Skessuhorn


Skessuhorn - 01.04.2020, Page 31

Skessuhorn - 01.04.2020, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 1. ApRÍL 2020 31 Sudoku Ég vil byrja á því að þakka Skaga- mönnum góðar kveðjur og Knatt- spyrnufélaginu ÍA fyrir traust- ið að ráða mig til starfa sem fram- kvæmdastjóra félagsins. Knatt- spyrnan á Akranesi á sér langa og glæsta sögu sem nær langt út fyr- ir landsteinana. Það er okkar sam- eiginlega hlutverk að halda merki ÍA á lofti og ná árangri í starfi og leik á komandi keppnistímabili sem verður ólíkt öllum öðrum vegna Covid-19 veirunnar. Rekstrarskilyrði knattspyrnu- félaga hafa ávallt verið og munu áfram vera krefjandi, þar sem treysta verður á ómælt framlag félagsmanna, stuðningsmanna, at- vinnulífsins og ýmissa viðburða félagsins. Nú hefur Covid-19 far- aldurinn breytt rekstrarforsend- um knattspyrnufélaga með áður óþekktum hætti. Frá síðari hluta janúar á þessu ári hafa hlaðist upp óveðursský í rekstri félagsins en með samkomubanni hafa rekstrar- horfur knattspyrnufélaga versnað til mikilla muna þannig að í reynd hefur ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart. Knattspyrnufélag ÍA hefur orð- ið að bregðast við nýju aðstæðum með áður óþekktum hætti til að vernda starfsemi félagsins. Stjórnin félagsins ákvað, sem fyrsta skref, að beita neyðarúrræðum strax um þessi mánaðamót og skerða launa- greiðslur til þjálfara og leikmanna umtalsvert. Ráðstöfunin er sárs- aukafull en nýtur skilnings þess- ara aðila sem er gott dæmi um að okkar fólk er með stórt ÍA hjarta. Mikilvægt er að upplýsa bæjarbúa og stuðningsmenn um þessar ráð- stafanir félagsins. Við berum þá von í brjósti að skilningur á sér- stöðu íþrótta verði til þess að úr- ræði ríkisvaldsins um minnkað starfshlutfall nýtist þjálfurum og leikmönnum okkar. Það er mikil- vægt að stjórnvöld, bæði ríkisvald- ið og bæjaryfirvöld, sýni því skiln- ing hve mikilvægu hlutverki þjálf- arar og leikmenn gegna í samfélagi okkar við uppbyggingu íþróttar fyrir líkamlegt og andlegt heil- brigði ungs fólks. Orðstír knatt- spyrnunnar á Akranesi hefur farið víða og aukið hróður bæjarfélags- ins langt út fyrir landsteinana. Stuðningur bæjarfélagsins við starf knattspyrnufélagsins er nú mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. Knattspyrnufélag ÍA hefur staðið sig vel í uppeldi knattspyrnumanna eins og kunnugt er. Kröfur á leik- menn í dag eru allt aðrar og meiri en áður og því eðilegt að umbuna þeim í hlutfalli við framlag þeirra fyrir félagið og í senn bæjarfélagið. Án umbunar er erfitt að gera all- ar þær kröfur til leikmanna sem í dag þykja sjálfsagðar og án henn- ar komumst við ekki í fremstu röð. Hins vegar er það jafnframt mikil- vægt hlutverk knattspyrnufélagsins að halda rekstri þess í góðu jafn- vægi milli tekna og gjalda. Við vilj- um ná því jafnvægi í góðri sátt við þjálfara og leikmenn með stuðning allra þeirra sem að félaginu koma. Því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í rekstri Knattspyrnu- félags ÍA en í mótbyr kunna að felast ný tækifæri. Með samstöðu, mikilli vinnu og skynsemi verðum við í fremstu röð íslenskra knatt- spyrnufélaga innan sem utan vallar og það er þekkt úr sögunni að sæt- ir sigrar hafa unnist á knattspyrnu- vellinum þegar á móti blés í rekstr- inum. Þrátt fyrir framlag okkar sem ráðnir erum til starfa, fram- lags sjálfboðaliða í stjórn og ráðum, mun framlag al- mennra sjálfboða- liða, velunnara félagsins, stuðn- ingsaðila og þín stuðningsmaður góður skipta sköpum fyrir framtíð ÍA í miklum ólgusjó. Við þurfum allan þann stuðning sem við get- um fengið. Ég skora á Skagamenn að standa saman sem einn maður á erfiðum tímum. Standa við bak- ið á leikmönnum, þjálfurum og fé- laginu okkar, Knattspyrnufélaginu ÍA, á krefjandi tímum. Öll él birtir upp um síðir og þá er mikilvægt að við séum öll klár í leikinn. Áfram ÍA! Geir Þorsteinssson Höf. er framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags ÍA Við erum að renna inn í þriðju viku samkomubanns og samfélagið dregur sig inn í skel. Margir vinna heima og aðrir eru komnir heim, þar sem fyrirtæki hafa stoppað meðan þessi stormur gengur yfir. Það má vera ljóst að fólk óttast ekki einungis um heilbrigði sitt heldur líka um afkomu sína og hvaða raun- veruleiki blasi við þegar plágan er gengin hjá. Nú reynir á stoðir nær- samfélagsins og hver og einn skiptir máli í því sambandi. Skóli er skjól Ég sannfærist meira með hverjum deginum að það var hárrétt ákvörð- un hjá Lilju Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra að loka skólum sam- fara samkomubanninu. Nemend- ur háskóla og framhaldsskóla voru sendir heim. Starfsemi grunn- og leikskóla var sett í hendur sveitar- félaga að meta aðstæður á hverjum stað með áframhaldandi starfsemi. Margar ástæður eru fyrir því. Vissu- lega er það áskorun starfsfólks skól- anna að halda úti starfsemi í samko- mubanni, þar sem ekki mega vera fleiri en 20 einstaklingar í rými, en svo virðist sem skólastjórnendur hafi leyst vel úr því. Vinna starfs- fólks grunn- og leikskóla er mikil- væg á svona tímum. Mörg börn búa við bágar að- stæður á heimili og oft er skólinn þeirra skjól. Í þessum óvenjulegum aðstæðum er hætta á að viðkvæmir hópar fái ekki nægilegan stuðning, gleymist, eða verði útundan. Ofbeldi, fíknisjúkdómar og aðr- ir viðkvæmir sjúkdómar magnast innan veggja heimila og börnin eru fórnarlömbin. Það hefur sýnt sig hér og erlendis að tilkynningum til barnaverndar hefur fækkað í þessu ástandi og er það kannski vegna þess að það er skólinn sem fylgir því eftir í flestum tilvikum. Það er því brýnt að við öll séum vakandi yfir velferð barna okkar og sam- félagsins. Það eru margar litlar sál- ir sem ekki eiga víst skjól á heimili sínu. Allir í almannavörnum Öflugt heilbrigðiskerfi ásamt al- mannavörnum takast nú á með öllu afli við veiruna og til þess að það náist þarf hver og einn að taka þátt, ekki bara Jón og Gunna á móti. Það er mikilvægt að allir hagi sér sam- kvæmt því sem ráðlegt er. Þannig léttum við byrði fólks sem heldur heilbrigðiskerfinu gangandi. Mik- ið álag hvílir á þeim sem sinna um- önnun innan heilbrigðisstofnana og þeim sem starfa hjá fólki með fötlun og sinna heimahjúkrun. Fólk í viðkvæmri stöðu á erfitt þeg- ar hversdeginum er kippt úr sam- bandi. Ber er hver að baki Líkt og sannaðist á Norðurlandi vestra í síðustu viku getur ástand- ið orðið viðkvæmt þegar smit fara að berast með hraða um samfélagið. Þá sýnir það sig best að hver og einn skiptir máli; viðhorft einstaklingsins hefur aldrei skipt eins miklu máli og nú. Heimasíminn gengur í endur- nýjun lífdaga og nágranninn verður hluti af fjölskyldunni. Heima með Helga verður að Juróvision landans og allir taka undir. Við slíkar aðstæð- ur reynir virkilega á samvinnu lítilla samfélaga. Það vorar Við erum komin nokkrum dög- um frá jafndægri á vori; birtan varir lengur en myrkrið og enn vex hún. Stjórnvöld gera meira og nærsam- félögin eru að gera meira. Þann- ig náum við þeirri viðspyrnu sem þarf til að ná okkur á strik aftur. En það verður ekki gert nema við ber- um traust hver til annars og sýnum umhyggju. Þannig heilum við sam- félagið. Halla Signý Kristjánsdóttir. Höf. er þingmaður Framsóknar- flokksins í NV kjördæmi Stöndum þétt saman Pennagrein Pennagrein Heilun samfélagsins

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.