Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 25

Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 25 Ungir Skagapiltar fá viðurkenningu fyrir knattleikni 29. september 1962. Eitt fjölmargra söguspjalda sem sett verður upp í Akraneshöllinni þegar aðstæður leyfa. ramma, þar sem sögunni eru gerð skil, sé að finna í kjallara Haraldar- húss. Ætlunin er að koma þeim fyr- ir í Akraneshöllinni, þegar aðstæð- ur í þjóðfélaginu leyfa. „Til viðbót- ar við titlana hef ég sett upp myndir sem eru tengdar þessum sigrum, af fólki og fleiru og vísir af íþróttasög- unni frá 1882. Þá var Æfingafélag- ið stofnað, sem var fyrsti vísirinn að íþróttastarfi á Akranesi,“ segir Har- aldur. „Hvergi var og er jafn mikið starf unnið í sjálfboðavinnu, af eld- móð og áhuga, en í íþróttahreyfing- unni. Til dæmis þegar íþróttahúsið á Laugarbraut var byggt 1945, þá var enginn peningur til. Húsið var samt reist í sjálfboðavinnu, meðal annars af félögum í Kára og KA og var stærsta íþróttahús landsins þeg- ar það var fullbyggt,“ segir hann. Haraldur hefur unnið lengi að gerð íþróttasöguspjaldanna í sam- starfi við Friðþjóf Helgason ljós- myndara. „Við erum búnir að vera að dúlla okkur við þetta í 15 ár,“ segir Haraldur og brosir. „Þegar hann kemur í bæinn kíkir hann til mín í kannski tvo tíma. Þá er far- ið í kjallarann og ég læt hann fá einhvern bunka af myndum til að laga. Hann hefur lagað þær marg- ar gömlu myndirnar, svo hægt sé að stækka þær og prenta,“ segir hann. „Saman leggjum við grunn að útliti spjaldanna, Friðþjófur útbýr þau síðan endanlega áður en við send- um þau til Eyþórs Óla Frímanns- sonar sem prentar þau fyrir okkur,“ bætir Haraldur við. Myndunum fylgja sögur Auk þess að safna myndum hefur Haraldur lagt í mikla vinnu við að skrá nöfn þeirra sem eru á mynd- unum og eftir atvikum frásagnir frá einstökum atburðum sem fests hafa á filmu í áranna rás. „Þegar ég byrjaði að safna myndum inn á haraldarhus.is fyrir 15 árum síðan vantaði mig alltaf nöfnin. Þar eru örugglega á annað þúsund manns á myndunum. Ég fór því að hringja og spyrjast fyrir og bætti síðan text- anum við á netið. Þess vegna hefur verið tiltölulega hægur leikur að út- búa spjöldin núna. Ég er búinn að vinna alla þessa handavinnu, kom- ast að því hvaða ár mynd er tek- in og hverjir eru á henni. Það var rosalega tímafrekt og bara gert sem áhugamál á kvöldin og í frístund- um,“ segir hann. En eftir stendur að sögurnar á bak við myndirnar eru orðnar fjölmargar og Haraldur á ekki í vandræðum með að nefna dæmi. „Þegar Ísland spilaði við Sví- þjóð 1951 var Ríkharður Jónsson að mála skipið Heimaskaga niðri í slipp. „Þegar ég kem heim í þrjú- kaffi,“ er haft eftir Ríkharði; „fer mamma að segja mér að það muni ske eitthvað skrýtið í leiknum, því hana hafi dreymt um nóttina að við myndum vinna Svíana með fjórum eða fimm mörkum og að ég myndi skora þau öll.“ Ríkharður segir nú að hann hafi bara hlegið að þessu og að Þórður Þórðarson og Guðjón Finnbogason, liðsfélagar hans af Skaganum, hafi gert hið sama þeg- ar hann sagði þeim frá þessu á leið- inni suður í leikinn. „Þannig að það varð ekkert meira úr því, fyrr en eft- ir leik að þá stendur það þannig, að ég skoraði ekki fjögur mörk held- ur fimm, en eitt þeirra var dæmt af vegna rangstöðu,“ sagði Ríkharð- ur. Hann bætir svo við að hann hafi lagt mestu vinnuna í „fimmta mark- ið“ og passað sig á því að vera ekki rangstæður í það skiptið. Draum- urinn rættist því fullkomlega,“ seg- ir Haraldur. „Óli, veistu ekki í hvaða liði þú ert að spila?“ Einnig má á spjöldunum finna við- tal við Ólafi Frímann Sigurðsson í 25 ára afmælisriti KA árið 1949, þar sem hann segir frá Hallgrími Jónssyni prófastssyni sem talið er að hafi verið fyrsti knattspyrnu- maður Skagamanna, allavega átti hann fyrsta boltann sem hingað kom. „Hann hóf að leika íþróttina um 1910 og hann var svo leikinn að við spiluðum fimm á móti honum. „ Boltinn góði gerði það að verkum að við krakkarnir vildum alltaf spila við hann þó við ættum ekki roð í hann,“ sagði Ólafur.“ Sömuleiðis er skemmtileg mynd af liðsfélögunum Sigurði Jónssyni og Ólafi Adolfssyni, þar sem svip- brigðin gefa það frekar til kynna að þeir séu mótherjar en báð- ir íklæddir gulu treyjunni. „Þarna fór fram hreinskiptið samtal milli þeirra, í kjölfar þess að sjúkraþjálf- arar beggja liða komu inn á völl- inn í þriðja sinn, til að hlúa að leik- mönnum Akraness og Keflvíkinga, vegna árekstra við Ólaf. Siggi sagði þarna við Óla: „Óli, veistu ekki í hvaða liði þú ert að spila?“ og Óli svaraði um hæl: „Siggi, þegar ég kalla nafn mitt skuluð þið Alexand- er hafa vit á því að forða ykkur eða taka afleiðingunum“,“ segir Har- aldur frá og brosir. „Ég sýndi Óla myndina og spurði hvað þeim hefði farið á milli á þessu augnabliki og hann sagði mér það. Svona augna- blikum verður að fylgja smá saga,“ segir Haraldur. Fleira sögutengt í farvatninu Hann hefur áður gert sögunni skil með söguskiltum sem komið hefur verið fyrir bæði inni og úti á Akra- nesi og um tveggja ára skeið var Haraldarhús opið öllum, með sýn- ingu um allt húsið. En eftir að hjón- in Haraldur og Ingibjörg pálma- dóttir flutti í húsið var hún auðvi- tað tekin niður. „Þá var húsið nátt- úrulega orðið að heimili. En stund- um, þegar eitthvað er í gangi hér uppi, þá hef ég nefnt það við fólk að áhugasamir geti kíkt niður í kjall- ara,“ segir Haraldur. Þar er sagan yfir og fyrir og allt um kring, ásamt vinnuaðstöðu Haraldar. Þar grúsk- ar hann í gömlum myndum, still- ir upp spjöldum og gerir drög að því að textasetja þau. Næsta verk- efni verður að koma knattspyrnu- sögunni til skila í Akraneshöllinni, þegar aðstæður leyfa, en auk þess hefur Haraldur annað sögutengt verkefni í farvatninu. Hann vill þó ekki ljóstra því upp hvað það er. „Í bili,“ segir Haraldur að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Eitt af íþróttasöguspjöldum Haraldar. Þarna segir frá hreinskiptnu samtali liðsfélaganna Ólafs Adolfssonar og Sigurðar Jónssonar í bikarúrslitaleik gegn Keflavík á Laugardalsvelli 1993.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.