Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.05.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Eltst við axarsköft Á mínum yngri árum voru þau ýmis störfin sem ég tók mér fyrir hendur. Var fyrstu þrátíu árin búsettur í sveit og tók að mér sitthvað sem bauðst svona milli þess sem ég mjólkaði kýr, var í heyskap eða sinnti öðrum bú- störfum. Þannig var ég einhver árin bensínstittur í sveitabúðinni, nokk- ur ár húsvörður í félagsheimilinu, vann tvo vetur í fiskeldisstöðinni en á haustin var ýmist farið á vertíð í Grindavík eða í sláturhúsið í Borgarnesi. Skaut lömb sum haustin en var ástöðumaður á fjárbíl önnur. Í rúmlega tvö ár var ég svo búsettur í Danmörku og vann þar fyrst við að pakka sykri en eftir það í ísverksmiðju við pinnaíssframleiðslu ofan í sólþyrsta evrópubúa. En þessari lausamennsku á vinnumarkaði lauk í kjölfar þess að ég aflaði mér háskólamenntunar um þrítugt. Eftir á að hyggja líkaði mér alltaf best í þeim störfum þegar var svona ófyrirsjáanlegt að morgni hvernig dagur- inn yrði. Mér fannst þannig skemmtilegra að standa á fjárbílnum í slátur- tíð og koma á bæi víðsvegar í sveitum og hitta skemmtilegt fólk. Það voru líflegri haust en þau sem ég stóð við færibandið og aflífaði lömb. Þótt alltaf væri það nýtt lamb sem fór undir pinnann, þá var þetta svona rútínuvinna og þegar búið er að skjóta kannski á þriðja þúsund lömb yfir daginn, þá var þetta orðin talsverð endurtekning. Þrátt fyrir það var starfið vissulega lif- andi, (nú kváir einhver), en það helgast af því að í fjárréttina kom skemmti- legt fólk til að framvísa fé. Stundum komu karlarnir upp að skotrennunni og spjölluðu um lífið og tilveruna, veðrið, vænleika dilkanna, kvenfélagið eða sögðu sögur úr sveitinni. Hátíðisdagar voru sérstakir þegar Óli heitinn á Grjóti var mættur. Þeir skilja það sem til hans þekktu. En þrátt fyrir fjölda starfa og lausung á vinnumarkaði framan af starfs- ævinni, hef ég nú tollað í því starfi sem ég nú gegni meira og minna í rúma tvo áratugi. Það helgast af því að starf ritstjórans er býsna fjölbreytt. Í því er maður í samskiptum við fjölda fólks utan sem innan Vesturlands og trúið mér; það er enginn dagur fyrirsjáanlegur í minni vinnu. Vegna fjölbreytni viðfangsefna og þeirra mála sem þarf að setja sig inn í hef ég stundum sagt að ég njóti þeirra forréttinda að vera í stöðugu námi. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Ef ekki hvernig best er að haga sér í samskiptum við ólíkt fólk, þá eitt- hvað um ólíkan rekstur, fjölbreytta menningu og almennt þau verkefni sem tilheyra lífi og starfi þeirra sem hér búa. Þessum fjölbreytileika fagna ég. En nú síðustu tvær vikur hefur heldur betur dregið úr fjölbreytileika míns starfs. Vil ég meina að það geti ég kennt um einum og sama ráðherr- anum. Hef ég verið bókstaflega á kafi í umfjöllun um axarsköft hans og afleiðingar þeirra. Fyrir hálfum mánuði hófst þetta allt þegar téður ráð- herra ákvað fyrirvaralaust að stöðva allar grásleppuveiðar við landið. Hann gleymdi að vinna heimavinnuna sína og greip ekki inní ofveiði norðan við landið sem leiddi til þess að kvóti ársins var búinn áður en vestlenskir grá- sleppukarlar voru byrjaðir. Ef eitthvað er að marka veiðiráðgjöf Hafró er því búið að ofveiða grásleppu norðan við land og vanveiða úr stofninum hér fyrir vestan. Því allir eiga að geta séð að grásleppa er ekki flökkustofn, fremur en ég er spretthlaupari! Ráðherrann er ekki enn búinn að kippa þessu máli í liðinn og ég er ekki frá því að jafnvel hörðustu Sjálfstæðis- menn séu búnir að fá nóg af kauða og embættisfærslum hans og ákalla nú Jón gamla Bjarnason eins og mammon snöggra lausna. Svo til að bæta gráu ofan á svart, ákvað þessi sami ráðherra, kannski sem meinta smjörklípu, að skella inn á þing frumvarpi þess efnis að bændur eigi ekki lengur að marka lömbin sín að vori! Halló! - Hvað næst? Ef þessi ráðherra fer ekki að draga úr axarsköftum sínum, þannig að ég geti farið að skrifa fréttir um eitthvað annað en snertir hann og hans embættisfærslur, þá nenni ég þessu ekki lengur. Ég hverf þá frekar til annarra og meira lifandi starfa, til dæmis að skjóta lömb í sláturhúsi. Magnús Magnússon Sauðfé hefur ekki verið færra á Ís- landi í fjörutíu ár, samkvæmt hag- tölum landbúnaðarins sem unn- ar eru úr haustskýrslum. Frá því er greint í síðasta Bændablaði að um áramótin taldist ásett sauðfé í land- inu vera 416 þúsund að meðtöldum tæplega 1500 geitum. Árið 1980 taldist vetrarfóðrað sauðfé vera 828 þúsund í landinu. Fimm árum síðar var farið að fækka nokkuð í stofn- inum sem þá var 709 þúsund. Árið 1990 var talan komin í 549 þúsund og í 458 þúsund árið 1995. Árið 2000 var sauðféð 465 þúsund og hefur sá fjöldi haldist nokkuð svip- aður, upp eða niður um 10.000 fjár eða svo. Þannig komst fjöldinn í 480 þúsund árið 2010 og mest í 487 þúsund fjár árið 2014. Síðan hefur sauðfénu fækkað nær jafnt og þétt og var komið í 415.949 gripi á síð- asta ári. mm Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir mun leggja til við heilbrigðis- ráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna Covid-19 faraldursins verði það áfram eft- ir 15. maí, líklega mánuði lengur en hugsanlega skemur. Þetta kom fram á upplýsingafundi almanna- varna á mánudag. Núverandi fyr- irkomulag, sem gildir til 15. maí, kveður á um bann við komu rík- isborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkví- ar allra sem til landsins koma. Á mánudag voru fjórir dagar liðn- ir frá því síðast greindist smit hér á landi. Sagði Þórólfur að hægt væri að fullyrða að hér á landi væri sam- félagslegt smit í lágmarki. „En við getum líka sagt að veiran er örugg- lega ekki farin úr samfélaginu,“ sagði Þórólfur. kgk Alls höfðu verið veitt leyfi fyr- ir veiðum á 423 strandveiðibát- um áður en strandveiðitímabilið hófst mánudaginn 4. maí síðastlið- inn. Eru það umtalsvert fleiri bátar en hófu tímabilið á síðasta ári. Þá voru 249 bátar með leyfi við upp- haf tímabilsins en enduðu 620 í lok sumars. Flest leyfi höfðu við upphaf tíma- bilsins nú verið gefin út á Svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholts- hreppi til Súðavíkurhrepps, eða 170 talsins. Næstflest voru leyfin á svæði D, eða 130 talsins, en það svæði nær frá Hornafirði til Borg- arbyggðar. „Athygli vekur að leyfin á svæði D eru nú orðin fleiri en allt árið 2018 og aðeins vantar níu leyfi til að ná fjölda leyfa 2019,“ segir á vef Landssambands smábátaeig- enda. kgk/ Ljósm. úr safni/ af. Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar í síðustu viku var rætt um fyrirhuguð samvinnuátaksverkefni sveitarfélaga og ríkisins til fjölg- unar sumarstarfa fyrir námsmenn. Bæjarráð samþykkti að veita allt að 25 milljónum króna í átaks- verkefnið. Fjárheimildin miðast við ráðningu í alls 50 störf í tvo mánuði. Samþykktin er einnig gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalögum sem nú liggja fyrir þinginu. Akraneskaupstaður mun líkt og önnur sveitarfélög þurfa að sækja um sérstaka ráðningarheimild til Vinnumálastofnunar en samþykki stofnunarinnar er forsenda heim- ildar sveitarfélaga til auglýsingar á viðkomandi störfum og munu þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þátttöku. Sveitarfélög þurfa t.d. að skapa ný störf í tengslum við sumarátaksstörf og eiga hefð- bundin sumarafleysingarstörf því ekki við í þeim tilfellum. Náms- menn sem þiggja slíka vinnu þurfa að vera 18 ára og vera á milli anna í framhaldsskóla. Ráðningartím- inn verður að hámarki tveir mán- uðir á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst. mm Margir á veiðum við upphaf tímabilsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósm. úr safni. Ferðatakmarkanir næsta mánuðinn Ekki færra sauðfé á Íslandi í fjörutíu ár Samþykktu fjárveitingu til að fjölga sumarstörfum námsfólks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.