar þátt í
því; Magnús SH í Breiðafirði, Sax-
hamar SH í Faxaflóa, Friðrik Sig-
urðsson ÁR frá Reykjanesi að
Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson
SF frá Meðallandsbugt að Hvíting-
um og Geir ÞH fyrir Norðurlandi.
Um 45-60 trossur eru lagðar á
hverju svæði og er þeim dreift inn-
an svæða á helstu hrygningarslóð-
ir þorsks. Á hverju svæði er helm-
ingur lagður í fyrirfram ákveðna
punkta, svokallaðar fastar stöðv-
ar, en hinn helmingurinn er lausar
stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar
skulu lagðar.
„Markmið verkefnisins er að
safna upplýsingum um lengdar- og
þyngdasamsetningu, kynþroska og
vöxt eftir aldri á helstu hrygningar-
svæðum þorsks. Einnig til að meta
árlegt magn kynþroska þorsks sem
fæst í þorskanet á hrygningarstöðv-
um og meta breytingar í gengd
hrygningarþorsks á mismunandi
svæðum,“ segir í tilkynningu frá
Hafró.
mm/ Ljósm. Valur Bogason.
Atvinnuleysi mun aukast
mikið í apríl og maí
Netarallið hófst í síðustu viku
Kæra framkvæmdaleyfi
Vestfjarðavegar