Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 30

Skessuhorn - 01.04.2020, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 202030 Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera heima? Spurning vikunnar (Spurt á netinu) Hekla Lind Gísladóttir, 5 ára, Borgarfirði „Mér finnst skemmtilegast að gera svona íþróttaverkefni með Hrönn og líka stundum að horfa á skjaldbökurnar.“ Grímar Dagur Axelsson, 7 ára, Akranesi „Leika í Legó og stelast í tölv- una.“ Guðmundur Hrafn Valdimars- son, 4 ára, Akranesi „Fara í búningaleik, kubba með Arnóri og leika við Arnór bróð- ur minn, sem er níu ára, því hann er svo skemmtilegur.“ Guðrún Ásta Tryggvadóttir, 5 ára, Skorradal „Mér finnst skemmtilegast að spila, leika, horfa og fara í göngutúr.“ Kolbrún Eir Þórðardóttir, 5 ára, Borgarbyggð „Mér finnst skemmtilegt að hjóla, fara í heita pottinn og fá vini heim, og að eiga afmæli.“ Á tímum kórónaveirunnar sem nú geisar um heimsbyggðina, og áætl- að er að nái hámarki hér á landi um miðjan aprílmánuð, eru góð ráð dýr. Sem sjálfstætt starfandi ljós- myndari á Vesturlandi hafa síðustu vikur reynst krefjandi og tilhugsun- in að skríða undir sæng og dúsa þar þangað til veiran gengur yfir, ver- ið freistandi. Ég hef hins vegar ekki látið undan þessum vangaveltum, sem betur fer. Í staðinn fann ég mér eitthvað annað að gera. Nú hef ég síðustu daga alltaf haft myndavélina með mér í hvert skipti sem ég kíki út, hvort sem það er í göngutúr eða í bíltúr um bæinn. Tek ég mynd- ir af þessu og hinu sem einkennir þessa furðulegu tíma. Einnig sótti ég mér innblástur til ljósmynd- ara í Danmörku sem hefur ver- ið að taka myndir af fólki í sóttkví í gegnum glugga. Þetta hefur ver- ið mjög vinsælt í Borgarnesi frá því ég fór í fyrsta myndaleiðangurinn minn fyrir helgi. Þessar mynda- tökur hafa verið sérstaklega vin- sælar hjá krökkum sem setjast upp í gluggakistu við hliðina á böngsun- um, sem hafa setið þar marga síð- ustu daga, og brosa til mín í gegn- um rúðuna. Þessar myndatökur hafa verið virkilega skemmtileg- ar, fjölbreyttar og gefandi. Ég vil deila nokkrum myndum frá síðustu dögum með lesendum Skessuhorns með von um að þær lífgi aðeins upp daginn. Á sama tíma vil ég minna á Facebook síðuna mína þar sem má finna fleiri myndir í svipuðum dúr inn á Like-síðunni minni, Gunn- hildur Lind photography. Einnig vil ég vekja athygli á því að ég ætla að vera með myndavélina á Akra- nesi í dag og taka svona sóttkvíar- þemamyndir. Gunnhildur Lind Hansdóttir Þrjár ungar og efnilegar knatt- spyrnukonur hafa skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA. Erna Björt Elíasdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir og Selma Dögg Þor- steinsdóttur sömdu allar við Skaga- liðið á dögunum. Þær eru allar fæddar árið 2002 og uppaldar hjá félaginu. Selma Dögg lék átta leiki með ÍA í Inkasso deildinni síðasta sumar, Anna Þóra lék sex leiki og Erna Björt fjóra. „Þetta eru fram- tíðarleikmenn liðsins,“ segir á vef KFÍA. kgk Unnar Þór Garðarsson þjálfari, Erna Björt Elíasdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir og Selma Dögg Þor­ steinsdóttir. Ljósm. KFÍA. Þrjár sömdu við ÍA Börn, bangsar og sóttkví

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.