Skessuhorn - 01.04.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202022
Lífið í Covid 19
Hver er maðurinn?
Jón Sindri Emilsson, aðstoðar-
maður bæjarstjóra Stykkishólms-
bæjar, 31 árs, búsettur í Stykkis-
hólmi og starfa í ráðhúsinu.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19,
og ef já hverju helst?
Mínar áhyggjur leysa engan vanda
og því hefur mér tekist að halda
þeim í algjöru lágmarki.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
Helstu áhrif á daglegt líf er að
ég þvæ mér oftar um hendur og
hlusta meira á Helga Björns.
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Andrúmsloftið er auðvitað að-
eins öðruvísi, fólk reynir að halda
sig í tveggja metra fjarlægð frá
hvert öðru og huga vel að hrein-
læti. Helstu breytingar eru senni-
lega að kaffistofan er minna notuð
og þar af leiðandi vinn ég meira
og kjafta minna. Fjarfundir hafa
einnig aukist töluvert og undan-
farið hefur vinnan að miklu leyti
snúist um tilkynningar og fréttir
tengdar veirunni.
Hvenær fórstu að taka alvarlega
ábendingar vegna Covid-19?
Málið var auðvitað alvarlegt frá
uppáhaldi en um leið og fréttir
bárust af smiti í Stykkishólmi fór
ég að huga betur að handþvotti
og reyna eftir bestu getu að fylgja
leiðbeiningum til að hefta smit-
leiðir.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Ætli sé ekki mikilvægast að fylgja
fyrirmælum. Það hentar mér ágæt-
lega þar sem ég er vanur því að gera
bara eins og mér er sagt, bæði sem
aðstoðarmaður og eiginmaður.
Hvernig finnst þér stjórnvöld vera
að bregðast við?
Vel, sérstaklega ánægður með upp-
lýsingafundina. Gott að halda fólki
vel upplýstu.
Hefur samkomubann áhrif á þig?
Já, ég eignaðist son 1. mars síðast-
liðinn og þar sem ekki er hægt að
halda hefðbundna skírnarveislu og í
ljósi aðstæðna, tilkynntum við nafn-
ið á honum á fjarfundi með nánustu
fjölskyldu síðasta sunnudag. Hann
fékk nafnið Huginn Emil.
Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
Ég fer sjaldan og kaupi mikið.
Hvað munum við Íslendingar læra
af þessum heimsfaraldri?
Við komum tæknivæddari út úr
þessu. Fólk á landsbyggðinni hætt-
ir að keyra suður fyrir einn fund og
tekur hann í fjarfundi frekar.
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Ég held að það birti til í maí.
Kanntu góðan Covid brandara?
Nú er Kalli bretaprins loksins kom-
inn með kórónu. – Gísli í bankan-
um sagði mér þennan.
Hver er maðurinn?
Ómar Líndal Marteinsson, tann-
læknir á Laugarbraut 11 á Akra-
nesi. Á heima að Garðavöllum 4,
301 Akranesi, rétt utan við Leyni-
svíkina.
Hefurðu áhyggjur af Covid-19, og
ef já hverju helst?
Já, hef dálitlar áhyggjur af Co-
vid-19. Þá helst að einhver nákom-
inn verði illa veikur og nái sér ekki
aftur. Eða þá að maður sjálfur verði
veikur og smiti einhvern annan
sem má ekki við því, að því gefnu
að maður sjálfur ráði við það – sé
einkennalítill eða laus, og smiti ein-
hverja aðra.
Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
Maður er meira á tánum, þvær sér
oftar og sprittar. Fer minna út og
sleppir því að hitta sína ættingja og
vini. Bara nánasta fjölskyldan heima
sem verður vonandi bara betri eftir
allt saman.
Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar á þinni vinnu?
Já, þurfti að loka stofunni vegna
nálægðar skjólstæðinga við tann-
læknana og tannfræðinginn. Meg-
um bara sinna bráðahjálp hjá þeim
sem eru í bráðri þörf.
Hvenær fórstu að taka alvarlega
ábendingar vegna Covid-19?
Fljótlega eftir að þetta fór að grein-
ast í bænum, þá gat maður ekki ann-
að, og einnig út af því hversu ná-
lægt maður er að vinna með fólk.
Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
Halda í vonina - og ekki hafa of
miklar áhyggjur. Þetta mun ganga
yfir ef við stöndum saman en samt
ekki of nálægt.
Hvernig finnst þér stjórnvöld vera
að bregðast við?
Mér finnst þau vera að bregðast vel
við og koma sínum skilaboðum vel
til skila til fólksins.
Hefur samkomubann áhrif á
þig?
Já, fer ekki í kirkju á sunnudögum,
er í Íslensku kristskirkjunni. Þar
er búið að loka fyrir samkomur.
Sleppi bíói.
Hvernig hagar þú innkaupum
í dag?
Geri ítarlegri lista fyrir innkaupin
og kaupa til lengri tíma. Reyna að
velja tíma þar sem færri eru líklega
að versla.
Hvað munum við Íslendingar
læra af þessum heimsfaraldri?
Vonandi meiri þolinmæði og til-
litssemi og svo allra helst hvað gott
hreinlæti er mikilvægt, forðast að
vera með hendur í andliti nema
þær séu nýþvegnar eða sprittaðar.
Hversu lengi telur þú að ástandið
muni vara?
Fram á sumar, og svo ekki laus við
þessar áhyggjur af smiti fyrr en eft-
ir 1,5 til 2 ár.
Kanntu góðan Covid brandara?
Dagur 1 í sóttkví: Ég ætla að nota
þennan tíma og huga að bættri
heilsu. Dagur 2 í sóttkví: Vegna
persónulegra ástæðna er ég að
borða lasagna í sturtu.
„Í ljósi aðstæðna tilkynntum við
nafnið á syninum á fjarfundi“
„Helstu breytingar eru sennilega að kaffistofan er minna notuð og þar af leiðandi
vinn ég meira og kjafta minna.“
„Þurfum að halda í vonina
- og ekki hafa of miklar áhyggjur“
„Við megum bara sinna hjálp hjá þeim sem eru í bráðri þörf.“
Þessa dagana sitja mörg pör og
fjölskyldur heima dag eftir dag og
viku eftir viku vegna þess ástands
sem ríkir í samfélaginu. „Það get-
ur reynt á þolrifin fyrir marga, sér-
staklega þar sem áður hefur ríkt
spenna í samskiptunum. Tím-
inn líður og lítið er við að vera hjá
mörgum nema sjónvarpsáhorf og
tölvuleikir. Og oft þarf ekki mik-
ið til að sjóði upp úr,“ segir séra
Þórhallur Heimisson ráðgjafi sem
á undanförnum árum hefur boð-
ið þúsundum Íslendinga að sækja
námskeið til að bæta hjónabandið.
Hann skýrir út hvernig nota megi
þessa ófrjálsu heimavist til þess að
bæta og styrkja hjónabandið og
sambúðina.
Á undanförnum árum hefur
Þórhallur haldið hjónanámskeið
víða um land undir heitinu „Já-
kvætt námskeið um hjónaband og
sambúð.“ „Þessi námskeið liggja
að sjálfsögðu niðri eins og ann-
að samkomuhald. En hjónanám-
skeiðin hafa sótt allskonar pör,
ung og gömul, pör í vanda og pör
sem finnst hamingjan brosa við
sér, barnmörg pör og barnlaus pör,
gift og ógift og allt þar í milli. Það
skemmtilegasta við öll þessi pör er
einmitt það hversu fjölbreytt þau
eru og hvert öðru ólík, hvert með
sínu sniði, sína sögu, sínar skoðanir
á lífinu og sína reynslu,“ segir Þór-
hallur.
Alla dreymir
um hamingjuna
Hann segir það sama eiga við alla
einstaklingana sem mynda þessi
pör. „Þeir eru eins ólíkir eins og
hugsast getur. Á þessum nám-
skeiðum hafa að sjálfsögðu margar
spurningar vaknað um hjónaband-
ið og stöðu fjölskyldunnar á Íslandi
í dag. Hvað er það sem brenn-
ur á, hvernig er hægt að bæta og
laga það sem miður fer og hvað er
hægt að gera til að varðveita ástina
í sambúðinni,“ spyr hann. „Því öll
pörin voru á sama máli um það, að
það væri ástin sem væri drifkraftur-
inn í sambandinu. Þegar ástin tæki
að dofna, þá færi nú að halla und-
an fæti og eitthvað þyrfti að gera í
málinu. Auðvitað eru áhyggjurn-
ar margar og mismunandi sem á
fjölskyldunum hvíla nú sem fyrr.
Sumir eru að glíma við fjárhags-
erfiðleika, sjúkdóma og félagslega
erfiðleika margskonar, aðrir þurfa
að taka á framhjáhaldi, óhóflegu
vinnuálagi eða samskiptaerfiðleik-
um við börnin á heimilinu. En þó
að áhyggjurnar séu margar og mis-
munandi og aðstæðurnar líka, þá
erum við samt hvert öðru lík þegar
öllu er á botninn hvolft. Það hafa
hjónanámskeiðin kennt mér. Alla
dreymir um hamingjuna og sum-
um tekst meira að segja að höndla
hana. En það er ekkert hjónaband
og engin sambúð án einhverra erf-
iðleika,“ segir Þórhallur.
Heimaverkefni
gjaldfrjáls
Hann segir að hjónanámskeiðin
sem hann hefur boðið uppá endi
alltaf með því að pörin fá með sér
heim heimaverkefni til þess að
halda áfram að rækta sambandið.
„Nú ætla ég að bjóða þeim pör-
um sem vilja, að fá hluta af þessum
heimaverkefnum heimsend ef þau
vildu nýta tímann heima til þess að
styrkja samband sitt og fjölskyldu.
Hægt er að fara inn á fésbókar-
síðuna „Hjónaband“ til þess að fá
nánari upplýsingar um heimaverk-
efnin og hvernig þau eru sótt. Þetta
tilboð er að sjálfsögðu ókeypis og
öllum pörum opið, óháð aldri, trú,
kynhneigð eða öðru,“ segir Þór-
hallur Heimisson að endingu. mm
Ástin er alltaf drifkrafturinn í sambandinu
Þórhallur Heimisson, ráðgjafi.