Skessuhorn - 01.04.2020, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202024
Haraldur Sturlaugsson hefur var-
ið undanförnum 15 árum ævinnar
í að safna myndum og heimildum
tengdum knattspyrnusögu Akra-
ness. Vitaskuld hefur hann ekki
varið tímanum óskiptum til verks-
ins, heldur sinnt þessu áhugamáli í
frítíma sínum. Áhuginn á sögunni
og ýmsum sögulegum verðmætum
hefur fylgt honum alla tíð. Hann
kveðst alltaf hafa verið haldinn
söfnunaráráttu og -áhuga. „Hér er
engu hent,“ segir Haraldur, en hann
geymir í Haraldarhúsi ýmsa sögu-
lega muni sem teygja sig allt aftur
til ársins 1882. „Þá hófst verslun-
ar- og útgerðarsaga fjölskyldunn-
ar með langafa mínum, og sama ár
íþróttasaga Akraness með stofnun
Æfingafélagsins,“ segir hann. Allt
hangir síðan saman, atvinnusag-
an og íþróttasagan, í gegnum fólk-
ið sjálft á staðnum. Íbúarnir mynda
þræði sögunnar, sem tengja saman
ólíka anga hennar, svo blaðamaður
leyfi sér að gerast skáldlegur.
Söguáhugi í leik
og starfi
Áhuginn hefur fylgt Haraldi bæði
í leik og starfi. Má þar nefna að í
tilefni af 70 ára afmæli Haraldar
Böðvarssonar & Co. stóð Haraldur
fyrir útgáfu bókar sem geymir við-
töl við starfsfólk fyrirtækisins. Hann
var þá framkvæmdastjóri HB. „Ég
hóf störf mjög ungur, árið 1970.
Meginþorri starfsfólksins, milli
200 og 300 manns, var reynslumik-
ið fólk. Ég bar mikla virðingu fyr-
ir þeirra reynslu, samviskusemi og
þeirri fórnfýsi sem þetta fólk bjó
yfir. Þegar fyrirtækið varð 70 ára
1976 fékk ég Sigurdór Sigurdórs-
son blaðamann til að taka viðtöl
við 40 starfsmenn,“ segir Harald-
ur. „Þetta þótti nú ekki merkilegt á
sínum tíma, í núinu, en ég er ekk-
ert viss um að svona bók hafi ver-
ið gefin annars staðar út í heimin-
um. Það hefur oft verið skrifað um
fyrirtæki en ekki starfsfólkið sjálft.
Það er þarna að tala um sjálft sig en
í leiðinni segir það líka sögu fyrir-
tækisins sem það hafði starfað hjá
í áratugi og líka sögu atvinnuhátta
í landinu,“ segir Haraldur. „Bókin
heitir Sjötíu ár á sjó og landi og mér
þykir hún mjög skemmtileg heim-
ild um veröld sem var,“ bætir hann
við og auðheyrt að hann er ánægð-
ur að hafa látið verða af útgáfunni
á sínum tíma. „Þegar fyrirtækið
varð 80 ára 1986 fannst mér kom-
inn tími til að gera myndband um
söguna og fékk ég Bryndísi Schram
til verksins. Hún tók snilldarviðtöl
við fólk sem var ekki vant að tjá sig í
mynd, en hún kunni að fá fólk til að
tala. Skipverjarnir á bátunum tóku
sjálfir myndskeið af mismunandi
veiðiskap og myndaðist mikil sam-
keppni milli áhafna, um hver væri
með besta myndbandið. Þá voru
líka tekin myndskeið af landvinnsl-
unni; fiskvinnsla, síldarsöltun og
fleira. Þetta eru hin merkilegustu
myndbönd,“ segir Haraldur.
Veggirnir svigna
undan sögunni
Kjallari Haraldarhúss er alsettur
myndum sem tengjast sögu fjöl-
skyldu Haraldar, bæði í leik og
starfi. Veggirnir nánast svigna und-
an öllum römmunum. „Myndaröð-
in byrjar þegar langafi minn byrj-
aði í verslun 1882 og síðan er öllu
raðað eftir tímaröð. Afi minni hóf
útgerð 1906, þá 17 ára, þegar hann
keypti sexæring. Þá þurfti fiskveiði-
leyfi frá sýslumanni fyrir árabát, því
það voru auðvitað skuttogarar þess
tíma. Ég á þetta allt saman hérna,
umsóknina og leyfið sjálft. Afi
skrifaði hjá sér að hann hefði byrj-
að á laugardegi og lýsti því hvernig
tunglstaðan var. Síðan er öllu raðað
í tímaröð og 100 árum seinna skrif-
aði ég hvað var að gerast á mið-
unum hjá skipum HB Granda 17.
nóvember 2006 og hvernig tungl-
staðan væri,“ segir Haraldur. „Hér
er líka reikningsbók langafa frá 17.
nóvember 1906, um fyrstu úttekt
afa eftir að hann hóf útgerð. Þeg-
ar afi byrjaði að róa tók hann út í
verslun föður síns, sem vildi ekki
gera upp á milli systkinanna svo það
var allt fært til bókar,“ segir hann.
„Hér hefur engu verið hent.“
Útgerðarfyrirtækið Haraldur
Böðvarsson hf. varð 98 árar undir
stjórn þriggja ættliða. Haraldur var
framkvæmdastjóri í 35 ár og kveðst
hafa áhuga á að gera sögu fyrir-
tækisins frekari skil. „Mér finnst ég
eiga eftir að segja frá mestu upp-
byggingar- og fjárfestingasögu
sjávarútvegs á Akranesi, sem stóð
frá 1991 til 2003. Þá sögu á ég eft-
ir að segja, það kraumar allavega í
mér. En hvort það verður veit ég
ekki,“ segir Haraldur. „Fyrirtæk-
inu fylgdu miklar minjar, svo sem
gjafir frá starfsfólki á merkum tíma-
mótum og mörg málverk eftir Eirík
Smith sem ég fékk hann til að mála,
m.a. af öllum frumherjum fyrir-
tækjanna sem sameinuðust HB.
Verðlaunagripir sem starfsfólk og
fyrirtækið fékk og fleira. Söfnunar-
árátta mín sagði mér að skilja þetta
eftir í fyrirtækinu, sem ég vonaði að
yrði starfsfólkinu til yndis. En núna
er þetta allt saman í geymslu ein-
hvers staðar,“ segir hann. „En þetta
er ekki stórmál, heldur störfin og
reynslan sem töpuðust þegar fyr-
irtækið flutti sína starfsemi. Sjálf-
ur átti ég aldrei meira en um 2% í
fyrirtækinu, þannig að allar þessar
breytingar voru ekki á mínu valdi,“
segir Haraldur.
Eldmóður og áhugi í
íþróttastarfi
Haraldur kynntist íþróttastarfi
á sínum yngri árum og segir að
íþróttir hafi gefið honum mik-
ið sem ungum manni. „Það hefur
hvatt mig til að halda saman sög-
unni með hjálp margra, meðal ann-
ars Ljósmyndasafni Akraness sem
er að gera frábæra hluti. Það sem
ég er að gera núna er að setja upp
álspjöld með öllum Íslands- og bik-
armeisturum í knattspyrnu, allra
flokka karla og kvenna, en titlarn-
ir eru samtals um hundrað talsins,“
segir hann. Skyldi því engan undra
að fjölmörg spjöld með gulum
„Þá sögu á ég eftir að segja“
- rætt við söguáhugamanninn og safnarann Harald Sturlaugsson
Haraldur Sturlaugsson, söguáhugamaður og safnari á Akranesi. Ljósm. kgk.
Heimili og verslun Böðvars Þorvaldssonar og Helgu Guðbrandsdóttur við Bakka
tún. Haraldur Böðvarssön, afi Haraldar, er á hestbaki lengst til hægri í mynd.
Segja má að Kútter Haraldur hafi siglt víða, en þetta líkan af honum var gert
fyrir heimssýninguna í New York sem Íslendingar tóku þátt í árið 1939. Böðvar
Þorvaldsson, afi Haraldar, flutti kútterinn til Akraness frá Skotlandi árið 1887. Enn
er sungið um kútter Harald, vísan um kátu karlana en það var Geir Sigurðsson,
skipstjóri á kútter Haraldi, sem orti braginn.
Ingunn AK 150 út af Búðum undir Snæfellsjökli í 23. febrúar 2001. Stefnan hefur
verið sett á Akranes með fullt skip af loðnu úr vesturgöngu. Skipið ber þarna nafn
formóður Haraldar, Ingunnar Jónsdóttur sem bjó á Bakkafit við Búðir. Ingunn
réri til fiskjar á svipuðum slóðum fyrir nærri tvö hundruð árum. Hún er talin hafa
verið með fyrstu konum á Íslandi sem stundaði róðra til að færa björg í bú ásamt
börnum sínum. Varla getur verið tilviljun að nafna hennar Ingunn AK hafi fengið
fyrsta fullfermið á þessum sömu slóðum.