Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Page 20

Skessuhorn - 01.04.2020, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202020 Lífið í Covid 19 Hver er konan? Áslaug Þorvaldsdóttir, 63 ára og bý á Berugötu 7 í Borgarnesi. Ég starfa sem framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Hef ekki miklar áhyggjur af CO- VID-19 fyrir mig persónulega, en áhrifin sem þessi heimsfaraldur hefur á efnahag Íslands og heims- ins alls er nokkuð uggvænlegur. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Fyrir utan að vinnustaðurinn minn er lokaður, þá kom dótt- ir mín snögglega heim úr heims- reisu og hefur það núna gott hjá múttu sinni. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Mínum vinnustað, Landnámssetr- inu, var lokað tímabundið mánu- daginn 23. mars sl. þannig að áhrifin eru mjög mikil. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? þann 29. febrúar kl. 14:45... En að öllu gríni slepptu þá tók ég þessu ekki svo alvarlega svona í fyrstu, en þegar veiran fór að nálgast hratt og smit að koma upp í nær- umhverfi mínu, þá svona fóru að renna á mann tvær, ef ekki fleiri, grímur. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að missa ekki gleðina. Og þvo hendur. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Ég er mjög sátt við stjórnvöld í þessu fordæmalausa ástandi og treysti þeim fullkomlega. Hefur samkomubann áhrif á þig? Já alveg. Til dæmis þá falla nið- ur kóræfingar hjá Freyjukórnum „mínum“. Það hefur áhrif á mitt félagslíf. Svo sem ekki meiri áhrif, þannig lagað, enn sem komið er. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Það hefur nú ekki breyst að neinu ráði. Fer ekki oft í búðir alla jafnan og ekkert hamstur hér á bæ, hvorki klósettpappír né annað! Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Eftir þessi ósköp verður lítið eins og áður var hér í heimi. Hugsan- lega verður samkennd með náung- anum eitthvað meiri og svo ætla ég að vona að virðing gagnvart um- hverfinu verði meiri. Ekkert er sjálfgefið í þessum heimi, hvorki heilsa né virðing. Ég sem vaknaði upp þann 1. janúar 2020 og fann á mér hversu gott þetta nýja ár yrði nú! Hverjum hefði dottið öll þessi ósköp í hug? Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Það er nú það. Vonandi verða há- tíðahöldin 17. júní nk. í Skalla- grímsgarði fjölmenn og frábær. Kanntu góðan Covid brandara? Mér finnst þessi með Karl Breta- prins og kórónuna bestur! Hver er maðurinn? Guðmundur Skúli Halldórsson, öryrki, gæludýraeftilitsmaður og áhugamaður um fornbíla. Bý á Þor- steinsgötu í Borgarnesi en er tíma- bundið búsettur í Hlíðartúni á með- an frúin fær nýtt eldhús. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Já, ég hef ákveðnar áhyggjur og þá sérstaklega af þeim sem eru veik- ir fyrir og í áhættuhópum. Ég á nú að flokkast sem slíkur en hef meiri áhyggjur af öðrum í nærumhverf- inu. Einnig mun þetta hafa miklar efnahagslegar afleiðingar og hefur þegar gert. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Fer ekki jafn víða og hef minnk- að höfuðborgarferðirnar mikið. Eins frestað öllu læknastússi utan Borgarness. Átti að fara í lok apríl til Stokkhólms en þar í landi hefur heilbrigðiskerfið skellt í lás og frest- að öllu. Ætla að einbeita sér að eig- in þegnum á meðan kúrfan fer yfir. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Þar sem ég vinn í hlutastarfi hjá fjölskyldufyrirtækinu þá höfum við stigið skrefið svolítið aftur á bak. Erum öll í áhættuhópi og hver þarf þá að geta stigið inn í næsta starf ef einhver veikist. Í sjálboðastarfinu á Samgöngusafninu er nánast algjör lömun en við höfðum tekið ákvörð- un um að loka rétt fyrir samgöngu- bann. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Í rauninni strax og fréttir byrjuðu að berast en alvarleikinn varð raun- verulegri því nær sem veikin nálg- aðist. Þegar fyrstu smit voru að greinast í Borgarnesi þá kannski fyrst fór maður að breyta út af dag- legum venjum. Sennilega vaknar al- varleikinn ekki fyrr en vinir og fjöl- skylda fá greiningu, þá opnast aug- un upp á gátt. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Við megum ekki glata húmornum þó svo ástandið sé alvarlegt. Gleði og glens er það sem kemur okkur í gegnum svona ástand heil á geðs- munum. Húmor er sáluhjálp. Við þurfum að huga að fólkinu okk- ar og líta til með þeim sem verða utan gátta. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Mér fannst stjórnvöld bregðast of seint við og ekki með nægilega kröftugum hætti. Stjórnvöld þurfa að standa vel að baki þeim sem standa vaktina í samfélaginu. Ef við horfum að heimilunum þá finnst mér efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar vega lítið og aðgerðapakk- inn fyrir fyrirtækin virðist sniðinn að stærri fyrirtækjum og vandséð hvernig efnahagslífið mun bragg- ast að veirunni lokinni. Hefur samkomubann áhrif á þig? Það helsta er lokun Samgöngu- safnsins í Brákarey og sú ákvörð- un okkar í Fornbílafjelaginu og Röftum að aflýsa árlegri vorsýn- ingu okkar í Brákarey. Við höld- um þó í vonina að geta gert eitt- hvað smærra í sniðum ef aðstæð- ur leyfa. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Finnst ég vera alltaf í búðinni þó ferðum hafi fækkað til muna. Hver búðaferð verður að athöfn með bláum hönskum, vel sprittuðum. Annars er mjög gætt að viðskipta- vinum og starfsfólki í Bónus versl- uninni okkar og talið inn. Eins höf- um við verslað á netinu hjá Nettó og er sú þjónusta þeim til sóma. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Ekkert. En netverslun mun aukast til muna. Jú, jú að sjálfsögðu mun lærdómur standa eftir. Við munum læra að meta fólkið okkar betur, þá sem hafa þurft að loka sig frá okk- ur en að sama skapi hefur eldri kyn- slóðin lært að nota tæknina til sam- skipta við þá yngri og vonandi eykur það tengslin til frambúðar. Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Íslendingar verða alltaf bjartsýnni með hækkandi sól og ég efast stór- lega um að einhver veira muni lifa af sumarjákvæðni Íslendinga. Kanntu góðan Covid brandara? Þessi sóttkví er ekki að virka. Ég og konan erum að verða vinir. Ég sagði henni næstum því frá kærustunni! Hver er maðurinn? Svanur H. Guðmundsson. Er lög- gilt gamalmenni, fjárbónd, rækta og tem fjárhunda. Bý á Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og ef já hverju helst? Hef áhyggjur af þeim sem veikjast illa ásamt þeim sem fara fjárhags- lega illa á þessu. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Er óvanalega hreinn um hendurn- ar. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar á þinni vinnu? Nei. Hvenær fórstu að taka alvarlega ábendingar vegna Covid-19? Fyrir svona þremur vikum. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Samheldni og góða skapið. Og náttúrulega fara eftir leiðbeining- um. Hvernig finnst þér stjórnvöld vera að bregðast við? Mjög vel. Hefur samkomubann áhrif á þig? Nei. Er einfari í grunninn. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Fækka innkaupaferðum og tek dag- inn snemma. Hvað munum við Íslendingar læra af þessum heimsfaraldri? Heilmargt sem við höfum gott af. En trúlega ekki að halda sig heima! Hversu lengi telur þú að ástandið muni vara? Held að toppnum verði náð inn- an tveggja til þriggja vikna. Svo er það spurning hvað eftirhreyturnar ná inn í sumarið. „Hér var ég stödd á Spáni.“ „Hugsanlega verður samkennd með náunganum eitthvað meiri“ „Samheldni og góða skapið gildir“ Svanur að þjálfa fjárhundana. „Efast stórlega um að einhver veira muni lifa af sumarjákvæðni Íslendinga“ Guðmundur Skúli Halldórsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.