Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 9

Skessuhorn - 01.04.2020, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl 2020. Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. 2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm, möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði. Sérgeymsla í kjallara. Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir). 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunnar Þingvangur ehf. byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl. Stillholt 21 – Akranesi – 24 íbúðir af 37 seldar Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Lýsing fyrir gerð tillögu að deiliskipulagi Garðabrautar 1 Akranesi Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á deiliskipulagi fyrir Garðabraut 1 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi byggingar og uppbyggingar þéttrar íbúðabyggðar. Lýsingin er til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 11. apríl 2020 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@ akranes.is Sviðstjóri skipulags og umhverfissviðs Tveir starfsmenn Elkem Ísland hafa greinst með Covid-19 veir- una, að sögn Þóru Birnu Ásgeirs- dóttur, mannauðsstjóra fyrirtæk- isins, en mennirnir tengjast sömu fjölskyldu. Þóra segir að þeir hafi það ágætt, eftir því sem hún best veit. „Ég heyrði síðast í þeim á laugardaginn þegar þetta kom í ljós og mun taka stöðuna á þeim aftur núna í vikunni,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Umfangsmiklar aðgerðir Hjá Elkem var þegar í stað grip- ið til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja sóttvarnir, bæði á staðn- um og síðan til að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist milli manna innan vinnustaðarins. Þóra segir að ráðist hafi verið í slíkar aðgerðir hjá fyrirtækinu áður en samkomubann var tilkynnt 13. mars síðastliðinn. „Við fórum strax í að skipta starfs- fólki í framleiðslu upp í tveggja til þriggja manna hópa sem starfa saman, borða saman og ferðast saman til og frá vinnu. Allar rútu- ferðir voru þannig lagðar af í bili. Eins gerðum við miklar ráðstafanir í mötuneyti og baðhúsi til að virða 20 manna regluna og tveggja metra regluna,“ segir Þóra. „Ákveðið var að ganga langt strax í upphafi, því ef smit hefði hefði komið upp þá hefði verið of seint að skipta starfs- fólki upp í minni hópa,“ segir hún. Auk þess hafa allir sem geta unnið heima sinnt starfi sínu þaðan und- anfarnar vikur. Mannauðsstjórinn segir að starfsfólk hafi tekið öllum ráðstöfunum vel. „Það er á stund- um sem þessum, þegar á reynir, að maður finnur hvað maður er að vinna með frábæru fólki. Hér eru allir samtaka í að gera sitt besta og það er ótrúlegt að hægt er að taka ákvarðanir um að breyta hlutum með nokkurra klukkutíma fyrirvara og það leggjast allir á eitt við að láta það ganga upp,“ segir Þóra. Varnirnar virðast halda Þóra segir að fimm starfsmenn sem voru í hópum með þeim sem greindust núna séu komnir í sóttkví. Í samráði við heilbrigð- isyfirvöld hafi staðan verið metin þannig að ekki hafi þótt tilefni til að skikka aðra starfshópa í sóttkví. Varnirnar sem við settum upp virð- ast þannig halda,“ segir Þóra. „En viðbragðsáætlun fyrirtækisins er auðvitað í daglegri uppfærslu eft- ir því sem nýjar áskoranir koma upp. Samskipti hafa verið góð, við eigum í daglegum samskiptum við starfsfólk þar sem við upplýsum um stöðuna og við eigum einnig góð samskipti við Samtök iðnaðarins, Verkalýðsfélag Akraness og heil- brigðisyfirvöld, til að tryggja að við séum að gera allt sem við getum gert,“ segir hún. Fólkið skiptir mestu máli Auk sóttvarnaráðstafana hefur fyrirtækið einnig gert áætlun um þróun á markaði. Hún er einn- ig í stöðugri uppfærslu, að sögn Þóru. „Við þurfum að sjá hvernig heimurinn þróast og hvaða áhrif það hefur á bæði okkar markaði og eins markaði með hráefni og birgðir,“ segir hún. „Eins og stað- an í dag viljum við meina að við náum að halda úti fullum rekstri, eins og er og með þessum ráð- stöfunum sem gripið hefur verið til. Við höfum líka útbúið áætlun um hvernig bregðast skuli við ef við þurfum að draga úr einhverj- um rekstri, eða breyta ferlum til að ná að manna vaktirnar,“ bætir hún við. „En það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Við tökum einn dag í einu og þökk- um fyrir hvern dag sem hlutirn- ir ganga og enginn er alvarlega veikur. Fólkið okkar skiptir alltaf mestu máli“ segir Þóra Birna að endingu. kgk Tveir starfsmenn Elkem smitaðir Elkem Ísland á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.