Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 13MIÐVIKUDAGUR 12. FEB ÚAR 20
Viðbrögð sveitarfélaga Lífið í Covid 19
Í Grundarfirði er áhersla bæjar-
stjórnar að veita eins mikla þjón-
ustu og mögulegt er, eins lengi og
kostur er, við þær aðstæður sem
uppi eru. „Við höfum náð að halda
úti starfi í bæði leik- og grunnskól-
anum fyrir alla nemendur alla virka
daga, ásamt heitum skólamáltíð-
um, og tónlistarkennslu með breyt-
ingum, sem ég tel að sé mjög gott.
Við höfum þurft að hafa talsvert
fyrir þessu og það er ekki sjálfgef-
ið að geta haldið þessari þjónustu
gangandi með þeim skilyrðum sem
hafa verið sett. Starfsfólkið á hrós
skilið, við reynum að vanda okkur
og höldum því áfram eins lengi og
kostur er,“ segir Björg Ágústsdóttir
í samtali við Skessuhorn.
Rúm túlkun –
engin gjöld fyrir ónýtta
þjónustu
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar
hefur kynnt fyrstu skref til að koma
til móts við íbúa bæjarins í þeirri
óvissu sem ríkir. Meginreglan er að
taka ekki gjöld fyrir þjónustu sem
fólk er ekki að nota. „Síðan túlk-
um við þetta rúmt, t.d. ef foreldr-
ar leikskólabarna sjá fram á að geta
haft börnin sín heima og þannig
minnka álagið á leikskólana, eða
að fólk neyðist til að vera heima,
t.d. af heilsufarsástæðum, þá fell-
um við niður gjaldið á meðan, auk
þess sem fólk heldur plássum sínum
á leikskólanum,“ segir Björg.
„Við, eins og aðrir, vitum ekk-
ert hve lengi þetta ástand varir og
erum ekki enn komin á þann tíma-
punkt, að við sjáum áhrifin á fyrir-
tæki og fjölskyldur. Það er ljóst að
mörg fyrirtæki standa frammi fyr-
ir miklum vanda, einkum í ferða-
þjónustunni. Það hefur áhrif á
tekjur starfsfólks í þeim geira, auk
afleiddra áhrifa. Við sjáum þó ekki
ennþá nógu vel út um framrúðuna,
vitum ekki hve margir verða at-
vinnulausir og hve lengi, eða um
áhrif á efnahag fólksins og þar með
tekjur bæjarins,“ segir Björg. Þá
segir hún að frekari viðbrögð bæj-
arins vegna þeirra áhrifa sem Co-
vid-19 kann að hafa, verði rædd á
fundi bæjarstjórnar í næstu viku.
„Við fylgjumst með því sem Sam-
band íslenskra sveitarfélaga vinnur
að og gerum ráð fyrir að okkar ráð-
stafanir verði með líkum hætti og
annarra sveitarfélaga, t.d. frestun á
gjalddögum fasteignagjalda.“
Kæmi sér vel að vita
meira um útsvarið
Aðspurð segir hún að aðrar aðgerð-
ir, eins og að auka við framkvæmd-
ir eða breyta áherslum, hafi ekki
verið ákveðnar. Það verður rætt í
bæjarstjórn í næstu viku og næstu
vikurnar, þegar framvinda mála
skýrist frekar. Mikilvægt sé sam-
hliða því, að bæjarstjórn leggi mat
á mögulega tekjuskerðingu bæj-
arsjóðs, einkum útsvars og tekna
hafnarsjóðs. „Það kemur sér mjög
illa við þessar aðstæður hve upplýs-
ingar um útsvarið eru ógegnsæjar
og litlar, frá ríkinu til sveitarfélaga.
Ég hef áður gagnrýnt þetta og bæj-
arstjórn hefur gengið eftir því við
RSK að við fáum haldbetri upplýs-
ingar um uppruna og skiptingu út-
svarstekna, t.d. eftir atvinnugrein-
um. Við höfum allt of litlar for-
sendur til að áætla tekjumissi okkar.
Við vitum að ferðaþjónustan mun
finna sérlega fyrir þessum faraldri
en þar sem við vitum ekki nógu
vel hversu miklu ferðaþjónustan er
að skila til okkar í útsvari eða hver
fjöldi útsvarsgreiðenda er bak við
þann hluta, þá getum við illa áætl-
að tekjumissinn þar,“ segir Björg.
Hún bætir við að erfiðara sé að taka
ákvarðanir um framkvæmdir og að-
gerðir sveitarfélagsins þegar yfirsýn
yfir stærsta tekjustofninn sé með
þessum hætti. „Við munum líka
skoða okkar ráðstafanir að fengn-
um upplýsingum frá fyrirtækjun-
um hér í Grundarfirði. Ekki er
ólíklegt að við horfum til aukinn-
ar markaðssetningar og nýtum tím-
ann til enn betri undirbúnings til
að taka á móti ferðamönnum þegar
landið fer aftur að rísa,“ segir hún.
Óheppilegt sé hins vegar að sveit-
arfélögin hafi ekki haft neina beina
tekjustofna, tengda ferðamönnum,
til uppbyggingar síðustu árin. Það
komi berlega í ljós núna.
Í Grundarfirði standa yfir um-
fangsmiklar hafnarframkvæmdir og
að sögn Bjargar er ekki svo gott að
breyta verkhraða þar. „Við mun-
um hvorki flýta þeim framkvæmd-
um né seinka þeim. Þær munu að
mestu halda sínu striki.“ Spurð
hvort gerðar hafi verið áætlanir um
aðstoð við íbúa í Grundarfirði segir
Björg að enn sé ekki ljóst hver þörf-
in verði. „Við þurfum að sjá betur
hver þróunin verður og þörfin.
Stóru aðgerðirnar felast í ráðstöf-
unum ríkisins, t.d. stuðningi við
þau sem missa vinnuna að hluta eða
öllu leyti. Það sé gott að slík úrræði
liggi nú þegar fyrir,“ svarar hún.
arg
Í Stykkishólmi ætlar bæjarstjórn,
að sögn Jakobs Björgvins Jakobs-
sonar bæjarstjóra, að bregðast við
þessu áður óþekkta ástandi með
það að leiðarljósi að milda höggið
fyrir bæði heimilin og fyrirtækin í
bænum. „Þetta er í undirbúningi
eins og er og engar formaðar til-
lögur komnar fram en við munum á
næstu dögum og vikum leggjast yfir
þetta af heilum hug. Við höfum til
hliðsjónar tillögur og hugmyndir
frá stjórn Samtaka íslenskra sveitar-
félaga og vissulega munu okkar við-
brögð litast að hluta af ákvörðunum
og aðgerðum ríkisstjórnar og Al-
þingis. Við erum meðal annars með
í huga að fresta, dreifa, fella niður
eða leiðrétta ákveðin gjöld og svo
auðvitað að ráðast í viðbótar við-
haldsframkvæmdir og fjárfesting-
ar eða önnur mannaflsfrek og virð-
isaukandi verkefni, svona eins og
ég held að flestir séu með í huga á
þessari stundu,“ segir Jakob í sam-
tali við Skessuhorn.
Samstaðan er mikilvæg
Jakob segir að vissulega ríki óvissa
enda hafi faraldurinn haft áhrif á
allt okkar daglega líf og þar með
samfélagið í heild í óákveðinn tíma.
Þannig hafi hann áhyggjur af stöð-
unni eins og margir aðrir, en hvað
efnahagsleg áhrif varðar nefn-
ir hann sérstaklega erfiða stöðu
ferðaþjónustufyrirtækja sem glíma
við tekjufall og gríðarlega óvissu.
„Það er markmið sveitarfélagsins
að standa með atvinnulífi og íbúum
í gegnum þennan ólgusjó þannig að
við stöndum þennan storm af okk-
ur í sameiningu og verðum tilbúin
að draga upp seglin þegar storminn
lægir og sækja fram. Stykkishólm-
ur er öflugur ferðaþjónustubær og
liggja því mörg ferðaþjónustufyrir-
tæki hér í dvala eins og víða annars
staðar, en ég hef fulla trú á því að
ferðaþjónustufyrirtæki hér í Stykk-
ishólmi og annars staðar á Snæ-
fellsnesi muni í sameiningu spyrna
hressilega við fótum þegar lægir og
léttir til,“ segir Jakob og bætir við
að Stykkishólmsbær hafi lagt höf-
uðáherslu á það á undanförnum
vikum að endurskipuleggja sína
starfsemi í öllum stofnunum til að
draga úr og hefta útbreiðslu þessa
faraldurs og farið alfarið að tilmæl-
um heilbrigðisyfirvalda en vissu-
lega séu tilfinningarnar blendnar á
þessari stundu.
„Ef satt skal segja hef ég haft mun
meiri áhyggjur af hættu á ótíma-
bærum fráföllum okkar samferð-
arfólks, heldur en til dæmis efna-
hagslegum áhrifum sveitarfélags-
ins, og hefur það átt hug minn allan
undanfarið. Ég er afar stoltur af því
hvernig okkar samheldna samfé-
lag í Stykkishólmi hefur unnið sem
einn maður í tengslum við viðbrögð
okkar við faraldrinum sem hefur
verið algjört forgangsmál allra hér
í bænum. Nú tekur hins vegar við
skoðun og greining á efnahagsleg-
um mótvægisaðgerðum bæjarins
til að verja heimili og rekstraraðila
í Stykkishólmi, en það er ljóst að
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar er
tilbúin til samstarfs með fyrirtækj-
um og íbúum til að mæta í sam-
einingu efnahagslegum áhrifum af
völdum kórónufaraldursins,“ segir
hann.
Aðeins greitt fyrir
nýtta þjónustu
Aðspurður segir Jakob það vera
ríkan vilja hjá Stykkishólmsbæ að
leggjast á árar með íbúum og rekstr-
araðilum í bænum. „Við þurfum að
endurskoða fjárhagsáætlun fyrir
árið 2020 og aðra þætti í kringum
hana, en vissulega er það möguleiki
að við aukum viðhald og fjárfest-
ingar til að bregðast við stöðunni
líkt og önnur stjórnvöld,“ segir Jak-
ob og bætir við að þegar sé búið að
ákveða að íbúar sem senda börnin
sín ekki á leikskóla vegna kórón-
aveirunnar þurfi ekki að borga fyr-
ir þá þjónustu. „Við höfum hólf-
að bæði leik- og grunnskóla niður
og hafa stjórnendur og aðrir starfs-
menn þar lyft grettistaki til að halda
öllu gangandi. Stjórnendur nýttu
helgina eftir að sett var takmörkun
á skólastarf vegna farsóttar til að út-
færa skipulagið og þurftum við því
meðal annars ekki að loka leikskól-
anum á mánudeginum heldur opn-
uðum við bara aðeins seinna, eða
klukkan tíu,“ segir Jakob ánægður
og bætir við að það hjálpi vissulega
við að halda leikskólanum opnum
að sumir foreldrar haldi börnun-
um heima. „Þeir sem vilja gera það
geta látið okkur vita og þá borga
þeir ekki fyrir þá viku sem barnið
er heima, en gripið var til þessa úr-
ræðis til þess að tryggja fulla starf-
semi allra deilda leikskólans í ljósi
núverandi aðstæðna.“ segir Jakob.
Jákvætt sjónarhorn
á ástandið
Jakob segist hafa mikla trú á að
þetta ástand muni koma til með að
breyta mörgu til frambúðar og sér
hann ýmis sóknarfæri í þeim breyt-
ingum fyrir Stykkishólm. „Við
komum út úr þessum öldudal með
mun tæknivæddari stjórnsýslu og
verðum enn tilbúnari fyrir 21. öld-
ina. Þó að margir hafa þegar til-
einkað sér tæknina lifum við núna
tíma þar sem allir neyðast til að til-
einka sér hana og ég held að það
sé jákvætt. Þetta opnar fyrir hug-
myndir um störf án staðsetning-
ar og ég held að þetta opni augu
starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja
og stofnana fyrir því að staðsetn-
ing starfsmanna er afstæð með til-
liti til tæknimöguleika nútímans. Í
því er sóknarfæri fyrir landsbyggð-
ina og ég held að nú þurfum við að
fara í átak í þeim efnum og grípa
þetta tækifæri,“ segir Jakob bjart-
sýnn. „Við þurfum að reyna að sjá
það jákvæða í þessari stöðu og það
ætlum við að gera. Ég er viss um
að samfélagið mun rísa úr þessum
hremmingum hér á Íslandi áður en
langt um líður og þar mun Stykk-
ishólmsbær ekki að láta sitt eftir
liggja,“ segir hann að endingu. arg
Leggja sig fram um að halda sem mestu af þjónustunni gangandi í Grundarfirði
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði. Ljóms. úr safni/tfk
Samstaða og jákvæðni í Stykkishólmi þó gefi á bátinn
Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólms.