Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202010
Laufey Helga Árnadóttir hefur
verið ráðin til starfa sem íþrótta-
og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæj-
ar. Hún hefur þegar hafið störf hjá
bæjarfélaginu, en tók formlega við
nýju starfi nú um mánaðamótin.
Laufey er fædd og uppalin í
Snæfellsbæ og hefur starfað hjá
Hafnarsjóði Snæfellsbæjar und-
anfarin ár. Hún hefur látið til sín
taka í ýmsu félagsstarfi í gegnum
tíðina og hefur fjölbreytta reynslu
af íþrótta- og æskulýðsstarfi, með-
al annars sem framkvæmdastjóri
Héraðssambands Snæfellsness og
Hnappadalssýslu.
Laufey er með B.S. gráðu í við-
skiptafræði frá Háskólanum í
Reykjavík og M.ed. í menntun-
arfræði frá Háskólanum á Akur-
eyrir.
kgk
„Að gefnu tilefni er vakin athygli
á því að reglur um sóttkví gilda
líka um þá sem kjósa að dvelja
í sumarhúsi á meðan sóttkví
stendur.“ Þannig hefst tilkynning
sem Úlfar Lúðvíksson, lögreglu-
stjóri á Vesturlandi og formaður
almannavarnanefndar landshlut-
ans, sendi frá sér í síðustu viku.
Minnir hann á að einstaklingar í
sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir
aðföngum og þar af leiðandi ekki
í matvöruverslanir. Eins er þeim
óheimilt að fara sjálfir með sorp
á móttökustöðvar. Fólki sem sæt-
ir sóttkví er heimilt að fara út í
göngutúra en verða skilyrðislaust
að fara eftir reglum um fjarlægð
frá öðru fólki. „Vinnum saman
og hindrum frekari útbreiðslu
smita. Athygli er vakin á því að
brot á reglum um sóttkví varða
við lög,“ segir í tilkynningu Úlf-
ars. kgk
„Við tölum reglulega saman um-
sjónarmenn orlofshúsabyggða sem
verkalýðshreyfingin rekur og okk-
ur er gjörsamlega misboðið,“ seg-
ir Einar Björnsson umsjónarmað-
ur fasteigna í Svignaskarði í Borg-
arfirði í samtali við Skessuhorn síð-
astliðinn miðvikudag. Verkalýðs-
félagið Efling og nokkur önnur
verkalýðsfélög, bjóða upp á vetrar-
leigu orlofshúsa í Svignaskarði og
að sögn Einars hafa um 400 manns
dvalið þar að jafnaði að undan-
förnu. „Á sama tíma og skrifstofu-
fólk verkalýðsfélaganna í Reykjavík
hefur skellt í lás á skrifstofum sín-
um til að verja sig, eru orlofshúsin
úti á landi áfram leigð út til fólks.
Við sem síðan þjónustum gesti í
húsunum með lykla, gas og ýms-
ar tilfallandi smáviðgerðir, erum
gjörsamlega óvarin gagnvart smit-
hættu af Covid-19. Nokkur dæmi
eru jafnvel um að fólk hafi verið í
bústöðunum á sama tíma og því var
gert að vera í sóttkví vegna veir-
unnar og við umsjónarmenn stað-
anna svo verið kallaðir út í þessi hús
til viðgerða eða aðstoðar. Það sér
það náttúrlega hver maður að þetta
er ekki boðlegt,“ segir Einar.
Einar segir að umsjónarmenn í
orlofsbyggðum á nokkrum stöð-
um á landinu séu í stöðugu sam-
bandi sín á milli. Auk Svignaskarðs
nefnir hann orlofsbyggðirnar á Ill-
ugastöðum, Ölfusborgum og Mun-
aðarnesi. „Við erum allir sam-
mála um að hið eina rétta í stöð-
unni væri að orlofshúsabyggðun-
um verði lokað meðan faraldurinn
gengur yfir. Við skorum einfald-
lega á verkalýðsfélögin sem eiga
þessi orlofshús að láta sömu reglur
gilda yfir okkur starfsmennina sína
úti á landi og um skrifstofufólkið í
Reykjavík. Við getum smitast rétt
eins og það fólk,“ sagði Einar. Þá
telur Einar að brestur sé í íslensk-
um reglum um sóttkví miðað við
hvernig nágrannalönd okkar hafa
verið að taka á málum. „Í Noregi
gilda til dæmis þær reglur að fólki
er bannað að sæta sóttkví í sumar-
húsum ef þau eru staðsett utan þess
sveitarfélags sem viðkomandi á lög-
heimili. „Íslensk stjórnvöld ættu að
mínu áliti að taka sömu reglur upp
tafarlaust,“ sagði Einar í samtali við
Skessuhorn.
Efling haft samráð við
starfsmenn í orlofshúsa-
byggðum
Í kjölfar þess að frétt þessa efn-
is birtist á vef Skessuhorns síðast-
liðinn miðvikudag barst tilkynn-
ing frá stéttarfélaginu Eflingu.
Þar segir meðal annars: „Í Svigna-
skarði er Efling og 15 önnur stétt-
arfélög að reka orlofshús. Vill fé-
lagið koma eftirfarandi á framfæri:
Landlæknisembættið hefur ekki
mælt með lokun orlofshúsabyggða
eða sérstökum ráðstöfunum í or-
lofshúsum umfram það sem þegar
er að finna í útgefnum leiðbeining-
um embættisins til framlínustarfs-
manna í atvinnulífinu. Efling hefur
fengið þessar upplýsingar staðfest-
ar af embættinu. Orlofssvið Efling-
ar hefur á síðustu vikum átt samráð
við umsjónarmenn í orlofshúsa-
byggðum. Komist hefur verið að
samkomulagi um viðeigandi ráð-
stafanir til að minnka líkur á smit-
um vegna umgangs og samneytis
við gesti. Mælst hefur verið til þess
að enginn samgangur sé milli um-
Umhverfisstofnun hefur, ásamt
Reykhólahreppi og landeigendum í
Flatey, kynnt áform um endurskoð-
un á friðlýsingu eyjarinnar. Um er
að ræða stækkun á mörkum frið-
landsins ásamt endurskoðun frið-
lýsingarskilmála.
Austurhluti eyjunnar var frið-
lýstur 1975 vegna fuglaverndar og
þar hefur um langt skeið verið náið
samspil manns og náttúru. Frið-
landið nær yfir austurhluta Flateyj-
ar, ásamt eyjum og hólmum sunn-
an eyjunnar. Líffræðileg fjölbreytni
er þar mikil og þar er að finna fjöl-
skrúðugt fuglalíf, sem byggist með-
al annars á fjölbreyttu framboði
fæðu, miklum fjörum og fáum rán-
dýrum. Verndargildi svæðisins felst
fryst og fremst í því að þar er bú-
og varpsvæði mikilvægra fugla-
stofna á íslenskan og alþjóðlegan
mælikvarða, að því er fram kemur
á vef Umhverfisstofnunarinnar. Þar
eru einnig miklar leirur með fjöl-
breyttu lífríki sem eru mikilvægar
mörgum fuglategundum sem afla
sér þar fæðu. Gróðurfar einkennist
af túnum, grasmóum, gulstaramýr-
um og sjóflæðagróðri auk þess sem
þar finnst marhálmur. „Vísindalegs
gildi svæðisins er hátt og fuglalíf
er vaktað og rannsakað þar reglu-
lega,“ segir á vef Umhverfisstofn-
unar. Fyrirhuguð friðlýsing miðar
að því að varðveita einkenni og sér-
stöðu svæðisins. kgk
Tillaga að mörkum friðlandsins í Flatey er merkt með gulri punktalínu.
Ljósm. Umhverfisstofnun.
Vilja stækka friðlandið í Flatey
Laufey Helga Árnadóttir. Ljósm. Snæfellsbær.
Laufey ráðin íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður almannavarna
nefndar Vesturlands. Ljósm. úr safni/ kgk.
Sömu reglur gilda um
sóttkví í sumarhúsum
Starfsmenn orlofshúsabyggða
óvarðir gagnvart smithættu
sjónarmanna og gesta, sér í lagi við
afhendingu lykla, og hafa leiðbein-
ingar verið gefnar út þessa efnis á
þremur tungumálum. Árétting og
ítarleiðbeiningar um þrif hafa jafn-
framt verið settar upp í orlofshús-
um á þremur tungumálum. Þau
orlofshús sem Efling er með í út-
leigu bjóða ekki upp á að gestir geti
verið þar í tveggja vikna samfelldri
heimasóttkví, enda ekki hægt að
panta húsin í svo langan tíma. Því
á það ekki að vera mögulegt fyr-
ir félagsmenn Eflingar að vera í
sóttkví í orlofshúsum stéttarfélags-
ins.“ mm
Orlofsbyggðin í Svignaskarði í Borgarfirði.