Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020
Lífið í Covid 19
Hver er maðurinn?
Finnur Gærdbo, 82 ára og bý í
Ólafsvík.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19,
og ef já hverju helst?
Já, ég hef áhyggjur ef börnin mín
fá þessa veiki.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
Nei, ekki miki. Ég loka mig bara
af og horfi á sjónvarpið.
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Er ekki í vinnu, er eldri borgari.
Hvenær fórstu að taka alvarlega
ábendingar vegna Covid-19?
Fyrir sirka tveimur vikum.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Að fara varlega í öllum samskipt-
um.
Hvernig finnst þér stjórnvöld
vera að bregðast við?
Nokkuð vel, mætti samt taka
harðar á þessu.
Hefur samkomubann áhrif á
þig?
Nei, ekki teljandi.
Hvað munum við Íslendingar
læra af þessum heimsfaraldri?
Er nokkuð að læra?
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Fram á haustið.
Kanntu góðan Covid brandara?
Nei, þetta er ekkert til að grínast
með.
Hver er konan?
Kristrún Snorradóttir. Ég er fram-
kvæmdastjóri hjá Hraunfossum-
Barnafossi ehf, bý á Laxeyri í Borg-
arfirði og vinn á á veitingastaðnum
við Hraunfossa.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og
ef já hverju helst?
Já, auðvitað hefur maður áhyggj-
ur af þessum faraldri. Það eru svo
margir hlutir sem ekki er hægt að
sjá fyrir sem gera þetta enn flókn-
ara. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur
af heilsu fólks, þetta er dauðans al-
vara og menn mega bara ekki leyfa
sér að vera kærulausir og hunsa það
sem farið er fram á við okkur í okk-
ar daglega lífi. Hversu lengi var-
ir þetta, munu verða höggvin stór
skörð í samfélagið og efnahagslíf-
ið? Held það séu bara þeir sem eru
með verstu sort af siðblindu sem
ekki hafa miklar áhyggjur núna.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
Mjög mikil. Maður er mikið heima,
getur ekki leyft sér að knúsa þá sem
mann langar mest að knúsa. Þurr-
ar hendur og mikið um samtöl
við börnin þar sem maður þarf að
vanda sig mjög mikið. Tvö barna
okkar Ödda eru á leikskólaaldri
og eitt í 2. bekk í grunnskóla. Þeir
sem þekkja mig vita það kannski að
það er ekki mín sterkasta hlið að
íhuga vel það sem ég segi. Læt oft
það fyrsta sem kemur upp í hugann
flakka þannig að það er vandasamt
fyrir mig að þurfa að úthugsa svör
við spurningum barnanna um það
sem er í ganga. Og svo ótal aðrir
hlutir sem maður verður að hugsa
út í sem voru ekki í daglegri rútínu
áður. Við tókum þá ákvörðun að
hafa börnin heima þó svo að maður
hafi verið hvattur til að senda þau
í skóla. En þar sem ég er heima-
vinnandi núna þá vil ég hjálpa til og
skapa meira rými í skólunum fyrir
börn þeirra sem virkilega þurfa á
því að halda að senda börnin í skól-
ann. Ég er því að „leika kennara“
heima alla virka daga. Ekki að mað-
ur sé ekki alltaf að reyna að kenna
börnunum sínum eitthað, en núna
er stundatafla með misjafnlega vin-
sælum fögum og stífari reglur en
vanalega. Þetta gengur ágætlega og
gott samstarf milli kennara barns-
ins sem er í grunnskóla og okkar.
En tímar í stundatöflunni okkar
sem heita „önnur heimilsverk“ eru
ekki vinsælir og ég hef alveg fengið
að heyra það að svona sé þetta sko
ekki í skólanum!
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Já. Þar sem langstærsti hluti við-
skipavina okkar er/voru erlend-
ir ferðamenn þá er bara allt kom-
ið á ís hjá okkur. Búið er að loka í
óákveðinn tíma. Núna er maður
að reyna að minnka skaðann sem
mest. Vinna í framtíðinni og reyna
að hlúa að þeim sem maður var/er
með í vinnu. Við getum notað okk-
ar góða starfsfólk eitthvað í 25%
vinnu við viðhald og endurbætur
á meðan lokað er. Svo er bara að
vona að þetta gangi fljótt yfir þann-
ig að boltinn geti farið að rúlla aft-
ur. Það eru þúsundir fyrirtækja í
sömu stöðu og ég vill hvetja Íslend-
inga til að ferðast innanlands í sum-
ar (ef ástandið hefur þá batnað) og
nýta sér þá þjónustu sem er í boði.
Þjónusta út um landið er ekki bara
fyrir erlenda ferðamenn, allir taka
Íslendinum auðvitað fagnandi.
Hvenær fórstu að taka alvarlega
ábendingar vegna Covid-19?
Ég fór að hafa áhyggjur af þessu
þegar það fóru að berast fréttir af
því að þetta væri að greinast í fleiri
löndum en Kína. Hef tekið ábend-
ingum stjórnvalda alvarlega frá
byrjun.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Að við gleymum ekki að hugsa um
náungann. Við verðum að vera virk
en það er hægt að gera það öðru-
vísi en að að skreppa í kaffi til allra.
Það er fullt af fólki sem er í áhættu-
hópum í kringum okkur öll og við
verðum að taka tillit til þeirra og
fara varlega. Við verðum að hafa
samband og láta vita að við séum til
staðar ef fólk þarf á hjálp að halda!
Ekki bara skríða inn í skelina og
bíða þar til þetta verður búið. Þetta
gæti orðið langur tími og þá er hætt
við að þeir sem hvað mestar áhyggj-
ur hafa verði orðnir mikið einmana
og sálin á slæmum stað. Hringjum,
sendum jafnvel bréf, höfum sam-
band við þá sem við þekkjum og
okkur grunar að gætu haft gott af
símtali eða þurfi einhverja hjálp.
Svo er auðvitað mjög mikilvægt að
fólk haldi haus að það verið ekki
einhver ringulreið og vitleysa ef
þetta fer að dragast verulega á lang-
inn. Hlustum og hlýðum, það nota
ég stundum á börnin mín, en þetta
á við um alla núna.
Hvernig finnst þér stjórnvöld vera
að bregðast við?
Ég er ánægð með þá sem standa í
framlínunni varðandi upplýsinga-
gjöf til almennings. Alþingi er á
fullu við að reyna að hjálpa atvinnu-
lífinu og ég er nokkuð ánægð með
flest sem frá þeim hefur komið. Ef
ég réði öllu þá hefði ég bara ýtt á
pásu hjá peningastofnunum fyr-
ir viku síðan og fryst allt. Svo væri
hægt að ýta aftur á „spila“ takk-
ann þegar hjólin fara að snúast aft-
ur. Þessar stofnanir eru mannanna
verk og hafa bólgnað vel þannig ég
held að þó svo að hagnaður þeirra
myndi „frestast“ um nokkrar vik-
ur eða mánuði þá væri ekki mikil
hætta á ferðinni fyrir þær.
Hefur samkomubann áhrif á þig?
Já af sjálfsögðu. Það hefur áhrif á
flesta. Ég er félagsvera en tel mig
hafa skynsemi einnig þannig að
hún ræður þessa dagana.
Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
Farið er sjaldan í búð og þá bara
einn frá heimilinu. Keypt mikið í
senn og allt vel nýtt. Gætt að öllu
því sem búið er að biðja okkur um
að gera varðandi smitvarnir. Bakað
meira en venjulega, en það er bara
gaman. Við búum í töluverðri fjar-
lægð frá næstu stórverslun þannig
að við eigum góðar frystikistur og
erum vön að versla til lengri tíma
þannig að þetta er ekki vandamál á
okkar heimili.
Hvað munum við Íslendingar læra
af þessum heimsfaraldri?
Það sama og allir aðrir, við erum
ekki ósigrandi og það geta og munu
alltaf koma upp tímar þar sem við
þurfum að standa saman. Vinna
sem heild og láta eigin hagsmuni
lönd og leið fyrir hagsmuni heild-
arinnar. Svo verða ótal hlutir sem
fólk lærir af þessu sem einungis
tíminn mun leiða í ljós.
Hugur minn hefur mikið verið að
flakka um þriðja heiminn. Alveg
sama hvernig við komu út úr þessu
þá eru margar þjóðir sem eru eng-
an veginn í stakk búnar að takast
á við þessa plágu á almennilegan
hátt. Það eru ekki til haldbær-
ar og áræðanlegar upplýsingar um
hvernig þetta fer með fátækar þjóð-
ir sem búa við laka pólítíska stöðu,
þar sem ástandið er þannig að þús-
undir barna eru að deyja úr sjúk-
dómum eins og mislingum á hverj-
ur ári, ég tala nú ekki um hungur.
Mér finnst stundum þessi veröld
svo öfugsnúin, hérna á þeim stöð-
um þar sem velmegun ríkir er vissu-
lega hægt að gera mjög margt til að
hjálpa fólki og safna nokkuð áreið-
anlegum gögnum til að vinna með
á meðan annarsstaðar eru dauðsföll
vegna þekktra sjúkdóma sem hægt
væri að koma í veg fyrir á auðveldan
hátt. Þar ríkir jafnvel hungur.
En börnin mín eru búin að læra að
þvo „almennilega“ á sér hendurnar
og eru mjög dugleg við að minna
mig á það að vera ekki að flýta mér
að þvo á mér hendurnar þannig að
öll lærum við af þessu bæði sem
einstaklingar og svo sem samfélög.
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Ég bara hef ekki hugmynd um það.
Er ekki í stöðu til að meta það,
vona það besta 1-2 mánuði en er
svo hrædd við að þetta taki sig svo
upp aftur eins og sumir hafa verið
að benda á. Ég vona eins og allir,
að vísindasamfélagið finni bóluefni
og eða lækningu við þessum fjanda
þannig að verði hægt að verja þá
sem eru veikastir fyrir.
En þar til þá verður maður bara að
finna jákvæðu hliðarnar og kannski
fara að gera hluti heima við sem
maður hefur ekki haft tíma til. Ég
trúi því að við hérna á Íslandi séum
heppin. Við erum rík þjóð með fullt
af hæfu fólki og sterkari stoðir til
að takast á við þessi ósköp í lengri
tíma en margar aðrar þjóðir. Svo er
bara að vona að vorið komi fljótt og
veðrið verði gott svo fólk geti far-
ið að dusta af sér rykið. Við þurfum
að verða dugleg að hreyfa okkur
og gefa af okkur, því þá mun okk-
ur og öðrum líða betur. Við eru öll,
allsstaðar, að kljást við ósýnilegan
fjanda sem enginn þekkir almenni-
lega. Látum hann ekki ná tökum á
sálum okkar líka. Ást og friður til
allra!
Kanntu góðan Covid brandara?
Ég kann nú nokkuð marga brand-
ara en ekki Covid brandara sem ég
vill láta hafa eftir hér. Þeir koma
kannski seinna.
„Hlustum og hlýðum, það nota ég stundum á
börnin mín, en þetta á við um alla núna“
Kristrún Snorradóttir til hægri, ásamt frænku sinni og æskuvinkonu Grétu Hlín Sveinsdóttur frá Varmalandi. Myndin er tekin
á pallinum við veitingastaðinn ofan við Hraunfossa síðastliðið sumar. Ljósm. Bjarni Eysteinsson.
„Förum varlega í
öllum samskiptum“
Finnur Gærdbo